Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

NT

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Tķminn


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
NT

						NEWS SUMMARYINENGLISH  SEEP.13
Miðvikudagur 19, júní 1985 -150. tbl. 69. árg.
¦*
Borgarnes
samþykkti
¦ Verkalýðsfélag Borgarness
samþykkti á fundi sínum í gær
nýgerðan kjarasamning ASI og
VSÍ. Fundarsókn var allgóð og
var samningurinn samþykktur
með öilum greiddum atkvæð-
um gegn einu.
Dattafþakinu
¦ Seint í gærkvöld datt ungur
drengur ofan af þaki verslun-
armiðstöð varinnar við Lóuhóla
og meiddist á höfði. Er blaðið
fór í prentun var ekki kunnugt
um meiðsli bamsins. Að sögn
Iögreglu er töluvert um að börn
séu að prila á þökum bygginga
og beinir lögreglan þeim til-
mælum til foreldra að þeir
fylgist með bömum sínum.
Mótmæla byggingu í landi Alaska:
„Hvað hef ég
eiginlega
gert þessu fólki?"
spyr byggjandinn, Jón H. Björnsson
Nýjar út-
varps-
stöðvar
-íkjöHarnýrralaga
¦  „Það  er fullur  hugur  í
okkur, en við höfum ekkert á-
kveðið ennþá. Við eram búnir
að festa okkur nafnið Frjálst
útvarp og ákveðum endanlega
í haust hvað við gerum," sagði
Kjartan Gunnarsson formaður
Félags  um  frjálsan  útvarps-
rekstur, í sambandi við N'l'
gær. Kjartan og féiagar hans
Sambandi  ungra  sjálfstæðis
manna  ráku  útvarpsstöð
BSRB verkfallinu í haust, Val-
haHarútvarpið svonefnda.
íslenska útvarpsfélagið með
þá Jón Ólafsson í Skífunni og
Magnús Axelsson fasteignasala
í broddi fylkingar ætla að hefja
útvarpsútsendingar strax og
nýju útvarpslögin taka gildi.
Væntanlega fylgja í kjölfarið
margar útvarpsstöðvar víðs
vegar um landið. Við höfum
fregnað af stöðvum í Vest-
mannaeyjum og í Keflavík, en
ekki fengið staðfestar fréttir af
útvarpsstöðvum á Norður- og
Austurlandi.
Landsmálablaðið Dagur á
Akureyri rak útvarpsstöð í
BSRB verkfallinu og sögðu
þeir Dagsmenn neistann sem
þá kviknaði enn í fullu fjöri,
en þeir hafa ekki tekið ákvörð-
un um áframhaldandi útvarps-
rekstur.
¦ Margt forvitnilegt bar
fyrir augu á 17. ji'iní, m.a.
mátti sjá litla græna kallinn
sem venjulega stendur inní
götuvitanum stíga út til að
sjá betur. NT-mynd Árni Bjarna
Sjómannadeilan leyst:
¦ „Hvað hef ég eiginlega gert
þessu fólki? Ég hef átt þetta
land síðan 1960 og alla tíð ætlað
mér að byggja hér. Mér hefur
aldrei dottið í hug að kvarta þó
að hús hafi risið allt í kring. En
svo þegar ég ætla að fara að
byggja gera nágrannarnir, eða
SigurðurThoroddsen, allt til að
stöðva mig. Allt tal um að ég
hyggist byggja á fornminjum er
úr lausu lofti gripið."
Þetta sagði Jón H. Björnsson,
eigandi gróðrarstöðvarinnar Al-
aska í Breiðholti, meðal annars
á opnum fundi sem hann efndi
til vegna deilna sem risið hafa
meðal hans og nágranna hans
vegna húss sem Jón hyggst
byggja á landi sínu. Jón hafði
fengið samþykki byggingar-
nefndar borgarinnar fyrir hús-
byggingunni en borgarstjórn
frestaði nýlega staðfestingu á
samþykkinu „til þess að kynna
sér málið betur vegna tiltekinna
mótmæla" eins og segir í
bókun.
Á fundinn í gær voru mættir
borgarfulltrúar, þjóðminja-
vörður, nágrannar Jóns auk
nokkurra blaðamanna. í opnum
umræðum um málið kom fram,
að samkvæmt tuttugu ára gömlu
skipulagi á land Alaska að vera
svokallað „grænt svæði" og
sagði Sigurður Thoroddsen,
arkitekt og forvígismaður ná-
grannanna, að hér væri um
„prinsipmál" að ræða. „Við höf-
um frá upphafi staðið í þeirri trú
að hér yrði grænt svæði og
viljum að svo verði," sagði Sig-
urður.
í einu dagblaðanna var um
daginn fullyrt að Jón hyggðist
reisa húsið á fomminjum, í
landi gróðrarstöðvarinnar eru
elstu fornminjar Breiðholts,
kirkja og kirkjugarður frá fjór-
tándu öld og munu mannabein
hafa verið grafin upp úr garðin-
um einhvern tíma. Þór Magnús-
son, þjóðminjavörður, semfrið-
lýsti umrætt svæði árið 1981,
sagði að staður hússins, sem Jón
hyggst byggja, væri utan við
hinn friðlýsta reit.
Sjómenn og útvegsmenn
skrifuðu undir í gær
¦  Hér standa þeir andspænis hvor öðrum, Sigurður Thoroddsen
og Jón H. Bjömsson í Alaska. Borgarfulltrúar og þjóðminjavörður
voru einnig  á fundinum.                   NT-mynd: Ámi Bjama.
¦ Samingar náðust milli Sjó-
imannafélags Reykjavíkur og
Landsambands íslenskra út-
vegsmanna um klukkan tíu í
gærkveldi. Samningurinn er
háður samþykki félagsfundar
Sjómannafélagsins haldinn nú í
morgun í húsakynnum ríkissátta-
semjara.
Þegar blaðamaður NT hitti
fulltrúa útgerðarmanna, Jakob
Sigurðsson, og fulltrúa Sjó-
mannafélagsins, Guðmund
Hallvarðsson, að máli í gær-
kveldi vildu hvorugir greina frá
efnisatriðum samningsins fyrr
en eftir félagsfund sjómanna í
morgun.
Ríkissáttasemjari Guðlaugur
Þorvaldsson sagði í gærkveldi
að engir formlegir fundir hefðu
verið haldnir fyrr en milli níu og
tíu í gærkveldi - menn hefðu
aðeins rætt óformlega saman.
„En auðvitað slógu báðir af
sínum krófum."
Deila sjómanna og útvegs-
manna var komin á hættulegt
stig í gær áður en samningar
tókust.
Vinnuveitendasamband ís-
lands sendi Sjómannafélagi
Reykjavíkur í gær bréf þess
efnis að VSÍ teldi samúðarverk-
fallsboðun Sjómannafélagsins
ólögmæta og myndi grípa til
aðgerðasamkv. þvíef áreyndi.
Verkamannafélagið Hlíf í
Hafnarfirði var viðbúið því að
reyna að stöðva löndun á skip-
inu Keili ef það kæmi til hafnar
í Hafnarfirði því Alþýðusam-
band íslands hafði áður lýst yfir
afgreiðslubanni.
Sjómannafélagið  lýsti  yfir
samúðarverkfalli allra farskipa
og olíuskipa í gær og hefði sú
verkfallsboðun tekið gildi 25.
júní.
Auglýsingastofa
þriggja stórra
- auglýsingastof ur missa milljónaviðskipti
¦ Auglýsingastofur borg-
arinnar munu ef að líkum
lætur missa vænan spón úr
aski sínum á næstu mánuð-
um. Þrjú fyrirtæki, sem sam-
eiginlega auglýsa fyrir mill-
jónir árlega, hafa stofnað
eigin auglýsingastofu, Studío
X. Fyrirtækin eru Vöru-
markaðurinn hf.,GunnarÁs-
geirsson híog ferðaskrifstof-
an Atlantik.
Stefán Friðfinnsson, fram-
kvæmdastjóri Vörumarkað-
arins, sagði í samtali við NT,
að hið nýja fyrirtæki myndi
eingöngu annast auglýsingar
fyrir fyrirtækin þrjú. Hann
sagði að ákvörðun um stofn-
un þess hefði ekki verið tekin
vegna óánægju með þá þjón-
ustu sem auglýsingastofur
veittu. „Við vonumst hins
vegar eftir því að við getum
nýtt það fé sem við notum til
auglýsinga betur með því að
hafa okkar eigið starfsfólk
sem ber hag fyrirtækjanna
fyrir brjósti," sagði Stefán.
Bjarni Dagur Jónsson hef-
ur haft auglýsingar Vörumark-
aðarins með höndum en
Gunnar Ásgeirsson og Atl-
antik hafa skipt við nokkrar
auglýsingastofur í gegnum
árin.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24