NT - 27.09.1985, Blaðsíða 8

NT - 27.09.1985, Blaðsíða 8
Föstudagur 27. september 1985 8 Málsvari frjálslyndis, samvinnu og félagshyggju Útgefandi: Nútíminn h.f. Ritstj.: Helgi Pétursson Ritstjórnarfulltr.: Níels Árni Lund Framkvstj.: Guðmundur Karlsson Auglýsingastj.: Steingrimur Gíslason Innblaösstj.: Oddur Ólafsson Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300 Kvöldsimar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686392 og 686495, tæknideild 686538. iW Setning og umbrot: Tæknideild NT. Prentun: Blaöaprent h.f. Kvöldsimar: 686387 og 686306 Verð í lausasölu 35 kr. og 40 kr. um helgar. Áskrift 360 kr. íslenskt æskulýðsstarf ■ í viðtali við Pálma Gíslason, formann Ungmenna- félags íslands sem birtist í blaðinu í dag segir hann frá fjölbreyttu og þróttmiklu starfi ungmennafélaganna. Ungmennafélag íslands er eitt af mörgum félagasam- tökum sem annast æskulýðsstarf í landinu. í stórum dráttum má segja að allt æskulýðsstarf sé í höndum þriggja aðila; frjálsra félagshreyfinga, skóla og sveitarfélaga. Sögu frjálsu félaganna má rekja allt aftur fyrir síðustu aldamót en á þeim tíma hefur starfsemi þeirra breyst mikið. Sum þeirra félaga sem þá störfuðu eru nú hætt starfsemi fyrir löngu en önnur halda lýði ennþá. Þá er nú starfandi fjöldi æskulýðsfélaga sem nýlega eru stofnuð og horfa til framtíðarinnar. Flest íslensku æskulýðsfélögin hafa með sér landssambönd sem sinna margvíslegu þjónustuhlutverki til samræmingar á starf- inu. Landssamböndin eru með sérstakar skrifstofur og starfsmenn og vinna gífurlegt starf sem ekki hefur hingað til verið getið mikið um í fjölmiðlum. Sem dæmi um félög niá nefna íþróttafélög, námsmannafélög, trúfélög, skátafélög, bindindisfélög og ungpólitísk félög. Öll þessi félög hafa fjölda ungmenna innan sinna raða seni vinna að framgangi sinna hugsjóna. Á vegum þeirra er unnið gífurlegt starf í þágu æskunnar sem vert væri að taka meira eftir. I skólum landsins fer einnig fram mikið og fjölbreytt æskulýðsstarf. Samkvæmt Grunnskólalögunum fá skólarnir ákveðið fjármagn til félagsstarfsemi sem hefur verið nýtt til að greiða með umsjón með félagsstarfi nemenda. Á mörgum stöðum hefurskólun- um verið falið að annast æskulýðsstarf sveitarfélagsins og hefur þá viðkomandi sveitarfélag bætt við fjármagni sem nægir til þess að þeim málum sé sinnt. Mikið hefur verið rætt um aukna samnýtingu skólahúsnæðis og staðreyndin er sú að víða eru skólarnir aðeins notaðir brot úr degi en með skipulagn- ingu og samræmingu má nota þær dýru byggingar mun meir en gert er til félagsstarfs bæði fyrir nemendur og fullorðna. Pá hafa skólarnir á síðari árum opnað mikið starfsemi sína og hvetja foreldra til að taka meiri þátt í skólastarfinu með börnum sínum. Víða eru starfandi foreldrafélög og reynslan af starfi þeirra sannar ótvírætt gildi þeirra. Þáttur sveitarfélaganna í æskulýðsstarfi er einkum tvenns konar. Þau styrkja það æskulýðsstarf sem fyrir er hjá félögum og skólum eða þá að þau eru með sérstaka aðila sem sinna æskulýðsmálum. Eru þeir aðilar nefndir æskulýðsráð, æskulýðsnefndir, eða tóm- stundaráð. Á vegtim þessara aðila er síðan skipulagt æskulýðsstarf í samræmi við óskir og þarfir sveitarfé- lagsins. Ekki verður hjá því litið að of mörg ungmenni taka engan þátt í skipulaföu æskulýðsstarfi. Til þessa hóps verður að reyna aíhú því innan hans er ekki síst marg umraeddur áhætt*dl6pur sem getur lent á villigötum. Inrtarfcþessa hópscrueinungis fáir unglingar en oft vill það brenna vid jéö eftir þeim hópi séu unglingar dæmdir. Ungliagpm svíður sárt að fjölmiðlar skuli velta sér upp úr amstaka vandræðamálum þar sem fá ungmenni koma við sögu, en geta síðan í engu um fjölbreytt og heilbrigt starf sem langflestir unglingar vinna að. Það er nú einu sinni svo að því er virðist, að jákvæðar fréttir eru í engu metnar í samanburði við þær, sem segja frá einhverju sem miður fer í æskulýðs- starfi. Því verður að breyta. Persaflóastrlðið: Lok átakanna virðast ennþá vera langt undan Fimm ára blóðsúthellingar gætu orðið enn langvinnari ■ Nú þegar liöin eru fimm ár frá því að styrjöld milli íraka og (rana hófst er alls óljóst hvenær og hvernig henni lýkur. Hvorugur aöilinn viröist hafa hernaðarlegan mátt til þess að sigra hinn og báðir hafa orðið fyrir gífurlegu tjóni talið í eignum og mannslífum. Yfirleitt er miðað við að styrjöldin hafi hafist 22. sept- ember 1980 er herlið íraka fór yfir syðsta hluta landamæra lran. Stjórnvöld í írak sögðu þá að innrásin væri til þess gcrð að svara fyrir ítrekaðar stórskotaliðsárásir írana en líklegra ntá telja að Hussein forseti íraka hafi ætlað sér að notfæra sér innanlandsástand- iö í íran til þess að fella úr gildi samkomulag sem hann hafði gert við keisarann brottrekna um landamærin. Hussein hafði neyðst til þess að ganga að þessu samkomulagi nokkru áður til þess að fá Reza Pahlavi íranskeisara til þess að fella niður stuðning við Kúrda sem gerðu (raksstjórn lífið leitt í norðurhéruðunum. Samkomu- lagið fól m.a. í sér írönsk yfirráð yfir Shat-AI-Arab skipaskurðinum sem er mjög mikilvægur vegna olíuflutn- inga. Innrás fraka hófst þegar byltingarástand hafði ríkt í íran í 20 mánuði með þeim afleiðingum að hvorki ríkis- stjórn né her voru til mikils líkleg. írakska hernum vegnaði vel I fyrstu vegnaði írakska hernum vel og jafnvel mátti ætla að þessari 15 milljón manna þjóð myndi takast að sigra 43 milljónir íranskra ■ Hussein forseti írak von- aðist eftir skjótum sigri er hann hóf styrjöldina við íran árið 1980 en nú eru liðin fimm ár og ekki sér fyrir endann á átökunum. andstæðinga sinna. írakski herinn var vel vopnum búinn og naut þess lcngi vel að íranar voru alls ekki í stakk búnir til þess að heyja meiriháttar styrjöld. Gífurleg vopnakaup keisarans fyrrverandi, meðan hann var og hét, komu að litlu gagni vegna almennra að- stæðna innanlands. Andstætt því sem hefði mátt ætla í upphafi stríðsins jókst ekki upplausnin í íran. Khomcini sat sem fastast og gat sameinað landsmenn um baráttuna gegn sameiginlegum óvini. Nú eru liðin fimm ár og margt hefur gerst í þessum átökum sem hefur vakið athygli bæði út frá hernaðarlegum og pólitískum sjónarhornum, en endanleg lausn er ekki í sjónmáli. Stjórnvöld í írak segjast reiðubúin til þess að semja við írana eða berjast við þá, hvort heldur þeir kjósa. En það er án efa lögð meiri áhersla á það fyrra. Það er ekki ljóst hversu margir írakar hafa fallið í styrj- öldinni en yfirleitt eru um 1 milljón manna í hernum og um 700.000 manns í varaliðinu. Petta er hlutfallslega mjög mikil hervæðing og hefur orsakað vinnuaflsskort víðs vegar í írak. Talið er að 50.000 írakskir stríðsfangar séu í íran. Fyrir hvern fallinn hermann fær fjölskylda hins fallna að gjöf frá ríkinu einn bíl, land- skika og um 1,2 milljónir ísl. kr. í reiðufé. Þetta er ein af þeim ráðstöfunum sem gerðar hafa verið til þess að viðhalda stuðningi almennings við stríðsreksturinn. Að auki hafa stjórnvöld séð til þess að allar neysluvörur hafa fengist í nægu úrvali. Öflug og tæknileg vopn Allt frá upphafi styrjaldar- innar hafa írakar bætt sér fá- mennið, miðað við andstæð- inginn, með því að leggja áherslu á öflug og tæknileg vopn. Þannig hefur flugherinn ekki einungis gegnt mikilvægu hlutverki í að stöðva framrás byltingarvarða Khomeinis, heldur hafa yfirburðir íraka í lofti gert þeim kleift að gera loftárásir á íranskar borgir og að ráðast gegn olíuútflutningi írana. Lengi vel notuðu írakar og þ.á m. flugherinn fyrst og Listakonur ekki síðri en listakarlar - og hlutur kvenna í listum er miklu stærri en hin skráða listasaga gefur til kynna ■ Listahátíð kvenna er viku- gömul í dag og á enn eftir að standa í tæpan mánuð. Um hverja helgi á þessu tímabili eru opnaðar sýningar á verkum sem tengjast hinum ólíku list- greinum og unnendur ljós- mynda, myndlistar, kvik- mynda. tónlistar, bókmennta, byggingarlistar, og leiklistar ættu allir að geta fundið eitt- hvað við sitt hæfi. Listahátíð kvenna kemur eins og sending að himni ofan fyrir menningar- þyrst fólk eftir viðburðarsnautt sumar í menningargeiranum. En livers vegna sérstök lista- hátíð kvenna? Lítið fer fyrir hlut kvenna í ritum Listahátíðin er haldin í til- efni þess að í ár lýkur kvenna- áratug Sameinuðu þjóðanna. En það er fleira sem liggur að baki þessari hátíð en sú ástæða ein. Þegar konurnar í undir- búningshópum hátíðarinnar hófu störf fyrir u.þ.b. ári ráku þær að sögn fljótlega augu í það sem þær reyndar vissu fyrir að lítið fer fyrir hlut kvenna í ritum og rannsóknum á íslenskri listsköpun. En hlut- ur kvenna er iniklu stærri en hin skráða listasaga gefur til kynna. „Við viljum láta fólk vita að konur hafa samið tónlist og semja enn,“ segir Karólína Einarsdóttir tónskáld í viðtali í nýjasta tölublaði tímaritisins Veru. „Það reyndist mjög erf- itt að hafa upp á nótum að verkum eftir konur," heldur Karólína áfram, „meira að segja tónlist eftir konur eins og Clöru Schumann . Ég held að það sé nauðsynlegt að sýna að þessi tónlist er til, konur hafi þrátt fyrri allt lagt stund á svo abstrakt listform sem tónsmíð- ar eru.“ Þegar Karólína er spurð um stöðu íslenskra tón- listarkvenna svarar hún því til að staða þeirra sé ekki svo slæm miðað við stöðu kvenna í öðrum löndum og á fyrri tímum. Hér áður fyrr hafi konum verið meinaður að- gangur að tónlistarskólum - allt fram á síðustu öld. Konur séu farnar að starfa meira sem hljóðfæraleikarar en það hafi ekki verið fyrr en á þessari öld að þær byrjuðu að spila í sinfóníuhljómsveitum. Karó- lína heldur því fram að íslensk- ar konur hafi möguleika ef þær fremst sovésk vopn, en síðustu ár hafa þeir leitað fanga víðar t.d. í Frakklandi. Um þessar mundir, þegar átök þjóðanna færast lítt úr stað, er sagt að írakar leggi enn frekari áherslu á uppbyggingu flughers og eld- flaugasveita. Þess má geta að langdrægar sovéskar eldflaug- ar hafa verið notaðar til árása á borgir í íran. Talið er að frakar ráði yfir um 500 herflug- vélum. írakar hafa reynt að fjár- magna stríðskostnaðinn og óskert lífskjör þjóðarinnar með aukinni olíuframleiðslu. Efna- hagur íraka hefur þurft að þola sitthvað síðan styrjöldin hófst, fyrst og fremst vegna aðgerða írana gegn olíuút- flutningnum. Þeir fengu t.d. Sýrlendinga til þess að loka olíuleiðslu sem liggur frá írak til Miðjarðarhafs. Stjórn Assads í Sýrlandi er meðal hollustu stuðningsaðila írana. Áður en styrjöldin hófst var olíuframleiðsla íraka um 3.4 milljónir tunna á dag, en nú er hún um 1 milljón tunna. Stjórn Hussein stefnir að þvf að koma framleiðslunni aftur í það horf sem var fyrir 1980. Nágranna- ríki íraka við Persaflóa hafa hingað til litið svo á að þeirra hagsmunir væru best tryggðir með því að styðja þá gegn írönum af ótta við íslamskan trúarhita síðastnefndra. Ekk- ert bendir til þess að sá stuðn- ingur muni minnka á næstunni. Fórnfýsi íranskra hermanna Það er óhætt að fullyrða að þó að um forna fjendur sé að ræða þá kom innrás íraka inn drífi sig áfram þótt þær eigi erfiðara með að ná eins langt og karlar. Þær séu til dæmis sjaldnar í ráðastöðum, s.s. í stjórn Sinfóníuhljómsveitar- innar, í útvarpinu eða skóla- stjórar tónlistarskóla. Ekki vill hún viðurkenná að kventón- skáld eigi erfitt uppdráttar á íslandi og þeir karlar sem hún hafi unnið með og fyrir hafi verið mjög víðsýnir, en öðru máli gegni um hin Norðurlönd- in. Þar kvarti konur sáran yfir því að þeim sé haldið niðri. „Kona ein, blökkumaður, sem er tónskáld, sagði eitt sinn að hún hefði alltaf haldið að til að vera tónskáld þyrfti maður að vera hvítur, karlkyns og þar að auki dauður," segir Karólína og bætir því við að það skipti miklu máli að eiga sér ein- hverja fyrirmynd.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.