Íslendingaþættir Tímans - 15.02.1984, Blaðsíða 7

Íslendingaþættir Tímans - 15.02.1984, Blaðsíða 7
u • 0 E2E Bjarni Jónasson Blöndudalshólum Fæddur 24. febrúar 1891 Dáinn 26. janúar 1984 Bóndi, kennari og fræðimaður voru meginhlut- verk Bjarna Jónassonar í lífinu. Hann átti starfs- sama ævi og langa daga, því maðurinn var mesti áhugamaður við hvert það verk sem hann tók sér fyrir hendur. Sá sem ekur fram hjá Hólum í Blöndudal, sér þar í sjónhending stóran hluta ævistarfs þeirra Hólahjóna, Bjarna og Önnu, og gamlir kunningjar minnast Ijúfra stunda hjá þeim góðu gestgjöfum, sem þau reyndust vinum og nágrönnum. í Svínavatnshreppi eru æskustöðvar Bjarna, en starfsævi sinni eyddi hann austan Blöndu, þangað sótti hann konu sína, Önnu Sigurjónsdóttur, og saman byggðu þau reisulega jörð í miðjum dal, Blöndudalshóla, allt til 1960 þegar Jónas sonur þeirra og Ásdís kona hans tóku við búskap. Gömlu hjónin fluttu þá í litla íbúð uppi á lofti, sem Jónas innréttaði þeim. Þaðan er fögur útsýn> um sveitina og áin þylur síbreytilegan óð sinn ndir árbakkanum, kyrrir tilveruna. Bjarni tók á ungum aldri þátt í samtökum með fleiri sýslungum sínum um útgáfu sagna og þátta úr Húnaþingi. Áhugi Bjarna í sagnfræðinni beind- ist einkum að rannsókn á afkomu og efnahag. Þar sást betur en annars staðar seigla kynslóðanna, þar voru háðar hörðustu orrustur fátækra bænda í erfiðu árferði, ekki síst hér á Norðurlandi. Bjarni setti heimildir sínar gjarnan fram í skýrslu- formi. Hann var maður nákvæmninnar og rétt- lætisins og vildi byggja niðurstöður sínar á breiðum grunni. Hann lagði þó meiri stund á ættfræði. Sumpart af nauðsyn vegna hagsögunnar en í annan stað vegna áhuga samtíðar hans á þeirri grein. Til Bjarna leituðu fjölmargir bréfleiðis eða beint eftir fróðleik um forfeður sína. Á þeim leiðum kom ég til Bjarna þegar ég var 10-12 ára strandaður í frændaleit minni í Föðurtúnum. Mér eru minnisstæðar bókaraðirnar á vesturveggnum og í bókaherberginu á bak við, sögubækur, ættfræðirit og handrit hans sjálfs. Mér þótti sem hann hefði þarna safnað að sér öllum vísdómi héraðsins og dveldi þarna sælastur manna við að raða honum niður. Á friðarstóli sæti hann umvaf- inn þekkingunni. Síðar opnuðust augu mín fyrir þeirri baráttu sem fræðimaðurinn heyr daglega í leit sinni að rannsóknaleiðum og hvernig meta skal heimildir. Hvað á að skrá en hverju á að sleppa? Þeir sem fræðin stunda verða að vera baráttunnar menn þó orrustugnýrinn þaðan verði ekki jafnhávær og af breiðgötu lífsins. Bjarni var maður baráttu og iðjusemi eins og verk hans bera glöggt vitni. Hann var reglusamur og bindindissamur í þess orðs bestu merkingu. Áhugi hans á félagsmálum var mikill og sannur. Hann vann bændastéttinni. Hann vann hún- vetnskri söguritun. Hann mun eins og aðrir góðir menn búa Iengi með vinum sínum þó horfinn sé. Fordæmi hans lifir meðan minning hans varir. Heiðmar Jonsson Jón Jónasson frá Efri-Holtum Fæddur 13. ágúst 1893 Dáinn 18. janúar 1984 Þann 28. janúar sl. var gerð frá Stóra-Dalskirkju útför Jóns Jónassonar frá Efri-Holtum. Hann fæddist á Rimhúsum, sonur hjónanna Jónasar Jónassonar, bónda þar og konu hans, Þuriðar Jónsdóttir. Jón var um fermingaraldur er faðir hans lést. Árið 1913 gekk Jón að eiga Guðbjörgu Jóns- dóttur frá Dalskoti. Þau fluttu árið 1914 að Efri-Holtum ásamt móður Jóns og systur. Þeim Jóni og Guðbjörgu varð fjögurra barna auðið og komust 3 til fullorðinsára. Börnin eru: Jóel, sem lést 1974, Ágústa, búsett í Reykjavík og Þuríður búsett í Arnarfirði. Árið 1946 hættu Jón og Guðbjörg búskap og flúttust til Reykjavíkur. Guðbjörg lést 1954. ÍSLENDINGAÞÆTTIR Jón hóf störf hjá Pípugerð Reykjavíkurborgar, er hann fluttist suður og starfaði þar meðan heilsa leyfði. Jón var alla tíð stakur reglumaður og trúrækinn mjög. Jón átti við heilsuleysi að stríða síðustu árin og var rúmfastur af þeim sökum. Vil ég geta Ágústu, sem hugsaði um hann af stakri umhyggju og þjónaði til hinstu stundar. Mörgum stundum sátum við afi saman og ræddumst við. Minnist ég samvcrustunda okkar með söknuði. Var mér Ijúft að liðsinna afa er hann bað mig einhvers. Ég kveð góðan vin, sem reyndist mér alltaf vel. Far þú í fridi. Friður Guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir alll og alll (Vald. Bríem) Jóhann Ólafur Kjartansson

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.