Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						10 | Lesbók Morgunblaðsins
?
11. september 2004
N
ítjándu öldina má kalla grísku öldina í íslensk-
um menntalífi. Ekki svo að skilja að latína hafi
ekki haldið sínum sess og meira en það ? latína
var undirstaða alls skólastarfs á Íslandi frá ell-
eftu og fram á tuttugustu öld ? heldur hófst
grískukennsla fyrst að marki í Bessastaða-
skóla snemma á öldinni og lagðist að mestu af þegar nýju
menntaskólalögin dönsku öðluðust gildi á Íslandi árið 1904. Fyrir
tíma Bessastaðaskóla hafði lítið eitt verið lesið af Nýja testa-
mentinu og eftir 1904 var gríska aðeins kennd í fimmta og sjötta
bekk menntaskólans og í guðfræðinámi í Háskólanum þegar
hann var stofnaður 1911.
Gríska öldin í íslensku menntalífi var angi af evrópskri
menntahreyfingu sem hófst í lok átjándu aldar og er stundum
kölluð Nýi húmanisminn. Brautryðjendur voru háskólamenn í
þýsku ríkjunum og þeir mótuðu Dani en þaðan náðu áhrifin til Ís-
lands, enda sóttu Íslendingar framhalds-
nám til Hafnarháskóla á þessum tíma auk
þess sem íslenski latínuskólinn heyrði
beint undir stiftsyfirvöld. Reyndar var
hugtakið húmanismi, Humanismus á þýsku, búið til á þessum
tíma þótt það ætti sér langa forsögu. Nýi húmanisminn svokallaði
endurnýjaði lútherska latínuskóla og háskóla frá sextándu öld
sem byggðir voru á Wittenberg, háskóla Lúthers og Melancht-
hons. Þótt engir háskólar væru á Íslandi voru latínuskólarnir á
biskupsstólunum eftir siðaskiptin skipulagðir eftir þessari sömu
forskrift.
Undir lok átjándu aldar þótti markmið gamla menntakerfisins,
að kenna hreina latínu og lútherska guðrækni, ekki lengur sam-
ræmast hugsjónum upplýsingarinnar. Amerísku og frönsku bylt-
ingarnar en einkum ósigur Prússa fyrir Napóleon við Jena árið
1806 flýttu fyrir uppgjörinu. Með stofnun háskóla í Berlín 1810
náði Nýi húmanisminn sterkum tökum á þýsku menntalífi. Berl-
ínarháskóli varð síðan á nítjándu og tuttugustu öld fyrirmynd há-
skóla víðar í Evrópu og Norður-Ameríku eins og François Lyot-
ard hefur bent á í riti sínu Hið póstmóderníska ástand (1979).
Fræðimönnum ber saman um að vísindahugsjónir Wolfs, Fich-
tes, Schleiermachers og Humboldts um akademískt frelsi og
nauðsyn stöðugra rannsókna í stað einfaldrar miðlunar hefð-
arþekkingar séu eldsneytið í þeirri vél sem keyrt hefur háskóla-
starf á Vesturlöndum síðan og framleitt þekkingarsamfélög nú-
tímans.
Mikilvægastur þessara manna fyrir húmanismann var Fried-
rich August Wolf (1759?1824) sem skilgreindi klassíska fílológíu
eða Altertumswissenschaft (fornfræði) ærið vítt og sérkennilega
sem ?þekkingu á mannlegu eðli eins og það birtist í fornöld?. Árið
1795 hafði Wolf sjálfur gefið út á latínu Inngang að Hómer (Pro-
legomena ad Homerum) þar sem hann hélt því fram að kvæðin
væru ort fyrir upphaf ritlistar og ekki af einu blindu skáldi (líku
kvæðamanninum Demódókosi í áttundu bók Ódysseifskviðu)
heldur settar saman úr kvæðum ortum af ýmsum á ýmsum tím-
um þótt þeim hefði síðar verið skeytt saman. Þetta rit Wolfs er
upphafið að ?hómerísku spurningunni svokölluðu þótt þegar í
fornöld hafi ríkt nokkur óvissa um skáldið Hómer. 
Þótt nú á dögum séu kvæðin lesin eins og um verk eins höf-
undar væri að ræða hefur kenning Wolfs getið af sér áhugaverð-
ar rannsóknir um munnlega geymd og kveðskap fyrir tíma rit-
listar. Hómerísku spurningunni hefur samt aldrei verið
endanlega svarað. Það kemur þó ekki að sök því eins og Goethe
sagði árið 1827: ?Í skáldskapnum er neikvæð gagnrýni ekki ýkja
skaðleg. Wolf gekk frá Hómer dauðum og þó gat hann ekki kom-
ið höggi á kvæðin því kvæði þessi búa yfir undramætti hetjanna í
Valhöll; þær brytja hver aðra niður á morgnana en um miðjan
dag setjast þær til borðs með óskaddaða limi.?
Í Nýja húmanismanum blönduðust rómantískar hugmyndir
um algildi hughrifa og tilfinninga við hvíthreinsaða fagurfræði
klassísismans. Margir lærdómsmenn predikuðu fagnaðarerindi
grískrar fegurðar, sannleika og siðgæðis sem í hafði hlaupið
þemba sem fjarlæg var forngrískri menningu. Friedrich
Nietzsche lýsir gjaldþroti þessa gríska ídealisma í smágreinum
sínum, Wir Philologen (Við fílológar), frá því um 1875. Með að-
ferð kýnisisma fornaldar stillir hann upp andstæðu á milli við-
fangsefnis fornfræðinnar (fyrir Nietzsche einkum fornöldin
gríska) og siðferðis og vitsmuna þeirra er töldu sig stunda fagið á
hans tíma. Grikkir eru orðnir ærið fjarlægar fyrirmyndir um
æðstu gæði samkvæmt Nietzsche. Eftiröpun leiðir listamanninn
til örvæntingar og gerir fílológinn að athlægi. Hann gefur í skyn
að endurlífga mætti fornfræði með róttækum rannsóknum á
Grikkjum ? með því að horfa framhjá afbökun grískrar menning-
ar í söguspegli Rómar, kristni og latneskrar hefðar. En slíkt aft-
urhvarf hefði þýtt enn eina endurreisn klassískra mennta og nú á
kostnað náttúruvísinda og nýju móðurmálsgreinanna.
Þrátt fyrir mótmæli klassískra fílológa á borð við Ulrich von
Willamowitz-Moellendorff var í Þýskalandi dregið úr kennslu í
grísku við endurskipulagningu skólakerfisins árið 1892. Í nóv-
ember 1898 hélt Martin Clarentius Gertz, prófessor í fornfræði,
ræðu á siðbótarhátíð Hafnarháskóla sem hann nefndi ?Skólinn
og fornmálin?. Ræðan var prentuð í Tilskueren sama ár en árið
eftir birtust hún og eftirmál hennar í Eimreiðinni í þýðingu Jóns
Þorlákssonar og ritstjórans Valtýs Guðmundssonar. Ekki leið á
löngu þar til menntamönnum í Danmörku og á Íslandi bar saman
um að lestur forngrískra bókmennta á grísku væri ekki nauðsyn-
leg undirstaða almennrar menntunar heldur fyrir sérfræðinga
eina.
Hómersþýðingar Sveinbjarnar Egilssonar voru upphaflega
kennsluefni í Bessastaðaskóla og í Lærða skólanum eftir að hann
flutti haustið 1846 í nýja skólahúsið í Reykjavík. Finnbogi Guð-
mundsson hefur sýnt í rannsókn sinni á þýðingunum, Hóm-
ersþýðingar Sveinbjarnar Egilssonar (Reykjavík 1960), að Svein-
björn gekk afar skipulega til verks og lét skólapilta á árunum
1819?1830 lesa að jafnaði tvær bækur eða þætti úr Ilíonskviðu.
Þó hætti hann lestri þeirrar kviðu árið 1830 og tók til við að lesa
Ódysseifskviðu á sama hátt og lauk henni árið 1844. Þegar komið
var að lestri Ódysseifskviðu sá Sveinbjörn um að lesefni vetr-
arins lægi fyrir í prentaðri þýðingu áður en kennslan hæfist. Frá
1828?1840 lét hann þannig smátt og smátt prenta þýðingu sína á
Ódysseifskviðu svo að skólapiltarnir hefðu í höndunum prentaða
þýðingu af þeim bókum sem lesa átti um veturinn.
Prentunin var gerð í einu prentsmiðju Íslands, Viðeyjarprent-
smiðju, sem Magnús Stephensen átti og rak. Sveinbjörn var
fæddur 24. febrúar 1791 og hafði frá tíu ára aldri og þar til hann
varð tuttugu og þriggja verið í fóstri hjá Magnúsi. Þegar Magnús
féll frá 1833 tók sonur hans Ólafur sekreteri við og rak prent-
smiðjuna til 1844 eða þar til hún var flutt til Reykjavíkur og varð
að Landsprentsmiðju. Tilefni fyrstu prentunar þýðingarinnar á
Ódysseifskviðu var það að stiftið bauð Bessastaðaskóla að halda
upp á fæðingardag konungs með því að gefa út boðsrit skólans
sem hét Skóla-hátíð í minningu fæðingar-dags vors allranáð-
ugasta konúngs Friðriks Sjøtta. Í svipuðum boðsritum danskra
skóla, en mörg slík voru til á Bessastöðum, birtu kennarar þess-
ara skóla þýðingar sínar úr grísku og latínu. Að fordæmi þeirra
tók Sveinbjörn að birta skólaþýðingar sínar úr Hómer sem náðu
brátt að sögn almennum vinsældum.
Skömmu áður en Sveinbjörn Egilsson tók að lesa Hómer með
skólapiltum á Bessastöðum hafði danski málfræðingurinn Rasm-
us Kristian Rask (1787?1832) átt frumkvæðið að hreinsun og
endurreisn íslenskrar tungu með útgáfu íslenskra málfræði- og
orðabóka og með vísindalegri (að þeirra tíma hætti) umfjöllun
um íslensku sem forntungu Norðurlanda. Þannig lagði Rask
fræðilegan og hagnýtan grundvöll að því að íslenska væri tekin
upp sem kennslugrein í skólum bæði hér á landi og í útlöndum.
Sveinbjörn hafði kynnst Rask á Bessastöðum á próftíma vorið
1814 en Rask dvaldist þá á Íslandi um tveggja ára skeið. Svein-
björn segir sjálfur frá þessum fyrstu kynnum: ?Hann fann mig
inni á bókasafni Jónssonar aðjunkts, tók gríska bók úr hillunni og
lét mig lesa. Ég las fyrir hann stykki með íslenska framburð-
inum ? en eftir það tók hann bókina, las sama stykkið og gerði
athugasemdir um hvernig ætti að bera fram grískuna. Á heim-
leiðinni (til Reykjavíkur) yfir Skerjafjörðinn var hann upptendr-
aður og þuldi heilu stykkin úr dæmisögum Esóps utan að á
grísku fyrir mig og þegar ég gat ekki skilið þau útskýrði hann
þau á íslensku.?
Finnbogi Guðmundsson telur í rannsókn sinni á Hómersþýð-
ingum Sveinbjarnar að fundurinn við málvísindamanninn mikla,
Rask, hafi kveikt neistann í hinum unga manni. Enda sendi
Sveinbjörn honum fyrstu ljóðaþýðingar sínar á Ilíonskviðu til yf-
irlestrar og í bréfi til Rasks frá 1825 skrifar hann: ?Eg vildi eg
væri orðinn eins góður í grísku og þér eða ef það væri of mikils
óskað, hálfur á móti yður!? Eftir að fyrstu kviðurnar komu út
1829 skrifaði Rask reyndar til Sveinbjarnar að hann hefði heldur
viljað sjá verkið útlagt á vers og lagði til að þýðingin yrði titluð
Ódysseifsrímur. Sveinbjörn svaraði að honum fyndist þær aðeins
geta heitið rímur ef þær væru kveðnar undir runhendum hætti
en fleira lá að baki. Að snúa kvæðum í ?sögumál?, eins og Jón
Sigurðsson kallaði það, og sögum í rímur fyrir kvöldvökulestra
var það sem Íslendingar höfðu gert í aldaraðir og gerðu þangað
til kvöldvökurnar lutu endanlega í lægra haldi fyrir útvarpinu
sem hóf útsendingar árið 1930.
Sveinbjörn þýddi Hómerskviður ekki aðeins á ?sögumál? held-
ur ætlaði hann líka að snara þeim í ljóð undir edduhættinum
fornyrðislagi. Í hans vali á bragarhætti felst að hin íslenska gull-
öld eddukvæða er skoðuð sem hliðstæða hinnar grísku fornaldar.
Hugmyndir Guðbrands Vigfússonar um sérlega ?sympatíu? á
milli íslensku og forngrísku má rekja til sömu hliðstæðuhugs-
unar. Fyrri helmingur ljóðaþýðingar Ódysseifskviðu kom út vor-
ið 1853 á vegum Hafnardeildar Hins íslenzka bókmenntafélags.
En Sveinbjörn Egilsson dó 17. ágúst 1852 og hafði þá ekki lokið
Odysseifs-kvæði sínu. Þær tæplega fimm bækur sem vantaði var
Benedikt sonur hans fenginn til þess að þýða og var síðari hlutinn
prentaður 1854.
Alsiða var að þýða Hómerskviður undir sexliðahætti. Johann
Heinrich Voss, prófessor í grísku við Háskólann í Heidelberg,
gerði hinar klassísku Hómersþýðingar (1781?93) á þýsku máli
undir upprunalegum hætti grísku kvæðanna. Danir eiga sínar
klassísku þýðingar eftir Christian Wilster undir sexliðahætti
(komu út 1836?1837; endurútgefnar og leiðréttar af M.Cl. Gertz
1909?1912). Árósaprófessorinn Otto Steen Due hefur að vísu á
síðustu árum gert nýjar ljóðaþýðingar á báðum Hómerskviðum
og eru þær gefnar út með myndskreytingum eftir Peter Brandes
og hafa fengið fádæma góða dóma. Færeyingar prentuðu árið
1967 sína klassísku þýðingu á Ilíonskvæði undir sexliðahætti eftir
lögfræðinginn Janus Djurhuus. Enginn Íslendingur hefur þó
tekið sér fyrir hendur að þýða Hómer undir bragarhætti gríska
textans. Grímur Thomsen þýddi að vísu tvo stutta kafla úr Ilínos-
kviðu og Hallgrímur Pétursson hafði á sautjándu öld ort sinn
Aldarhátt undir þessum bragarhætti, en Sveinbjörn virðist
snemma hafa ákveðið að þýða undir edduhætti.
Ljós eru tengslin milli Hómersþýðinga Sveinbjarnar Egils-
sonar og þeirrar fræðilegu alkemíu sem á nítjándu öld fæddi af
sér íslenska þjóðmenningu og endurreisti þjóðtunguna íslensku.
Fjölnismenn sem fyrstir fóru að smíða íslenskt þjóðerni eins og
við þekkjum það lærðu hjá honum á Bessastöðum. Fræðimenn
hafa lengi gert sér grein fyrir mikilvægi Sveinbjarnar fyrir hina
nýju þjóðernisvakningu. Sigfús Blöndal lýkur svo formála sínum
að endurskoðaðri þýðingu Sveinbjarnar á Odysseifs-kviðu
(Kaupmannahöfn 1912): ?Gamla þýðíngin varð einn af hyrníng-
arsteinum íslenzkrar túngu.? Og Finnbogi Guðmundsson lýsir
Sveinbirni sem íslenskukennara ?ekki aðeins skólapiltanna á
Bessastöðum og síðan í Reykjavík heldur ennfremur þjóðarinnar
allrar, svo lengi sem íslenzk tunga verður töluð.?
Finnbogi Guðmundsson hefur einnig komist svo að orði að
?Hómersþýðingar Sveinbjarnar Egilssonar [væru] eitt af æf-
intýrum íslenzkrar tungu. Í þeim er eins og allt gamalt verði nýtt
og nýtt gamalt.? Víst er að Sveinbjörn fór bæði lengra aftur í vali
sínu á texta til að þýða og lengra fram á við í vísindalegri forn-
fræði sinni en áður hafði tíðkast á Íslandi. Hann rannsakaði
skáldamálið forna og samdi orðabók yfir það, Lexicon poeticum,
með latneskum skýringum. Sveinbjörn var einnig mikilvirkur
þýðandi íslenskra sagna ? á fornmálið latínu. Á árunum 1828?
1842 komu út að tilhlutan Hins konunglega norræna fornfræða-
félags ellefu bindi af latneskum þýðingum hans á íslenskum forn-
sögum í ritröðinni Scripta historica Islandorum. Eins og Gauti
Kristmannsson hefur bent á er þessi stíllega tímavarpa hin klass-
íska þversögn í evrópskum móðurmálsbókmenntum: fornöld
verður nútími, miðaldir fornöld og þýðingar þjóðlegar bók-
menntir.
Hómersþýðingar Sveinbjarnar Egilssonar eru opinbert verk:
Eftir Viðeyjarútgáfuna fóru stiftsyfirvöld árið 1844 fram á að fá
að gefa út báðar kviðurnar ?með alþýðlegum inngangi? en það
fórst fyrir; árin 1853?1855 stóð Jón Sigurðsson og Hið íslenzka
bókmenntafélag fyrir útgáfu ljóðaþýðingar Ódysseifskviðu og
frumútgáfu prósaþýðingar Ilíonskviðu; 1912 átti enski lávarð-
urinn sir William Paton Ker frumkvæði að því að prósaþýðing
Ódysseifskviðu væri endurútgefin í Kaupmannahöfn í umsjón
Sigfúsar Blöndals; eftir fullveldi Íslands átti Jónas frá Hriflu
frumkvæði að útgáfu Menningarsjóðs á kviðunum, Ódysseifkviðu
1948 og Ilíonskviðu 1949. Þá báru Kristinn Ármannsson og Jón
Gíslason fornfræðingar þýðinguna saman við frumtextann og
leiðréttu og fylltu í þær línur sem vantaði. Þessar leiðréttingar
fóru samt í athugasemdir aftast og ekki var hróflað við þýðing-
unni sjálfri sem ritstjórarnir meðhöndluðu sem höfundarverk.
Þúsundir eintaka seldust og flestir þekkja þýðingarnar enn í
þeirri útgáfu. 
Nýja útgáfan hjá Bjarti, sem Svavar Hrafn Svavarsson forn-
fræðingur annast, markar breyttar áherslur sem erfitt er að vera
ósammála nú á dögum því þar hafa leiðréttingar verið færðar
beint inn í texta Sveinbjarnar (merktar með daufara letri). Óneit-
anlega afhelgar þessi meðferð dálítið hinn þjóðlega minnisvarða.
Úr verður gömul en vissulega góð þýðing úr grísku, leiðrétt.
Nýi húmanisminn og
Hómersþýðingar 
Sveinbjarnar Egilssonar
Forlagið Bjartur hefur gefið út Ódysseifskviðu eftir Hómer í
þýðingu Sveinbjarnar Egilssonar en síðast kom verkið út hjá
Menningarsjóði að tilstuðlan Jónasar frá Hriflu árið 1949.
Hér er sagt frá verkinu og þýðingu þess á íslensku en í nýju
útgáfunni hafa leiðréttingar verið færðar inn í texta Svein-
bjarnar. Greinarhöfundur segir það óneitanlega afhelga dá-
lítið hinn þjóðlega minnisvarða. ?Úr verður gömul en vissu-
lega góð þýðing úr grísku, leiðrétt.?
Sveinbjörn Egilsson ?Eg vildi eg væri orðinn eins góður í grísku og
þér eða ef það væri of mikils óskað, hálfur á móti yður!? sagði
Sveinbjörn í bréfi til Rasmusar Kristians Rasks árið 1825.
Höfundur er fornfræðingur.
Eftir Gottskálk 
Þór Jensson
gthj@hi.is

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16