Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

NT

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 251. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Tķminn


Ašlaga breidd


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
NT

						NEWS SUMMARYIN ENGLISH  SEEP. 7
október 1985-251. tbl. 69. árg.
Svavar Gestsson um aukafjárveitingarnar:
„Fjölbreyttur
jurtagarður"
- og krefst skýringa af Albert
¦ Níu þingmenn Alþýöu-
bandalagsins hafa lagt fram
beiðni um skýrslu í samein-
uðu Alþingi. Þar er fráfar-
andi fjármálaráðherra Al-
bert Guðmundsson krafinn
skýringa á aukafjárveiting-
um „sem ekki eiga rætur að
rekja til breytinga á forsend-
um fjárlaga".
í samtali við NT sagði
Svavar Gestsson sem er einn
flutningsmanna að það væru
fyrst og fremst fjármálaráð-
herraskiptin sem lægju að
baki beiðninni. „Við viljum
sjá hvað það er sem hefur
verið afgreitt að undanförnu.
Við höfum grun um að þetta
sé svona býsna fjölbreytileg-
ur jurtagarður og við viljum
fá að sjá hvað þarna er á
ferðinni."
Reykvískir foreldrar:
Reyndu að smygla heróíni
á ársgömlu barni sínu
¦ Ung íslensk hjón reyndu á föstudaginn að flyíja
talsvert af eiturlyfjum, þar á meðal heróíni, til
landsins frá Amsterdam með því að fela lyfin innanklæða
á lVi árs gömlu barni sínu. Eiturlyfin fundust við leit á
flugvellinum í Amsterdam og í kjölfar þessa hefur íslenska
fíkniefnalögreglan handtekið nokkra fleiri, þar á meðal
önnur íslensk Iijón sem úrskurðuð hafa verið í gæsluvarð-
hald.
um smygl á heróíni hingað til vör við að heróín væri notað hér óvart því alltaf hefði mátt búast
lands svo nokkru næmi. Lög- á landi. Þessi heróínfundur við að heróín skyti hér upp
reglan hefði heldur ekki orðið   kæmi þó í sjálfu  sér ekki á   kollinum eins og annarsstaðar.
¦ Laust l'vrir klukkan
átta í gærkvöld varð harð-
ur árekstur á iiiói uin Borg-
arholtsbrautar og Urðar-
brautar í Kópavogi.
Citroén bifreiðinni sem
sést hér á myndinni var
ekið vestur Urðarbraut
þegar hún lenti í árekstri
við Mazda 323 bifreið sem
kom suður Urðarbraut.
Þrír menn voru í Citroén
bifreiðinni og ein kona í
Mazda bílnum og voru
allir fluttir með alvarleg
meiðsl á slysadeild. Málið'
var enn í rannsókn þegar
NT fór í prentun í gær-
kvöldi, en ökumaður
Citroén bílsins er grunað-
ur um ölvun.
Fíkniefnalögreglan hefur
undanfarið haft gætur á fólki
sem grunur lék á að stundaði
innflutning á fíkniefnum. Hjón-
in tvenn, sem handtekin voru,
eru talin hafa verið milligöngu-
menn en ekki beinir innflytjend-
ur.
Á ungbarninu fundust 25
grömm af heróíni, 650 grömm
af hassolíu og 100 grömm af
hassi. í kjölfar þessa var gerð
leit á hópi farþega sem kom
með flugi frá Amsterdam um
helgina og voru farþegarnir
m.a. gegnumlýstir að ósk fíkni-
efnalögreglunnar. Ekkert
fannst við þá leit en karlmaður
úr þeim hópi var úrskurðaður í
30 daga gæsluvarðhald.
Samkvæmt heimildum NT
leikur grunur á að þetta fólk,
sem aldrei hefur komið áður við
sögu fíkniefnalögreglunnar,
hafi stundað það í talsverðan
tíma að flytja fíkniefni til lands-
ins og að við húsrannsókn í
tengslum við málið, hafi fundist
sérstakur umbúnaður sem kon-
ur hafa borið á sér til að sýnast
vera þungaðar og þannig slopp-
ið við leit tollvarða.
Foreldrarnir voru sendir til í s-
lands í gærkvöldi en þau hafa
verið í vörslu hollensku fíkni-
efnalögreglunnar.
f samtali við NT sagði Arnar
Jensson deildarstjóri fíkniefna-
lögreglunnar að þetta væri í
fyrsta skipti sem uppvíst yrði
Mikil síld
í Djúpinu
- söltun á Suðvesturlandi
¦ Mikil síldveiði var í fsa-
fjarðardjúpi í fyrrinótt. Þar
veiddust um 600 tonn og í
gærkvöld voru nokkrir bátar á
leið í land með afla, aðrir voru
enn á miðunum og búnir að fá
talsvert af síld. Fjölmargir bátar
voru á leið á miðin.
Engin síldarsöltun er við
ísafjarðardjúp og sigla bátarnir
því með aflann suður á svæðið
frá Akranesi til Keflavíkur. f
gærkvöldi voru þrír bátar á leið
til Grindavíkur, einn til Akra-
ness og einn í Sandgerði.
Véiðin gekk ekki eins vel
fyrir Austurlandi í fyrrinótt, þar
veiddúst um 200 tonn. Síldin
þar var stygg, en þó stóð hún
ekki eins djúpt og verið hefur.
í fyrradag höfðu verið saltað-
ar um 38.000 tunnur og í gær fór
þessi tala upp í 42-43 þús.
tunnur. Margir síldarbátanna
eru nú langt komnir með kvót-
ann og sumir alveg búnir með
hann og er talsvert um að kvótar
gangi kaupum og sölum. Síldin
hefur verið góð það sem af er,
nema við Suðausturland þar
sem beita þurfti skyndilokun í
viku tíma vegna þess hvað hún
var smá.
¦ Frá opnun á afmælissýningar á verkum Kjarvals í gær. i forgrunni eru þau Davíð Oddsson, borgarstjóri, eiginkona hans, frú
Ástríður Thorarensen, Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands og Alfreð Guðmundsson, forstöðumaður Kjarvalsstaða. Yfir þeim og
allt um kring má sjá hina umdeildu loftlýsingu Kjarvalsstaða, en nú hefur veríð kveðinn upp lögbannsúrskurður á breytingar á lofti
lilíssins.                                                                           NT-mynd: Ánii Bjarna
Lögbann á loft Kjarvalsstaða
¦ Um svipað leyti og Davíð
Oddsson, borgarstjóri, opnaði
afmælissýningu á verkum
Jóhannesar Kjarvals, sem
hefði orðið hundrað ára í gær,
var kveðinnupp lögbannsúr-
skurður á breytingar á loftlýs-
ingu Kjarvalsstaða hjá embætti
Borgarfógeta   Reykjavíkur
gegn lOOþúsundkr. tryggingu.
Lögbann þetta er sett á að
ósk Hannesar Kr. Davíðssonar
sem er arkitekt hússins. Þeg-
ar NT hafði samband við
Hannes í gær, sagðist hann
ekkert hafa að segja um þetta.
Sagði hann að einn maður
hefði viljað breytingar á þess-
um ljósabúnaði, en það væri
Einar Hákonarson.
Ástæðan fyrir því að áhugi
er á að breyta loftlýsingunni á
Kjarvalsstöðum núna, er fyrst
og fremst að hingað til lands er
væntanleg sýning á verkum
Picassos og þegar ekkja hans
heimsótti   sýningarstaðinn,
hafði hún ýmislegt út á lýsing-
una að setja. Hvort lögbanns-
úrskurður þessi valdi því að
ekkert verði úr Picassosýning-
unni er óvíst en höfða þarf mál
til staðfestingar lögbanninu.
NT reyndi árangurslaust að
ná í Einar Hákonarson í gær.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28