Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

NT

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Tķminn


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
NT

						Föstudagur 12. april 1985     3    Blað II
ÁBÓT
Útskriftartónleikar
í Háskólabíói
¦ Á morgun, laugardaginn
13. apríl kl. 14.30 heldur Sin-
fóníuhljómsveit íslands og
Tónlistarskólinn í Reykjavík
útskriftartónleika í Háskóla-
bíói. Fjórir nemendur Tónlist-
arskólans ljúka hluta einleik-
araprófs.
Valgerður Andrésdóttir
leikur píanókonsert í d-moll
eftir J.S. Bach, Nína Margrét
Grímsdóttir leikur píanókons-
ert nr. 21 K 467 í C-dúr eftir
W. A. Mozart, Elísabet Wa-
age syngur aríur úr óperum
eftir C.W. Gluck, P. Marc-
cagni og W.A. Mozart og Hulda
Geirlaugsdóttir leikur píanó-
konsert nr. 1 í C-dúr op. 15
eftir L.v. Beethoven. Stjórn-
andi á tónleikunum er Páll P.
Pálsson. Miðar seldir við inn-
ganginn.
Hjálpartækjasýning
á Hótel LoHleiðum
Á Hótel Loftleiðum verður
dagana 12.-16. apríl haldin
fyrsta sýning sinnar tegundar á1
íslandi, hjálpartækjasýning.
28. fyrirtæki og samtök
kynna þar starfsemi sína. Þar
verður sýnt fjölbreytt úrval
hjálpartækja fyrir hreyfihaml-
aða, blinda, heyrnarlausa og
þroskahefta. Flutt verða margs
konar erindi, (erl. fyrirlestrar
túlkaðir). Einnig verða kvik-
mynda- og myndasýningar.
Skemmtanir verða á laugardag
og sunnudag, m.a. hjólastóla-
danssýning.
Aðgangur er ókeypis að öll-
um atriðum.
Opnunartími er:
Föstudag 12. apríl kl. 16.00-22.00
laugardag 13. aprílkl. 14.00-22.00
sunnudag 14. apríl kl. 14.00-22.00
mánudag 15. apríl kl. 16.00-22.00
þriðjudag 16. aprílkl. 16.00-22.00..
Verndari sýningarinnar er
forseti íslands, Vigdís Finn-
bogadóttir.
Kvennahúsið
Laugardaginn 13. apríl:
Guðrún Jónsdóttir ræðir um
að verða gamall í Reykjavík.
Sænskir rithöfundar lesa'
upp úr verkum sínum
í Norræna húsinu
Á morgun, laugardag, lesa
sænsku rithöfundarnir Kristina
Lugn og Erik Beckman úr
verkum sínum í Norræna hús-
inu. Þau hafa lesið upp saman
víða í Svíþjóð. Á dagskránni
Einleikararnir á tónleikunum f.v.: Valgerður Andrésdóttir, Hulda Geirlaugsdóttir, Nína Margrét Grímsdóttir og Elísabet Waage.
er bæði laust og bundið mál.
Kristina Lugn og Erik
Beckman eru vel þekktir rit-
, höfundar í Svíþjóð og hafa
gefið út fjölda bóka. Beckman
er auk þess þekktur gagnrýn-
andi við Dagens Nyheter. Þau
koma hingað til lands á vegum
sænska sendiráðsins og Norr-
æna hússins.
Dagskráin í Norræna húsinu
á morgun hefst kl. 17.00 og eru
allir velkomnir.
Sunnudagsferðir F.í.
1.  kl. 10.30 á sunnudag
stendur Ferðafélag íslands fyr-
ir skíðaferð frá Stíllisdal um
Kjöl að Fossá. Ekið verður í
Kjósarskarð og gengið þaðan
að Stíflisdal, þar sem skíða-
gangan hefst.
2. kl. 13.00 Gengið verður
frá Reynivöllum upp Kirkju-
stíginn yfir Reynivallarháls að
Fossá. Þetta er gömul göngu-
leið.
Brottför verður frá Umferð-
armiðstöðinni að austanverðu.
Farmiðar seldir við bíl. Frítt er
fyrir börn í fylgd fullorðinna.
Harmoníkusnillingur í
Norræna húsinu
Árið 1985 hefur sem kunn-
ugt er verið lýst alþjóðaár
æskunnar, auk þess sem það
hefur verið valið ár tónlistar-
innar í Evrópu. Af þessu tilefni
mun Norræna húsið gangast
¦fyrir kynningu á ungum norræn-!
um einleikurum í apríl, maí og
júní.
Fyrstu tónleikarnir í þessari
tónleikaröð verða nú á sunnu-
daginn 14. apríl kl. 20.30. Þá
leikur norski harmoníkusnill-
ingurinn Jostein Stalheim ýmis
verk bæði gömul og ný.
Tónleikarnir hefjast kl.
20.30 og verða miðar seldir við
innganginn.
Björg Þorsteinsdóttir.
Stærsta höggmynda-
sýning á íslandi
¦ Myndhöggvarafélagið í
Reykjavík opnar samsýningu
á Kjarvalsstöðum kl. 14.00 á
laugardaginn  13.  apríl,  og
verður sýningin opin á venju-
legum opnunartímum hússins.
Allir myndhöggvarar á ís-
landi sem eru félagsmenn í
Myndhöggvarafélaginu taka
þátt í þessari samsýningu.
Þetta  verður  stærsta  högg-
¦ Eitt af verkuin Ragnars Kjartanssonar, Selaskytta, sem
verður á sýningunni á Kjarvalsstöðum, sem opnuð verður um
þessa helgi og á að standa til 5. maí.
myndasýning, sem hefur verið
haldin á íslandi og standa verk-
in bæði inni og úti við Kjar-
valsstaði.
Mikil vinna hefur verið að
undirbúa þessa sýningu, og
m.a. hefur verið gefin út mjög
vönduð sýningarskrá, sem er
listaverkabók, sem seld er á
staðnum.
Sýning í Gallerí Borg
¦  Þessi helgi er síðari sýning-
arhelgi hjá Valgerði líauks-
dóttur í Gallerí Borg við Aust-
urvöll, en sýningin var opnuð
á skírdag.
Þetta er fyrsta einkasýning
Valgerðar, en á sýningunni
eru 33 verk; 17 grafík-verk og
16 myndir teiknaðar og unnar
með blandaðri tækni á jap-
anskan pappír.
Sýningin er opin virka daga
frá klukkan 12.00-18.00 og frá
14.00 um helgar.
Fassianos
íListasafniASÍ
¦  Sunnud. 14. apríl lýkur
sýningu gríska myndlista-
mannsins, Fassianos, í Lista-
safni ASÍ. Á sýningunni eru 34
grafíkmyndir, 1 gvasslitamynd
og 19 teikningar, þar á meðal
myndskreytingar við ljóðabók
gríska nóbelsskáldsins, O.
Elytis. Fassianos hefur hlotið
mikla viðurkenningu fyrir list
sína, en auk þess að starfa að
myndlist hefur hann lagt stund
á ritsmíðar og skáldskap.
í rúma tvo áratugi hefur
Fassianos starfað í hinu alþjóð-
lega listalífi Paríasar. Sýningin
er hingað komin fyrir milli-
göngu sænska listfræðingsins,
Knut Anderssons. Flestar
myndanna á sýningunni eru til
sölu.
Sýningin er opin virka daga
kl.  14-20 og um helgar kl.
14-22:
Vatnslitamyndir í
anddyri Norræna hússins
¦  Sunnudaginn 14. apríl
opnar Torfi Jónsson sýningu á
vatnslitamyndum í anddyri
Norræna hússins. Torfi hefur
haldið eina einkasýningu áður
og einnig tekið þátt í samsýn-
ingum i Hamborg, Osló og
London. í tilefni af opnuninnni
flytja Ingveldur Hjaltested
söngkona og Jónína Gísladótt-
ir  píanóleikari  norræn  lög.
¦  Söknuður.
Sýningin verður opnuð kl.
14.00 en tónleikarnir hefjast
kl. 15.00.
Sýningin verður opin dag-
lega á sama tíma og Norræna
húsið.
Nýlistasafnið
við Vatnsstíg:
Sýning Rögnu St.
Ingadóttur
¦  Dagana 12. til 21. apríl
sýnir Ragna St. Ingadóttir í
Nýlistasafninu við Vatnsstíg.
Ragna lauk námi við Mynd-
lista- og handíðaskóla íslands
árið 1979 og hélt síðan til
Danmerkur, þar sem hún
stundaði nám í grafík í tvö ár.
Þaðan lá leiðin til ítalíu og var
hún þar við málaranám í þrjú
ár. Þetta er fyrsta einkasýning
Rögnu, en hún hefur tekið
þátt í samsýningum hér heima
og erlendis. Verkin á sýning-
unrii eru unnin á þessu og
síðasta ári.
Björg Þorsteinsdóttir
sýnir collageverk í
Norræna húsinu
¦  Á morgun, laugardag, kl.
14.30 opnar Björg Þorsteins-
dóttir sýningu á collageverkum
í Norræna húsinu. Sýningin
verður opin frá kl. 14-22 dag-
lega til 28. apríl. Þetta er
áttunda einkasýning Bjargar,
en sú fyrsta sem hún heldur
hérlendis á collageverkum ein-
göngu. Nýlega sýndi hún hluta
þessara verka á einkasýningu í
París. Myndirnar eru allar
unnar á þessu og síðasta ári.
Björg hefur stundað nám
bæði erlendis og hérlendis, Frá
árinu 1969 hefur hún tekið þátt
í um 200 samsýningum hér
heima og erlendis.
Ragna St. Ingadóttir við eitt verka sinna.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8