Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2004 39
MINNINGAR
Látinn er Jóhannes
Ólafsson, fv. forstjóri
Dósagerðarinnar.
Kynni okkar hófust
1973 í stjórn Félags
landeigenda í Vaðnesi, en Jóhannes
var ?prímus motor? í því félagi árum
saman.
Ég átti því láni að fagna að starfa
með honum í stjórn félagsins þann
tíma er hann var formaður þess
ásamt heiðursmanninum Sigurði
Ingasyni.
Jóhannes var einn af frumbyggj-
um á bökkum Hvítár í Vaðneslandi
og veit ég að honum þótti vænt um
landið og naut þess að dvelja þar.
Á hans stjórnarárum, er frum-
kvöðla var þörf, náðust stórir áfang-
JÓHANNES INGI-
BJÖRN ÓLAFSSON 
?
Jóhannes Ingi-
björn Ólafsson
fæddist á Hellissandi
22. febrúar 1919.
Hann lést á Land-
spítalanum við
Hringbraut 11. sept-
ember síðastliðinn
og fór útför hans
fram frá Neskirkju
21. september.
ar til hagsbóta fyrir
okkur sumarbústaða-
eigendur, eins og er
rafmagn var lagt um
svæðið og hitaveita
lögð. Voru þetta hvor-
tveggja miklar fram-
kvæmdir og umdeildar
þá, en allt þetta og
margt annað leiddi Jó-
hannes til lykta á sinn
hátt í sátt við alla og
okkur, er þarna eigum
okkar annað heimili í
dag, til farsældar. Því
á þessum árum tíðkað-
ist ekki eins og er í dag
að búið væri að leggja vegi, rafmagn
og heitt og kalt vatn að lóðamörk-
um.
Ég vil með þessum fáu orðum
þakka Jóhannesi og hans ágætu eft-
irlifandi eiginkonu Ingveldi fyrir
ánægjuleg kynni og gott samstarf.
Fyrir hönd okkar er eiga sum-
arbústaði í Vaðneslandi þakka ég
Jóhannesi allan hans dugnað og alúð
er hann vann og sýndi félagi okkar.
Aðstandendum sendi ég innlegar
samúðarkveðjur 
Guðjón Oddsson.
Mig langar að minn-
ast tengdaföður míns
með nokkrum orðum.
Ég kynntist Árna
Ragnari eða Ragnari
eins og hann var kallaður heima, fyr-
ir um fimm árum þegar ég og Björn
sonur hans tókum saman.
Hann tók mér opnum örmum og
birtist mér sem góður og bjartur
maður.
Þrátt fyrir endurtekin veikindi í
lífi hans leið mér aldrei eins og hann
væri veikur heldur var hann frekar
sá sem vildi ráðleggja öðrum eins og
hinn sterki.
Ragnar var mjög félagslyndur
maður að eðlisfari. Hann mætti á all-
ar samkomur og mannamót sem
hann hafði tíma til að mæta á og
skipti þá engu máli hvernig honum
leið eða í hvaða meðferðum hann var;
Ragnar var mættur á svæðið! Mér
ÁRNI RAGNAR
ÁRNASON 
?
Árni Ragnar
Árnason alþing-
ismaður fæddist á
Ísafirði 4. ágúst
1941. Hann lést á
líknardeild Land-
spítalans í Kópavogi
16. ágúst síðastlið-
inn og var jarðsung-
inn frá Keflavíkur-
kirkju 25. ágúst.
fannst það dálítið
krúttlegt ef ég get orð-
að það svo, því ég heill-
aðist af hugrekki hans
og andlegum krafti.
Hann hafði skoðun á
öllu og vildi setja sig
inn í öll mál og var
fylginn sér.
Helstu persónuein-
kenni Ragnars voru að
mínu mati: fróðleiks-
fýsn, þrjóska, stolt, lífs-
gleði og síðast en ekki
síst hugrekki. Hann
sýndi stolt, þrjósku og
hugrekki í veikindum
sínum, áhugasemi gagnvart náung-
anum og hugrekki í starfi sínu og
leik.
Hann var fallegur maður, jafnt
innan sem utan og hafði sína köllun í
lífinu sem var pólitík. Hann hafði
gaman af að rökræða og gat þá orðið
ansi heitt í hamsi eins og sérhverjum
þeim sem hefur mikla ástríðu fyrir
málefnum.
Hann var leitandi maður og fróður
og tel ég að hann hafi leitað af áhuga
fyrir því að finna svör við sannfær-
ingu sinni. Hann leitaði með stolti og
virðingu fyrir lífinu að leiðarljósi.
Elsku Árni Ragnar, hvíl í friði.
Þín tengdadóttir 
Kristbjörg Kari Sólmundsdóttir.
Hann var lítið fyrir
lyftur, meira fyrir
stiga. Lítið fyrir bjór,
meira fyrir ?blakkara?.
Lítið fyrir grænmeti, meira fyrir
grillsteik. Og ekkert fyrir leiðindi.
Í 17 ár naut ég þess að þekkja Pét-
ur. Fyrst í gegnum vinnuna, síðan
betur þegar hann og Stebbi hófu
samstarf og vinátta myndaðist.
Óteljandi minningar spretta fram,
flestar tengdar tónlist og ferðalög-
um. Þjóðhátíð; þau Linda léku á als
oddi og brekkusöngur fékk nýja
merkingu sem Pétur deildi með okk-
ur hinum við dillandi hlátur Lindu.
Utanlandsferðir þar sem Pétur var
ávallt miðpunkturinn. Tívolí; hann
sat og passaði töskur okkar hinna á
meðan við snerumst í rússíbönum.
Honum nægði að horfa á.
Aldrei gleymist Júróvisjón-ferðin
til Rómar 1991, en þar keypti Pétur
18 grýlna jakkann og glímdi við
?innilokarann?; flug-, loft- og lyftu-
hræðslu. Við vorkenndum honum, en
hlógum, því sjálfur gerði hann stól-
pagrín að sér. Hnyttnar athuga-
semdir voru gerðar við alla keppend-
urna, auðvitað á okkar ástkæra
ylhýra og ?pétrísku? að auki, svo
enginn skildi nema við. Ferðin í Vat-
íkanið; Pétri var meinuð innganga í
Iron Maiden-bolnum og gert að fara
í skyrtu utan yfir. Þegar inn var
komið tóku við þröngir gangar og
brattir stigar, sem voru Pétri lítt að
skapi, þannig að við vorum send
áfram með upptökuvél ? hann ætlaði
að skoða þetta heima með Lindu.
Ég sé hann fyrir mér sveittan og
rjóðan á Mallorca, við í sólbaði á
meðan hann fór í búðina, hugsaði um
börnin, blandaði drykki og sá um
skemmtiatriðin. Ég var langt gengin
með eldri son minn, þrútin og þreytt
í hitanum en hann sló mér sífellt
gullhamra, vissi fátt fegurra en
blómstrandi konur. Við vinkonurnar
öfunduðum Lindu af Pétri, hann
snerist í kringum hana, því hún var
drottningin hans. Linda og börnin
voru Pétri allt.
Fyrir ári áttum við Stebbi dásam-
lega kvöldstund í Köben með Pétri
og Jonna vini hans, daginn eftir
Stones-tónleika. Það var ?hittingur?
á steikhúsi, þar sem Pétur fór mik-
inn. Við héldum að við hefðum heyrt
allar sögurnar en það var öðru nær.
Hlátur okkar ómaði um alla borg og
maturinn fór illa tugginn ofan í
maga. Skömmu síðar héldum við
hjónin partý í tilefni brúðkaupsaf-
mælis okkar og auðvitað steig Pétur
á stokk við mikinn fögnuð.
Hann var oft búinn að ræða um að
ég talaði með honum inn á mynd-
band sem hann ætlaði að gefa út,
fræðslumyndband um hlutverk
?Guðsteins? og ?Svanfríðar? fyrir þá
sem á þurftu að halda. Það bíður
betri tíma en við skemmtum okkur
allavega við tilhugsunina um það
hvernig við ætluðum að haga lestr-
inum.
Það eru forréttindi að hafa þekkt
Pétur, smitast af gleði hans, óbilandi
bjartsýni og almennum skemmtileg-
heitum. Við ótímabært fráfall hans
lofar maður sjálfum sér því að nota
tímann vel, því er á meðan er.
Elsku Linda mín. Ég bið Guð að
styrkja þig og börnin, foreldra og
fjölskylduna alla á þessum erfiðu
tímum. Minning Péturs lifir með
okkur.
Anna Björk Birgisdóttir.
Pétur Wigelund Kristjánsson var
drengur góður og hefði ég ekki fyrir
nokkra muni viljað missa af því að
PÉTUR WIGELUND
KRISTJÁNSSON
?
Pétur Wigelund
Kristjánsson,
hljómlistarmaður og
framkvæmdastjóri,
fæddist í Reykjavík
7. janúar 1952. Hann
lést á Landspítalan-
um 3. september síð-
astliðinn og var útför
hans gerð frá Graf-
arvogskirkju 16.
september.
starfa með honum í
hljómsveit. Pétur var
með eindæmum
skemmtilegur félagi og
útilokað að láta sér
leiðast í návist hans,
orðaleikirnir óborgan-
legir þar sem m.a. sval-
ir, undirvagn og and-
styggilegheit fengu
nýja og broslega merk-
ingu. Jafnframt var
Pétur ábyrgur og
atorkusamur í því sem
hann tók sér fyrir
hendur. Hljómsveitinni
Poker stýrði Pétur af
einstakri fagmennsku, sá um bókan-
ir og uppgjör, var tengiliður við fjöl-
miðla, skipulagði stífar æfingar og
átti stærstan þátt í lagavalinu. Hann
birtist á æfingum með allskyns fá-
gæt tæki og tól úr reglubundnum
ferðum sínum til London og New
York, svo bandið mætti troða upp
með sem mestum stæl. Sjálfur var
Pétur sem skapaður fyrir rokksviðið.
Í hinum mögnuðu margra grýlna
jökkum hélt hann alltaf góðri teng-
ingu við salinn og var með lagalist-
ann á hreinu. Pétur var með flotta
?erlendis? rödd sem steinlá í ákveð-
inni tegund tónlistar.
Það er höggvið óvænt og ótíma-
bært skarð í raðir okkar tónlistar-
manna og ljóst að ein af skærustu
stjörnum íslenskrar poppsögu hefur
yfirgefið jarðsviðið að þessu sinni, en
minningin lifir litrík og sterk. Við
Guðrún þökkum Pétri samfylgdina
og vottum Lindu og börnum, Krist-
jáni, Erlu og fjölskyldu, okkar
dýpstu samúð.
Jóhann Helgason.
Ég kynntist Pétri Kristjánssyni
árið 1972 þegar ég var að reyna að
átta mig á nýju og framandi sam-
félagi. Þetta var ekki fyrsta skipti
sem ég var í þeim sporum en í þá
daga var nánast sama við hvaða út-
lending maður ræddi, annaðhvort
vissu þeir ekki neitt um Ísland eða
sögðu sögur af kuldanum og myrkr-
inu sem átti að ríkja þar árið um
kring. Þetta átti ekki síst við um þá
bandarísku hermenn sem ég ræddi
við. Veðráttan gat vissulega verið
rysjótt í þá daga en þessar sögur
reyndust fjarri hinu sanna. Það sama
gilti um þá miklu hlýju og vinsemd
sem ég skynjaði hjá öllum þeim sem
ég kynntist á Íslandi en sumir höfðu
haldið hinu gagnstæða fram. Það
eina sem maður þurfti að gera var að
leita eftir slíkum kynnum.
Í þá daga var ég dagskrárstjóri út-
varpsstöðvar bandaríska hersins í
NATO-stöðinni. Ég var geysilega
áhugasamur um tónlist og ég hafði
jafnan mikinn áhuga á því að fylgjast
með því sem íslenskar hljómsveitir
voru að gera, stíl þeirra og hvernig
þær stóðu að sköpun sinni og flutn-
ingi ef svo má að orði komast. Og ég
gerði mikið af því að bera íslensku
hljómsveitirnar saman við þær sem
ég þekkti frá Bandaríkjunum. Það
sem einkum vakti athygli mína var
að þótt íslensku hljómsveitirnar
spiluðu ?amerísk lög? þá voru þær
einnig jafnan tilbúnar til að gera til-
raunir og kanna ný svið. Þetta átti
við um hljómsveitina Svanfríði og
Pétur Kristjánsson.
Pétur var aðeins tvítugur, ég var
tæplega 28 ára. Ég man að hljóm-
sveitin hans var ?öðruvísi? og eftir
mikil fundahöld leyfðu yfirmenn
mínir mér að að kynna hljómsveit
Péturs og nokkrar aðrar lítillega fyr-
ir hermönnunum sem hlustuðu á út-
varpsstöðina. Þetta gat af sér
?hljómsveitastríðið? sem varð heil-
mikið mál í bandarísku tónlistarlífi
en er lítt þekkt á Íslandi. ?Stríðið?
var á milli Svanfríðar og hljómsveit-
ar úr Keflavík sem hét Trúbrot og G.
Rúnar Júlíusson fór vitanlega fyrir.
Baráttan var hörð og mjótt á mun-
unum en Pétur fór með sigur af
hólmi og munaði tveimur atkvæðum.
Ég býst við að það hafi einkum verið
af þessum sökum sem ég varð góður
vinur margra íslenskra rokktónlist-
armanna. Oftast notuðum við skírn-
arnöfn í samskiptum okkar. Það var
auðvitað í samræmi við íslenskar
hefðir en það gerði ?útlendingnum?
lífið léttara.
Á þessum 32 árum hittumst við
Pétur oft, stundum á ?vellinum?,
stundum á kaffihúsum eða í plötu-
búðunum hans. Þá var oft glatt á
hjalla. Hvort sem var í viðtölum á
Aðalstöðinni FM 90,9 á tíunda ára-
tugnum eða í útvarpi hersins á
Keflavíkurvelli á áttunda áratugnum
var Pétur jafnan með mörg járn í
eldinum að kynna tónlist og hljóm-
sveitir. En hann virtist alltaf hafa
tíma til að spjalla jafnvel þótt fyr-
irvarinn væri stundum skammur.
Síðast hitti ég Pétur um páskana í
Perlunni þar sem hann seldi mikið
úrval hljóm- og mynddiska. Og eins
og venjulega var stutt í brosið og
hlýjuna. Spurt var hvað væri að
frétta og hvernig ég hefði það. Þegar
Pétur spurði vissi maður alltaf að
áhuginn var ósvikinn.
Það er mikið áfall að hann skuli
hafa verið hrifinn svo skyndilega frá
okkur á besta aldri. En eftir stendur
minningin um góðan vin til 32 ára og
mikinn listamann. Hans verður sárt
saknað en minning hans lifir. Megi
hann hvíla í friði. 
Bob Murray.
Kveðja frá 
Tónlistarskóla 
Stykkishólms
Það er einkennilegt,
þetta líf. Nú, á dögum
ótrúlegustu framfara í tækni og vís-
indum, stöndum við ráðþrota frammi
fyrir skapadómi ungrar konu í blóma
lífsins. Við skiljum ekki og viljum ekki
trúa, en fáum engu breytt.
Fólki er þungt um hjartaræturnar í
Stykkishólmi í dag. Við kveðjum Sig-
rúnu Jónsdóttur, sem hingað kom
fyrir átta árum ásamt manni sínum og
ungri dóttur, sem seinna átti eftir að
eignast tvö yngri systkini. Þau komu
norðan úr landi, þaðan sem gott orð-
spor fylgdi þeim. Þegar þau hjónin
hófu störf kom strax í ljós að þar voru
komnir öflugir liðsmenn í tónlistarlíf
bæjarins, Hólmgeir sem píanókenn-
ari í tónlistarskólanum og Sigrún sem
organisti og kórstjóri við kirkjuna,
stofnandi og stjórnandi barnakóra við
grunnskólann ásamt kennslu við tón-
listarskólann.
SIGRÚN 
JÓNSDÓTTIR 
?
Sigrún Jónsdótt-
ir fæddist á Ak-
ureyri 21. desember
1968. Hún lést á
Landspítalanum 5.
september síðastlið-
inn og fór útför
hennar fram frá
Stykkishólmskirkju
11. september.
Miklar vonir voru
bundnar við ráðningu
Sigrúnar Jónsdóttur í
stöðu skólastjóra við
Tónlistarskóla Stykkis-
hólms vorið 2002 og
mikið áfall þegar hún
það sumar greindist
með krabbamein. Þessi
tvö ár hafa verið ein-
kennileg blanda af von-
um og vonbrigðum í
bland við aðdáun á
bjartsýni hennar, dugn-
aði, ákveðni og trú í bar-
áttunni við veikindin.
Á stuttum ferli sem
skólastjóri komu fram hennar góðu
kostir og hæfileikar. Hún var metn-
aðarfull í verkum sínum, vann af fag-
mennsku og vandvirkni. Hún hafði
ljúfa framkomu og frá henni stafaði
lífsgleði og kátína. Hún hafði lag á að
laða það besta fram í fólki, var elskuð
og dáð bæði af nemendum og sam-
starfsfólki.
Þótt hennar hafi ekki notið lengi
sem skólastjóra við tónlistarskólann
þá náði hún að marka þar sín spor og
hennar verður minnst með söknuði,
þakklæti og virðingu.
Við vottum Hólmgeiri, börnunum,
fjölskyldu og vinum Sigrúnar okkar
innilegustu samúð. Guð blessi minn-
ingu Sigrúnar Jónsdóttur.
Kennarar Tónlistarskóla
Stykkishólms.
Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana.
Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is
(smellt á reitinn Morgunblaðið í fliparöndinni ? þá birtist valkosturinn ?Senda
inn minningar/afmæli? ásamt frekari upplýsingum).
Skilafrestur Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að berast fyr-
ir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða
þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna
skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er tak-
markað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur renn-
ur út.
Lengd Minningargreinar séu ekki lengri en 2.000 slög (stafir með bilum -
mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að
senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvadd-
ur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að
tengja viðhengi við síðuna.
Formáli Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu aðstandendur senda
inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um,
fæddist, hvar og hvenær hann lést, um foreldra hans, systkini, maka og börn
og loks hvaðan útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Ætlast er til
að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minn-
ingargreinunum.
Undirskrift Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en
ekki stuttnefni undir greinunum.
Minningargreinar

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60