NT - 19.09.1985, Blaðsíða 13

NT - 19.09.1985, Blaðsíða 13
 rrr Fimmtudagur 19. september 1985 17 ul |i ■ Meðal kennara við Dansskóla Heiðars í vetur verður hin v-þýska Bettina Welkenbach, sem mun kenna jassballett, stepp, aerobic og spænska dansa. Dansskóli Heiðars: 29. námsárið að hefjast Yfir 70.000 nemendur hafa verið skráðir frá upphafi Gpps, klaufi varstu ... en þetta gerir svo sem ekkert til Effco þurrkan gerir hluti sem þessa að smámáli ■ Nú stendur yfir innritun á námskeið á 29. námsári Dans- skóla Heiðars Ástvaldssonar, en hann hefur starfað lengst dans- skóla hérlendis. f skólanum er boðið upp á kennslu fyrir fólk á öllum aldri. í barnaflokkum er börnum frá fjögurra ára aldri kennd létt spor úr samkvæmisdönsum, en eldri börn eiga síðan kost á að æfa flóknari dansa. í unglingaflokkum er mest áhersla lögð á kennslu á diskó- dansi og free-style. Meðal full- orðinna njóta samkvæmisdans- arnir mestrar hylli, í þeim flokkum er mest um fólk frá tvítugu til fertugs, en þó má þar finna nemendur sem nálgast sjötugt, og hafa elstu nemend- urnir sótt námskeið í skólanum í 25 ár og hyggjast halda áfram. Kennarar í vetur verða tæp- lega 20. Þ.á m. verður kunnur danskennari frá V-Þýskalandi, Bettina Welkenbach, sem mun kenna jassballett, stepp, aero- bic og spænska dansa. Hún hefur undanfarin ár m.a. kennt við heimsfrægan dansskóla jass- ballettdansarans June Taylor í Bandaríkjunum. Kennarar skólans fara reglulega til út- landa til þess að fylgjast sem best með því sem þar er að gerast, og þannig veitir skólinn hingað nýjustu straumum úr erlendri dansmennt. Kennt verður á þremur stöðum í Reykjavík, í Brautarholti, Drafnarfelli 4 og í Árseli í Árbæjarhverfi, en dansskólinn heldur einnig uppi kennslu á um 20 stöðum um land allt. Mosfellssveit: Minnisvarði afhjúpaður ■ Nú nýverið var afhjúpaður minnisvarði á skólasvæðinu að Varmá í Mosfellssveit um skóla- stjórahjónin Kristínu Magnús- dóttur og Lárus HaUdórsson frá Brúarlandi. Þau hjón bjuggu lengst af í Brúarlandi og stýrðu þar stóru heimili. Þau gegndu margvíslegum fé- ■ lags- og menningarstörfum í Mosfellssveit á langri og farsælli starfsævi í Mosfellssveit segir í fréttatilkynningu. Við útför Lárusar Halldórs- sonar skólastjóra kom fram sú hugmynd að reisa þeim hjónum minnisvarða á skólasvæðinu að Varmá. Margir hafa lagt hönd á plóg- inn til þess að þetta gæti orðið að veruleika, bæði einstaklingar og Mosfellhreppur og má þess geta að yngsti sonur Kristínar og Lárusar hefur hannað og teiknað minnisvarðann og gert lágmyndina sem er fest á stöpul- inn. Rauði krossinn: Grænhöfða- deildin fullgild ■ Rauði krossinn á Græn- höfðaeyjum hefur nú fengið fullgilda aðild að Alþjóðasam- bandinu í Genf, segir í frétta- tilkynningu frá Rauða krossi íslands. Með tilkomu Grænhöfðaeyja í sambandið eru aðildarríkin nú orðin 136 frá jafn mörgum ríkjum. Rauði kross íslands hefur tek- ið þátt í uppbyggingu Rauða krossins á Grænhöfðaeyjum m.a. með því að reisa einskonar félagsmiðstöð. Hana á að nota á ýmsan hátt m.a. til námskeiðahalds, kennslu í skyndihálp og margs fleira. Rauði kross íslands, segir í fréttatilkynningunni, hyggur á áframhaldandi aðstoð við Grænhöfðamenn. Enginn sem a Effco þurrku kipp- ir ser upp við svona smaslys, Enda þurrkar Effco þurrkan upp allt sem sullast og hellist niður. Með Effco þurrkunni er enginn vandi að halda eldhúsinu finu. sama hvað gengur a. Hun gerir eldhusstörfin ánægju- legri en nokkru sinni fyrr. En hun er ekki bara til að þrifa þess hattar ósköp. Þu notar hana lika til að þrifa bilinn - jafnt að innan sem utan. Það er alltaí óruggara að hafa Effco þurrkuna við hendina. hvort sem það er á heimilinu. í sumar- bustaðnum, batnum eða bilnum. Ja. það er fatt sem reynist Effco þurrkunni ofraun. Effco-þurrkan fæst a betri bensinstoðvum og verslunum. I 0RKUST0FNUN Orkustofnun auglýsir lausa til umsóknar stööu deildarstjóra jaröeðlisfræðideildar, jarðhitadeildar. f starfinu felst meðal annars umsjón jarðeðlisfræðilegra mælinga á jarð- hitasvæðum, þróun mæliaðferða auk verk- efnis stjórnar í jarðhitaverkefnum. Umsækjendur skulu hafa lokið háskólaprófi í eðlisfræði, jarðeðlisfræði, eða skyldum greinum, og hafa reynslu í jarðeðlisfræði- rannsóknum. Skriflegar umsóknir er veita ýtarlegar upplýs- ingar um aldur, menntun og fyrri störf skulu berast eigi síðar en 11. október n.k. til starfsmannastjóra Orkustofnunar er veitir frekari upplýsingar. Starfsmannastjóri Orkustofnunar Grensásvegi 9 108 Reykjavík sími 83600 UMFÍ skrifstofustörf Óskum eftir að ráða nú þegar starfsmann á skrifstofu UMFÍ. Þarf að vera góður í vélritun og íslensku og gjarnan að hafa áhuga og þekkingu á starfi ungmennafélaganna. Upplýsingar hjá framkvæmdastjóra UMFÍ, Mjölnisholti 14, Reykjavík. □ Óskar Níelsson Fæddur 12. maí 1895 Dáinn 9. september 1985 Afi var orðinn gamall þegar hann dó. Síðustu árin hrörnaði hann jafnt og þétt, undir lokin var hann lagstur í kör. Ekki duldist að hverju stefndi, og var hann sjálfur sáttur við það. Engu að síður er sárt að geta ekki lengur hugsað til hans í rúminu á Framnesvegi og geta ekki lengur litið til hans svolitla stund, virt hann fyrir sér og minnst hans eins og hann var. Hann leiddi mig lítinn niður að sjó, sýndi mér fjöruna, eiðið og grandann. Þegar ég var kominn til nokkurs vits og ára spjölluð- um við unt karla og kerlingar sem hann hafði þekkt og bú- skaparhætti í Breiðafirði fyrr á öldinni eða hann talaði rámri röddu um verðbólguna, Frant- sókn og stjórnmálaástandið. Einatt bar hann það saman við atburði sem lýst er í Sturlungu og Biblíunni. Þá sat hann í stólnum sínum í stofunni, með gluggann og tréð til hægri handar, tók í nefið og þurrkaði sultardropann, saug brjóstsykur svo hálsinn héldist mjúkur. Amma átti kaffi eða mjólk og hafði stundum bakað ástarp- unga. Alltaf var mér tekið vel, en kom of sjaldan. Afi fæddist í Bjarneyjum í Breiðafirði 12. maí 1895. For- eldrar hans voru Níels Gíslason bóndi þar og Ingveldur Magnús- dóttir. Níels drukknaði árið 1905. Þau fluttu í Bíldsey þegar afi var sjö ára og þar bjó hann með móður sinni til þrítugs. Einu sinni sagði hann mér að sig hefði langað á bændaskóla, en hann hefði ekki komist af því hann þurfti að vinna við búið. Afi hóf síðan eigin búskap í Svefneyjum árið 1924. Þann 11. mars 1925 kvæntist hann Önnu Magnúsdóttir frá Svefneyjum. Þau eignuðust tvær dætur, Önnu sem fæddist 20. desember 1927 og Guðnýju sem fæddist 14. desember 1929. Anna kona afa lést eftir fimrn ára hjóná- band, 6. janúar 1930. Hann kvæntist öðru sinni fimm árum síðar, 13. ágúst 1935, eftirlifandi konu sinni Guðríði Sveinbjarn- ardóttur. Þau eignuðust fjögur börn: Jón fæddist 15. maí 1936, Þorkatla fæddist 21. mars 1939, Ólafur Aðalsteinn fæddist 15. maí 1942 og Níels fæddist 23. ágúst 1944. Ólafur lést 11 ára garnall. Afi og amma bjuggu í Svefneyjunt til 1.939. Þá fluttu þau til Flateyjar, höfðu búskap og afi var hreppstjóri. Til Reykjavíkur fluttu þau strax þegar stríðinu lauk, vorið 1945. Þau bjuggu í Engey í nokkur ár en fluttu alkomin til Reykjavík- úr árið 1956. Á Framnesveginn komu þau haustið 1958. Afi vann hjá Sambandinu til 1962 að hann komst á eftirlaun. Eftir það var hann mest heima; góður við börn og barnabörn og kon- una sína. Allar matar- kartöflur flokkaðar Frá og með mánudeginum 23. september skulu allar matarkartöflur er koma til sölu vera flokkaðar og metnar miðað við gildandi matsreglur. Óheimilt er að selja ómetnar kartöflur. Yfirmatsmaður garðávaxta Bændahöllinni Sími19200 t Útför móöur minnar Önnu Árnadóttur Þórarinsstöðum Hrunamannahreppi verður gerð frá Hrunakirkju laugardaginn 21. september kl. 3 eftir hádegi. Árni Magnússon Mási

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.