NT - 20.09.1985, Blaðsíða 4

NT - 20.09.1985, Blaðsíða 4
 T Föstudagur 20. september 1985 4 réttir Listahátíð kvenna í Reykjavík: Viðamikil hátíð út um allan bæ í heilan mánuð NT lítur inn á Kjarvalsstaði og rabbar við nokkrar af 1001 konu sem gert hefur þessa hátíð að veruleika Leikfélag Reykjavíkur: ■ I>að var mikið um að vera á Kjarvalsstöðum þegar blm. leit þar inn í vikunni. Undirbúning- ur fyrir Listahátíð kvenna '85 í fulluin gangi, myndlistarkonur að koma fyrir verkum sínum sem sýnd verða á Kjarvalsstöö- um á sýningu sem ber yfirskrift- ina „Hér og nú“. Fulitrúar ann- arra listgreina voru líka mættir því á Listahátíðinni verðurflest- um listgreinum gerð skil: myndlist, tónlist, kvikmynda- list, byggingarlist, Ijóðlist, bóka- skreytingum o.fl. Listahátíð kvenna teygir anga sína um allan bæ og stendur í rúman mánuð. Hátíðin sem haldin er í tiiefni þess að í ár eru 10 ár frá því kvennaáratugurinn hófst, hefst í dag kl. 16.00 með sýningu á byggingarlist ís- lenskra kenna í Ásmundarsal. Kl. 17 verður gengið með kvennalúðrasveit undir stjórn Lilju Valdimarsdóttur í broddi fylkingar niður í Hlaðvarpann að Vesturgötu 3 þar sem flutt verður stutt dagskrá og stúlkna- kór undir stjórn Pórunnar Björnsdóttur syngur. Jafnframt verður opnuð sýning á tillögum arkitekta um nýtingu og endur- byggingu á Hlaðvarpanum. Á morgun kl. 14 verður sýn- ingin að Kjarvalsstöðum opnuð. Þar sýna 28 konur verk sín. Flestar þessara kvenna komu fram á sjónarsviöið á kvenna- áratugnum. Kl. 16 sama dag verður opnuð sýning á verkum Ásrúnar Kristjánsdóttur í Gall- erí Langbrók. Og kl. 21 verður frumsýnd leikgerð Helgu Bachmann á Reykjavíkursög- um Ástu Sigurðardóttir að Vesturgötu 3. Sunnudaginn 22. september verður opnuð sýning á bókum og bókaskreytingum eftir konur. Sýningin verður í Gerðubergi og hefst kl. 14. Ljóðadagskráin „Ljóðabönd" - ljóðlist kvenna um 3 aldir hefst í Gerðubergi kl. 15.30. Kl. 17 verða tónleikar á Kjarvalsstöðum. Flutt verða verk eftir Karólínu Eiríksdóttur og Mist Þorkelsdóttur. Og á sunnudagskvöld verður frum- flutt dagskrá úr verkum Jakob- ínu Sigurðardóttur í samantekt Bríetar Héðinsdóttur. Dagskrá þessi er framlag Leikfélags Reykjavíkur til Listahátíðar- innar. sem hafa komið nálægt þessari Listahátíð og þetta er búið að vera gífurlega mikil en mjög skemmtileg vinna.'* „13 íslenskir kvenarkitektar sýna í Ásmundarsal," segir Valdís Gunnarsdóttir arkitekt," en það verða 2 aðrar sýningar í salnum, annars vegar finnsk lit- skyggnusýning á verkum kven- arkitekta sem voru braut- ryðjendur í finnskum arkitekt- úr. Frá Berlín kemur hins vegar sögusýning á verkum kvenarki- tekta og hönnuða á 20. öldinni. Sýningin sem verður opnuð síð- ar fjallar um konur hvaðanæva úr heiminunt þótt þýskar konur séu eðlilega í brennidepli því að sýningin er sett saman í Þýska- landi. En kvenarkitektar er- lendis fengu ekki inngöngu í alþjóðasamband arkitekta þeg- ar það var stofnað árið 1962 og þess vegna stofnuðu þær sín cigin samtök sem standa að þessari sýningu." Tónlistkvenna títilsvirt En á Kjarvalsstöðum voru líka staddar fulltrúar tónlistar- hópsins og ljóðlistarhópsins. „Það sem helst olli okkur erfið- leikunt," segir Karólína Eiríks- dóttir tónskáld, „var að fá nótur nreð verkum kvenna. Ég fór til dæmis til Kaupmannahafnar til að kaupa nótur, því auðvitað fengust þær ekki hér á landi, en afgreiðslumaðurinn í stærstu nótnabúðinni þar hafði aldrei heyrt á þessi kvennatónskáld minnst. Enda hefur tónlist kvenna aldrei verið metin í sög- unni og kventónskáldum verið haldið niðri. Systir Mendel- sohns sem var mikilvirkt og gott tónskáld lét til dæmis gefa verk sín út í nafni bróður síns, og Clara Schumann sem var mjög gott tónskáld var líka farin að trúa þeim röddum sem sögðu að konur hefðu ekki hæfileika til að semja tónverk. Og það var heldur ekki fyrr en á þessari öld sem konur fengu inni í skólunt þar sem tónsmíðar eru kenndar." „Dagskráin er ennþá opin," segir Guðrún Bachmann í ljóða- hópnum ákveðin. „Það verða fluttar sex Ijóðadagskrár sem ættu að gefa lauslegan þver- skurð afljóðlist kvennasíðustu 3 aldirnar. Hver dagskrá verður undir ákveðnu þemaheiti, um vinnu, um ástina, um trúna og um lífið. Elstu ljóðin eru frá 16. öld og leikarar rnunu flytja Ijóð eftir allar skáldkonurnar sem nú eru látnar en núlifandi skáld- konur munu flestar flytja Ijóðin sín sjálfar og yngsta skáldið er t.d. lóára. En skáldkonur geta ennþá haft samband við mig því ennþá er rúm fyrir nokkrar." Og síminn hjá Guðrúnu er 21500 og 18926 fyrir þær sem hafa áhuga. ■ íris Elfa Friðriksdóttir inni í einu verka sinna á sýningunni Hér og nú á Kjarvalsstöðuni NT-mynd: Róhcrt. ína Salóme á fullu við undirbúning myndlistarsýningarinnar Hér og nú sem opnuð verður á Kjarvalsstöðum á morgun. NT-mynd: Róben ■ Sólveig Ólafsdóttir í framkvæmdanefnd ’85-nefndarinnar sem stendur á bak við Listahátíöina og Gerla framkvæmdastjóri hátíöarinnar. M-myndir. Róberl Þetta er bara byrjunin „En þetta er bara byrjunin," segir Gerla framkvæmdastjóri hátíðarinnar brosandi. „Lista- hátíðin stendur til 24. október." Og dagskráin í heild sinni er óskaplega viðamikil. NT spvr konurnar sem eru saman komn- ar á Kjarvalsstöðum hversu margar konur hafi komið nálægt skipulagningu hátíðarinnar og taka þátt í sýningu eða flutningi á verkum sínum. „Þetta ererfið spurning," segir Sólveig Ólafs- dóttir í framkvæmdanefnd ‘85 nefndarinnar, „eigunt við að segja að 1001 kona hafi gert þessa hátíð að veruleika." „Jú," segir Gerla, þegar þær hafa reiknað svolítið í huganum, „það eru fleiri hundruð kvenna Dagskrá úr verkum Jakobínu Sigurðar - í tilefni Listahátíðar kvenna ■ Fyrsta verkefni Leikfélags Reykjavíkur á nýju leikári er dagskrá sem Bríet Héðinsdóttir hefur tekið saman úr verkum Jakobínu Sigurðardóttur. Verk- ið verður frumflutt á sunnudag- inn í Gerðubergi kl. 20.30 og er framlag Leikfélagsins til Lista- hátíðar kvenna sent nú er nýhaf- in. Flytjendur auk Bríetar eru Ingibjörg Marteinsdóttir söng- kona, Jórunn Viðar tónskáld og leikararnir Margrét Ólafsdóttir, Valgerður Dan, Hanna María Karlsdóttir og Þorsteinn Gunn- Jakobína Sigurðardóttir fæddist í Hælavík á Hornströnd- um árið 1918 en flutti 17 ára gömul til Reykjavíkur þar sem hún stundaði ýntis störf. Árið 1949 fluttist Jakobína að Garði í Mývatnssveit þar sem hún býr enn. Hún hefur gefið út smá- sagnasöfn, Ijóð, barnabók ásamt fjórum skáldsögum: Dægurvísu, Snöruna, Lifandi vatnið og í sama klefa. Annar flutningur á dag- skránni verður föstudaginn 27. september að Kjarvalsstöðum og þriðji flutningur í Gerðu- bergi sunnudaginn 29. septem- bpr,, . „01, .. ... .....

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.