Heimilistíminn - 25.11.1976, Blaðsíða 6

Heimilistíminn - 25.11.1976, Blaðsíða 6
óðsagan haldizt sem kaupstaða- eða héraðsmerki, var einn af þeim, sem teiknuðu alþingis- hátíðarpeningana, og hann teiknaði búningana fyrir „sögulegu sýninguna", er sýna skyldi lögsögumannskjör á al- þingi hinu forna. Upp úr því spratt annað vinsælt verk Tryggva, en það eru „forn- mannaspilin" svokölluðu, sem Magnús Kjaran stórkaupmað- ur bað hann að gera, og gaf út. Siöasta áratuginn, sem Tryggvi lifði, hafði honum förlazt þrek og liggur lítið eftir hann frá þeim tíma. Engu að síður eru afköst hans mikil að vöxtum. Um skopteikningar Tryggva segir Björn Th. Björnsson m.a. í bók sinni: „Erfitt er að fella nokkurn heildardóm um skopteikningar Tryggva, svo mjög sem gæði þeirra áttu undir tíma hans, skapi og efninu, sem hann fékkst við. Jafnbeztar eru þó teikningar hans undir og vel fram yfir 1930, og hinu hnytti- legasta sem eftir hann liggur hefur enn ekki verið skákað." Eftirprentun af málverki Tryggva Magnússonar eftir þjóðsögunni Tungustapa hefur verið gerð í prentsmiðjunni Grafik h.f. Hún er 45x50 sm að stærð. Eftirprentunin fæst hjá Bókaútgáfunni Þjóösögu. HfólÐ — Þvi miður „topplausa” sýningarstúlk- an, sem var hér á bflasýningunni, er ckki innifalin i verðinu. i gamla daga, fyrir mörgum hundruð árum, bjó mjög ríkur bóndi í Sælingsdalstungu: hann átti nokk-ur börn og eru til nefndir tveir synir. Ekki vita menn hvað þeir hétu og köllum vér þá því Arnór og Svein: Þeir voru báðir efnilegir menn, en þó ólíkir. Arnór var hreysti- maður og mikill fyrir sér. Sveinn var hægur og spakur og enginn hreystimaður. Eftir því voru þeir mjög ólíkir í lund: Arnór var gleðimaður og gaf sig að leikum meðsveinum þar úr dalnum og mæltu þeir oft mót með sér við stapa þann er stendur niður við ána andspænis bænum í Tungu og sem kallað- ur er Tungustapi. Var það skemmtun þeirra á vetrum að' renna sér eftir harðfenni niður af stapanum því hann er hár mjög og niður á eyrarnar í kring: gekk oft mikið á með kall og háreysti kringum Tungustapa í rökkrunum og var Arnór þar oftast fremstur í flokki. Sjaldan var Sveinn þar með. Gekk hann þá oftast í kirkju er aðrir piltar fóru til leika: oft fór hann líka ein- förum og dvaldi þá tíðum niður við Tungustapa. Var það mál að hann hefði mök við álfafólk sem bjó í stapanum, og nokkuð var það að hverja nýjársnótt hvarf hann svo enginn vissi hvað af honum varð. Oft kom Sveinn að máli við bróður sinn að hann eigi skyldi gjöra svo mikla háreysti þar á stapanum, en Arnór gjörði gabb að og kvaðst eigi mundu vorkenna álfunum þó hátt væri haft. Hélt hann upp- teknum hætti: en Sveinn varaði hann við því oftar og sagði að hann skyldi ábyrgjast hvað af slíku hlytist. Það bar til eitt nýjárskveld að Sveinn hvarf að vanda. Lengdist mönnum venju fremur eftir honum. Kvaðst Arnór mundu leita hans og sagði hann mundi dvelja hjá álfum niður í stapa. Gengur Arnór á stað allt til þess hann kemur að stapanum Veður var dimmt mjög. Veit hann ekki fyrri til en hann sér stapann opnast á þá hlið sem að bænum snýr og Ijóma þar ótal Ijósa- raðir: heyrir hann kveða við indælan söng og skilur hann af þessu að á messu muni standa hjá álfum í stapanum. Kemur hann nú nær og sér hvað fram fer. Sér hann þá fyrir framan sig eins og opnar kirkjudyr og fjölda manns inni. Er prestur fagurlega skrýddur fyrir altari og eru margsettar Ijósa- raðir til beggja hliða. Gengur hann þá inn i dyrnar og sér hvar Sveinn bróðir hans krýpur fyrir gráðunni og er klerkur að leggja höndur í höfuð honum með einhverjum ummælum. Það hyggur Arnór að verið sé að vígja hann ein- hverri vígslu því margir skrýddir menn stóðu um- hverfis. Kallar hann þá og segir: „Sveinn, kom þú, líf þitt liggurvið". Hrekkur Sveinn þá við, stendur upp og litur utar eftir: vill hann þá hlaupa móti bróður sínum. En í því kallar sá er við altarið var og segir: „Læsið kirkjudyrum og hegnið hinum mennska manni er raskar friði vorum. En þú Sveinn hlýtur við oss að skilja og er bróðir þinn sök í því. En fyrir það að þú stóðst upp í því skyni (að) ganga til bróður þins og mattir hans ósvífna kall meir en heilaga vígslu skalt þú niður hníga og það örendur næsta sinn er þú sér mig hér í þessum skrúða." Sá Arnór þá að hinir skrýddu menn hófu Svein á loft og hvarf hann upp um steinhvelf- ing þá er yfir var kirkjunni. 6

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.