Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

NT

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Tķminn


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
NT

						Laugardagur 12. janúar 1985
9
& heill
Guðjón Ingimundarson
sjötugur.  Afmæliskveðja
¦ Það er lífsins saga að eldast
að árum þar til yfir lýkur og því
fær enginn breytt. Árin segja þó
ekki alla söguna um andlegt og
líkamlegt atgervi og í dag sann-
ast það enn einu sinni þegar'
vinur minn Guðjón Ingimund-
arson íþróttakennari Sauðár-
króki heldur upp á 70 ára afmæli
sitt ungur í anda og líkamlega
hress svo aðdáun vekur. Hvað
það er sem færir sumum slíka
gæfu er ekki gott að segja,
margt leggst þar á eina sveif en
þó má ætla að mikilvægir eðlis-
þættir svo sem góð skapgerð og
jákvæð lífsviðhorf ráði þar
miklu um. Ég, sem tel mig
þekkja Guðjón all vel eftir ára-
tuga samvinnu á ýmsum sviðum
get fullyrt að hann hefur til að
bera óvenju sjálfstæða skapgerð
sem hefur gert honum kleift að
aðlagast mismunandi aðstæðum
og umgangast ólíkt fólk án þess
að missa sjónar á eigin vilja og
markmiðum. Jákvætt lífsvið-
horf hans hefur líka einkennt
allt hans líf og starf og ber
þátttaka hans í félagsmálum
glöggt vitni þar um. Til viðbótar
þessum  eðlisþáttum  sem  eru
svo ríkir í fari hans má svo
nefna óvenju glatt geð og góða
kímnigáfu sem leynist engum
sem hefur við hann samneyti.
Það væri ekki Guðjóni að skapi
að hefja hér upp mikið lof og
hrós og því mun ég sleppa þó
fáa viti ég sem eigi það frekar
skilið, en mig langar til að nota
þessi tímamót í æfi hans til að
þakka honum leiðsögn, sam-
starf og góða vináttu sem hófst
fyrir langa löngu í íþróttasal
Barnaskólans hér í bæ., sem þá
var nýtt og glæsilegt mannvirki
og hvar Guðjón réði ríkjum um
langt skeið sem íþróttakennari.
Ég man hve fimi hans og
kraftur heillaði mig, lítinn og
auman (gat aldrei stokkið yfir
litla hestinn nema í lægstu
stöðu). Guðjón hafði reyndar
áður en hann kom til starfa hér
á Sauðárkróki verið í fremstu
röð sundmanna þjóðarinnar og
unnið til margra verðlauna í
þeirri íþróttagrein. Það var því
engin furða að hann vekti áhuga
og aðdáun okkar nemenda
sinna þegar hann gerði erfiðar
gólfæfingar dansandi létt eða
sveif sem á vængjum yfir stóra
hestinn með fullkomið vald yfir
öllum hreyfingum sínum.
Síðan lágu leiðir okkar saman
á persónulegri hátt þegar ég var
látinn gæta sundlaugarinnar í
Varmahlíð í tvö sumur. Guðjón
hafði frá því hann kom í héraðið
árið 1940 annast sundkennslu í
þessari laug um 6-8 vikna skeið
á hverju sumri. Það gerði hann
líka þessi sumur og þá kynntist
ég þeim ódrepandi áhuga sem
hann hefur ætíð haft á vexti og
viðgangi þessarar góðu íþróttar.
Undir hans leiðsógn tókst mér
að vinna þann umtalaða Grettis-
bikar og er ég aðeins eitt lítið
dæmi er á við um tugi unglinga
er náðu að auka getu sína og
vinna til verðlauna undir ötulli
og sívakandi umsjón hans. 1957
fluttist sundkennslan í nýja
sundlaug á Sauðárkróki. Guð-
jón tók strax við rekstri laugar-
innar og hefur rekið hana með
einstökum myndarbrag til þessa
dags. Hann hélt samt áfram að
þjálfa sundfólk sem fyrr og
vann það einstaka afrek að
leiða sundsveit UMSS til sigurs
í 7 Norðurlandamótum í röð.
Enn liðu nokkur ár og þá
kynntist ég því hugðarefni
Guðjóns sem líkast til hefir
verið honum kærast um dagana
en það eru störf og stefnumál
ungmennafélaganna í landinu.
Eg hafði tekið að mér stjórnar-
störf fyrir UMF Tindastól og
komst fljótt að raun um að þar
léku allir þræðir í höndum
Guðjóns sem þá var formaður
UMSS og gegndi hann reyndar
þeirri trúnaðarstöðu ( hart nær
30 ár. Störf okkar á þessum
vettvangi urðu náin og náðu
hámarki er Landsmót UMFÍ
var haldið á Sauðárkróki árið
1971. Guðjón hafði þá verið í
stjórn UMFÍ um nokkurt skeið
og þekkti vel hvað til þurfti til
að halda slík stórmót. Mörgum
okkar hér heima þótti í mikið
ráðist og margt vanbúið til slíkra
stórátaka en bjartsýni Guðjóns
og vissa um að þetta yrði til góðs
fyrir félagsandann og þó enn
frekar til að ýta á uppbyggingu
íþróttamannvirkja varð til þess
að í þetta var ráðist.
Á þessum árum þegar mikill
tími fór í undirbúning fyrir
Landsmótið fann ég vel hve gott
var að leita ráða hjá Guðjóni og
hversu heill og falslaus hann
ætíð var í öllum samskiptum.
Störf Guðjóns fyrir UMFÍ eru
óteljandi og sem stjórnarmaður
í þessum heildarsamtökum ung-
mennafélaganna um 18 ára
skeið hefur hann stuðlað að
eflingu þeirra svo þau standa nú
föstum fótum í flestum byggð-
um landsins æskufólki til heilla
og blessunar. Það gat ekki farið
hjá því að maður jafn félagslega
sinnaður og Guðjón veldist til
þátttöku í opinberri stjórnsýslu.
Trúlega hefur hans pólitíska
sannfærins verið löngu fullmót-
uð þegar hann hóf störf á þeim
vettvangi fyrir Framsóknarfélag
Sauðárkróks en á þess vegum
var hann kosinn í Bæjarstjórn
Sauðárkróks um langt árabil og
var um tíma forseti bæjarstjórn-
ar. Enn lágu leiðir okkar saman
á þessum vettvangi og þar fann
ég best hve létt hann á með að
umgangast fólk með hinar ólík-
ustu skoðanir og hve ríka þörf
hann hefur fyrir að vinna öll sín
verk af samviskusemi og trú-
mennsku. Það hefur verið sagt
að vinna án hugsjóna væri puð
en hugsjónir án vinnu væru
draumar. í mínum huga hefur
Guðjón ávallt fylgt hugsjónum
sínum eftir með vinnu, þess
vegna hefur æviferill hans verið
öðrum góð fyrirmynd og ævi-
starfið landi hans og þjóð til
blessunar.
Það er erfitt að hætta þessum
hugleiðingum sem á sækja á
þessum tímamótum í ævi Guð-
jóns Ingimundarsonar en hér
skal þó látið niður falla. Ég veit
ég mæli fyrir munn margra þeg-
ar ég færi Guðjóni hjartanlegar
hamingju- og heillaóskir og
þakkir fyrir góða handleiðslu og
samstarf og fjölskyldu hans allri
á þessum tímamótum. Ég veit
við eigum eftir að hittast oft á
komandi árum og ræða sameig-
inleg áhugamál. Það er. til-
hlökkunarefni.
Guðjón Ingimundarson er
Strandamaður, kominn af
traustum stofnum í þeirri fal-
legu sveit. Ævistaf sitt til þessa
dags hefur hann þó unnið á
skagfirskri grund og það er trú
mín að hann verði löngum tal-
inn með bestu sonum þessa
héraðs.
Lifðu heill.
Stefán B. Pedersen.
Nýr
mezzósopran
¦ Ung söngkona. Berg-
lind Bjarnadóttir, kvaddi
sér hljóðs í Norræna hús-
inu 8. janúar og söng lög,
Ijóð og óperuaríur af ýmsu
tagi. Berglindhefurstund-
að söngnám í Svíþjóð
undanfarin ár, en var fyrr-
um þekkt í dægurlaga-
heiminum hér á landi, auk
þess sem hún söng sópran
í einum af heldri kórum
borgarinnar. En nú er
Berglind semsagt orðin
mezzósópran, og röddin
talsvert dramatísk og
mikilúðleg þegar við á.
Samt er greinilegt, að
ennþá hefur Berglind
betra valda á efra raddsvið-
inu, og gætti nokkurs
óstyrks í röddinni á neðri
nótunum annað veifið.
Sem gamall blásari mundi
ég stinga upp á því að æfa
langa tóna og anda ekki
gengum nefið.
Mér sýnist Berglind
vera mjög efnileg söng-
kona, sem mikils megi
vænta af þegar hún verður
búin að læra meira. Texta-
meðferð hennar, á mörg-
um tungumálum, er af-
burðaskýr, og mættu
margir reyndari af því
læra. í annan stað heyrist
mér rödd hennar „hafa
mikla möguleika"; ennþá
er hún nokkuð þung hið
neðra, líkt og verið sé að
leika á erfitt hljóðfæri, en
það hlýtur að heflast af
með æfingu.
Berglind kom víða við á
tónleikum sínum: Þrjú ís-
lensk lög eftir Karl O.
Runólfsson og Jón Þórar-
insson, þrjú þýsk ljóð eftir
Mendelssohn og Brahms
(Von ewiger Liebe, sem
hún flutti mjög vel), þrír
söngvar eftir Svíann Ture
Rangström, athyglisverð
tónlist og skemmtileg; þrjú
smáræði eftir Samuel Bar-
ber og þrjú lög úr flokkn-
um Siete Canciones popu-
lares Espanolas eftir de
Falla. Síðast söng Berg-
lind þrjár óperuaríur, aríu
Cherobinos úr Brúðkaupi
Fígarós, aríu Salóme „Ti-
est doux..." úr Herodiade
eftir Massenet, og loks
Habaneru Carmen. Og
síðast tvö aukalög.
Berglind sótti sig jafnt
og þétt gegnum tónleik-
ana, enda gætti talsverðs
óstyrks framan af. Óperu-
aríurnar í lokin flutti hún
mjög vel, og hefði hún
endað á Massenet hefði
hún endað í hápunkti. Það
er ástæða til að óska Berg-
lindi til hamingju með
þessa frumraun, sem virð-
ist lofa mjög góðu'- segi
ég og skrifa mjög góðu.
Selma Guðmundsdóttir
lék með á píanó og fórst
það yfirleitt vel og smekk-
lega úr hendi.
Sig-St.
Berglind Bjarnadóttir
Gissur Gissurarson
bóndi og hreppstjóri í Selkoti
Fæddur 5. júní 1899
Dáinn30. desember 1984
Gissur Gissurarson, fyrrum
bóndi í Selkoti og hreppstjóri í
Austur-Eyja'fjallahreppi,
andaðist í Ljósheimum á Sel-
fossi hinn 30. des. s.l. og veröur
kvaddur hinstu kveðju frá
kirkju sinni í Eyvindarhólum
hinn 13. janúar. Með Gissuri er
genginn mætur og merkur sam-
ferðamaður, sem gott er að
minnast, maður sem löngum
setti svip á mannlíf og samfélag
og jafnan fylgdi andblær karl-
mennsku, gleði og góðvildar,
hvar sem hann kom við sögu.
Gissur var fæddur 5. júní
1899 í Eystri-Skógum undir
Eyjafjöllum, sonur hjónanna
Gissurar Jónssonar, bónda og
hreppstjóra, og Guðfinnu ís-
leifsdóttur, ljósmóður, er lengi
bjuggu rausnarbúi íDrangshlíð.
Hann ólst upp með foreldrum
sínum og systkinum á traustu og
rótgrónu menningarheimili og
lærði snemma að taka þátt í
daglegum störfum. Hann
kvæntist vorið 1928 Gróu
Sveinsdóttur, bónda, Jónssonar
í Selkoti, hinni ágætustu konu.
Ungu hjónin settu fyrst saman
bú á Felli í Mýrdal, en fluttust
að Selkoti undir Eyjafjöllum
1930, þar ksem þau síðan
bjuggu myndarbúi í liðlega
hálfa öld.
Þeim hjónum varð sex barna
auðið, sem upp komust. Eru
þau öll hið mannvænlegasta
fólk, svo sem þau eiga kyn til,
og heita eftir aldursröð: Anna
Valgerður, Svanhvít Sveinborg,
Guðfinna, Kolbeinn Gissur,
Erna Stefánía og Þóra Hjördís.
Þær systur eru giftar og búsettar
á höfuðborgarsvæðinu, nema
Þóra Hjördís, sem á heima í
Vestmannaeyjum, en sonurinn,
Kolbeinn Gissur, er bóndi í
Selkoti og hreppstjóri í sinni
sveit.
Svo sem fyrr sagði setti Gissur
Gissurarson jafnan svip á um-
hverfi sitt.' Hann var dugmikill,
glaðvær og félagslyndur í besta
lagi. Eins og við mátti búast
hlóðust því á slíkan mann marg-
vísleg félags- og trúnaðarstörf
frá unga aldri. Lagði hann sig
ar fyrir brjósti og studdi með
ráðum og dáð. Fyrir þá velvild
og alla vináttu þakka ég og
fjölskylda mín nú að leiðarlok-
um. Veit ég með vissu, að undir
þau þakkarorö munu myrgir
taka.
Við sendum eiginkonu hans,
börnum tengdabörnum og öðr-
um aðstandendum einlægar
samúðarkveðjur.
Blessuð sc minnig Gissurar
Gissurarsonar.
.lou R. Hjálmarsson.
ætíð fram um að leysa öll þau
störf sem best af hendi og dró
síst af sér á þeim vettvangi.
Hann var einn af stofnendum
ungmennafélagsins Dagsbrúnar
og lengi í stjórn þess og síðast
heiðursfélagi. Þá sat hann lengi
í stjórn búnaðarfélags Austur-
Eyjafjallahrepps, ræktunar-
sambands Eyfellinga og Mýr-
dælinga, í stjórn Byggðasafns
Skaftfellinga og Rangæinga í
Skógum, í safnaðarstjórn,
kirkjukór og fleira og fleira. Oft
var hann fulltrúi á aðalfundum
Mjólkurbús Flóamanna og
Búnaðarsambands Suðurlands
og fleiri slíkra félagssamtaka.
Sýslunefndarmaður fyrir Aust-
ur-Eyjafjallahrepp var hann frá
1951 í mörg kjörtímabil og
hreppstjóri í sveit sinni frá 1968
til 1980. En þrátt fyrir félags-
störf og margvísleg umsvif út á
við, þá bjó Gissur jafnan góðu
búi, enda átti hann mæta og
mikilhæfja konu, sem studdi
hann í hvívetna. Selkot tók líka
miklum stakkaskiptum í bú-
skapartíð þeirra hjóna bæði
með tilliti til bygginga og rækt-
unar. Liggur þar eftir þau fagurt
og ómælt ævistarf.
Ég kynntist Gissuri og heim-
ilinu í Selkoti fljótlega eftir að
ég settist að sem nágranni þeirra
1954. Öll voru þau kynni á einn
veg og hin ánægjulegustu. Sér-
staklega er mér minnistætt,
hversu Gissur bar alltaf hag og
velferð skólastarfs og menning-
t Þökkum af alhug auðsýnda	samúð og vináttu við andlát og
útför eiginmanns míns, föður	, tengdaföður, sonar og afa,
Sigurðar Ásgeirs Guðmundssonar	
málarameistara	
Aðalstræti 19, ísafirði	
Anna Hjartardóttir	
Hjörtur Arnar Sigurösson	
Pétur Sigurgeir Sigurðsson	Kristín Böðvarsdóttir
Gunnar Þór Sigurösson	Sigurður Pétursson
Margrét Pétursdóttir	
Þökkum innilega vinsemd og hluttekningu við andlát og útför	
eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og	
langömmu	
Sigríðar Gísladóttur	
frá Þverdal	
Þökkum starfsfólki Sólvangs	góða hjúkrun á undanförnum
árum.	
Saurbæingar, þökkum ykkur hlýjar móttökur.	
Finnur Þorleifsson	
Kristinn Finnsson	
Þorleifur Finnsson	ÁsdísArnfinnsdóttir
barnabörn og	barnabarnabörn
Þökkum hjartanlega samúð	og hlýhug við andlát og útför
mannsins míns, föður, stjúpföður, tengdaföður, afa og langafa	
Ólafs Helga Sigurðssonar	
frá Fiskilæk	
Laufbrekku 9, Kópavogi	
Lára Eggertsdóttir	
HörðurR.ÓIafsson	Guðríður Einarsdóttir
ÓlafurÓlafsson	Lilja Halldórsdóttir
Guðrún Diljá Olafsdottir	PéturTorfason
MargrétÓlafsdóttir	Jóhann Vilhjálmsson
Ingibjörg Ólafsdóttir	Vilhjálmur Þorsteinsson
Ásaólafsdóttir	ValurS.Gunnarsson
KolbrúnÓlafsdóttir	GunnarSigmarsson
Svanhildur B. Ólafsdóttir	Jón Björnsson
Hadda Benediktsdóttir	Gunnar H. Stephensen
barnabörn og	barnabarnabörn

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24