NT - 15.10.1985, Blaðsíða 8

NT - 15.10.1985, Blaðsíða 8
Þriðjudagur 15. október 1985 8 Málsvari frjálslyndls, samvinnu og félagshyggju Útgefandi: Nútíminn h.f. Ritstj.: Helgi Pétursson Ritstjórnarfulltr.: Níels Árni Lund Framkvstj.: Guðmundur Karlsson Auglýsingastj.: Steingrímur Gíslason Innblaösstj.: Oddur Ólafsson Skrifstofur: Siðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasimi: 18300 Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686392 og 686495, tæknideild 686538. Setning og umbrot: Tæknideild NT. Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 og 686306 Verð í lausasölu 35 kr. og 40 kr. um helgar. Áskrift 360 kr. Kjarval ■ Kjarval er þjóðsaga. Hann er líka ævintýri og hann er íslandssaga. Hann er í senn menningararf- leifð og upphaf menningarskeiðs. Hann er þjóðinni nákominn en jafnframt fjarlægur og dulráður. Kjarval er heimsborgari og sveitamaður og ávallt sjálfum sér samkvæmur. Þeirrar vakningar sem fylgdi sjálfstæðisbaráttunni og heimastjórninni sér víða stað. Fjötrareinangrunar og íhaldssemi rofnuðu og fátæk eyþjóð haslaði sér völl og gerði tilkall til að teljast þjóð meðal þjóða. En þjóð án menningar á sér ekki tilverurétt. Það er ekki nóg að líta um öxl og guma af fornri arfleifð. Það þarf skapandi afl til endurreisnar. Meðal þeirra ungu manna og kvenna sem skynjuðu endurreisnina, var fátækur sveitapiltur og skútukarl af Austurlandi, Jóhannes Sveinsson. Það þurfti bæði kjark og köllun til að rífa sig úr fásinninu og puðinu á skútunum og setjast í listaakademíu í framandi landi. En Kjarval var í engu miðlungsmaður. Sá þróttur sem honum var gefinn efldi með honum snilligáfuna. Nárnið og kynning hans við listina í höfuðborgum heimsmenningarinnar var honum op- inberun og hvatning en skerti í engu sjálfstæði hans sem listamanns. Hann fór sínar eigin götur, engum stefnum háður og skóp sína list í senn þjóðlega og alþjóðlega, hún er náttúrubundin og líka heimur þjóðsagna og ævintýra. Kjarval var bæði fátækur og auðugur en aldrei varð hann svo snauður að hann gæti ekki gefið af meiri höfðingslund en aðrir menn. Dýrmætasta gjöf hans cr ævistarf hans, listaverkin. Stundum eru fávísir menn að að meta einstök þeirra til peninga og nefna upphæðir. En slíkt er hjóm eitt. Kjarval er þjóðarauður og breytir þar engu um þótt einhverjir hafi einstöku myndir hans til varðveislu. Um Kjarval eru skrifaðar bækur og sýningar haldnar á myndum lians og áhugi á manninum og list hans fcr sfst þverrandi þótt hundrað ár séu liðin frá fæðingu Kjarvals og alllangt liðið síðan jarðvistar- dögunum lauk. Kjarval var fyrst og síðast sjálfstæður, í list sinni og dagfari öllu, og yfir gagnrýni hafinn. Þótt merkja megi stefnur og strauma samtímans í sumum mynda hans eru þær ávallt persónulegar. Kjarval þurfti ekki að apa neitt eftir öðrum. Listamaðurinn var trúr uppruna sínum. Hann var sveitamaður en undi sér vel í borg. Hugarheimur sveitadrengsins kemur víða fram í verkum hans svo og draumsýnir undangenginna kynslóða, en allar eru myndir hans nútímaverk og vafalaust klassík. Galdur Kjarvals brúar bilið milli ólíkra heima. Sérkenni Kjarvals eru svo rík að enginn dirfist að reyna að líkja eftir honum, en samt skilur hann eftir sig djúp spor í listasögunni. Hann var skáld og rithöfundur og fór einnig þar sínar eigin leiðir. Sjálfstæði listamannsinsvar einnigríkur þáttur í dagfari hans, klæðaburði og umgengnisháttum. Hann var ekki heldur í þeim efnum neinum háður og setti glæsilegan svip á smáborgaralegt umhverfi sitt, en aldrei með yfirlæti, heldur þeim höfðingsskap sem andans mönnum einum er geíinn. Lítilli þjóð eru menningarrisar ómetanlegir og minningu Kjarvals hljótum við að sýna allan sóma og hlú að þeim arfi sem hann eftirlét okkur. Ævi Kjarvals var ævintýri og það lifir í verkum hans um ókomna tíð. Hvílíkt gilligogg. Vettvangur Leikmannsþankar um TOLVUR ■ Það cru varla meira en 5 ár síðan að sjá mátti í sjónvarpi tvo prófessora við háskólann ræða um væntanlega þróun í tölvumálum. Báðir sögðu þeir að tækninni fleygði svo hratt fram að innan fáeinna ára þætti ekkert tiltökumál að hvert heimili ætti sína eigin tölvu sem m.a. hjálpaði við daglegan heimilisrekstur. Mörgum hefur þá þótt þetta býsna fjarlægur draumur. Nú er þessi framtíðarsýn orðin að veruleika þótt hún í sjálfu sér sé bara áfangi á leið sem enginn veit almennilega hvert liggur. Þessi margnefnda tölvubylting smýgur inn í flesta geira samfélagsins. Þannig get- ur einstaklingur átt margar „tölvur" fyrir utan heimilstölv- una án þess að hann hafi hugmynd um það eða þurfi nokkuð að vita það. T.d. getur verið á heimilinu sjónvarps- tæki með fjarstýringu sem not- ar örtölvu. Sömuleiðis getur símtækið verið útbúið ákveð- inni örtölvu sem „man“ síma- númer. Eldsneytiseyðslu bíls- ins getur líka verið stjórnað af örtölvu. Og þannig mætti lengi telja. Við höfum því á þessu herr- ans ári 1985 vanist því að sjá tölvur hér, þar og alls staðar án þess jafnvel að veita þeim nteiri athygli en hurðarhúnun- um heima hjá okkur. Fyrir fáeinum árum var það nefnilega töluvert stór ákvörð- un þegar stjórnendur fyrir- tækja stóðu frammi fyrir þeirri spurningu hvort skyldi kaupa tölvu. Þetta var dæmi sem þurfti að reikna fram og aftur og athuga gaumgæfilega hvort hagræðið yrði svo mikið að það réttlætti svo dýra fjárfest- ingu sem tölva var. Áður þótti það framsýni og sýna stórhug og áræði að kaupa tölvu en nú þykir það jafnvel einkennileg afturhaldssemi ef ekki er til a.m.k. ein tölva í meðalstóru fyrirtæki. Enda má sjá þessi tæki alls staðar. í bönkum hefur níðþungum, klunnaleg- um og hávaðasömum bók- halds- og reiknitækjum verið úthýst en stílhreinar og litlar tölvur með ónefndum jaðar- tækjum verið komið fyrir í staðinn. I mörgum verslunum einfalda tölvur allt birgðahald. Um leið og verð vöru er slegið inn í „kassann“ (sem raunarer tölva) skráist varan af lager. Tölvan getur einnig verið for- rituð sent eins konar birgða- haldari og gefið skipun um að panta vöru þegar birgöir liafa náð ákveðnu lágmarki. Og er þá nema von að ein- hver fyllist lotningu og hrópi yfir byggðir heimsins: „Mikil eru verk mannanna" ? En hér gildir það sama og svo oft áður að horfa verður á málin frá öllum hliðum og reyna að meta kosti og galla, ávinning og tap, af þessari seinustu byltingu á vesturlöndum. Tölvur — Til hvers? Þótt tölvur lækki stöðugt í verði og muni væntanlega halda því áfram fyrst um sinn verður samt að telja þær dýr tæki. Giska má á að fullbúin einka- tölva kosti á bilinu 70-150 þús- und kr. en heimilistölva frá 20-50 þúsund kr. Þessar tölur stöðva þó hvorki einstaklinga né fyrirtæki í því að fjárfesta í einni þó svo tilgangurinn með i öllu saman sé ekki Ijós. Þannig eru mörg dæmi þess að notin fyrir tölvutæknina hafi verið uppgötvuð eftir að tölvan var keypt. Dæmin sýna það líkaað tölvutæknin hefur ekki alltaf einfaldað þau verkefni sem átti að kljást við. Oftar en ekki hefur þurft að fjölga starfsfólki „um stundarsakir" meðan ver- ið var að koma tölvukerfi í gagnið. En reyndin er hins ■ Tölvuþróunin er áfangi á leið sem enginn veit almennilega hvert liggur. Hlaðvarpakonur not- færa sér siðleysið ■ Það er víst hreinn og klár óþarfi að æra óstöðugan með því að fara með langt og ítar- legt mál um svokallaða upp- stokkun ríkisstjórnarinnar og því skal það látið ógert. Það nægir að benda á að hin ótrú- lega „tragíkómísku" látalæti forystumanna Sjálfstæðis- flokksins snérust um það eitt að koma Albert Guðmunds- syni úrfjármálaráðuneytinu án þess að það yrði túlkað al- mennt sem vantraustsyfirlýs- ing á hann eða verk annarra flokksmanna. Ótti forystuliðs- ins við álit kjósenda á því dómgreindarleysi að setja Al- bert í fjármálaráðuneytið í upphafi og óttinn við hinn hrollvekjandi klofning orsak- aði svo „andlitslyftingu" sem átti að dylja það sem allir hugsuðu en enginn þorði að segja. Nefnilega að Albert var, er og mun vera óhæfur til þess að gegna umfangsmiklu ráðherraembætti. Ekki hliðstæða í sögu lýðveldisins Hverju mannsbarni á íslandi sem er læst og skrifandi er kunnugt um að embættisfærsla knattspyrnuhetjunnar fyrrver- andi á sér ekki hliðstæðu í sögu lýðveldisins. En lengi getur vont versnað. Á þeim stutta tíma sem liðinn er frá því að Þorsteinn Pálsson og félagar reyndu að slá ryki í augu kjósenda hefur Albert ekki setið auðum höndum. Hin rómaða sjálfyfirlýsta virðing hans fyrir fé skattgreiðenda virðist hafa breyst í óhamda fyrirlitningu. Milljónirnar hrjóta úr höndum hans eins og pappírsseðlar úr höndum barns sem hefur skákað and- stæðingum í Matador. En hvað veldur? Það er líklega tvennt sem má telja til. í fyrsta lagi er það Albert Guðmundssyni brýnt að nota síðustu daga yfirráða yfir fjár- hirslum ríkisins til að kaupa sér stuðning, ekki veitir af. f öðru lagi má segja að hann hafi með duttlungakenndu örlæti sínu gert samflokksmönnum ljóst að brottrekstur hans úr fjármálaráðuneytinu var dýru verði keyptur. Sem dæmi um fyrirgreiðslu af þessu tagi,sem flokka má undir báðar fyrr- nefndar ástæður, eru samning- urinn við BSRB og fjárveiting Hlaðvarpans, menningarmið- stöðvar kvenna við Vestur- götu. Tvær milljónir skattgreiðendakróna Láturh BSRB-samninginn liggja á milli hluta, enda nóg um hann fjallað upp á síðkast- ið. En hvað í ósköpunum rétt- lætir tveggja milljóna króna fjáraustur í Hlaðvarpann? Hópur kvenna fór af stað fyrr á þessu ári og festi kaup á húseign við Vesturgötu í nafni hlutafélags. Tilgangurinn var sá að koma upp menningar- miðstöð kvenna og konum ein-

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.