Íslendingaþættir Tímans - 11.04.1984, Blaðsíða 3

Íslendingaþættir Tímans - 11.04.1984, Blaðsíða 3
 U NG Þorsteinn Guðmundsson frá Reynivöllum Fæddur 29. júlí 1895 Dáinn 20. mars 1984 Ég man vel daginn 4. janúar 1974, þá nýkominn til starfa á Höfn, að drepið var á kontórdyrnar. Þegar ég lauk upp stóð fyrir dyrum roskinn maður en vel á sig kominn, leit á mig með einkar vinsamlegu brosi og mælti. „Ég heiti Þorsteinn Guðmundsson frá Reynivöllum og ég býð þig velkominn í héraðið. Annars á ég ekkert sérstakt erindi, en mig langaði til þess að líta á yfirvaldið.“ Ég varð hálf kvumsa en þó geðjaðist mér strax einkar vel að komumanni, það var eitthvað svo hlýtt í fari hans og glettið. Hinsvegar varð mér nú í fyrsta sinn Ijóst að ég var yfirvaldið, það voru mér tíðindi tU umhugsunar. Þetta var uphafið að kynnum og síðar vináttu við þennan ágæta mann, sem kenndi mér margt í táknmáli þessa héraðs og leiddi mig í margan stórasannleika um náttúrufar og örnefni Austur- Skaftafellssýslu. Þorsteinn bauðst til að taka mig í kynnisferð út í Suðursveit þá voraði og þáði ég með þökkum. Frá 1974 til 1980, eða á meðan heilsa vinar míns entist fórum við árlega í pílagrímsferð í Suður- sveit, er haustaði. Fastir viðkomustaðir voru trjálundurinn góði við bæ Þorsteins að Reyni- völlum, Fell hið forna sý'slumannssetur, Hroll- augshólar og svæðið suður af þeim, lónið við Jökulsá á Breiðamerkursandi og á stundum heim að Hala til Steinþórs og Steinunnar hans konu, sem var systir Þorsteins. Orðaræður þeirra félaga Steinþórs og Þorsteins voru blanda af gömlum fróðleik, ferðasögur, og um fjárleitir, að ó- gleymdum óveðursþáttum. Þorsteinn sagði kank- víslega, „það eru engir menn eins veðurhræddir eins og þeir á Hala, og Steinþór verstur." Þeir kímdu báðir höfðu gaman af smá glettum, voru gjarna ósammála, að því er virtist til að krydda umræðuna. Engum duldist að vinskapur þeirra var traustur. Að sitja og hlýða á þessa menn var stórkostleg upplifun niaður var kominn í háskóla baðstofunn- ar í anda ungmennafélagsskaparins, á vettvang aldamótamannanna, sem eygðu möguleika til betra lífs, sóttu fram og sigruðu. Þessi kynslóð er gengin og guði sé lof að hafa náð í nokkra af síðustu fulltrúunum. Ég vil um Þorstein vitna til þessara orða Steinþórs á Hala í afmælisgrein er hann varð áttræður. „Hann var andlega vel gefinn, ekki síður en verklega, fróðleiksfús, óg las mikið, ekki síður menntaður en margir þcir sem ihöfðu langt skólanám. Það sannaðist á honum sem fleirum að hollt er heima hvað.“ Þorsteinn Guðmundsson vanfæddur á Skálafelli í Suðursveit 29. júlí 1895. Foreldrar hans voru hjónin Guðmundur Sigurðsson frá Borg á Mýrum og Sigríður Aradóttir frá Reynivöllum í Suður- sveit. Barnmörg voru þau hjón og eilefu komust upp. Sameiginlegt einkenni þessara systkina er ÍSLENDINGAÞÆTTIR mér tjáð að hafi verið góð greind og hagar hendur. Þegar Þorsteinn var tólf vetra brugðu foreldrar hans búi. Þá fór Þorsteinn að Rcynivöllum til Eyjólfs Runólfssonar hreppstjóra og Stefáns Jóns- sonar er þar bjuggu félagsbúi. Vinnumennsku stundaði Þorsteinn einkum í Suðursveit og þó mest hjá frænda sínum Þorsteini Arasyni á Reynivöllum. En útþráin kallaði. Haldið var í verið á Hornafirði, stundað jafnt á vélbátum sem á skútum. Hagleikurinn var Þorsteini í blóð borinn og því fok hann feginsamlega tækifæri er bauðst 1924 og réðst til náms í vélsmíði hjá Jóhanni Hanssyni á Seyðisfirði. Eftir tæpt ár þar urðu þáttaskil í lífi Þorsteins að hann hverfur aftur heim vorið 1925 eftir að Þorsteinn Arason hafði um veturinn farist í snjóflóði. Tckur hann þá við bústjórn fyrir ekkjuna Elínu á Reynivöllum. Farnaðist honum vel og var myndvirkur og drífandi, m.a. komst rafmagn til Ijós og suðu í bæinn strax 1927. með virkjun bæjarlækjarins. Rafvæðingin í Skaftafellssýslum er út af fyrir sig menningarsaga og bylting var það að fá Ijós í bæina mjög víða á milli 1920-1930 þegar aðrir sátu í myrkrinu fram á fimmta áratuginn, víða um landsbyggðina. í júlí 1927 gekk Þorsteinn að eiga heimasætuna Areli Þor- steinsdóttur, Arasonar. Þau hjón eignuðust þrjá syni: Sigurður járn- smiður f. 7/2 '31 í Reykjavík, Þorsteinn Lúðvík f. 23/4 '29 hitaveitustjóri á Höfn, kvæntur Olgu Meckle þýskri konu. Þau eiga þrjú uppkomin börn. Yngstur var Ingimundur Reynir f. 19/6’34, en lést á fermingaraldri. Þeim hjónum búnaðist vel, en 1962 brugðu þau þó búi og fluttu til Hafnar, enda orðin ein og við aldur. Þar bjuggu þau í skjóli Þorsteins og Olgu. Areli lést 1975. Á vordögum 1979, hafði heilsu Þorsteins hrakað verulega, og fór hann þá sem vistmaður á Elli- og hjúkrunarheimili sýslunnar á Höfn. Þar sem hann dvaldi þar til yfir lauk, 20 marss.l. kominná89aldursáriðoghvíldar þurfi. Þorsteinn var félagshyggju- og framfaramaður, á hann hlóðust margvísleg trúnaðarstörf, sem hann lagði alúð við. Ég nefni aðeins nokkur af þessum störfum. Hreppstjóri í Suðursveit 1943-1963 og þá var meira en að segja það að vera hreppstjór hér í sýslu, og yfirvaldið í Vík. í stjórn Búnaðarfleags Suðursveitar 1925-1962, í skólanefnd 1932-1962. í sóknarnefnd 1935-1962. Um árabil í stjórn Menningarfélags A-Skaft. í stjórn Skógræktarfél. A-Skaft., frá 1951-1970. í hópi stofnenda ungmennafélagsins Vísis 1912 og virkur félagi í áratugi. Þorsteinn átti sæti í byggðasafnsnefnd og vann mikið að undirbúningi safns hér á Höfn. Hann lagði safninu til marga góða gripi, m.a. sexæring, sem hann hafði notað til útróðra. Þorsteini voru hugleikin hin fornu fræðin og margt festi hann á blað og bjargað frá gleymsku. Þarf raunar að hyggja að útgáfu þessa fróðleiks. Ritfær var Þorsteinn og setti fram texta sinn á skýru og , kjarngóðu máli, sbr. Byggðasöguþátt hans um Suðursveitina, erbirtist 1971. Með búskapnum stundaði Þorsteinn sjóinn frá brimsandinum í Suðursveit, var tormaður á áttæringi 1925-1943. Hann var alla sína búska- partíð fylgdarmaður ferðafólks yfir Breiðamerku- sand að Jökulsá, enda Rcyniveliir síðasti bær áður en haldið varað þeim farartálma að austan. Síðan var tekið á móti þeim er að vestan komu yfir Jökulsá og þeir lóðsaðir austur. Ferjumaður var hann og um árabil við Stemmu og Jökulsá. Þetta voru erfið störf, tímafrck og arðurinn óftast lítill, eða enginn. En þrekið var mikið í þessum þétta, en fremur lávaxna austur-Skaftfellingi, lífsgleðin vakandi og greiðasemin í blóð borin, því varð allt amstrið að ánægju og lífsfyllingu. En nú hefur hann Þorsteinn frá Reynivöllum tekið síðasta brimróðurinn og ekki að efa að hann nær fyrirheitna landinu heill og ósár eins og lendingunni við hinn svarta brimsand Suðursveitar forðum tíð. Utför Þorsteins Guðmundssonar var gerð frá Kálfafellsstað þann 28. mars s.l. við fjölmenni í glaða sólskini. Þetta var falleg athöfn, framkvæmd af alúð og kunnáttu prestsins, eðlilegum sálma- söng sem kemur frá hjartanu og frómum hugsun- um kirkjugesta sem kvöddu svcitunga, frænda og vin. , Friðjón Guðröðarson. 3

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.