Morgunblaðið - 25.01.2004, Blaðsíða 4
Þ
að áttu sér nú engir smáviðburðir stað í listalífinu um síðustu
helgi. Maður lifandi, hvað var gaman að taka þátt í því, fá að
vera þar sem ríkir og frægir eru í öllum sínum elegans.
Byrjaði á sýningu Ólafs Elíassonar í Listasafni Reykjavíkur í Hafn-
arhúsi. Gasalega langt nafn og hefði kannski verið sniðugt að kalla það
bara Erróstaði, eins og hitt Reykjavíkursafnið er kallað Kjarvalsstaðir.
Hefði verið stíll yfir því. En hvað sem því líður, þá var undirrituð vægast
sagt spennt að sjá verk þessa annálaða listamanns hver enginn annar
Sigurbjörn Einarsson og Pétur Sigurgeirsson.
Sigurlaug Margrét Jónasdóttir, Eva María Jóns-
dóttir, Sigrún Sigurðardóttir og Gígja Tryggvadóttir.
Edda Björgvinsdóttir, Róbert sonur hennar, Sólveig og
Valgerður Matthíasdóttir.
Eyjólfur Pálsson og Friðrik Weisshappel í
Listasafni Reykjavíkur.
L
jó
sm
yn
di
r:
E
gg
er
t
L
jó
sm
yn
di
r:
J
im
S
m
ar
t
Stórviðburðir í skítaveðri
FLUGAN
Svava Johansen, Viðar
Pétursson, Bolli Kristinsson
og Lovísa Árnadóttir.
HÉR OG ÞAR Um síðustu helgi
var opnuð sýning Ólafs Elías-
sonar í Listasafni Reykjavíkur
og söngleikurinn Chicago var
frumsýndur í Borgarleikhúsinu.
Herdís Anna Jónasdóttir og Þórunn Arna
Kristjánsdóttir á frumsýningu Chicago.
Ardís Ólöf
Víkingsdóttir
og Jónatan
Grétarsson.
eins er af íslensku bergi brotinn. Svei mér þá. Fannst verulega orginal að
steinflísaleggja gólf og setja spegla í loft. Þvílík list. Var hugfangin. En
það voru það ekki allir. Það voru auðvitað þarna alls konar „lyseslukk-
erer“ sem hristu haus og þóttust vita betur en listfræðingar í útlöndum,
fannst þetta ekki neitt neitt. Sögðu að stærðfræðilegu pinnaverkin á efri
hæðinni væru bara útfærsla á mekkanói eins og þeir hefðu raðað saman
í æsku. Asnar.
Það er auðvitað þekkt staðreynd að mesta listin er auðvitað sú sem
hæfileikalausustu aularnir telja sig geta skapað jafn vel og listamaðurinn
sjálfur. Ekki satt? En sem betur fer var líka þarna fólk sem hafði lesið
það sem skrifað hafði verið um listamanninn og vissi því hvers konar
heimsviðburður var þarna á ferðinni.
En það var ekki síður gaman að skoða hverjir hafa áhuga á listum á
Íslandi. Kom mér reyndar á óvart hvað leiklistargeirinn mætti vel. Hélt
að hann hefði bara áhuga á sjálfum sér. En þarna voru meðal annarra
Ingvar Sigurðsson sem er alveg dásamlegur í kvikmyndinni Kaldaljós
og kona hans Edda Arnljótsdóttir, sérlega aðlaðandi og hæfileikarík
leikkona sem því miður sést aldrei nema í litlum leiðindahlutverkum,
Baltasar Kormákur, Arnar Jónsson, Hilmar Oddsson, Friðrik Þór
Friðriksson, vinur hans, Einar Már Guðmundsson rithöfundur og
hinn frábæri útvarpsmaður Sigurður G. Tómasson, haugur af mynd-
listarmönnum, til dæmis Ásrún Kristjánsdóttir, Þórður Hall, Ingileif
Thorlacius. Og auðvitað var Íslandsmógúllinn Björgólfur Guð-
mundsson á svæðinu. Þetta var afskaplega vel lukkað allt saman þrátt
fyrir afleitt veður og að allir væru í stórhríðarúlpum og skaflaskótaui –
sem dró nú aðeins úr elegansinum. Er ekki hægt að stilla svona stórsýn-
ingum á sumrin til þess að mannskapurinn geti verið dálítið smart?
Næsti stórviðburður var svo frumsýning á Chicago á sunnudags-
kvöldið. Veðrið og færðin bauð nú upp á að gestir mættu í Land-
mannalaugadressum – en ó, auðvitað. Það er fatahengi í Borgarleikhús-
inu, þótt ekki hafi verið hugsað fyrir slíku í listasafninu sem splæst var í
þessu langa nafni. Og það verður að segjast eins og er að það gladdi mitt
litla hjarta hvað frumsýningargestir voru klæddir við hæfi. Ég veit
hvernig fólk á að mæta til fara á frumsýningu. Punktur.
Í sínu fínasta pússi voru þarna leikkonurnar Edda Björgvins og Edda
Björg Eyjólfsdóttir. Stórleikarinn Arnar Jónsson á staðnum til þess að
fagna virkilega listrænum sigri eiginkonunnar, Þórhildar Þorleifsdóttur
sem er leikstjóri Chicago. Elegant að vanda voru hjónin Svava Johansen
og Bolli í Sautján, sjónvarpsmaðurinn aðlaðandi Þórhallur Gunnars-
son, ásamt sinni konu, Brynju Nordquist. Einar Kárason rithöfundur
lét sig ekki vanta og þá ekki rithöfundurinn Þórður Hrafnsson, sem var
á staðnum ásamt sinni konu, Melkorku Teklu Ólafsdóttur leikstjóra og
leiklistarráðunauti. Forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson,
heiðraði frumsýninguna ásamt eiginkonu sinni Dorrit, og af fjölmiðla-
fólki var þó nokkuð: Sigurður G. Tómasson aftur mættur, ásamt sinni
konu, Steinunni Bergsteinsdóttur, og þarna voru Gerður Kristný rit-
stjóri Mannlífs með herra sem líklega er hennar maður (þarf að komast
að því), auk Kristjáns Þorvaldssonar ritstjóra Séð og heyrt.
Enda – hver vildi ekki vera á frumsýningu á Chicago? Ótrúlega glæsi-
leg sýning. Mikið gasalega er talenterað leikhúsfólk á Íslandi. Hefði
bara ekki trúað þessu. Bara leikarar – en geta sungið og dansað eins og
það sé ekki erfiðara en að drekka vatn. Og búningarnir...
Þeir voru alger klassi. flugan@mbl.is
Ragnhildur Hjaltadóttir og Þorgerður
Katrín Gunnarsdóttir.
Júlíana Sigurðardóttir, Ólöf Pálsdóttir og
Sólveig Pétursdóttir.
Það gladdi mitt litla hjarta hvað frumsýningargestir voru klæddir við hæfi.