Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						8 | Lesbók Morgunblaðsins
?
18. desember 2004
S
umarið 2002 fékk ég það einstaka
tækifæri að fylgjast með Gunnari
Marel Eggertssyni þegar hann
var að sækja langskip sitt Íslend-
ing til Bandaríkjanna. Við sigld-
um frá Long Island-sundi til
Shelburne á Nova Scotia. Svipaða leið tel ég að
Þorfinnur karlsefni hafi haldið í landkönn-
unarferð sinni fyrir 10 öldum.
Sérstaklega var það forvitnilegt að gera til-
raun með endurgerð af húsasnotrunni sem
Grænlendinga saga segir frá.
Hún var mjög verðmætur
hlutur sem Þorfinnur karls-
efni átti og hafði verið smíð-
aður úr viðarnýra (mösur) frá Vínlandi og
seldist fyrir jafnvirði svo sem tveggja milljóna
króna nú á dögum. Hún hefur þess vegna ekki
verið eitthvert húsaskraut eins og menn hafa
giskað á í orðabókum. Margt bendir til að hún
hafi fremur verið siglingatæki Þorfinns til að
mæla sólarhæð. Fyrri hluti orðsins, húsa, hef-
ur þá sennilega vísað til húsanna tólf á himni
sem kunnug eru úr stjörnuspeki og stjörnu-
fræði, en snotra er viska. Slíkt tæki þekktist
þá í Austurlöndum nær (astrolabium) og eitt
þeirra sem er gert úr málmi er sýnt á mynd
með þessari grein. Tækið á myndinni er
reyndar svo gamalt að það var smíðað 984, á
þeim árum þegar Eiríkur rauði var í fyrstu
könnunarferð sinni á Grænlandi, og sýnilega
hefur það verið gert af mikilli alúð og sér-
fræðikunnáttu. Gunnar Bjarnason húsasmíða-
meistari sem mjög hefur verið Þjóðminjasafn-
inu innan handar smíðaði húsasnotruna fyrir
mig úr eik og hafði auk astrolabíunnar til hlið-
sjónar 1000 ára eikarbút sem fannst undir
gömlu nunnuklaustri í Eystribyggð á Græn-
landi. Haldan ofan á tækinu leikur á ás svo að
vísirinn verði láréttur þegar hann stefnir á sól-
arhæðina 0. Þessi húsasnotra Gunnars er
býsna nákvæm. Það er til dæmis hægt að
reyna með mælingum á hádegi, þegar sjá má
rétta sólarhæð í almanökum til samanburðar.
Á gráðukvarða sem ég setti á rönd húsasnotr-
unnar reyndist ekki muna nema svo sem 1?5
tíunduhlutum úr gráðu á mælingu og réttri
sólarhæð, jafnvel í veltingi úti á sjó. En meira
að segja heillar gráðu skekkja veldur oft ekki
nema einnar gráðu skekkju í mælingu á stefnu
til sólar og þar með í hvaða átt skipinu var
stýrt, og hér var auðvitað engin breytileg seg-
ulskekkja eins og á venjulegum áttavitum.
Þetta er því oftast frábær áttaviti þegar til sól-
ar sést. Stundir dagsins er líka hægt að ráða af
mælingunni, sjá töflu. Ókosturinn er hins veg-
ar aðallega sá að sólin þarf að skína til þess að
mælingu sé hægt að gera, en eins og síðar
verður getið má bæta sólarleysið upp að tals-
verðu leyti, svo sem með því að fylgjast með
vindi og þó einkum undiröldu. 
Það hefur þótt virðingarverð gætni fræði-
manna að telja ólíklegt að á víkingatímum hafi
menn haft nokkur siglingatæki sem orð er á
gerandi. Hver hefur tekið þá speki eftir öðr-
um. Gagnstætt þessu sýnist það hafa sannast
betur og betur að Íslendingar sóttu sér ýmsar
mikilvægar menningarhefðir til annarra landa
á miðöldum, bókmenntastefnur frá skyldari
þjóðum en iðnvörur frá þeim sem töluðu meira
framandi tungum. Íslendingar voru til dæmis
meðal Væringja á Norðurlöndum sem þræddu
rússnesk fljót á leið sinni til Miklagarðs og ná-
lægra landa. Þaðan höfðu þeir sumir litklæði
sín og gullrekin vopn og gengu í augun á ís-
lenskum konum. Hafi þeir líka komist á snoðir
um tæki sem þar voru þá notuð til að stýra eft-
ir sól og stjörnum hefur það trúlega vakið
áhuga þeirra fremur en flest annað því að þeir
áttu stundum líf sitt undir því að komast heilir
í höfn yfir úthafið, til heimkynna sinna og heit-
kvenna. Án slíkra hjálpartækja er líka heldur
ótrúlegt að þjóðflutningar 10 eða 20 þúsund
manna frá Noregi til Íslands á landnámsöld
hefðu talist áhættunnar virði og gengið svo
hindrunarlítið sem ráða má af heimildum.
Til þess að setja mig sem best í spor Karls-
efnis ákvað ég að skilja úrið mitt eftir heima.
Lyf og vítamín leyfði ég mér að hafa til líf-
tryggingar, svona eins og í staðinn fyrir
vopnaburð Karlsefnis og til að vega á móti
þeim hálfrar aldar mun sem var á aldri okkar í
siglingunni. Ennfremur ætlaði ég að snúa
blinda blettinum í auganu að nýtískulegum
tækjum sem áhöfnin hafði til að finna stað
skipsins á hverjum tíma. Heldur skyldi það
gert með húsasnotrunni og frumstæðum mæl-
ingum á hraða skipsins.
Langskipið Íslendingur hafði verið í umsjá
vina Gunnars Marels í Westbrook við norð-
anvert Langeyjarsund (Long Island Sound).
Þangað ók ég frá flugvellinum í New York og
var tekið þar með kostum og kynjum, fékk til
dæmis ekki að borga fyrir gistingu nema með
brosi eins og húsbóndinn Vern Mettin orðaði
það. Sýnilega er Gunnar Marel vel séður
menningarsendiherra okkar hjá Bandaríkja-
mönnum. Og það var glatt sólskin þegar land-
festar voru leystar 29. júlí og haldið af stað
milli lands og eyja austur á bóginn. Nokkrir
vinir Gunnars voru um borð honum til trausts
og halds á siglingunni. Þar voru Elías V. Jens-
son og Hörður Adolfsson, þaulvanir öllum
handtökum á Vestmannaeyjaskipum. En Am-
eríkanarnir greiddu líka götuna til áfanga-
staða. Eitt sinn á leiðinni flæktist kaðall í
skrúfuna á hjálparvél Íslendings. Bandaríski
skólapilturinn Walker Potts stakk sér þá til
sunds, kafaði undir skipið, hélt niðri í sér and-
anum góða stund og greiddi flækjuna. Hjálp-
arvélin var notuð nokkuð mikið þegar byr var
ekki hagstæður. Með henni var hægara að
víkja fram hjá ýmsum hindrunum, svo sem
fjöldanum öllum af humargildrum. En það var
tígulegt og voldugt að sjá og reyna þegar segl-
ið var undið upp, þandist út og knúði okkur
áfram eftir haffletinum. Ekki var vistin hroll-
vekjandi, fremur var hitinn of mikill þegar
lagst var til svefns í þröngum kojunum. Þá var
notalegra í svefnpoka úti á þilfari. En annars
var ferðin oftast þægileg og heillandi. Og svo
var þetta góð viðbót við lífsreynsluna. 
Fyrsti spölurinn reiknaður
Hvert stefnir? Þegar skipið var að komast á
skrið var fyrsta verk mitt að finna réttar áttir
með sólhæðarmælingu. Westbrook er á
breiddargráðunni 41,2 og lengdargráðunni
72,4 vestur og húsasnotran hafði sýnt 67,6
gráða sólarhæð þegar sólin stóð hæst skömmu
fyrir brottför. Þegar lagt var úr höfn var sól-
arhæðin aftur á móti 63,4 gráður, 4,2 gráðum
lægri en á hádegi. Það samsvaraði því að
stefnan til sólar væri 218 gráður, sólin væri
sem sagt komin 38 gráður vestur fyrir há-
suður. Þetta var ekki erfitt fyrir mig að reikna,
en sæfari fyrir 1000 árum hefði orðið að hafa
sínar eigin aðferðir til að komast að sömu nið-
urstöðu. Hann hefði til dæmis getað fylgst
með því í landi áður en hann lagði á djúpið
hvað sólin færðist til vesturs frá hádegi eftir
því sem hún lækkaði á himninum á þessari
breiddargráðu (sjá töflu).
En eftir að hafa þannig áttað sig með þess-
ari sólhæðarmælingu var vandalaust að koma
auga á að skipinu var stýrt tveimur áttavitast-
rikum fyrir austan suður í upphafi ferðar. Um
það þurfti ekki að spyrja siglingafræðinginn
Arthur Kelsey eða líta á háþróuð tæki hans. Í
sólskini er húsasnotran sem sagt góður átta-
viti.
Nú voru fundnar réttar áttir við brottför.
Síðan var gerð mæling þegar sólarhæð var
58,0 gráður. Af því mátti ráða að sólaráttin
væri 232 gráður, aðeins vestan við suðvestur.
Að því athuguðu sást að skipinu mundi vera
stýrt einu striki sunnar en í austur. Sólaráttin
hafði verið að jafnaði 225 gráður, í suðvestri,
þennan fyrsta spöl, og skipinu hafði verið stýrt
að meðaltali hér um bil í suðaustur. Það var
þægileg tilfinning að vita hvert leiðin lá. 
Klukkan. Með þessari mælingu var ég búinn
að ná áttum og finna hvert skipinu var stýrt
fyrsta spölinn, finna hvert horfið var. En fleira
þurfti að komast á snoðir um: Nú þurfti að
finna út hvað skipinu hefði miðað á þessum
tíma. Til þess þurfti að vita hvað klukkan var
við upphaf og lok þessa fyrsta kafla, og enn-
fremur hver hraðinn hefði verið þennan spöl.
Lítum fyrst á hvernig mátti áætla klukkuna. 
Að meðaltali gengur sólin 15 gráður á
klukkutíma miðað við láréttan sjóndeild-
arhring, en mun hraðar um miðjan daginn.
Það er sem sagt ekki beint hlutfall milli sól-
aráttar og klukku. Hvernig gátu menn vitað
það áður en nákvæmar klukkur komust í notk-
un? Ýmislegt bendir til þess, svo sem sólskífa
sem Þórður Tómasson fann á Stóruborg, að
miðaldamenn hafi þekkt þetta sérkenni sól-
argangsins. En til þess að finna hvað klukkan
gekk eftir því sem sólin lækkaði eftir hádegið
hefði þurft sérstakar ráðstafanir sem vel má
ímynda sér að sæfarendur á þessum tíma hafi
tekið í arf frá löngu liðnum kynslóðum, til
dæmis Grikkjanum Ptolemaiosi í Alexandríu.
Til að rannsaka þetta þurfti einfaldlega að
hafa slétt borð, til dæmis tunnubotn, sem hall-
aðist eins og sólbrautin. Stíll sem stóð hornrétt
upp úr miðjum tunnubotninum stefndi þá á
pólstjörnuna, leiðarstjörnuna. Þar með var
fengið sólúr þar semskugginn af stílnum færð-
ist um 15 gráður á hverjum klukkutíma, alltaf
jafn langt. Þetta jafnaðist á við klukku svo
lengi sem sólin skein. Áður en lagt var upp
mátti þannig bera saman sólarhæð og sól-
arstefnu á klukkutíma fresti (sjá töflu). Nið-
urstaðan hjá mér varð sú að klukkan hefði ver-
ið 1308 eftir sóltíma þegar lagt var af stað, en
1350 við næstu mælingu. Þessi fyrsti áfangi
tók því 42 mínútur. En nú var eftir að finna
hraða skipsins. 
Hraðinn. Til eru frásagnir um eldgamlar að-
ferðir til að mæla hraða skips á einfaldan hátt,
og varla hefur Þorfinnur karlsefni verið eft-
irbátur minn í því efni, þrautæfður sjómað-
urinn í samanburði við reynslulausan land-
krabba. Í brjósti manns er nokkuð góður
tímamælir, hjartað, sem slær svo sem einu
sinni á sekúndu að jafnaði hjá fullorðnum karl-
mönnum eða lítið eitt hraðar. Með tilraunum
má líka finna að um það bil 10 sekúndur eða
hjartaslög líða meðan talið er með greiðum tal-
hraða upp að 20. Fyrstu dagana var ég ekki
kominn vel á lagið með að mæla siglingahrað-
ann. Ég reyndi að fylgjast með hvað bréfsnifsi
eða annar léttur hlutur var lengi að berast aft-
ur með skipinu, jafnvel froða á sjónum, en það
var ekki fyrr en rétt fyrir siglinguna frá Bost-
on að ég gat endurbætt nokkuð þessa aðferð.
Mér lærðist að binda snúru jafnlanga skipinu
við tæmda og lokaða plastflösku úr
drykkjarvörubirgðum Íslendings, festi hinn
enda bandsins við stefnið, sleppti flöskunni og
taldi þangað til stríkkaði á bandinu um leið og
það var allt runnið út. En þennan fyrsta spöl
ferðarinnar taldist mér að siglingahraðinn
hefði verið 6 hnútar (sjómílur á klukkustund)
og vegalengdin þá 4 sjómílur, en stefnan (horf-
ið) að meðaltali til suðausturs eins og áður
sagði. Þó að Karlsefni hafi ekki haft plast-
flösku frá Agli Skallagrímssyni hefur hann
áreiðanlega bjargað sér eins vel með öðrum
ráðum, til dæmis með litlum viðarbút, og getað
áætlað hvað siglingahraðinn var mikill miðað
við það sem gerðist að jafnaði, hvaða lengd-
areiningar sem hann hefur nú notað. Og svo
hafði Þorfinnur vafalaust á réttum stað tíma-
mæli sinn, hjartað sem hann hafði reyndar
gefið Guðríði Þorbjarnardóttur. En þó að
þessi aðferð gefi gagnlegar upplýsingar verð-
ur að gera sér grein fyrir því að lítil óná-
kvæmni í talningarhraðanum veldur talsverðri
skekkju í hraðamælingunni. Það tekur oft að-
eins 6?8 sekúndur eða hjartaslög að fljótandi
hlutur berist frá stefni til skuts á 23ja metra
löngu skipi eins og Íslendingi, og skekkja sem
svarar einu hjartaslagi veldur því gjarnan 10?
20% skekkju í hraðamælingunni. Þetta fékk ég
að reyna, einkum á siglingunni með strönd-
inni. Eftir á að hyggja held ég reyndar að betri
árangur hefði náðst með því að hafa bandið á
flöskunni mun lengra. Eitthvað þvílíkt gerðu
menn á seinni öldum, þegar stundaglasið hafði
verið fundið upp. Band sem á voru hnútar með
51 fets millibili (47 núgildandi feta) var fest við
trjábút sem var fleygt í sjóinn og látið renna út
meðan 28 sekúndna stundaglas tæmdist. Svo
voru hnútarnir taldir sem út runnu. Þaðan er
komið orðið hnútur sem hraðaeiningin sjómíla
(1852 metrar) á klukkustund. 
Dægursigling. Hér hefur verið talað um
hnúta (sjómílur á klukkustund) sem hraðaein-
ingu. Ekki þekki ég samt heimildir um að sú
eining hafi verið notuð fyrr en á seinni öldum.
Til að lýsa vegalengdum í úthafssiglingum Ís-
lendinga var hins vegar notuð dægursigling
sem er 12 stunda sigling með venjulegum
hraða. Það voru taldar 7 dægursiglingar
stystu leið frá Noregi til Horns við Hornafjörð
(545 sjómílur), og það sýnir að 6,5 hnútar hafa
verið taldir skikkanlegur meðalhraði og dæg-
ursiglingin um 78 sjómílur. Með því að mæla
meðalhraðann var hægt að finna vegalengdina
sem farin var frá morgni til morguns eða frá
kvöldi til kvölds, og þar með var óþarft að
fylgjast með klukkunni að öðru leyti. Hvort
sem hver spölur var dægursigling eða styttri
vegalengd var þá hægt að skeyta alla bútana
saman spöl eftir spöl og fá heildarmynd af
Sigldi Þorfinnur Karlsefni frá Long Island-
sundi til Shelburne á Nova Scotia í landkönn-
unarferð sinni fyrir tíu öldum? Hér er sagt
frá ferð sem farin var þessa leið tíu öldum
síðar á langskipinu Íslendingi með hjálp end-
urgerðar af siglingatæki Þorfinns, húsa-
snotrunni.
Eftir Pál 
Bergþórsson
pallberg@isl.is
Víkingaskipið Íslendingur Siglir framhjá frelsisstyttunni í hafnarmynni New York-borgar. 
Með húsasnotru í kjölfar 
                           
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28