NT - 25.11.1984, Blaðsíða 8
Sunnudagur 25. nóvember 1984
marsKa'*1"
Dr. honoris causa,
Jóhannes Kr. Jóhannes-
son Roosevelt
■ Sumir eru þeir menn sem sagt er um að þeir hafí sett svip á samtíð
sína. Vanalega eru það stjórnmálamenn eða skáld sem við er átt, þegar
svo hátíðlega er komist að orði. En hitt er engu síður til í dæminu að
menn sem lítt er hirt um að frægja í annálum eigi jafn mikið tilkall til
slíkrar nafnbótar. En eftil villmá segja umJóhannesKr. Jóhannesson,
sem hér verður rætt um að hann hafí öðlast nógar nafnbætur í lifanda
lifí og þurfí því ekki á fleiri að halda, nú þegar hann er löngu sálaður.
Enginn íslendingur hefur borið jafn mikla og stórkostlega titla oghann
og hann hafði þá sérstöðu að allir töldu hann vel að þeim kominn.
Varla fer hjá því aö mönnum
detti annar merkissnillingur í
hug þegar á Jóhannes Kr. Jó-
hannesson er minnst, en það
er Sölvi Helgason. Nú er títt
aö menn líti á Sölva sem mis-
skilinn snilling og hver veit
nema að Jóhannes Kr. verði
talinn það líka þegar fram líða
stundir. Hvaðgeturekkigerst?
Friðarhöfðinginn
Reykvíkingar sent nú eru
komnir á miðjan aldur muna
vel eftir Jóhannesi Kr., þessum
stóra og vörpulega manni, sem
jafnan gekk um bæinn skreytt-
ur ódæma fjölda heiðurs-
merkja, sem stöðugt bættist
við. Hvaðan orðurnar komu
var Jóhannesi ekkert launung-
armál. Þær bárust honum frá
mönnunt á borð við Franklin
D. Roosevelt, Jósep Stalin,
Churchill eða Shang Kai Chek
og jafnan fylgdi sendingunni
bréf þar sem þessir höfðingjar
könnuðust kinnroðalaust við
það að þeir settu allt sitt traust
á Jóhannes. (Hitler átti að
hafa sagt í góðunt liópi að
hann teldi Jóhannes Kr. Jó-
hannesson ntiklu meiri mann
cn sig).
En þótt Jóhannes skartaði
mörgurn veglegum nafnbót-
um, þá notaði hann enga meir
en „Friðarhöfðing.inn", Hann
var líka maðurinn sem ætlaði
að blessa allan heiminn og
skapa friðar og sæluríki, þar
sem enginn ágreiningur var til,
enda vandkvæðalaust fyrir all-
ar þjóðir að sameinast um
slíkan mann. Þeir Stalín og
Roosevelt voru alveg einhuga
unt það atriði og sá síðarnefndi
hafði meira að segja gert Jó-
hannes að kjörsyni sínum. Það
var þess vegna sem „Friðar-
höfðinginn" undirritaði bréf
sín: Dr. honoris causaJóhann-
es Kr. Jóhannesson Roosevelt.
Olga afHabsburg
Jóhannes gaf í mörg ár út
tímaritið „Friðarboðinn og
Vinarkveðjur". Þetta voru lítil
hefti, svo sem 16 síður hvert,
og hér birti hann ógrynni af
Ijóðuni eftir sjálfan sig, enda
vr hann kraftaskáld, sem m.a.
stökkti beitiskipinu Emden
frá strönd íslands 1939. í blað-
inu mátti líka sjá myndir af
Jóhannesi með orður sínar og
stundum skrýddan aðmíráls-
búningi og líka myndir af unn-
ustum hans, innlendum sem er-
lendum. Það voru nú engar
almúgakonur. Ein hin göfug-
asta var prinsessan Olga af
Habsburg, enda sparaði unn-
ustinn ekki rúrn í blaðinu fyrir
ástarljóð til hennar og ástar-
kveðskap sem hún sendi hon-
um á móti. Konunglegri ástir
hafa varla átt sér stað á Fróni.
Og Olga var svo sem ekki
vargefin, þar sem Jóhannes var.
Meðal þeirra vegsamlegu titla
Dratunmyml aS
Prinsessu Ol »u af Hahsbur^
<ij» unmista Itemtar, írelsisK«tij»I
i)r. Júh. Kr. Jóhanuessou Uoosevelt. i
■ Olga af Habsburg virðist ekki óánægð með mannsefnið.
■ í Heimsfriðar-foringjabúningi. Kveðja til Noregs.
Forsetahjón Bandaríkjanna
í brúðkaupsferð.
Kjöríoreldrar Jóh. Kr. Jóhannessonar.
■ Kjörforeldrarnir. Póstkort.