NT - 08.05.1985, Blaðsíða 21

NT - 08.05.1985, Blaðsíða 21
Miðvikudagur 8. maí 1985 21 Sigurdagurinn í Evrópu: 40 ár f rá stríðslokum Bandamenn fagna sigri, hver með sínum hætti London-Reuter: ■ Fögnuður bandamanna úr heimsstyrjöldinni síðari var ekki alveg sanrhljóma er þeir hófu í gær 40 ára afmælishátíð- ina vegna ósigurs Pýskalands. Hátíðahöldum verður haldið áfram vestan megin járntjalds í dag, sem er sigurdagurinn í Evrópu, en á morgun fagnar Moskva sigri sovésku þjóðar- innar í hinu mikla stríði í þágu fósturjarðarinnar, 1941-45. NATO-löndin, sem vilja beina athyglinni að endurfund- um gamalla óvina, virtu hátíða- höldin í Austur-Þýskalandi í gærkvöldi að vettugi vegna þess að þau óttuðust að þau yrðu hugsanlega notuð til þess að reka áróður gegn vesturveldun- um. Opinberir fjölmiðlar í Austur- Þýskalandi, sem og í Sovétríkj- unum og öðrum austantjalds- löndum, hrósuðu herafla Sovétmanna mjög og kváðu hann hafa ráðið úrslitum um sigurinn yfir Hitler. Hrósinu í garð herja Breta og Bandaríkja- manna var aftur á móti frekar stillt í hóf. Fulltrúar Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands ákváðu að taka hvorki þátt í austur-þýsku athöfninni í gær- kvöld né hersýningunni sem fram fer í dag. Bandamenn Rússa, Ungverjaland, Tékkó- slóvakía, Búlgaría og Rúmenía, fagna frelsun sinni undan fas- ismanum með skrúðgöngum, sýningum og sérstökunr frí- merkjaútgáfum. Bretar og Frakkar senda sendiherra sína til geysimikillar hergöngu í Moskvu á morgun en hún mun kóróna hátíðahöld- in í Sovétríkjunum. Bandarísku og vestur-þýsku sendiherrarnir munu á hinn bóginn einungis verða viðstadd- ir athöfnina þegar blómsveigur verður lagður á minnisvarða óþekkta hernrannsins. Sá bandaríski mótmælir því með fjarveru sinni að banda- rískur majór var nýlega skotinn á bannsvæði sovéska hersins í Austur-Þýskalandi, en auk þess telja sendiherrarnir að hergang- an muni fremur vekja upp gaml- an fjandskap en verða tilefni friðar og sátta. í gær fögnuðu franski forsæt- isráðherrann og varnarmála- ráðherrann uppgjöf þýska hers- ins í Reims, 7. maí 1945. Breski utanríkisráðherrann tók þátt í athöfn í sovéska sendiráðinu í gær og segja breskir embættismenn að nær- vera hans þar sýni að bresk stjórnvöld vilji gjarnan hlýrri samskipti við Sovétríkin. Bretar halda hátíðastemmn- ingunni í lágmarki til þess að Þjóðverjum sárni ekki og vilja ekki líta út fyrir að vera þeim andsnúnir, að sögn embættis- manna. Elísabet drottning og 2000 gestir munu sækja guðs- þjónustu í Westnrinster Abbey kirkjunni í London í dag. Reagan Bandaríkjaforseti mun ávarpa Evrópuþingið í Strasborg í Frakklandi og segja embættismenn í Hvíta húsinu að hann muni leggja áherslu á góð samskipti Bandaríkjanna og Evrópuþjóða síðan stríðinu lauk. Stjórnvöld í Bonn munu einn- ig halda opinberunr athöfnum í lágmarki. Helmut Kohl kanslari mun sækja guðsþjónustu í dómkirkjunni í Köln en hún er ein fárra bygginga sem ekki hrundu til grunna í sprengjuár- ásunum í stríðinu. Minniháttar minningarat- hafnir eru fyrirhugaðar í Banda- ríkjunum, Noregi, Danmörku og Belgíu og engir meiriháttar viðburðir í Kanada, Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Hins vegar verður mikið um dýrðir í Frakklandi, sem Þjóð- verjar hernámu árið 1940, og í Hollandi, en Hollendingar fengu að finna harkalega fyrir nasistum. Mitterrand, forseti Frakklands, sendi stjórnvöldunr í Moskvu þakkar- og vinar- kveðjur í tilefni dagsins. Hann sagði að Sigurdagurinn væri frönsku og sovésku þjóðunum jafn kær og bætti því við að Frakkar væru ekki búnir að gleyma fórnunr sovésku þjóðar- innar í baráttunni við nasism- ann, cn nrinnti á að fórnir beggja þjóðanna hefðu ekki verið til einskis. ■ Draumurinn búinn. Nasistar leggja niður vopnin. Erfið herseta: 21 ísraelshermaður hefur framið sjálfs- morð í Suður-Líbanon Tcl Aviv-Reuter: ■ Yitzhak Rabin varnarmála- ráðherra ísraels hefur upplýst að 21 ísraelskur hernraður hafi framið sjálfsmorð í Suður-Lí- banon frá því að ísraelsmenn réðust inn í Líbanon árið 1982. Hann segir að mikið álag og aðstæður við hermennskuna séu meðal þeirra ástæðna sern hafi l Bsjoi: Rijur baldurssoo o{ Soflja B. Jónsdottir leitt til þess að hermennirnir gripu til þessa örþrifaráðs. 1 viðtali við ísraelska sjón- varpið sagði hann að fyrstu niðurstöður rannsóknar á sjálfs- morðunum bentu til þess að það væri samband á milli streitu hjá hermönnunum við herþjónust- una í Suður-Líbanon þótt hon- um væri ekki að fullu ljóst hvernig þetta samband væri. Almenningur fékk fyrst að vita um þessi sjálfsmorð her- mannanna eftir að vinstrisinn- aður stjórnarandstöðuþingmað- ur bar fram fyrirspurn í ísrael- ska þinginu. Alþjódabanda- lag gegn AIDS? Gcnf-Rcutcr: ■ Margaret Heckler heil- brigðisráðhera Bandaríkj- anna hvatti í gær til alþjóða- bandalags gegn sjúkdómnum AIDS á ársfundi Alþjóða- heilbrigðisstofnunarinnar sem nú stendur yfir í Genf. Hún sagði að baráttan gegn AIDS, sem brýtur niður ónæmiskerfi líkamans, væri efst á listanum hjá banda- rískum heilbrigðisyfirvöld- um. Heckler sagði að Banda- ríkjamenn hefðu náð mikl- um árangri í rannsóknum á vírusnum sem veldur AIDS en hann var fyrst greindur fyrir fjórum árum. Samt væri mikið starf enn óunnið þar til hægt yrði að finna lækningu við sjúkdómnum. Ráðherrann sagði enn- fremur að á ráðstefnu í Bandaríkjunum fyrir skömmu hefði hún lofað að bjóða heilbrigðisráðherrum allra landa til að sameinast í alþjóðabandalagi gegn AIDS þar sem þjóðir heims myndu skiptast á upplýsing- um um niðurstöður rann- sókna á sjúkdómnum. Hún sagðist vona að með þessu móti myndi takast að gera AIDS að sjúkdómi fortíðar- innar. Blaðakóngur í sjónvarpsleik New York-Rculer Feila Japanir niður tolla á iðnvarningi? Brusscl-Reutcr ■ Háttsettur japanskur embættismaður, sem ekki vildi láta nafns síns getið, skýrði fréttamanni Reut- erfréttastofunnar frá því að Japanir myndu hugsan- lega afnema alla tolla af iðnaðarvarningi áður en langt um liði. Embættismaðurinn sagði að japanska ríkis- stjórnin hefði nú í undir- búningi að fella niður eða lækka ýmsa tolla í júlí næstkomandi. Hugsan- lega yrðu þá allir iðnaðar- tollar lækkaðir niður í núll. Með þessu vildu Jap- anir undirbúa jarðveginn fyrir nýjar alþjóðaviðræð- ur um viðskipti og tolla. Viðskiptahagnaður Jap- ana við útlönd var hag- stæður um 45,6 milljarða dollara á seinasta ári og hafa mörg ríki í Evrópu krafist þess að Japanir auki innflutning sinn frá öðrum ríkjum áður en við- ræður um nýja alþjóðlega viðskiptasamninga verði hafnar. ■ Ástralski blaðajöfurinn Rupert Murdoch, sem á mörg af stærstu og víðlesnustu blöð- um heims, hefur nú ákveðið að fara út í sjónvarpsrekstur þar sem hann hefur keypt sjö bandarískar sjónvarpsstöðvar fyrir tvo milljarða dollara (85 milljarða ísl. kr.). Murdoch stofnaði fyrirtæki ásamt bandaríska olíuauðkýf- ■ Samkvæmt nýrri skoðana- könnun á hug spænskra kjós- enda myndu sósíalistar vinna að nýju kosningasiguref kosningar yrðu haldnar nú á Spáni. Hins vegar myndi meirihluti kjós- enda hafna áframhaldandi aðild að NATO þótt stjórn sósíalista hafi nú áframhaldandi NATO- aðild á stefnuskrá sinni. Samkvæmt skoðanakönnun- inni fengju sósíalistar 40,8% atkvæða sem er 5,2% fylgistap frá því í kosningunum 1982. En fylgistap aðalstjórnarandstöðu- flokksins er samt miklu meira. Hið íhaldssama Alþýðubanda- lag, sem er undir forystu Man- uel Fraga, fengi aðeins 13% í ingnum Marvin Davis til að kaupa sjónvarpsstöðvarnar. Þær eru í Los Angeles, Chicago, New York, Washington, Dallas, Houston og Boston. Samkvæmt bandarískum lög- um verður Murdoch nú að ger- ast bandarískur ríkisborgari þar sem aðeins Bandaríkjamenn hafa leyfi til að reka sjónvarps- stöðvar í Bandaríkjunum. Hann hefur nú þegar lýst því kosningum nú á móti 25,3% árið 1982. Miðflokkurinn undir forystu Adolfo Suarez fyrrverandi for- sætisráðherra fengi aðeins 5,3% og kommúnistar 4,4%. Könnunin náði til 1.290 kjós- enda, sem voru valdir af handa- hófi. 54% þeirra lýstu yfir and- stöðu við aðild að NATO, 19% vildu halda áfram aðild að bandalaginuogönnur 19% voru óákveðin. Fyrir síðustu kosn- ingar lýstu sósíalistar sig and- snúna áframhaldandi aðild að NATO en Gonzales forsætis- ráðherra breytti síðar þessari afstöðu og segist nú stefna að því að halda Spánverjum áfram í hernaðarbandalaginu. yfir að hann muni fljótlega sækja um bandarískan ríkis- borgararétt. Murdoch verður nú að selja eitthvað af bandarískum dag- blöðum sínum.sem eru í borg- unum þar sem sjónvarpsstöðv- arnar eru,þar sem sami aðilinn má ekki eiga bæði sjónvarpsstöð og dagblað í sömu borginni samkvæmt bandarískum lögum. Selji hann ekki dagblöðin verð- ur hann að selja sjónvarpsstöðv- arnar aftur til annarra aðila. Hann mun þannig hafa ákveðið að selja sjónvarpsstöðina í Bost- on fyrir 450 milljónir dollara til Hearst-samsteypunnar en í Boston á hann dagblað sem heitir „The Herald". Murdoch verður líka að at- 'huga blaðaútgáfu sína í New York þar sem hann á m.a. The New York Post og í Chicago þar sem hann á dagblaðið Sun- Times. Meðal annarra stórra dagblaða sem Murdoch á rná einnig nefna The Times of London í Bretlandi og The Australian í Sydney á Ástralíu. Strax fyrr á þessu ári þótti ýmislegt benda til þess að Mur- doch myndi ekki láta sér nægja að standa að dagblaða- og tíma- ritaútgáfu. Kaup hans á helm- ingi alls hlutafjár í bandaríska kvikmyndafyrirtækinu 20th Century-Fox hafa vakið sér- staka athygli. Er talið að hann muni framleiða sjónvarpsefni fyrir sjónvarpsstöðvar sínar í kvikmyndaverinu. Spænskir sósíalistar enn langvinsælastir Madrid-Rcutcr Sænskt rafhjól ■ Sænska fyrirtækið Berix Electric AB hefur hafið fram- leiðslu á rafmótorhjólum sem hægt er að aka 60-100 kílómetra vegalengd á einni rafhleðslu með um 30 kílómetra meðalíiraða a klukkustund. Svíar kalla þetta rafhjól sitt „Eloped“. Rafvélin, sem knýr farartækið áfram, var hönnuð í Bandaríkjunum og hún gengur fyrir 24 volta rafhlöðu. Þyngd hjólsins er 56 kíló fyrir utan rafhlöðuna. Þetta sænska rafhjól mun verða selt á átta þúsund sænskar krónur í Svíþjóð sem eru tæplega 35 þúsund íslenskar krónur. Eigum til afgreiðslu nú þegar mikið úrval notaðra rafmagns- og dísillyftara, ennfremur snúninga og hliðarfærslur. Tökum lyftara upp í uppgerðan, leigjum lyftara. Flytjum lyftara, varahluta- og viðgerðaþjónusta. Líttu inn - við gerum þér tilboð Tökum lyftara í umboðssölu LYFTARASALAN HF., Vitastíg 3, símar 26455 og 12452

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.