Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

NT

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Tķminn


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
NT

						I
Sunnudagur 10. mars 1985      14
V Eftir appgjöf Þjóðverja á Borgundarhólmi höfðu Rússar heriið á eyjunni í 11 mánuði, eða fram í apríl
1946. Sambúðin niilli hermannanna og íbúanna vargóð, ekki síst vegna þess hve skjótt tók að flytja burt
þýska hermenn og flóttafólk. Yfirmaður Rússa, Korotkov hershöfðingi, sést hér í hádegisboði í
Kristjánsborgarhöll i.júní1945, milli Ingiríðar, þá krónprinsessu og þáverandi ráðherra án stjórnardeildar,
Axel Larsen.
herseta
Boi
¦ 8. maí n.k. verða hátíðahöld víðs
vegar í Evrópu og Bandaríkjunum til
að minnast þess að 40 ár eru liðin frá
lokum heimsstyrjaldarinnar síðari í
Evrópu. Þó ágreiningur sé um hvort
ýfa beri upp gömul sár gagnvart
Þýskalandi, þá verður þessi dagur
tilefni til hátíðabrigða í velflestum
löndum Evrópu. Sum hernumdu
landanna, líkt og Danmörk og ísland,
áttu því láni að fagna að þar urðu bein
hernaðarátök næsta cngin. En í aust-
asta hluta danska ríkisins, á Borgund-
arhólmi, er hætt við að menn haldi
upp á þessi þáttaskil með trega, því
meðan samlandar þeirra á meginland-
inu fögnuðu stríöslokum byrjaöi
harmleikur í sögu þeirra.
Birgda- og
tilraunastöð
10. apríl 1940, daginn eftir hernám
Danmerkur, komu þrjú þýsk skip
með 1200 manna hernámslið til Borg-
undarhólms. Þetta voru fótgöngulið-
ar, en frá júlímánuði 1940 og þar til
þýska hernáminu lauk, þá sá þýski
sjóherinn um gæslu eyjarinnar. Meg-
inhluti heraflans var staðsettur í
tveimur helstu bæjunum á Borgund-
arhólmi, Rönne og Nexö. Hernám
Þjóðverja olli töluverðri röskun fyrir
eyjaskeggja, því fjöldi herflutninga-
sícipa kom við í höfnunum, sérstak-
lega Rönne og Nexö, og vörukaup
þeirra leiddu oft til tímabundins skorts
meðal íbúanna.
Þjóðverjar byrjuðu fljótt að nota
Borgundarhólm undir fjölmargar
tæknilegar tilraunir er tengdust hern-
aði. Um haustið 1940 hófu þeir bygg-
ingu mikilla varnarvirkja hjá Du-
eodde, sem þeir hættu þó við vorið
eftir. Tvær hlustunarstöðvar, önnur á
austurströndinni og hin á vestur-
ströndinni, voru reistar árið 1942 í
þeim tilgangi að æfa kafbátaáhafnir,
og því voru oft veiðar og umferð
bönnuð á fiskimiðum eyjaskeggja.
Þjóðverjar juku svo enn umsvif sín
árið 1943, þegar þeir komu fyrir
loftvarnarbyssum og ratsjárútbúnaði
á eyjunni.
Ómetanleg
vitneskja
Sumarið 1943 komust njósnadeildir
Breta að því að eitthvað óvenjulegt
verjar
voru
horfnir
á
braut
birtust
Rússar...
¦ Ömóttækilegur fyrir öllum skynsömum ráðum yfirgefur þýskiyfirmaðurinn von Kamptz hér bækistöð sína íRönne, og kallaði
þar með stríðseyðingu yfir eyjuna. Frá því að vera vinalegir smábæir voru Rönne og Nexö daginn eftir lítið annað en rjúkandi
rústir. T.h. sést svæðið bak við bækistöðvar von Kamptz að loknum sprengjuárásum Rússa.
var á seyði við Eystrasalt. Könnunar-
flugvélar höfðu tekið eftir því að
umtalsverðar framkvæmdir áttu sér
stað við Peenemúnde, og settu það í
samhengi við hið nýja leynivopn, sem
Göbbels og félagar í áróðursráðu-
neytinu voru farnir að auglýsa til að
hressa upp á andann á heimavígstöðv-
unum. Það fengust sannanir fyrir því
að tilraunir væru hafnar við Eystra:
saltsströndina, en ekki fékkst vitn-
eskja um hversslags vopn væri um að
ræða.
En um miðjan ágúst 1943 mistókst
tilraunaskot frá Peenemiinde og eld-
flaug af V-l gerð lenti á suðurhluta
Borgundarhólms. Áður en þýski her-
inn fann flaugina og gat girt svæðið
af, komu á staðinn yfirmaður danska
sjóhersins í Rönne, Christian Hasag-
er Christiansen og Johannes Hansen,
Iögregluþjónn í Rönne, og þeim tókst
að fjósmynda, teikna, mæla og lýsa
flauginni. Þegar þeir voru að ljúka
því verki komu Þjóðverjarnir að
þeim. Og þegar Þjóðverjarnir spurðu
hvort teknar hefðu verið myndir,
neitaði Christiansen því.
Þessum upplýsingum var síðan
komið til London, í gegnum
Stokkhólm, en til öryggis var þetta
sent í tveimur eintökum, eftir sitt
hvorri leið. Önnur leiðin lá um Málm-
ey, en hin um Helsingjaeyri. Seinni
sendingin mistöks, sá sem venjulega
sá um hana, stýrimaður á ferjunni,
var í fríi þann dag og varamaðurinn
lenti í tollskoðun hjá Þjóðverjum og
þar með lentu skjölin í höndum
Þjóðverja. En óhappið á Helsingja-
eyri varð til þess að Christiansen fékk
heimsókn af Gestapo, og við yfir-
heyrslur fékk hann að kynnast raf-
magnsfræði Þjóðverja. Eftirþær varð
að koma honum fyrir á spítala, en
þaðan var honum bjargað að undir-
lagi andspyrnuhreyfingarinnar og
komið til Svíþjóðar. Upplýsingar
Christiansen af V-l flauginni á Borg-
undarhólmi voru merkilegasta vitn-
eskjan sem barst til London frá Dan-
mörku. Danska andspyrnuhreyfingin
fékk mikið lof fyrir frammistöðu
Christiansen. Stjórnin í London fékk
þannig vitneskju um hvers væri að
vænta ári áður en fyrstu V-l flug-
skeytunum fór að rigna yfir S-
England, og gat gert nauðsynlegar
gagnráðstafanir.
Ómissandi
flóttaleið
Eftir að danska stjórnin sagði af sér
29. ágúst 1943, hertu Þjóðverjar tök
sín á Danmörku og í byrjun árs 1944
kom Gestapo til eyjarinnar til að hafa
eftirlit með áætlunarsiglingum og
hlera símtöl. Andspyrnuhreyfingin á
Borgundarhólmi var sterk og vel
skipulögð, þar sem miklir vopna- og
fólksflutningar áttu sér þar stað milli
Danmerkur og Svíþjóðar. Hreyfingin
lagði sig í líma til að komast hjá
átökum við hernámsliðið. Margir
sem Gestapo leitaði eftir komust til
Svíþjóðar, annað hvort með því að
stökkva frá borði á áætlunarbátnum
þegar hann fór í gegnum skipaskurð-
inn hjá Falsterbo eða með fiskibátum
frá Borgundarhólmi. Talsvert magn
vopna og skotfæra fór sömu leið, frá
Svíþjóð til dönsku andspyrnuhreyf-
ingarinnar.
Um vorið 1945 fjölguðu Þjóðverjar
varnarliðinu í 2000 menn, og á sama
tíma streymdi flóttafólk frá austur-
héruðum Þýskalands, bæði óbreyttir
borgarar og hermenn til eyjarinnar.
Skólar, hótel og opinberar byggingar
fylltust af særðum og sjúkum. Nýr
þýskur yfirmaður, von Kamptz,
reyndi að efla varnir eyjarinnar og
sendi eins mikið og hann gat af
óbreytíum borgurum til baka. Og
þegar Þjóðverjar gáfust upp voru um
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24