NT - 20.04.1985, Blaðsíða 17

NT - 20.04.1985, Blaðsíða 17
Minning Laugardagur 20. apríl 1985 17 Gestur Vigf ússon Gilsbakka Fæddur 2. ágúst 1890. Dáinn 9. apríl 1985. Skáldið á Gilsbakka er fallið - horfið út í ómælið eins og fuglinn sem breiðir út vængina dag einn og svífur mót náttleys- unni um vor. Lögmálunum verður ekki haggað. Einu sinni hélt ég þó, að þessi maður væri nær ódrepandi. Þótt örlögin slægju hann til jarðar hvað eftir annað, reis hann jafnharðan upp aftur og oftast margefldur, að því er virtist. Þannig var Hjörleifur. Árum saman bjó hann einn á fremur afskekktum dalabæ, veglaus við umheiminn og við heldur óhæg skilyrði, hirti sauðfé sitt, talaði við sjálf- an sig og orti ljoð, en ..Héltsvo jafnan einn saman áfram grýtta leið og eftir þröngum hættulegum sundum“. eins og hann kemst sjálfur að orði íkvæði sínu: Aðsumarmál- um. Ogennfremurísamaljóði: „En þá var stundum nauðsyn að þreyta ýmsa raun og á var stundum hleypt á tæpu vaði“. Aldrei hröktu þó örlögin þennan mann út af vaðinu. Fyrr en varir er einbúinn á Bakka búinn að breikka bólið, hefur eignast nokkur börn og er farinn að búa við fjölmenni, ræktar jörð sína, hleypir upp búi, kaup- ir vélar og lætur sig ekki muna um að bera hluta steypuefnis í íbúðarhús sitt á bakinu neðan úr Jökulsárgili. Nei, þessháttar smámuni lætur Gilsbakkaskáld sig ekki muna um, þótt komið sé á efri ár. Þannig er hið hljóða ævintýri bóndans sem hirðir ekki um að alheimta daglaun að kvöldi né heldur að halda blaða- mannafundi til að auglýsa verk sín. Þetta gerist í kyrrð dalsins og allt að einu, þótt hér sé ekki um jötunmenni að ræða hvorki að afli né vexti. Hjörleifur Jónsson var fædd- ur að Gilsbakka í Austurdal, og þar sleit hann barnsskóm sínum, og þar bjó hann búi sínu til hárrar elli ásamt börnum sínum og fóstursyni. Faðir Hjörleifs var Jón Jóns- son Gilsbakkaskáld. Um Ijóða- gerð föður síns hefur Hjörleifur þetta að segja (I áföngum með Gilsbakkaskáldi. Lesbók Morg- unblaðsins 2. febr. 1964. G.L.F.): „Þetta var honum ósjálfrátt. Hann var eitt þessara talandi skálda... Það kom oft vísa svo að segja í tilefni af hverju einasta atviki heimilis- ins, oft um fjörutíu vísur yfir daginn. Það var eins og hann hugsaði sig ekkert um. Þó var oftast einhver stígandi í síðari hluta vísunnar.“ Síðari kona Jóns á Bakka og móðir Hjörleifs var Aldís Guðnadóttir, Guðnasonar, Vil- hjálmssonar. En um Vilhjálm segir Pétur prófastur Pétursson, að hann væri svo næmur, að hann gæti á yngri árum numið heilar prédikanir nær orðréttar. Hjörleifur var ungur að árum, sextán ára, þegar lungnabólgan! lagði föður hans í gröfina. Ogi varð þá unglingurinn að taka við búsforráðum ásamt móður sinni, sem var dugmikil kona. Og „Árin komu og liðu og oft með gleðibrag...". Sveinninn í dalum kemst í kunningsskap við Bakkus. En „Til bjargar urðu tíðum, þó blótað væri á laun, bænirnar sem fylgdu manni úr hlaði“. Hann sækir samkomur sveit- arinnar, dansar skottís og vals við stúlkurnar og blótar Bakkus í hófi. Man ég vel, að hann hélt hendi sinni og dömunnar svo hátt, að nær nam loftbitum í litlu, blámáluðu stofunni í Flatatungu. Eins og sjálfsagt var talið á samkomum þeirrar tíðar las hann upp ljóð sín með sinni djúpu, hreimmiklu rödd. Þó var hann í eðli sínu hlédræg- ur. Og ekki vissi ég til, að hann kærði sig um að vasast í félags- málum. Á þessum árum trúlofaðist Hjörleifur ungri og geðþekkri stúlku úr Blönduhlíð, Friðrikku Sveinsdóttur, og allt virtist leika í lyndi. En vorið er sjaldnast án élja. Svo er einnig um vor mannsins. „Eg lifði svo fjáls fyrir lítilli stundu, en launráðar nornir ífjötur mig bundu, “ segir Hjörleifur í Ijóði sínu: Af máðum blöðum. Aldrei líður mér úr minni, þegar hann kom til föður míns frostaveturinn mikla 1918 að sækja líkkistu æskuunnustu sinnar. En pabbi smíðaði kistuna. Þá var Hjör- leifur sjálfur fyrir skömmu stað- inn upp af sjúkrabeði. Og hafði sá sjúkdómur nær dregið hann til dauða. Og árin líða, stundum í ein- semd eins og áður er frá greint. En Hjörleifur lætur ekki hrekj- ast út af vaðinu. ... Hér vil ég áfram mínar byrðar bera og búa að því sem fellur mér í skaut. Hér hef ég mínar æskuvon- ir alið og einnig lifað marga gleði- stund. Hér hefég mínar raunatölur talið, tárast hér og borið dapra lund“. Og kannski rætast vonirnar einhvern tíma - . Einhvern tíma. Þessi orð - þessi von er greypt - brennd með blóði í skaldarmerki þess manns, er heyr sína lífsbaráttu - sína heimsstyrjöld án þess að hopa, en hnígur án æðru til þeirrar moldar, sem hann er vaxinn úr, þegar tíminn er fullnaður. Hjör- leifur á Bakka var æðrulaus maður, og kjarkur og karl- mennska brást honum ekki, þótt viðkvæmur væri í lund. Oftast gat hann séð skoplegu hliðina á hverju máli. Þannig var hann einkennilegt sambland af æringja og djúpsæjum alvöru- manni. Vel man ég, þegar hann kom á sokkaleistunum að Eg- ilsá, reyndar fyrir allmörgum árum og auðvitað á bíl með öðrum. „Ég elska þig, Bakkus, af allri sál, ég elska þig, drottinn minn. Eg elska þig, heimur, þá er ég við skál og almætti lífsins finn“ segir hann í ljóði sínu Bakkus. En svo áfram: „Ég hata þig, Bakkus, þú hefuræ í hyldýpi mörgum steypt og frækornum lífsins feykt á glæ og fordæming blóði keypt“. Já, svona var hann Gamli- Leifi okkar á Bakka, eins og við kölluðum hann. Árið 1943 gekk Hjörleifur upp að altari heilagrar kirkju við hlið heitkonu sinnar Krist- rúnar Helgadóttur. Og brátt tekur fólkinu að fjölga á Bakka. En ekki eru öll él úti. Árið 1950 lést Kristrún frá börnunum ungum. Ætluðu þá sumir, að bóndanum á dalabænum væri ofraun að ala upp og koma til manns þvílíkum hópi. En kjark- ur og vorhugur er enn nógur, þótt ævidegi sé tekið að halla. „Pú getur í sál mína sungið vor...“, segir hann í ljóði sínu: Sólskríkjan mín. Og er ekki að orðlengja það. Öll börn þeirra hjóna ól Hjörleifur upp heima og kom vel til manns ásamt fósturbörnum. Hjónabands- börnin urðu fimm, nú fjögur á lífi: Aldís, búsett á Akranesi, gift Ingólfi Þorsteinssyni, Jón, fjöhæfur hagleiksmaður og smiður, þótt ekki sé iðnlærður. Heimili hans er að Gilsbakka. Þórdís, gift Helga Jónssyni. Þau búa í Reykjavík. Ásdís, gift Jóni Helgasyni. Þau eru búsett á Akureyri. Sonur Hjörleifs og æskuunnustu hans, Friðrikku, er Friðjón bóndi Ásgarði í Blönduhlíð. Lilja Sigurðardótt- ir á Víðivöllum tók þann svein til fósturs í frumbernsku og lagði á hann mikla elsku, enda leit Friðjón á hana sem móður. Þrjár stjúpdætur Hjörleifs: Elín, Ragnheiður og Sigrún ólust og upp á Gilsbakka, og mun Hjörleifur hafa litið á þær sem sín eigin börn. Elín var búsett á Akranesi og Sauðárkróki, nú látin. Maður hennar var Krist- ján Ragnarsson. Ragnheiðurer gift Arinbirni Guðmundssyni. Þau eru búsett í Ástralíu. Sigrún býr í Reykjavík. Ljóðabók Hjörleifs: Mér létt- ir fyrir brjósti, kom út 1978 og var mjög vel tekið. Gott er góðra að minnast, traustra manna og vinfastra. Ég er þakklátur að hafa fengið að verða þessum litríka manni samferða drjúglangan spöl á lífsgöngunni.Ég óska og vona, að söngur sólskríkjunnar og bænin frá móðurbrjósti fylgi honum úr hlaði, þegar hann nú heldur á vit morgunroðans, þar sem vinir bíða í varpa. Börnum skáldsins og öðrum nákomnum sendi ég samúðar- kveðjur. Guðmundur L. Friðfínnsson. Fæddur9. apríl 1914. Dáinn 12. apríl 1985. Föstudaginn 12 apríl síðast- liðinn lést Gestur Vigfússon, Skálmarbæ, Álftaveri. Gestur var fæddur 9. apríl 1914 og var því nýorðinn 71 ársþegarhann varð brákvaddur í vinnu sinni. Það kom yfir okkur sem reiðar- slag að hann sem leit út svo stálhraustur og glaður væri nú i allur. Ég ætla nú með nokkrum orðum að minnast þessa vinar míns sem aldrei mun gleymast. Gestur var hörkuduglegur, ósérhlífinn og laginn verkmað- ur. Hann vann lengst af við járnabindingar og almenna byggingavinnu hér í Reykjavík á vetrum. Frá árinu 1953 vann hann fyrst hjá Magnúsi Árna- syni múrarameistara til ársins 1968, eftir það hjá B.S.A.B. byggingafélagi og nú síðast við byggingu elliheimilis í Selja- hverfi. Á sumrin var Gestur alltaf austur í Skálmarbæ við búskapinn. Eins fór hann þang- að um stórhátíðir nú síðast um páska og oft um helgar til að taka til hendinni með bræðrum sínum þeim Gísla og Jafet sem búa í Skálmarbæ og bjuggu þar með Gesti frá því faðir þeirra le'st 1949 en hann hét Vigfús Gestsson. Móðir þeirra hét Sigr- íður Gísladóttir og bjó hún með þeim þar til hún lést 1977. Eftir það hafa þeir þrír búið í Skálm- arbæ og var Gesti búskapurinn hugleikinn svo og öll umgengni við skepnur. Hann var mikill hestamaður og átti oft góða gæðinga til dæmis Kol sem vann til verðlauna á kappreiðum og hélt Gestur mikið upp á hann. Gestur á eina dóttur, Kol- brúnu, sem hann eignaðist 28. 8. 1950 með sambýliskonu sinni Pálínu Katrínu Magnúsdóttur. Kolbrún á þrjú börn sem voru afa sínum til mikils yndisauka og hans eftirlæti. Einnig gekk hann Hjálmari Gunnarssyni syni Pálínu í föður stað og var mikill kærleikur á milli þeirra og konu Hjálmars Sjafnar Jó- hannsdóttur og þeirra barna. Pálína og Gestur slitu samvist- um. Hann er orðinn stór hópurinn af börnum sem hefur dvalið hjá þefm bæðrum á sumrin og hafa þau öll tengst þeim órofa vin- áttuböndum og ekki gleymt þeim dýrmæta skóia og um- hyggju sem þau hlutu í Skálmar- bæ. Gestur hafði gaman af að tefla og tók þátt í taflmótum með góðum árangri enda góður taflmaður. Ekki var síður gam- an að heyra lýsingar hans af þeinr orrustum. Við Gestur tefldum oft og lengi og nutum þess vel. Gestur var glaður á góðri stund, eftirminnanlegur hispurslaus og ófeiminn. Hann hafði gaman af að segja frá og lýsa skoðunum sínum þannig að fólk tók eftir og naut hann þess að gefa hlutunum þau nöfn að hlátur og kátínu vektu. Gestur var mannblendinn og hafði mikla ánægju af félagsvist sem hann tók þátt í alltaf þegar hann var hér í Reykjavík. Eins þótti honum gaman að dansa og stundaði því gömlu dansana af kappi og veit ég að hann átti marga vini úr þeim félagsskap. Vini sem hann heimsótti og komu til hans er þeir áttu leið um Álftaver. Það var ekki óalgengt að bekkurinn í baðstofunni í Skálmarbæ væri þétt setinn og menn nytu rausnarskapar þeirra bræðra. Þar voru málin rædd umbúðalaust og leyndi sér ekki hve Gestur átti erfitt með að þola það sem hann kallaði órétt. Gekk það því mjög nærri honum, svo mjög að hann var ekki samur maður á eftir, þegar hann fékk lok í landamerkja- las? íííkíI ?nt»i iKioiisrti i", ota deilu á síðasta ári. Þau málalok gat Gestur ekki sætt sig við og vann að því að reyna aö taka þau upp. Við hjónin sendum okkar innilegustu samúðarkveðjur til Kolbrúnar og barna hennar sem nú hafa misst föður og afa, í Hjálmars og fjölskyldu sem nú syrgja fósturföður og afa. Einn- ig Gísla og Jafet sem sjá á eftir elskuðum bróður svo og öðrum sem misst hafa góðan vin og frænda. Við sjáum á bak góðum vini. Guð varðveiti hans minn- ingu. Grétar og Dóra. I þessari minningargrein ætl- um við að minnast Gests Vigfús- sonar sem var okkur mikill og góður vinur. Frá því við munum fyrst eftir okkur hefur Gestur gamli verið fastur gestur á heim- ilinu, alltaf jafnhress og já- kvæður í allra garð. Barngóður var hann og það var honum einkar lagið að setja sig í spor annarra enda höfum við alltaf hvert á sinn hátt litið á Gest sem jafnaldra. Alltaf hafði hann tíma til þess að spjalla við okkur og svara spurningum okkar. Enginn maður hefur haft eins mikil áhrif á okkur enda litum við á hann sem afa. Þeim skemmtilegu stundum sem við nutum í samvistum við Gest okkar verður aldrei gleymt. Hann á stóran hlut í okkur öllum. Að hafa fengið að kynn- ast Gesti, þessum einstaka manni og umgangast hann,er okkur ómetanlegur fjársjóður. Nú er Gestur farinn og við sjáum hann aldrei aftur. Aldrei framar verður hurðinni hrundið upp og kallað inn um gættina: „Er einhver heima hér á þessum bæ?“ En minningin lifir í hjört- um okkar og allra sem kynntust honum. Það er mikill missir í þessum einstaka manni og söknuður býr í brjóstum okkar allra. Guð blessi alla aðstandendur Gests og vini. Þeim sendum við okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Guð blessi minningu Gests. Systkinin Hléskógum 4. Gestur fæddist að Skálmarbæ í Álftaveri 9. dag apríl mánaðar 1914, en andaðist í Reykjavík föstudaginn 12. apríl s.l. Foreldrar hans voru hjónin Vigfús Gestsson frá Ljótarstöð- um í Skaftártungu og Sigríður Gísladóttir frá Gröf í sömu sveit, búendur í Skálmarbæ. Vigfús var sonur Gests bónda á Ljótarstöðum og konu hans Þuríðar Vigfúsdóttur Bótólfs- sonar. Foreldrar Gests voru hjónin Bárður Bárðarson, bóndi að Borgarfelli og Ljótarstöðum og Guðrún Steinsdóttir Bjarnason- ar. Bárður var sonur Bárðar Jóns- sonar, bónda í JJemru og konu hans Valgerðar Árnadóttur. Valgerður átti ætt að rekja til Gunnars lögréttumanns Hösk- uldssoriar, sem allar líkur benda til að hafi verið sonur Hannesar Crumbecks bónda og grasalæknis undir Eyjafjöllum. Foreldrar Bárðar voru Jón Valdason, bóndi að Snæbýli og Hemru og konu hans Margrétar Árnadóttur, en foreldrar Jóns voru Valdi Vigfússon og Mar- grét Jónsdóttir. Þuríður Vigfúsdóttir, kona Gests Bárðarsonar, var dóttir Vigfúsar Bótólfssonar, bónda í Flögu og Sigríðar Ólafsdóttur Gíslasonar. Móðir Ólafs var Sigriður dóttir ísleifs Guð- mundssonar, bónda í Vík í Mýrdal. Móðir Vigfúsar Bótólfssonar var Kristín dóttir ísleifs Guð- liHzitWBq tírio unvj't t' Vi ónA mundssonar, bónda á Ljótar- stöðum, sonar Vigfúsar ísleifs- sonar prests að Felli í Mýrdal, en hann var kominn í beinan karllegg frá Eiríki Eyjólfssyni í Eyvindarmúla og Ólöfu Nikul- ásdóttur, klausturhaldara Munkaþverá Þorsteinssonar sýslumanns sonar Finnboga lög- manns Jónssonar. Faðir Eiríks í Eyvindarmúla var Eyjólfur lögmaður Einars- son og Helga dóttir Jóns biskups Arasonar var móðir hans. Móðir Gests Vigfússonar var Sigríður Gísladóttir frá Gröf í Skaftártungu. Foreldrar hennar voru Gísli bóndi Gíslason í Gröf og kona hans Þuríður Eiríksdóttir. Foreldrar Gísla voru Gísli Jónsson og Kristín Símonar- dóttir, sonarMála-DavíðsJóns- sonar og Ólafar Þorvarðsdóttur frá Hofi í Öræfum. Þuriður kona Gísla í Gröfvar dóttir Eiríks Jónssonar í Hlíð og Sigríðar dóttur Sveins læknis Pálssonar og Þórunnar dóttur Bjarna Pálssonar landlæknis og Rannveigar dóttur Skúla Magn- ússonar landfógeta. Að Gesti stóðu sterkir ættar- stofnar og var hann einn hinna traustu kvista hins skaftfellska kjarnmeiðs. Hann var glæsimenni í sjón og reynd, góður félagi og hrókur alls fagnaðar, höfðingi í lund og heim að sækja og hélt uppi hinni gömlu skaftfellsku rausn. Börn og unglingar hændust að Gesti, hann var barngóður og átti auðvelt að umgangast æskumenn og blanda með þeim geði. Hestamaður var hann góður og átti ágæta hesta og ekki efast ég um, að hann hafi kunnað þá gömlu skaftfellsku list að velja jökulvötn, enda uppalinn við ála Kúðafljóts. Eftir að Gestur fluttist til Reykjavíkur stundaði hann að mestu byggingarvinnu og var þar jafnvígur á öll verk, t.d. ágætur járnamaður. Hann var verkhagur og orð- lagður dugnaðarmaður, og var sagt að hann væri margra manna maki þégar því var að skipta. Gestur var góður starfsfélagi, vellátinn áf viúnufélögum og yfirmönnum. Gestur var maður starfsins og mitt í önn starfsins hlýddi hann hinu hinsta kalli, hann hné niður örendur við vinnu sína föstu- daginn 12. apríl s.l., aðeins 3 dögum eftir 71. ár afmælisdag sinn. Gestur átti eina dóttur, með Pálínu Magnúsdótturfrá Sanda- seli, en foreldrar hennar voru hin mætu hjón Magnús Oddsson í Sandaseli og Kristín Pálsdótt- ir. Kolbrún Bergljót dóttir hans, hefur reynst honum góð dóttir og hann var henni ástríkur faðir og einnig börnunum hennar: Sigríði, Magneu Kristínu og Örvari Gesti. Ég votta þeim mína innileg- ustu samúð og jafnframt þeim Jafet og Gísla bræðrum hans. Ingimundur Stefánsson. Afmælis- og minningargreinar Þeim, sem óska birtingar á afmælis- og eða minningargreinum í blaðinu.er bent á, að þær þurfa að berast a.m.k. tveim dögum fyrir birtingardag. Þær þurfa að vera vélritaðar. .n<miij|is ":vi óió-jfi .1.1, Ct Tiito

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.