NT - 15.08.1984, Blaðsíða 8

NT - 15.08.1984, Blaðsíða 8
Myndlist Miðvikudagur 15. ágúst 1984 8 konur á Kjarvalsstöðum ■ Um þessar mundir er ekki hægt að kvarta yfir því aö ungar myndlistarkonur læðist með veggjum. Af fjórtán ung- um myndlistarmönnum sem sýna núna á Kjarvalsstöðum cru þrettán konur. Níu þeirra sýna saman í vestursalnum. Þær hafa upp til hópa verið við nám í hinum og þessum út- löndum undanfarin ár eftir að hafa stundað myndlistarnám hér heima. Rétt fyrir síðustu helgi voru þær að koma verk- unum sínum fyrir í salnum, allar nema Guðný Björk Ric- liard sem var á íerðalagi með Svörtu og sykurlausu og Erla Þórarinsdóttir sem býr í Stokk- hólmi. Steinunn Þórarinsdóttir stundaði nám í Englandi og á Ítalíu og er með tvo skúlptúra á sýningunni unna í járn, tré og svolítið af stcinsteypu. Þessir tveir skúlptúrar eru ekki eins efniskenndir og þeir sem þú varst með á sýningunni þinni í Listmunahúsinu í vor. Ertu á leið út úr efninu nú þegar allir aðrir einbeita sér að því? Það hefur veriö viss léttir fyrir mig að vinna með járn að undanförnu því ég get unnið hraðar í það en til dæmis leir eða gler. Vinnuferlið í leirnum er miklu flóknara en í járninu. Járnið er efni sem ég er að bæta við mig, en ekki til þess að afskrifa þau efni sem ég hef unnið með áður, heldur til að hafa möguleika á sem fjöl- breyttastri tækni. Eru þessir járnskúlptúrar einfaldari útfærslur á skissun- um þínum en fyrri verk þín? Yfirleitt skissa ég einungis með línum þannig að að þv feyti standa þessir skúlptúrar mjög nálægt skissunum mínum, en ég hugsaði þá ekki upphaflega sem beina útfærslu á skissun- um mínuni í járn. Björg Örvar nam tvo síðast- liðna vetur myndlist í Kaliforníu og sýnir málverk sem öll eru máluð á þessu ári. Eru þcssar myndir málaðar í Kaliforníunni sem aldrei rign- ir í? Þær eru málaðar frá í febrú- ar og þar til nú bæði úti og hér heima. Ég vann aðallega í skólanum við að gera mónó- þrykk, málaði á sinkplötursem ég setti svo gegnum pressu. Þegar heim kom fór ég að mála stærri myndir og nota litina á annan hátt. Þaðersvodýrðlegt að upplifa íslenska náttúru eft- ir að hafa verið lengi erlendis. Sérlega ef maður hefur veriö hálf frá af heimþrá eins og ég var. Á stærstu myndinni þinni er risavaxin manneskja með höfuðið í lúkunum og hjá henni syndir marbcndill. Er þetta myndefni úr þjóðsög- unum? Myndin heitir Marbendill í sjávarháska. Þótt marbendlar séu að sjálfsögðu úr þjóð- sögum þá held ég að sjálft landið hafi meiri áhrif á hvað ég mála en þjóðsögur. Ferðu aftur út í haust? Nei. Hér verð ég sko um alla framtíð! Sóley Eiríksdóttir sýnirþað scm kallast mundi á cinföldu alþýðumáli Leirhausar, en fag- idíótar nefna keramík skúlp- túra. Þetta eru hausar sem eru stærri en hausar gerast og ganga á lifandi fólki og eru allt frá því að vera harðlínu geóm- etría til þess að vera fantasíu- fullir hausar með mjúkum formum. Er þetta fólk sem þú þckkir? Grunnhugmyndin að hverj- um haus er kannski visst and- rúmsloft umhverfis fólk scm er í kringunt mig, en þeir eru ekki byggðir á andlitsfalli eins eða neins. Þetta er fólk sem ég skemmti mér við að skapa og ég hlæ oft dátt inn í mér yfir því hvernig ég fer nteð það. Sérðu þessa konu með sveigða krókinn yfir höfðinu? Mér fannst hún bara taka sig mjög vel út með krókinn en svo kemur fólk og segir „Er þetta kona á skautbúningi?" og ég verð heldur betur hissa því sú hugmynd var fjarri mér. En það er öllum frjálst að lesa það sem þeir vilja inn í hausana mína. Nú eru vissir hlutir í verkun- um þínum algengir sem tákn, til dæmis píramítinn sem þú gerir að haus þannig að ofar- lega er alltaf augal Er þetta hið alvitra og alsjáandi auga? Nei, þessir hausar eru þrí- víðar útfærslur á myndunum sem ég málaði áður á keramík- skálar og það að augað sé svona staðsett á þessum haus er meira tilviljun en að ég sé að nota það sem tákn. Harpa Björnsdóttir stundaði nám á íslandi og bjó um tíma í Danmörku og á írlandi. Hún er með myndir sem málaðar eru með silkiþrykkslitum og bleki á pappír, allar á þessu ári. Hvernig vinnur þú þessar myndir? Ég byrjaði með því að setja litinn tilviljunarkennt á papp- írinn og bæði málaði með hon- um og skóf. Síðan fór ég að leita að mynd í litunum og teiknaði þá með bleki það sem mér fannst ég sjá í litunum. Er þetta leið til að virkja dulvitundina? Ætli ég sé ekki meira að reyna að nota tilviljunina sem ráðandi þátt í myndgerðinni. Eru þessi forskrifuðu vinnubrögð arfur frá þeim tíma sem þú vannst mest í hug- myndalist? Nei, ég held ekki. Þegar svona vinnubrögð eru notuð er lokapunkturinn að velja og hafna miklu mikilvægari en ef ég mundi nota yfirvegaðri vinnumáta frá byrjun. Þessar myndir hér á sýningunni eru þær sem mér finnast bestar af því sem ég hef gert á þessu ári. Sumar myndanna hafa veru- lega goðsögulegt yfirbragð. Þarna er maður með reður sem líkist engu meira en svans- höfði. Er Leda einhvers staðar nálæg? Upphaflega gerði ég þessa mynd undir áhrifum af ljóði sem ég las eftir Snorra Hjartar- son. Eg hef notað svanshöfuð- ið víðar í öðrum myndum. Jóhanna Kristín Yngvadótt- ir nam í fjögur ár í Hollandi og er með málverk á sýningunni. Olboðslcga eru þetta dökk- ar myndir! Þarna er svart- klæddur maður með höfuðið í drungalegum skýjum. Hann er ekkert með höfuðið í skýjunum, hann situr í for- sælu! Þegar betur er að gáð er eins og þú hafir sumsstaðar málað yfír skærari liti, þarna glittir í rautt og órans eins og glóðir undir ösku. Það getur vel verið. Málar þú aldrei bjartari myndir? Jú en þær seljast alltaf strax. Nú verður þiú á suður Ítalíu i vetur. Heldur þú að myndirn- ar þínar verði þá ekki bjartar? Nei því stemmningin í myndunum mínum fer ein- göngu eftir mér en ekki um- hverfinu. * Ásta Ríkharðsdóttir stund- aði nám í Hollandi og núna seinustu árin í New York borg og þangað fer hún aftur í haust. Hún er með fimm mál- verk ásýningunni. öll fráþessu ári. Á stærstu myndinni þinni er hópur fólks og virðast þrjár manneskjur á góðri leið með að breytast í hesta og naut. Finnst þér fólk svona dýrslegt eða ertu undir áhrifum frá félaga Jung? Ég er nú ekki mjög meðvit- uð um arkitýpísk fyrirbæri. Þessir hausar komu bara hjá mér í vinnunni. Hvernig fínnst þér að stunda myndlistarnám í New York borg? Æðislegt. Myndlistarnám felst ekki minnst í því að skoða myndir eftir aðra og það er alltaf ofboðslegt framboð á góðum myndum til að skoða í New York. Ekki bara myndir eftir Bandaríkjamenn heldur heimslistin eins og hún leggur sig. Ragna Steinunn Ingadóttir hefur stundað nám seinustu þrjú árin á ftalíu og sýnir málverk og teikningar á pappír. Myndirnar eru allar af nöktu fólki í frekar kynæsandi stell- ingum. Eru þessar myndir hugsaðar sem erótískar? Myndir sem eru gerðar til að vera erótískar eru það sjaldnast. Hvernig var að vera á Ítalíu? Gott. Það er svo mikið að sjá því þarna er göntul menn- ingarhefð sem er áhugavekj- andi og líka mikið um að vera ‘í samtímalist. Ég mála aðal- lega mannslíkamann og þegar ég kom fyrst til Ítalíu var ég mest í að mála karlmenn. Eru ítalarnir svona sjarmer- andi? Já til að byrja með. Þeir dekra við konur, opna hurðir og slá gullhamra í gríð og erg. En þegar kemur að nánari kynnum þá vilja þau fara fyrir lítið. Eiga þeir ekki konur að félögum? Nei, ítalskir karlmenn eiga sko ekki konur sem félaga því þeir líta á konur sem sér óæðri og eru jafnvel hræddir við þær. Ætli það sé ekki kaþólskunni að kenna? Vafalaust. Karlar byggja veldi sitt í samfélaginu mikið á veldi kirkjunnar. Konur eru hvergi ofarlega í valdapíra- míta kaþósku kirkjunnar. Gerðu ítalskir karlmenn þig að feminista? Ég hef alltaf verið feministi. Eru ekki allir ítalskir mynd- listarnemar að kópíera Sandro Chia, Clemente eða Cucchi núna? Nei, C-in þrjú eru mest lítið á Ítalíu. Chia og Clemente búa löngum á Manhattan. Það sem hæst ber í Róm núna er hópur málara sem hafa breytt pasta- fabrikku í vinnustofur og nefn- ist staðurinn San Lorenzo. Þótt Róm sé stór þá er myndlistar- heimurinn þar ekki víðfemari en svo að það er möguleiki að kynnast fíestum myndlistar- mönnurn þar. Ég kom þarna í San Lorenzo og fannst inspír- erandi að sjá hvað var að gerast þar. Svala Sigurleifsdóttir

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.