Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

NT

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Tķminn


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
NT

						Fimmtudagur 20. desember 1984        10
Jólabl;
Ingólfur Davíðsson:
Jólasveinar
„Jólasveinar einn og átta
ofan komu af fjöllunum".
Sá fyrsti átti að koma til byggða 9
dögum fyrir jól, síðan einn á dag, sá
síðasti á aðfangadaginn. Hinn fyrsti
fór svo burt á jóladag og síðan koll af
kolli. Sumir töldu jólasveinana 13 og
kom þá sá fyrsti 13 dögum fyrir jól,
og sá síðasti hélt á brott til fjallanna
aftur á þrettándanum. Til fyrri tölu
jólasveina bendir þessi gamla vísa:
„Upp á slól stendur mín kanna,
níu nóttum fyrir jól
kom ég til manna.
I»:i dansaði Anna".
Hvert var hlutverk könnunnar og
hver var Anna?
íslensku jólasveinarnir munu vera
æði gamalt fyrirbæri, og hafa verið
fyrirferðarmiklir í þjóðtrúnni. Býsna
ólíkir Nikulási jólasveini (Sánkti
Kláusi), sem ræður mestu nú, en hann
er ensk-hollensk-amerískur blending-
ur! Nikulás gleður börn með gjöfum,
söng og skringilegheitum, en gömlu
jólasveinarnir þóttu viðsjálsgripir í
aðra röndina, smáhrekkjóttir og þjóf-
óttir, jafnvel áþekkir hálftröllum. Af
sumum taldir börn Grýlu og Leppa-
lúða. Óþæg böm voru hrædd á þeim
fyrr á tíð, þó minna á Grýlu!
Jólasveinarnir voru í essinu sínu
þegar skyggja tók og víða á ferli um
jólaleytið. Voru reyndar furðu mann-
legir greyin eins og nöfn þeirra votta
glögglega. Einhverja hugmynd fékk
ég um það, scm barn, að sumir þeirra
væru einkum á stjái í rökkrinu, en
aðrir í þreifandi myrkri, og væru
kallaðir samkvæmt því Rökkurbjórar
og Myrkruhjórar.
„Nú er Rökkurbjóri kominn á
kreik" heyrði ég sagt og leist þá ekki
á blikuna að vera einn!
Klæðnaður jólasveina
íslensku jólasveinanna mun fyrst
getið á prenti í Grýlukvæði séra
Stefáns Ólafssonar í Vallanesi á 17.
öld. Þeir voru baldnir , stórir, ljótir
og luralegir í dökkleitum, röndóttum
fötum, með stóra, gráa topphúfu á
höfði. Fleiri sögur ganga af útliti
þeirra, en sjaldan þóttu þeir skraut-
menni!
Um og eftir síðustu aldamót er
búningur þeirra tekinn að breytast
verulega vegna áhrifa frá Sánkti Niku-
lási. Samt voru þeir lengi klæddir
gömlum íslenskum bændafötum í
ímynd manna. Stundum þó í viðhafn-
arbúningi, t.d. rauðri skyrtu, grænum
buxum, bláum sokkum og gulum
skóm. i'eir gátu haldið sér til! Skegg
niður á tær höfðu sumir og voru
heldur öldurmannlegir.
Sánkti Nikulás er skrautlega búinn,
rjóður í kinnum, glaðlegur og raunar
síbrosandi. Hann ber langt hvítt
skegg, klæddur rauðurn kufli, með
stóra hvíta stromphúfu á höfði og
jólagjafapoka á baki. Islensku jóla-
sveinarnir voru einnig með poka, en
hann var ætlaður til að stinga í því
sem þeim áskotnaðist. mat. kertum
og jafnvel óþægum krökkum!
Böm óttuðust jólasveina
Þau voru fyrrum hrædd á þeim ef
þau voru óhlýðin eða gerðu eitthvað
af sér. En í „Húsagatilskipun" árið
1746 var lagt bann við því. Þó eimdi
lengi eftir og börn voru smeyk við
jólasveina fram á 18. og 19. öld. Þó
hræddari miklu við Grýlu og Leppa-
lúða.
Lítt mun vera kunnugt um uppruna
jólasveina og þjóðtrúarum þá. Til var
trú á svipaða vætti fyrr á tíð í Noregi
og víðar á Norðurlöndum.
Getið norskra jólasveina
Þeir voru taldir gera ýmsan
óskunda, þar sem hér, og jafnvel vera
Spáfugl og jólasveinn!
öllu íllvígari en hinir íslensku. Stund-
um áttu þeir að hafa sést ríðandi í
loftinu og var það kölluð jólareið eða
Ásgarðsreið. Þessu svipar og til gand-
reiðar mannanna! í Sunnfjord í Nor-
egi voru þeir taldir fimm saman á
ferðinni um jólin að elta fólk sem
hagaði se'r illa.
Nöfnin eru: Pátak (tók óþægðar-
orma), Stikk (stakk þeim í poka), Bit
(beit þá), Ber (lamdi þá) og Kast
(fleygði þeim í ána)! Líka er getið um
Guðmund garðastaur í Noregi, nafn
hans gæti verið fyrirmynd hins ís-
lenska Stekkjarstaurs?
Ekki er ólíklegt að áhrif norskra
jólasveina hafi borist til íslands
snemma á öldum.
Nikulás slæst í förina
og gengur vel fram. Hver er uppruni
hans, aðaljólasveinsins nú á tímum?
Nikulás var enginn náttúruvættur,
heldur biskup í borginni Myra í
Litlu-Asíu að sögn. Góður biskup,
sem margir töldu helgan eftir dauð-
ann, fyrir um 1700 árum. Hann kom
stundum óvænt til bjargar, einkum ef
heitið var á hann.
Nikulás varð smám saman sérstak-
ur verndardýrlingur sjómanna og
barna. Fór dýrkun hans vaxandi er
tímar liðu. Talið er að í lok miðalda
hafi um tvö þúsund kirkjur í Vestur-
Evrópu verið helgaðar honum (Nikul-
ásarkirkjur), þ.á.m. Oddi á Rangár-
völlum á dögum Sæmundar ffoða, (44
Nikulásarkirkjur á íslandi?)
Hinn örláti Nikulás
Á málverki frá 15. öld sést hann
gefa börnum gjafir. Messudagur
Nikulásar var raunar 6. desember, og
lengi framanaf færði hann börnum
gjafir á þeim degi. Hafði þá stundum
með sér púka til vonar og vara og lét
¦   Jólahafur,   köttur,   köngull   og
korn.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20