Lesbók Morgunblaðsins - 30.10.2004, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 30.10.2004, Blaðsíða 13
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 30. október 2004 | 13 Hipphoppdúettinn OutKast varskráður á spjöld tónlistarsög- unnar í vikunni þegar hann varð fyrstur allra til að fá afhent plat- ínuverð- laun fyrir sölu á tón- list á Net- inu. Það voru for- svarsmenn bandaríska tónlistariðnaðarins sem afhentu OutKast platínu-verðlaunin en þau voru fyrir metsölu á Netinu á lögum þeirra „Hey Ya“, „The Way You Move“ og „Roses“. Ekkert lag hefur selst eins vel hjá þartilgerðum tón- listarnetverslunum og Hey Ya, sem farið hefur í a.m.k. 400 þúsund ein- tökum. Hin lögin hafa selst í yfir 200 þúsund eintökum samanlagt. Maroon 5, D12 og Hoobastank fengu sín plat- ínuverðlaun á eftir OutKast og þá er vitað að Beyonce og Usher hafa selt yfir 100 þúsund eintök á Netinu. Sala á tónlist á Netinu er ennþá einungis smáhluti af heildarsölunni en fer þó mjög vaxandi.    Væntanlegur er safndiskur meðtilraunapoppsveitinni Stereo- lab. Um verður að ræða safn laga sem komið hafa út á smáskífum og öðrum sjald- gæfari form- um. Platan verður í anda Switched On sem kom út fyrir níu árum og mun nýja platan inni- halda lög frá síðustu níu ár- um sveit- arinnar. Platan verður þreföld og kemur út í vor. Hún mun innihalda ein 33 lög sem hafa verið misjafnlega aðgengileg síðustu árin. Þriðji disk- urinn verður mynddiskur sem inni- heldur myndbönd sveitarinnar. Þá hefur Stereolab verið að taka upp nýtt efni sem til stendur að gefa út á „nokkrum stuttplötum“ á næsta ári en til stendur að byrja á stórri plötu um svipað leyti. Laetitia Sadier, söngkona Stereolab, er þar að auki búin að klára aðra plötu sínameð hliðarsveit sinni Monade og kemur hún út í mars á næsta ári.    Ekkert virðast þeir ætla að ryðgagömlu rokkararnir í Iron Maid- en. Nú er kominn út fyrsti kafli metnaðarfullrar mynddiskaútgáfu þar sem rakin verður saga sveit- arinnar með heimildamyndum, tón- leikaupptökum og myndböndum. The History of Iron Maiden – Part 1: The Early Days er komin í búðir en nú um stundir eru nákvæmlega 25 ár síðan sveitin komst fyrst á samning hjá útgáfufyrirtæki. The Early Days inniheldur afar sjaldgæfar myndupptökur frá fyrstu árum sveitarinnar vinsælu. Rakin eru upphafsár sveitarinnar í heim- ildarmyndum, allt frá því sveitin stóð í basli við að fá að halda sína fyrstu tónleika þar til hún var farin að túra um heiminn og fylla íþróttaleikvanga – en það tók þá aðeins fimm ár að ná svo langt. Mikið er af sjaldgæfum tónleikaupptökum, þeirra merkileg- ust trúlega heimaupptaka af æfingu sveitarinnar í The Ruskin Arms- hljóðverinu, en þar til fyrir skömmu var talið að upptaka þessi væri glöt- uð. Einnig er þar að finna í heild fyrstu tónleika sveitarinnar sem teknir voru upp til útgáfu, Live at the Rainbow, en það voru einir fyrstu tónleikarnir sem gefnir voru út á VHS-sölumyndbandi, árið 1980. Erlend tónlist OutKast Stereolab Iron Maiden Undir lok áttunda áratugarins var EgillÓlafsson í einni vinsælustu hljómsveitlandsins, Spilverki þjóðanna. Hannhafði verið að fást við lagasmíðar og pælingar samhliða Spilverkinu og ákvað á end- anum að stofna hljómsveit sem leika myndi ann- ars konar tónlist, framúrstefnulegt þjóðlagaskotið rokk. 1977 hætti Egill í Spilverkinu og kallaði til liðs við sig þá Tómas Tómasson bassaleikara, Þórð Árnason gítarleikara, Ásgeir Ósk- arsson trommuleikara og Rúnar Vilbergsson fagott- leikara en síðar slóst Karl Sighvatsson hljómborðsleikari í hópinn. Hljóm- sveitina kölluðu þeir Hinn íslenska Þursaflokk og fyrstu tónleikarnir voru í febrúar 1978. Framan af lék Þursaflokkurinn aðallega þjóð- lög eða lög sem byggð voru á þjóðlögum eða þjóð- vísum, en smám saman tóku þeir að semja eigin tónlist. Fyrsta platan, Hinn íslenski Þursaflokkur, kom út 1978, en á henni var aðallega að finna ís- lensk þjóðlög spiluð eftir nefi þeirra félaga. Þursa- bit kom út 1979 og skartaði lögum Þursanna við gamlar vísur, en á tónleikaplötu sem kom út 1980 var tónlistin samin við samtímakveðskap. Síðasta Þursaplatan, Gæti eins verið, sem er kveikja þess- ara skrifa, kom svo út 1982, en þá var tónlistin, sem aðallega var eftir Egil, orðin öllu nútímalegri. Þursaflokkurinn er ein merkasta hljómsveit ís- lenskrar rokksögu en heldur fálega tekið framan af. Hljómsveitin var ekki bara dugleg við spila- mennsku og upptökur heldur kom hún einnig fram í sjónvarpi, útvarpi og leikhúsi, samdi söng- leikinn Gretti fyrir Leikfélag Reykjavíkur og gerði að auki tónlist við ballett sem sýndur var víða um lönd. Þursarnir fóru sjálfir víða, léku í Danmörku, Finnlandi, Svíþjóð og Hollandi. Eftir tónleika Þursanna í Þjóðleikhúsinu 1980, sem gefnir voru út á plötu, hætti Karl Sighvatsson í hljómsveitinni og Þórir Vilbergsson skömmu síð- ar. Þegar upptökur hófust á nýrri breiðskífu haustið 1981 voru Egill og Tómas eiginlega einir eftir í sveitinni því aðrir höfðu lítinn tíma til að vera með sökum anna. Egill var með nokkurt lagasafn að velja úr og á endanum átti hann sex lög af þeim níu sem rötuðu á plötuna, hljómsveitin er skrifuð sameiginlega fyrir tveimur lögum, öðru sem hljómaði áður í Gretti, og Ásgeir Óskarsson átti eitt lag. Gæti eins verið kom út í byrjun árs 1982 og naut talsverðar hylli þótt ekki hafi hún selst ýkja vel. Lög af plötunni voru mikið spiluð í útvarpi, sér- staklega tvö þeirra, Vill einhver elska? og Pínulít- ill karl. Þótt Gæti eins verið sé síðasta Þursaplatan hljóðrituðu þeir Egill og Tómas talsvert af tónlist haustið 1982, þá orðnir tveir eftir í Þursunum, en aldrei var lokið við þá plötu. Eitt lag úr sarpnum endaði á Tifa, tifa, sólóplötu Egils, sem kom út 1991. Eins og getið er í upphafi var Hinn íslenski Þursaflokkur einkar merkileg hljómsveit og sér- lega gaman að skoða hvernig tónlist sveitarinnar þróaðist og breyttist á þeim stutta tíma sem hún starfaði. Segja má að allar skífur Þursanna séu klassískar út af fyrir sig, en engin rís þó eins hátt og Gæti eins verið. Gæti eins verið kom fyrst út vorið 1982. Hún var endurútgefin á geisladisk 1994. Gæti eins verið klassík Poppklassík Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is Gæti eins verið „Segja má að allar skífur Þursanna séu klassískar út af fyrir sig, en engin rís þó eins hátt og Gæti eins verið.“ Í heimildarmyndinni Pönkið og Fræbbbl- arnir sem frumsýnd verður í næstu viku felst ákveðin yfirlýsing. Höfundar, þeir Þorkell Sigurður Harðarson og Örn Marinó Arnarson, leggja Fræbbblana til grundvallar þar sem þeir rekja sögu íslenska pönktímabílsins, frá 1978 til 1983. Að þeirra mati – og fleira fólks – eru Fræbbblarnir holdgervingar hins íslenska pönks, tónlistin hrá og laus við alla tilgerð, berstrípað rokk og ról unn- ið undir áhrifum pönksins og hugsjónum þess sem um þetta leyti var þegar búið að setja vestrænan dægurtónlistarheim á ann- an endann. Fræbbblarnir lögðu upp laupana árið 1983 en félagar úr sveitinni spiluðu saman eftir það í ýmsum sveitum. Fræbbblarnir kom svo saman árið 1996 til að fylgja eftir veglegri endurútgáfu á fyrstu breiðskífu sveitarinnar, Viltu nammi væna? og héldu tónleika í Rosenberg í júlí það ár. Platan innihélt nú 38 lög og var endurskírð Viltu bjór væna? en á meðal aukaefnis eru smáskífurnar False Death og Bjór. Fræbbblarnir hafa verið starfandi síðan og gáfu út plötuna Dásamleg sönnun um framhalds- líf árið 2000. Plata sú var tekin upp á tónleikum og inniheldur ný lög eftir Fræbbblana og tökulög en ekkert af þessu hafði komið út áður á plötu. Unnið var svo með efnið frekar í hljóðveri. Dót er hins vegar hrein og bein hljóðversplata, unnin í hljóðveri Thule á þessu ári. Enginn þoldi Fræbbblana Yngra áhugafólk um íslenskt pönk er með Fræbbblana á stalli. Sveitin var þó alla tíð illa þokkuð að sögn Valgarðs en hún var fyrsta ís- lenska pönksveitin sem hóf að starfa af einhverju viti. „Gagnrýnendur voru ekki hrifnir, ekki einu sinni þeir sem gáfu sig út fyrir að vera hrifnir af pönki. Þeir sem töldu sig vera pönkara voru einn- ig tortryggnir í okkar garð. Við áttum samt ágæt- is kjarna aðdáenda, sem flestir voru í yngri kant- inum. Plötusala var líka sæmileg og plöturnar mikið afritaðar, við heyrðum nokkuð mörg dæmi um bekki þar sem einn keypti plötuna og flestir hinna fengu afrit á kassettu. En það voru líka mjög margir sem þoldu okkur ekki, einkanlega jafnaldrar okkar.“ Sveitarmeðlimir skáru sig enn fremur út útlits- lega, þóttu hreinlega ekki nógu pönkaðir í útliti. Menningarsögulega séð barst pönkið seint til Íslands, mun síðar en t.d. bítlarokkið. „Já, mér fannst þetta dálítið skrítið,“ rifjar Val- garður upp. „Stranglers léku hér í apríl 1978 og allir voru gríðarlega hrifnir. Samt gerðist ekkert lengi vel. Það var ekki fyrr en upp úr 1980 sem bylgjan fór af stað en þá voru það Utangarðs- menn sem vöktu mikla athygli og mun almennari en þær sveitir sem voru fyrir og um leið vaknaði áhugi á því sem var í gangi.“ Skrif um tónlist Fræbbblanna á þessum tíma – og annarra pönksveita – virðast fjarstæðukennd í dag, þótt ekki séu nema u.þ.b. 25 ár síðan. Menn náðu einfaldlega ekki upp í nef sér yfir þessum „viðbjóði“ og einkanlega var býsnast yfir slökum hljóðfæraleik og söng, sem þótti ógnandi og minnti á „öskur úr ungum bola“ svo vitnað sé í Ingólf A. Þorkelsson, þáverandi skólameistara MK, sem upplifði fyrstu tónleika Fræbbblanna en myndskeið frá þeim er að finna í væntanlegri heimildarmynd. Valgarður segir að sveitin hafi reynt að aðstoða eftir kostum við gerð væntanlegrar heimild- armyndar, þeir gáfu nokkrar athugasemdir á lokastigi vinnslunnar og hjálpuðu til við efnis- öflun. Téðir tónleikar fóru fram í Kópavogsbíói árið 1978. Þar er Valgarður ansi pönklegur á að líta og viðhefur þá brjálsemi sem pönksveitir á sviði hafa löngum tileinkað sér. „Við höfðum verið að fylgjast með pönkinu og í upphafi vorum við að snúa dálítið út úr þessari hefðbundnu ímynd. En það stóð ekki lengi og ég var ekki hrifinn af þessum hörðu ímyndarreglum sem svo margir fylgdu. Um það snerist pönkið ekki að mínu mati. Ég fór því fljótlega að mæta í jakkafötum á svið ef því var að skipta.“ Og upp rísa iðjagrænir … Fræbbblarnir komu frá sér nokkrum plötum á fyrsta skeiði sveitarinnar. Fyrsta platan var þriggja laga sjötomma, áðurnefnd False Death, og kom hún út í mars 1980. Í desember sama ár kom út breiðskífan Viltu nammi væna?, plata sem margir telja meistaraverk sveitarinnar. Bjór kom svo út árið eftir og 1982, í maí, kom breiðskífan Poppþéttar melódíur í rokkréttu samhengi út og í desember sama ár svanasöngur þessa tímabils, fjögurra laga tólftomman Warkweld in the West. Öllum var þessum plötum tekið fálega – af gagn- rýnendum alltént. Öðru máli gegndi um gras- rótina og plata eins og Viltu nammi væna? lifði áfram og átti eftir að heilla nýjar kynslóðir pönk- þyrstra manna og kvenna. Þegar Fræbbblarnir sneru aftur voru þeir lifandi goðsagnir og fullt út úr dyrum á endurútgáfutónleikunum og var áhorfendahópurinn mikið til fólk á aldrinum 18 til 24 ára. „Á Poppþéttar melódíur … voru komin hljóm- borð og slíkt,“ segir Valgarður. „Margir voru ekki hrifnir af því. En fyrir okkur var þetta bara rök- rétt framhald og tók mið af því sem við vorum að hlusta á. Við vorum ekki að eltast við tísku- strauma eins og einhverjir héldu fram, ekki frek- ar en venjulega. Warkweld in the West seldist ekki neitt en mér finnst kántrílagið þar fínt og „Where were you“ og „Boys“ gefa ekkert eftir því besta sem við höfum gert, svona fyrir minn smekk. Djasslagið er hins vegar tóm steypa.“ Tuttugu og tveimur árum síðar er Dót komin út. Valgarður segist glaður yfir því að loksins hafi sveitin náð þeim hljómi sem hún vildi á plötu, en því var ekki að heilsa áður þar sem hún mætti oft og tíðum skilingsleysi í hljóðverunum. „Hann Aron (Þór Arnarson, upptökumaður) var snöggur að setja sig inn í þetta og aldrei hef ég heyrt betri gítara á Fræbbblaplötu en nú.“ Með útgáfu plötunnar lýkur þriggja ára ferli og framundan er slatti af tónleikum til að fylgja henni eftir. Hægt er að fylgjast með þróun mála á www.fraebbblarnir.com. „Við erum ekki að þessu bara til að vera með,“ segir Valgarður að lokum. „Platan er gerð með sama trúboðshugarfarinu og gömlu plöturnar. Þótt umhverfið sé óneitanlega miklu betra í dag, þá erum við samt að sýna hvernig á að gera þetta, og ég myndi vilja að það væru miklu fleiri hljóm- sveitir eins og við!“ Hið rokkrétta samhengi Út er komin hljóðversplatan Dót, fyrsta þeirrar tegundar sem pönksveitin Fræbbblarnir lætur frá sér síðan Warkweld in the West kom út 1982. Valgarður Guðjónsson, söngvari sveitarinnar, segir hér frá tildrögum plötunnar, heimspeki Fræbbbla og sérkennum hins íslenska pönks. Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Ljósmynd/Finnbogi Marinósson. Fræbbblarnir 2004 Stebbi, Brynja, Valli, Arnór, Helgi, Iðunn og Kristín.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.