NT - 14.08.1984, Blaðsíða 20

NT - 14.08.1984, Blaðsíða 20
11 ísrael: Kahanesetur svip sinn á ísraelsþing Jcrúsalcm-Rcutcr. ■ Rabbíninn öfgasinnaði, Meir Kahane, setti svip sinn á setningu ísraelska þingsins í gær þegar hann neitaði lengi vel að sverja embættiseið sinn sem þingmaður og hrópaði svívirð- ingar að arabískum þingmanni og þingmönnum Kommúnista- flokksins sem Arabar styðja. Kjör Kahane sem þingmanns hefur valdið nokkrum úlfaþyt í ísrael, en yfirlýst stefna hans er að reka alla Araba burtu úr ísrael. Hann hefur lýst því yfir • að hann muni bráðlega koma sér upp skrifstofu í arabísku þorpi í ísrael og bjóða þorpsbú- um peninga gegn því að þeir flytjist úr landi. Þegar þingmenn höfðu yfir eiðstafinn í gær reyndi Kahane að bæta við kafla úr ritningunni sem hefði gefið í skyn að hann væri aðeins ábyrgur gagnvart guði en ekki lögunum. Pingfors- etinn greip þá frammí fyrir hon- um og sagði að hann gæti ekki setið þingið ef hann sværi ekki eiðinn. Kahane lét bá undan. Þriðjudagur 14. ágúst 1984 20 ■ Meir Kahane (sá skeggjaði í öftustu röð) greiðir hér atkvæði við kosningu í þingnefndir, eftir að hann hafði loks svarið þingeiðinn. Þúsundir manna söfnuðust saman fyrir utan þinghúsið til að mótmæla kjöri Kahans á þingið. Poifoio-sím™,„d. Herzog, forseti fsraels, sem ekki hefur viljað ræða við Ka- hane, sagði í opnunarræðu sinni að þingmenn yrðu að sameinast gegn samsærismönnum og undirróðri, og sagði að ísrael væri ekki lengur ónæmt fyrir fyrirbærum sem ógna þinginu og átti þar greinilega við Ka- hane. Vegna þess að enn hefur ekki tekist að mynda ríkisstjórn í ísrael var gert þinghlé um óák- veðinn tíma strax eftir að þing- menn sóru eið sinn. Verður Gobi-eyði- mörkin kjarnorku- ruslahaugur? ■ Kínverjar reyna nú ýmislegt til að afla sér erlends gjaldeyris. Þeim hefur m.a. hugkvæmst að bjóða evrópskum kjarn- orkuveldum að geyma geislavirkan úrgang í Go- bí-eyðimörkinni. Kínverjar telja sig geta geymt allt að 4000 tonnum af geislavirkum efnum í eyðimörkinni á stöðum sem hvort eð er eru algjör- lega óbyggjanlegir og langt frá öllum manna- byggðum. Geymslugjald- ið mun vera um 1500 bandaríkjadalir fyrir kílóið þannig að Kínverjar gætu hugsanlega orðið sér úti um 6 milljarði banda- ríkjadala með þessum hætti. Þrjú vestur-þýsk kjarn- orkuver hafa þegar látið í ljós áhuga sinn á þessu tilboði Kínverja. En fyrir- tækin verða fyrst að fá samþykki frá þeim aðil- um, sem þau kaupa úran- íum frá, áður en þau geta byrjað að senda kjarnorkuúrganginn til Kína, þar sem hann má einnig nota til að búa til kjarnorkusprengjur. r Raðaug lýsi ngar atvinna - atvinna Eðlisfræði- rannsóknir Ráögert er aö ráða aðstoöarmann við rannsóknir í eölisfræöi þéttefnis í vetur. Verkefni fela m.a. í sér mælingar á eðliseiginleikum málma í segul- sviði og viö lágan hita. Æskilegt er að viðkomandi hafi menntun í eðlisfræði eða skyldum greinum, auk nokkurrar reynslu af tölvuvinnslu. Hlutastarf kemur til greina. Laun skv. menntun og launakerfi opinberra starfsmanna. Upplýsingar veita dr. Hans Kr. Guðmundsson og dr. Þorsteinn I. Sigfússon, Raunvísindastofnun Háskólans, sími 21340. íþróttakennara - Smíðakennara íþróttakennara vantar við grunnskólann Höfn. Glæsilegt nýtt íþróttahús. Einnig vantar smíðakennara við sama skóla. Húsnæði á staðnum. Upplýsingar veita skólastiórar í símum 97-8148 og 97-8321. Fiðlukennarar Tónlistarskólinn á Akranesi þarf að ráða fiðlu- kennara í heila stöðu fyrir næsta skólaár. Til greina kæmi þó að ráða aðeins hálfan veturinn. Óskað er eftir að viðkomandi búi á Akranesi. Frekari uppl. gefur skólastjóri í síma 93-2109 eða 93-1004. Skólastjóri. Fulltrúi Óskum eftir að ráða fulltrúa til að annast launaafgreiðslu. Starfsreynsla æskileg. Umsóknir, sem tilgreini menntun, aldur og fyrri störf sendist okkur fyrir 18. ágúst nk. Skrifstofa Rannsóknastofnana atvinnuveganna, Nóatúni 17,105 Reykjavík. Krabbcimeinsfélag Reykjavíkur t Fræðslustarf Krabbameinsfélag Reykjavíkur óskar að ráða til fræðslustarfs ungan og röskan kennara, áhuga- saman um heilbrigðismál. Fullt starf, góð starfskjör. Ráðningartími fyrst um sinn eitt ár frá 1. september n.k. Starfinu fylgja talsverð ferðalög innanlands. Nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri fé- lagsins, Þorvarður Örnólfsson, Tjarnargötu 4, 4. hæð, sími 19820. Hjúkrunar- fræðingar Sjúkrahús Vestmannaeyja vill ráða nú þegar eða síðar hjúkrunarfræðinga á sjúkradeildir. Húsnæði til staðar, einnig barnagæsla vegna morgun- og kvöldvakta alla virka daga. Nánari upplýsingar um launakjör og starfsað- stöðu veitir hjúkrunarforstjóri, Selma Guðjóns- dóttir, sími 98-1955. Stjórn Sjúkrahúss og heilsugæslustöðvar Vestmannaeyja. Hjúkrunarforstjóri Staða hjúkrunarforstjóra við Sjúkrahús Keflavík- urlæknishéraðs er laus til umsóknar. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf berist stjórn Sjúkrahúss Keflavíkurlæknishéraðs fyrir 15. september 1984. Staðan er veitt frá 1. janúar 1985 eða eftir nánara samkomulagi. Sjúkrahús Keflavíkurlæknishéraðs. fundir - mannfagnaðir Þjóðhátíðar- búfræðingar Búfræðingar útskrifaðir frá Hvanneyri vorið 1974, við höldum upp á 10 ára búfræðiafmæli helgina 25.-26. ágúst. Mætum allir. Nánari upplýsingar veita Sigurður Bjarnason sími 93-5147 og Ey- steinn Sigurðsson í síma 96-81235 og 96-81285. 81285. tilboð - útboð Útboð Bensínstöð við Vesturlandsveg, Reykjavík Olíufélagið Skeljungur hf. óskar eftir tilboðum í jarðvinnu, lagnir og steypuvinnu vegna bensín- stöðvar félagsins við Vesturlandsveg í Reykjavík. Útboðsgögn verða afhent á verkfræðistofunni Ferli hf., Suðurlandsbraut 4, Reykjavík, gegn 1.500 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð þriðjudaginn 21. ágúst nk. kl. 14.00 á verkfræðistofunni Ferli hf. Olíufélagið Skeljungur hf. Útboð Lokafrágangur íþróttahúss Grindavíkur Bæjarsjóður Grindavíkur óskar eftir tilboðum í 1. verkþátt lokafrágangs íþróttahúss Grindavíkur. Um er að ræða lokafrágang innanhúss s.s. flísalögn, málningavinnu, dúkalögn, smíði innréttinga, innihurðir og útitréverk. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Grindavíkurbæjar, Víkurbraut 42, Grindavík og teiknistofu Jóns Ólafssonar, Hamraborg 2 A Kópavogi frá og með þriðjudeginum 14. ágúst 1984, gegn 2.000 kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð þriðjudaginn 28. ágúst n.k. kl. 11.00 f.h. á skrifstofu Grindavíkurbæjar, Víkurbarut 42, Grindavík. ökukennsla Okukennsla og æfingatímar Kenni á Audi ’82. Nýir nemendur geta byrjað strax og greiða aðeins tekna tíma. Æfingatímar fyrir þá sem hafa misst réttindi. Æfing í borgarakstri. Greiðslukjör. Lærið þar sem reynslan er mest. Símar 27716 og 74923. Ökuskóli Guðjóns Ó. Hanssonar. Þegar bilar mætast er ekki nóg aö annar viki vel út á vegarbrún og' hægi ferö. Sá sem á móti kemur veröur aö gera slikt hiö sama en not- færa sér ekki tillitssemi hins og grjótberja hann. Hæfilegur hraöi þegar mæst er telst u.þ.b. 50 km

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.