NT - 01.06.1985, Blaðsíða 8

NT - 01.06.1985, Blaðsíða 8
■ Guðsþjónustur í Reykja- víkurprófastsdæmi sjó- mannadaginn 2. júní 1985. Árbæjarprestakall Guðsþjónusta í safnaðar- heimili Árbæjarsóknar kl. 11.00 árd. Organleikari Jón Mýrdal. Sr. Guðmundur Þorsteinsson. Áskirkja Guðsþjónusta kl. 11.00. Sr. Árni BergurSigurbjörnsson. Breiðholtsprestakall Sumarferð safnaðarins á sunnudag, 2. júní. Farið verður frá Breiðholtsskóla kl. 9.30. Safnaðarnefndin. Bústaðakirkja Guðsþjónusta kl. 10.00. Ath. breyttan tíma. Organ- leikari Guðni t>. Guðmunds- son. Sr. Ólafur Skúlason. Dómkirkjan Sjómannamessa kl. 11.00. Biskup íslands herra Pétur Sigurgeirsson prédikar og minnist drukknaðra sjó- manna. Sr. Hjalti guð- mundsson þjónar fyrir altari. Sjómenn lesa úr ritningunni. Sr. Hjalti Guðmundsson. Elliheimilið Grund Messa kl. 10.00. Sr. Árelíus Níelsson. Fella- og Hólakirkja Guðsþjónusta kl. 11.00. Sr. Solveig Lára Guðmunds- dóttir messar. Organleikari Guðný Margrét Magnúsdótt- ir. Sóknarprestur. Fríkirkjan í Reykjavík Sjómannadagsmessa kl. 14.00. Fríkirkjukórinn syngur, organleikari Pavel Smid. Bænastundir eru í kirkjunni þriðjud., mið- vikud., fimmtud. og föstu- daga kl. 18.00 og standa í stundarfjórðung. Sr. Gunnar Björnsson. Grensáskirkja Safnaðarferð í Þjórsárdal sunnudaginn 2. júní. Messa í Stóra-Núpskirkju kl. 2.00. Lagt af stað frá Grensás- kirkju við Háaleitisbraut kl. 10.00 f.h. Sr. Halldór Gröndal. Hallgrímskirkja Messa kl. 11.00. Altaris- ganga. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. Þriðjudag, fyrir- bænaguðsþjónusta kl. 10.30, beðið fyrir sjúkum. Landspítaiinn Guðsþjónusta kl. 10.00. Sr. Karl Sigurbjörnsson. Hátcigskirkja Messa kl. 11.00. Sr. Tómas Sveinsson. Kópavogskirkja Guðsþjónusta kl. 11.00. Sr. Þorbergur Kristjánsson. Langholtskirkja Guðsþjónusta kl. 11.00. Prestur sr. Pjetur Maack. Organleikari Kristín Ög- mundsdóttir. Ljóðakórinn annastsöng. Sóknarnefndin. Laugarneskirkja Messa kl. 11.00. Altaris- ganga. Sigríður Jónsdóttir, sem leyst hefur organista kirkjunnar af í 2 ár, hættir nú störfum. Verður þetta því jafnframt kveðju messa fyrir hana. Þriðjudag 4. júní, bænaguðsþjónusta kl. 18.00. Sóknarprestur. Neskirkja Guðsþjónusta kl. 11.00. Sr. Frank M. Halldórsson. Mið- vikudag 5. júní, fyrirbæna- messa kl. 18.20. Sr. Frank M. Halldórsson. Scljasókn Guðsþjónusta kl. 11.00 í Ölduselsskólanum. Fyrir- bænasamvera fimmtudaginn 6. júní kl. 20.30 í Tindaseli 3. Sóknarprestur. Stokkseyrarkirkja Messa kl. 10.30. Sr. Úlfar Guðmundsson. Eyrarbakkakirkja Messa kl. 2.00. Sr. Úlfar Guðmundsson. Staðarbakkakirkja. Messa nr. sunnudag kl. 14. Kór Flensborgarskóla undir stjórn Hrafnhildar Blómster- berg syngur í messunni. Alt- arisganga. Sónarprestur. Jón Erlingur Guðmundsson Fæddur 1. ágúst 1899. Dáinn 27. maí 1985. ■ Á skilnaðar- og saknaðarstund langar mig til að minnast tengda- föður míns með nokkrum þakkar- orðum. Erlingur fæddist þann l. ágúst 1899 að Fjalii á Skeiðum. Foreldr- ar hans voru þau Guðmundur Ófeigsson, bóndi Fjalli og Guðríð- ur Erlingsdóttir frá Stóru-Mörk, kona hans. Erlingur var einn þriggja systkina. Önnur systra hans var Sigríður, lengi húsfreyja í Núpstúni í Hrunamannahreppi, hún lést 1980. Hin systirin Vilborg, sem ein er eftir á lífi af þeim systkinum býr að Sörlaskjóli 14 í Reykjavík. Erlingur ólst upp í foreldrahús- um, lengst af í Fjalli á Skeiðum, en einnig bæði í Laugarási og á Iðu í Biskupstungum. Árið 1924 flyst hann ásamt for- eldrum sínum að Galtastöðum í Flóa, en foreldrar hans bjuggu þar til ársins 1932, er þau létu af búskap. Þann 8. júlí 1928 giftist Erlingur unnustu sinni af næsta bæ, Guð- laugu Jónsdóttur frá Syðra-Velli. Þau taka síðan að fullu við búskap á Galtastöðum árið 1932 og búa þar til ársins 1953. Þau eignuðust sex börn. Fyrsta barn þeirra dó í fæðingu, annað á 1. ári, en fjögur komust til fullorðinsára. Þau eru: Guðmundur, býr í Bandaríkjun- um, Arndís, húsfreyja að Galta- stöðum, Sigurjón, búsettur á Sel- fossi og Árni, einnig búsettur á Selfossi. Eftir að þau Erlingur og Guð- laug hættu búskap voru þau áfram á Galtastöðum í skjóli dóttur og tengdasonar er þar tóku við búi. Síðustu árin dvaldi Erlingur um skeið að Ási í Hveragerði, síðan á Elliheimilinu Grund í Reykjavík, en nú síðast á langlegudeild Sjúkrahúss Suðurlands, Ljósheim- um á Selfossi, frá því sú stofnun tók til starfa í ársbyrjun 1984. Guðlaug kona hans lést 1981. Þannig er hinn ytri rammi um ævi tengdaföður míns. Hann elst upp við sveitastörf þeirrar tíðar, á yngri árum vann hann einnig um tíma við gerð Skeiðaáveitunnar, var auk þess sjómaður á Suður- nesjum, og um skeið verkamaður í Hafnarfirði. Byrjar síðan eigin búskap á mestu kreppuárum þessarar aldar, og býr fram til þess tíma að farið er að rofa til í aíkomu bænda með aukinni ræktun og betri húsa- og vélakosti. Árið 1955 hófust kynni mín og þeirra hjóna Erlings og Guðlaug- ar. Kom ég þá ung að árum að Galtastöðum, sem unnusta Sigur- jóns, sonar þeirra. Mér var strax tekið sem þeirra dóttur og bar aldrei skugga á þau kynni. Erlingur tengdafaðir minn var einn þeirra manna, sem ekki bár- ust mikið á, hlýr en fáskiptinn. Hann var mikill ljóðaunnandi og kunni góð skil á kvæðum gömlu Olafur Guðmundsson á Hvanneyri ■ Nú kveðjum við góðan vin, kennara og samstarfsmann, Ólaf Guðmundsson búfræðikandídat og deildarstjóra á Hvanneyri. Okkur sctur liljóða þegar hann svo skyndilcga er kvaddur yfir nióðuna miklu - frá eiginkonu, börnum, föður - systkinum og samstarfsmönnum. Hann lést eftir skamma sjúkrahúslegu á Akranesi 26. maí. Jón Ólafur eins og hann hét fullu nafni var fæddur í Reykjavík 10. nóvember 1927, en foreldrar hans eru Guðmundur Jónsson fyrrv. skólastjóri á Hvanneyri og kona hans Ragnhildur Ólafsdóttir. Kona Ólafs er Sigurborg Jónsdótt- ir og eiga þau 5 börn - öll uppkom- in. mun söknuður staðarfólks á Hvanneyri og samstarfsmanna mikill. Fjölskyldan á Báreksstöðum var samhent og lagði rækt við hesta- mennsku og hrossarækt í frístund- um. Þann þátt tileinkaði Ólafur Sigurborgu og naut þess að hún stundaði holla útiveru og og íþrótt- ir með börnunum - á svo þjóðleg- an liátt. Þannig er margs að minnast og þakka þegar horft er til liðinna ára. Fjölskyldurnar á Hvanneyri nutu í Ólafi hans hlýju framgöngu í daglegum samskíptum og gleði í tónlistinni en kalla mætti þetta samfélag þar - eitt af stærstu heimilum í landinu. Ég bið góðan Guð um að styrkja Sigurborgu og börnin auk aldraðs föður í þungbærum missi. Við Elín viljum þakka þessu góða fólki öllu fyrir samfylgd og leiðsögn, vináttu og uppörvun á liðnum árum og minningin um góð- an dreng mun lifa. Gunnar Gunnarsson. þjóðskáldanna. Oft mælti hann fyrir munni sér ýmiss erindi og hendingar, ekki síst úr kvæðum móðurbróður síns Þorsteins Erl- ingssonar, sem hann hafði sérstakt dálæti á. „Það var fallegur maður" sagði hann eitt sinn, en hann mundi Þorstein vel. Erlingur sagði mér þá sögu að eitt sinn er þau systkinin í Fjalli voru í foreldrahúsum, ung að árum, bar þar bóksala að garði. Var hann með nýútkomin ljóð- mæli Hannesar Hafsteins. Þau systkinin langaði mjög til að eignast bókina en fjárráð voru lítil. Með því að þau lögðu öll saman fram aleigu sína í peningum tókst þeim að kaupa bókina. Þetta segir sína sögu um áhuga- mál þeirra systkina. Passíusálma Hallgríms Péturssonar hafði hann ætíð við hönd sér og fylgdi sú bók honum í hinstu hvíluna, þar sem hann hafði sjálfur kosið sér stað, á bakka þess fljóts sem hann fæddist við -,, í von um að ég heyri þunga sigursönginn hennar Hvítár, ég hefi lifað svo margar glaðar stund- ið á bökkum hennar" - eins og hann komst sjálfur að orði. Erlingur verður jarðsunginn frá Selfosskirkju þann 1. júní við hlið konu sinnar í Selfosskirkjugarði. Ég vil því að leiðarlokum þakka honum og þeim hjónum báðum fyrir mig og mín börn, sem mátu afa sinn og ömmu mikils. Blessuð sé minning þeirra sæmdarhjóna Erlings og Guðlaug- ar. Gulla. Að loknu búfræðinámi á Hvanneyri stundaði Ólafur nám við menntaskólann í Reykjavík og lauk svo búfræðikandídatsnámi fra Hvanneyri árið 1951. Að loknu sérnámi í bútækni við búnaðarhá- skólann í Ultuna í Svíþjóð, tók hann við framkvæmdastjórn Verk- færancfndar ríkisins sem 1966 þreyttist í Bútæknideild Rann- sóknarstofunar landbúnaðarins og veitti hann þeirri stofnun for- stöðu síðan. Þar vann hann að umfangsmikl- um verkefnum fyrir bændur við ráðgjöf og prófun varðandi búvél- ar og verkfæri og innti mikið starf af hendi á þessu sviði fyrir land- búnaðinn. Ölafur vann traust og virðingu samferðamanna sinna með traustu fasi og glaðværð og var hann því hvers manns hugljúfi. Ólafur bjó yfir ríkri tónlistargáfu og starfaði sem kirkj uorganisti á Hvanneyri auk þcss sem skóla- sveinar á Hvanneyri nutu leiðsagn- ar og skemmtunar með- Ólafi í söng, og hljóðfæraleik. Ólafur var víðsýnn og heilsteyptur félagi og Afmælis- og minningar greinar Þeim, sem óska birtingar á afmælis- og eða minningargreinum í blaöinu, er bent á, aö þær þurfa aö herast a.m.k. tveim dögum fyrir birtingardag. Þær þurfa aö vera vélritaðar. 80ára Ingibjörg Jóhannsdóttir frá Löngumýri Ein af merkustu konum okkar samtíðar, Ingibjörg Jóhannsdótt- ir, fyrrv. skólastjóri á Staðarfelii og Löngumýri er 80 ára í dag. Kynni okkar hófust árið 1941 þegar ég kom sem nemandi í húsmæðraskólann á Staðarfelli. í endurminningu minni finnst mér að aldrei hafi verið myrkur þennan vetur, heldur samfelld birta og yiur. Ég þykist vita að þessi birtu- tilfinning í hugskoti mínu stafi frá umhyggjusömu og hlýju viðmóti húsráðenda, ásamt ólýsanlegri litadýrð himinsins yfir Hvamms- firði, einkum þegar líða tók á vetur og vor. Hún er mér afdalabarninu, sem varla hafði séð til sjávar, ógleymanleg. Eitt atvik er mér öðrum minnis- stæðara frá þessum vetri og þó fremur vorinu. Mér hafði verið sett fyrir það verkefni a lefigia kartöflur til spírunar. En áhuga- svið Ingibjargar Jóhannsdóttur beindust ekki eingöngu að ræktun huga og handai, heldur einnig að ræktun hyers konar jtu-ðargróða. Ingi- björgu bar þar að, sem ég sat yfir kartöflunum og eftir að hafa setið hjá mér góða stund spurði hún: „Langar þig ekki til að verða vefn- aðarkennari?" „Mer þykir gaman að vefa,“ svaraði ég, en um lengra nám en þennan vetur í húsmæðra- skóla lét ég mig ekki dreyma. Á þessum tíma var fátæktin jafnsjálfsagður förunautur nám- fúsra unglinga eins og allsnægtir unglinganna á okkar dögum. Er ekki að orðlengja það að Ingibjörg lagði grundvöllinn að lífsstarfi mínu og fyrir það á ég henni ævar- andi þakkarskuld að gjalda. Að námi mínu loknu áttum við margra ára samstarf í skólanum sem hún stofnaði árið 1944ograká föðurleifð sinni Löngumýri í Skagafirði um áratuga skeið. Á þeim tíma þekktust engin bjart- sýnisverðlaun, annars hefði hug- sjónakonan Ingibjörg á Löngu- mýri orðið margfaldur verðlauna- hafi. Saga skólastofnunar og skólastarfsins á Löngumýri væri verðugt viðfangsefni ritfærra manna. Víst voru aðstæður allar frum- stæðar á Löngumýri fyrstu árin og þrengslin ekki „mannsæmandi" vegna mikillar aðsóknar. En hún Ingibjörg stóð aldrei ein. Með henni fluttist að Löngumýri sam- kennari hennar frá Staðarfeili, Björg Jóhannesdóttirfrá Móbergi. Alla tíð stóð hún sem óbifandi bjargvið hlið Ingibjargar, ogeinn- ig hún lagði aleigu sína undir að vel mætti til takast um skólastarfið. Enn standa þær Ingibjörg og Björg hlið við hlið á heimili sínu Reynimel 22 í Reykjavík, og enn njóta þær ávaxtanna af fórnfúsu starfi sínu umvafðar vinsemd og óvenjulegri ræktarsemi gamalla nemenda sinna. Kæru vinkonur, Ingibjörg ogBjörg. Megi forsjónin enn um sinn leyfa ykkur að njóta friðar og farsældar á fallega og hlý- lega heimilinu ykkar. Guðrún Bergþórsdóttir 70 ára Magnús Þórarinsson listmálari Sjötugur 1. júní 1985 Ungur ert þú þótt eigir árin sjötíu liðin er sífellt hefur með sæmdum sagan skráð og geymt. Orsök þess erávallt einart hjarta sem skilur öðrum betur hið innra sem aflgjafann stærsta á jörð. Ingólfur Jónsson frá Prestbakka

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.