Morgunblaðið - 28.08.2004, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 28.08.2004, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Á föstudaginn var Gylfi Þ. Gíslason kvaddur hinstu kveðju. Hann var einn merkilegasti stjórnmálamaður samtímans, fyrrverandi ráðherra menntamála, viðskiptamála og formaður Alþýðuflokksins, svo eitthvað sé nefnt, auk þess að vera mikilsvert tónskáld og fræði- maður. Ferill Gylfa er margbrotinn og merkilegur hvar sem borið er niður. Á löngum ferli hans sem ráðherra menntamála gekk íslenskt menntakerfi í endurnýjun lífdaga og til nútíma samfélagshátta. Háskóli Íslands tók flugið og öll skólamál okkar tóku stakkaskiptum undir stjórn þess metnaðarfulla og framsýna mennta- málaráðherra sem Gylfi var. Enda naut hann mikillar virðingar fyrir störf sín á þessum vettvangi. Gylfi lagði gríðarlega áherslu á mikilvægi menntunar og skólamála og markaði djúp spor í þeim málum á 6. og 7. áratug síðustu aldar. Afrek Gylfa á sviði menntamála er mikilvægt að rifja upp og halda til haga á þeim tíma- mótum sem fráfall þessa merkilega jafnaðarmanns og stjórnmálaleiðtoga er. Ekki síst í því ljósi að staða menntamála er fullkomlega óviðunandi nú um stundir hérlendis og þarf grettistak á borð við það sem Gylfi lyfti sjálfur á sínum tíma til að hefja skólamálin til þess vegs og þeirrar virðingar sem þau eiga skilið. Menntapólitískt hneyksli Sýnishorn af því ófremdarástandi og metnaðarleysi sem ríkir í skólamálum okkar eru þær furðulegu frá- vísanir sem hundruð ungmenna fengu í andlitið þegar þau hugðust snúa aftur til náms í framhaldsskólum eftir hlé. Eftir að hafa fallið á brott, sem kallað er. Hundruðum saman virðist þessu fólki vísað frá námi án nokkurra útskýringa og menntamálaráðherra hefur ekki með nokkru móti svarað fyrir þessa meg- instefnubreytingu á menntapólitík okkar. Hún hefur hingað til snúist um að sem allra flestir fari í framhalds- skóla og útskrifist þaðan. Því hefur það mikla brottfall sem hér er verið talið til vandamáls, enda hlutfallið mjög hátt miðað við hin Norðurlöndin. Nú er hins vegar Bleik brugðið og þeim sem hyggjast snúa til baka eftir að hafa hætt og verið um skeið á vinnumarkaði vísað frá námi. Þessi staða er algjörlega óréttlætanleg enda fordæmalaust að fólki sem aftur til náms sé gert það ókleift þrátt fyrir sk skyldu stjórnvalda um að veita þessa menntu Frávísanirnar eru menntapólitískt hneyksl eftir að svara fyrir. Ef núverandi staða er vísi framtíð sem bíður skólamála okkar undir ríki Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks er útlitið d er vægt til orða tekið því pottur er mölbrotinn víðar í menntakerfinu en í framhaldsskólunum Heimspeki, hagfræði og stjórnm Synir Gylfa hafa allir þrír haft mikil áhrif á samfélag, hver með sínum hætti. Vilmundur e á vettvangi stjórnmálanna eftir magnaðan en stuttan feril. Hann skildi eftir sig fjölda tímam hugmynda og viðhorfa til þjóðfélagsins. Á me má nefna þingmál hans um beina kosningu fr kvæmdavaldsins og að ráðherrar sitji ekki se menn, svo ekki sé minnst á áhrif hans á íslens mennsku en þau voru mikil. Þorsteinn Gylfason er að mínu mati og mar Arfleifð Gylfa Þ. og f Eftir Björgvin G. Sigurðsson Greinarhöfundur segir stjórnvöld ekki hafa Á síðasta fundi samgöngunefndar Reykjavíkur samþykktu fulltrúar R-listans nýtt leiða- kerfi strætisvagna fyrir höf- uðborgarsvæðið. Samkvæmt upphaflegum áætlunum átti að taka nýtt leiðakerfi í notkun í sumar en því verður væntanlega frestað fram á næsta ár. Fulltrúar sjálfstæðismanna sátu hjá við af- greiðslu málsins af eftirfarandi ástæðum eft- ir að hafa farið gaumgæfilega yfir tillög- urnar. Nýtt og endurskoðað leiðakerfi er í raun eðlilegt framhald á sameiningu almennings- samgangna á höfuðborgarsvæðinu en sjálf- stæðismenn áttu frumkvæði að þeirri aðgerð með tillöguflutningi árið 1999. Sameiningin hefur að ýmsu leyti heppnast vel og leitt til hagræðingar en að öðru leyti hefur borg- arfulltrúum R-listans gersamlega mistekist það yfirlýsta ætlunarverk á valdatíma sínum að efla almenningssamgöngur í Reykjavík. Á sl. tíu árum hefur þjónusta strætisvagna verið skert verulega og þéttleiki leiðakerf- isins minnkað. Fargjöld hafa hins vegar hækkað langt umfram almennt verðlag og farþegum fækkað. Síðasta tækifæri Strætó? Það liggur því í augum uppi að sveit- arfélögin á höfuðborgarsvæðinu standa nú frammi fyrir dýrmætu tækifæri til að efla al- menningssamgöngur og gera þær að „raun- hæfum valkosti“ við annan ferðamáta. Mik- ilvægt er að vel takist til enda er nýju leiðakerfi ætlað að endast áratugum saman og hafa margvísleg áhrif á uppbyggingu höf- uðborgarsvæðisins og lífsgæði íbúanna. Um- bylting leiðakerfis á 180 þúsund manna svæði er ekki áhættunnar virði nema víst sé að hún hafi ótvíræðan ávinning í för með sér fyrir íbúana. Ef það tekst ekki nú er ekki víst að það gefist annað tækifæri. Lestardraumar R-listans Athygli vekur að í tillögum að nýju leiða- kerfi, sem gilda á næstu áratugina a.m.k., er ekki vikið orði að þeim lausnum sem borg- arfulltrúar R-listans hafa helst haldið á lofti til bjargar almenningssamgöngum í Reykja- vík. Eins og kunnugt er vilja borgarfulltrúar Framsóknarflokksins hraðlestarkerfi milli Reykjavíkur og Keflavíkur, borgarfulltrúar Samfylkin anjarðarl vinstri gr vagnaker eiga það s setning þ króna og verða und heimildir þessa lest ert getið u Nýtt le strætisva frá núvera skipt upp sjö úthver Fyrir R kerfið“ á s Mun nýtt leiðakerfi efla almenningssam Eftir Kjartan Magnússon Greinarhöfundur telur að í nýju leiðakerfi Strætó bs. fel ferðavalkosti á höfuðborgarsvæðinu. Til þess þurfi þó að ’Í stað þess að skipta umkerfi í einu vetfangi mætti standa þannig að breyt- ingum að smám saman flyttist þungamiðja kerf- isins frá hinum aðþrengda Hlemmi að hinni nýju miðstöð, hvar svo sem hún yrði.‘ SKÓLABÖRN Í UMFERÐINNI Fjörutíu og fimm þúsundgrunnskólanemar byrjuðu ívikunni í skólanum eftir sumarfrí. Upphaf skóla hefur mikil áhrif á umferð, sérstaklega á höf- uðborgarsvæðinu, og víða getur myndast hálfgert umferðaröng- þveiti þegar börnum er ekið í skól- ann á sama tíma. Slíkt öngþveiti veldur ekki aðeins töfum heldur skapast einnig umferðarhætta. Til þess að draga úr henni hefur Sig- urður Helgason, verkefnisstjóri hjá Umferðarstofu, hvatt foreldra til að hætta að aka börnunum í skólann og leyfa þeim að ganga. Sigurður segir að sumir foreldrar vilji ekki leyfa börnum sínum að ganga í skólann vegna þess að umferðin sé svo mikil. Bendir hann á að þessi röksemda- færsla búi til vítahring vegna þess að umferðin sé svo mikil í kringum skólana einmitt vegna þess að börn- unum sé ekið þangað. Ef því yrði hætt myndi umferðin minnka og ör- yggið aukast. Vitaskuld er það rétt að börnum getur verið hollt að ganga í skólann og læra að átta sig sjálf á umferð- inni. Hins vegar má ekki gleyma því að þau börn, sem nú eru að hefja nám í grunnskóla, eru aðeins sex ára. Sex ára börnum er ýmislegt til lista lagt og engin ástæða til að van- meta getu þeirra. En þau eru ekki vön að vera ein í umferðinni og augnabliks einbeitingarleysi á dimmum vetrarmorgni getur haft afdrifaríkar afleiðingar. Þá getur einnig verið yfir svo miklar umferð- aræðar að fara að ekki er verjandi að senda börnin ein síns liðs. Í því sambandi mætti til dæmis nefna börn, sem þurfa að fara yfir Kárs- nesbraut í Kópavogi til að komast í Kársnesskóla. Á þeirri götu er um- ferð mjög hröð og þar að auki um- talsverðir þungaflutningar vegna Kópavogshafnar. Fjölmörg önnur slík dæmi mætti nefna í öllum sveit- arfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Fyrir nokkrum áratugum var mun meira um það, að börn gengju í skólann eða hjóluðu í skólann. Þá var umferðin mun minni og hættan því ekki jafnmikil. Í mörgum tilfellum er ugglaust fullkomlega öruggt að láta börnin ganga ein í skólann, en það á alls ekki alltaf við. Þess vegna hlýtur það að vera umhugsunarefni fyrir Umferðarstofu, hvort hægt sé að beina áskorun sem þessari til for- eldra. Viðleitnin til þess að leysa einn vanda má ekki verða til þess að búa til annan. ÚTBOÐ KERFISTETRA Nú er rætt um að skattgreið-endur greiði á milli þre- og fjórfalt meira fyrir starfrækslu Tetra-fjarskiptakerfisins en gert var ráð fyrir þegar kerfið var boðið út árið 1999. Þá varð fyrirtækið Irja, forveri Tetra Íslands, hlut- skarpast í útboði og samkvæmt samningi, sem þá var gerður, áttu skattgreiðendur að borga 36 millj- ónir króna á ári fyrir þjónustu fyr- irtækisins. Sá samningur, og þær áætlanir sem að baki honum lágu, var raunar frá upphafi mjög um- deildur. Nú fer fyrirtækið fram á að greiðslurnar hækki í rúmar 120 milljónir á ári. Engu að síður er ekki rekstrargrundvöllur fyrir Tetra Ísland nema til skamms tíma, að því er fram kemur í athug- un fjármálastjóra Slökkviliðs höf- uðborgarsvæðisins á stöðu fyrir- tækisins, sem sagt var frá hér í blaðinu í síðustu viku. Nú þegar hafa fyrirtæki í eigu almennings orðið fyrir verulegu tapi vegna Tetra Íslands; þannig hefur Landsvirkjun afskrifað 174 milljónir króna og Orkuveita Reykjavíkur 257 milljónir. Auk þess hefur hvort fyrirtæki um sig lagt 50 milljónir króna í nýtt hlutafé til þessa fyrirtækis, sem virðist jafnmislukkað og öll önnur fjarskiptastarfsemi, sem Orku- veita Reykjavíkur kemur nálægt. Ofan á þetta bætist að forsvars- menn Tetra Íslands hafa tekið skýrt fram að þeir treysti sér ekki til að innleiða nýjungar eða lag- færingar í Tetra-kerfinu næstu ár- in. Í þessu ljósi er engin furða þótt Óskar Magnússon, forstjóri Og Vodafone, leggi til að rekstur Tetra-kerfis fyrir lögreglu, slökkvilið og borgarstofnanir verði boðinn út á nýjan leik. Ef samið verður við mislukkað fyrirtæki sem gerði óraunhæfar áætlanir og fer nú fram á margfaldar gjald- skrárhækkanir er það ekki beinlín- is gott fordæmi í útboðsmálum op- inberra aðila almennt. Óskar benti á það í Viðskipta- blaði Morgunblaðsins í fyrradag að frá árinu 1999 hefði Tetra-búnaður bæði batnað og lækkað í verði. „Ég tel að nýir aðilar, hvort sem það erum við eða einhverjir aðrir, geti komið með nýrri og betri búnað sem ekki þyrfti að greiða meira fyrir en til stendur núna. Það er því ekki sjálfgefið að Tetra Ísland geti boðið lægst í þetta en ef svo er, þá er það bara af hinu góða,“ sagði Óskar í frétt blaðsins. Ef skattgreiðendur geta komizt af með minni kostnað og aukin- heldur betri búnað með því að bjóða rekstur Tetra-kerfis út upp á nýtt, virðast hníga sterk rök að því að endurskoða þá stefnu, sem tekin hefur verið í málinu og fara fremur í útboð. Auðvitað þarf að tryggja að ekki komi rof í rekstur Tetra-kerfis, þar sem slökkvilið, lögregla og fleiri stofnanir treysta á kerfið. En hér er um ákveðið grundvallarmál að ræða í útboðs- málum hins opinbera. Það á ekki að verðlauna skussana, heldur semja við þá sem líklegir eru til að standa sig.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.