Morgunblaðið - 25.09.2004, Blaðsíða 4
Gestirnir úr Fossvoginum léku áals oddi til að byrja með en
þegar Valsmenn komust yfir bjugg-
ust margir við því að
björninn væri unn-
inn. Það var öðru
nær. Í upphafi seinni
voru Valsmenn fimm
á móti þremur Víkingum en tókst
ekki að nýta sér það því Víkingar
sannarlega bitu í skjaldarrendur,
mótlætið efldi þá til dáða og liðið fór
á flug. Hver leikmaðurinn á fætur
öðrum sýndi listir sínar og Valsmenn
játuðu sig fljótlega sigraða.
„Ef mig misminnir ekki erum við
fyrsta Víkingsliðið til að vinna hér að
Hlíðarenda og höfum þar með brotið
álögin á glæsilegan hátt,“ sagði
Reynir Þór, markvörður Víkinga-
.„Við vorum undir í hálfleik og venju-
lega brotna menn við það en við
sýndum og sönnuðum að það er kom-
in sterk liðsheild í þennan hóp. Það
sem gerðist nú og hefur vantað er að
menn, sem ekki hafa tekið af skarið,
gera það nú. Það er kjarni í liðinu að
taka framförum og okkur munar um
það því þetta gengur ekki á einum
eða tveimur mönnum. Við lögðum
mikið á okkur í sumar og ætlum að
leggja enn meira á okkur til að reisa
handboltann í Víkingi við. Þrátt fyrir
sigurinn erum við með báða fætur á
jörðinni,“ sagði Reynir.
„Við biðjum áhorfendur afsökunar
því þetta var hræðilegur leikur hjá
okkur,“ sagði Óskar Bjarni Óskars-
son, þjálfari Vals, eftir leikinn. „Það
má svo sem búast við að við séum
sveiflukenndir á meðan við erum að
ná mönnum saman en þetta var allt-
of sveiflukennt. Við byrjuðum hræði-
lega og seinni hálfleikur var enn
verri. Við erum samt með gott lið og
munum ná toppi á réttum tíma.“
Allt gekk upp hjá HK-ingum
HK-ingar sýndu allar sínar bestuhliðar þegar þeir unnu góðan
sigur, 32:28, á slöku FH-liði á heima-
velli sínum í Digra-
nesi í gærkvöldi. HK
hafði yfirhöndina allt
frá upphafi leiks,
rúlluðu hreinlega yfir gestina í fyrri
hálfleik en staðan í leikhléi var 19:10.
Sá munur var of mikill fyrir FH-inga
til að brúa og þrátt fyrir að heldur
hafi dregið af heimamönnum í síðari
hálfleik náðu FH-ingar ekki að ógna
að neinu marki.
HK-liðið var mjög sterkt í leikn-
um, vörnin þétt og markvarslan góð.
Í fyrri hálfleik skoraði Elías Már
Halldórsson 8 mörk fyrir liðið og átti
stóran þátt í sigrinum. „Ég er mjög
sáttur við leik liðsins við byrjum
mótið mjög vel og liðið lofar góðu,“
sagði Elías eftir leikinn.“
„FH-ingar komu mér á óvart, þeir
voru miklu þyngri og stirðari en ég
bjóst við. Við bjuggumst við þeim
dýrvitlausum eftir slæmt tap í síð-
asta leik en við þurftum ekki einu
sinni að spila taktíkina sem við lögð-
um upp með. Það gekk allt upp og
hvergi var veikan blett að finna,“
bætti Elías Már við að lokum.
Sóknarleikur FH var afskaplega
dapur í leiknum, lítið skipulag, mikið
um mistök – einfaldlega ringulreið.
Ágætis flug komst á Brynjar Geirs-
son í síðari hálfleik – skoraði þá 10
mörk – þá bar hann sína menn á bak-
inu og bjargaði því sem bjargast gat.
Guðmundur Pedersen, fyrirliði
FH, var ómyrkur í máli eftir leikinn.
„Við töpuðum mjög sannfærandi.
Mættum með hálfum huga til leiks
og náðum ekki að gera neitt, hvorki í
sókn né vörn – og gerðum þeim þetta
auðvelt. Þetta er annar leikurinn í
röð þar sem við erum afgreiddir
strax í fyrri hálfleik. Það er mikið
óöryggi og menn eru ekki með sjálfs-
traustið í lagi, við vinnum ekki á
meðan ástandið er svona,“ sagði
Guðmundur.
Auðvelt hjá ÍBV
ÍBV sigraði Stjörnuna nokkuðsannfærandi í Eyjum, 30:18. Það
var aðeins fyrsta stundarfjórðung-
inn sem gestirnir
veittu heimamönn-
um einhverja mót-
spyrnu. Segja má að
brottrekstur Kára
Kristjánssonar, leikmanns ÍBV, um
miðjan fyrri hálfleik hafi verið vendi-
punkturinn í leiknum. Þá neyddust
Eyjamenn til þess að breyta úr 6-0
vörn sinni í 5-1 og komust Garðbæ-
ingar lítið áleiðis gegn henni. Auk
þess var Roland Eradze í miklu stuði
milli stanganna og varði á köflum allt
það sem á markið kom.
ÍR í basli með Selfoss
ÍR-ingar lentu í nokkuð óvæntu
basli með Selfyssinga í Austurbergi
en sigruðu að lokum, 29:24. Staðan í
háfleik var 14:12, ÍR-ingum í hag, og
spennan hélt þar til skammt var til
leiksloka. Ingimundur Ingimundar-
son skoraði 7 mörk fyrir ÍR og Ram-
unas Mikalonis var langatkvæða-
mestur Selfyssinga, skoraði 11
mörk.
Morgunblaðið/Kristinn
Benedikt Jónsson fagnar einu marka Víkings að Hlíðarenda í gærkvöld ásamt félaga sínum. Reynir Þór Reynisson, markvörður Vík-
inga, kvaðst viss um að þetta væri fyrsti sigurleikur Víkinga á heimavelli Vals en lokatölur urðu 31:23.
VALSMENN vissu varla hvaðan á þá stóð veðrið í gærkvöldi þegar
Víkingar mættu í heimsókn að Hlíðarenda á Íslandsmóti karla í
handknattleik. Frekar jafnt var fram eftir leik en þegar Reynir Þór
Reynisson, markvörður Víkinga, komst í ham fylgdi allt liðið eftir
gegn ráðþrota heimamönnum sem urðu að sætta sig við 31:23 tap,
það fyrsta í vetur.
Stefán
Stefánsson
skrifar
Víkingar tóku
Val í bakaríið
Andri Karl
skrifar
Júlíus G.
Ingason
skrifar
FÓLK
STEFAN Kretzschmar tryggði
Magdeburg sigur á Wallau-Massen-
heim, 27:26, í þýsku 1. deildinni í
handknattleik í gærkvöld. Hann
skoraði sigurmarkið á síðustu sek-
úndu leiksins. Arnór Atlason skor-
aði eitt mark fyrir Magdeburg en
Sigfús Sigurðsson var ekki með
vegna meiðsla. Einar Örn Jónsson
skoraði 3 mörk fyrir Wallau.
RÓBERT Sighvatsson skoraði 4
mörk fyrir Wetzlar sem vann auð-
veldan sigur á nýliðum N-Lübbecke,
29:24. Staðan í hálfleik var 18:8,
Wetzlar í hag..
MARKÚS Máni Michaelsson, fyrr-
um leikmaður Vals, leikur í kvöld
sinn fyrsta leik með Düsseldorf í
þýsku 1. deildinni þegar liðið sækir
Grosswallstadt heim. Markús Máni
var meiddur í öxl þegar tímabilið
hófst og síðan fingurbrotnaði hann í
umferðaróhappi. Hann mun spila
með sérútbúna spelku í kvöld.
MARKÚS mætir fyrrum félaga
sínum úr Val, Snorra Steini Guð-
jónssyni, í kvöld en Einar Hólm-
geirsson, fyrrum ÍR-ingur, er einnig
í liði Grosswallstadt. Fjórði Íslend-
ingurinn á vellinum verður Alexand-
er Petersson í liði Düsseldorf.
NJARÐVÍKINGAR sigruðu
danska liðið Åbyhöj, 103:98, í fyrsta
leiknum á alþjóðlegu körfuknatt-
leiksmóti í Danmörku í gærkvöld..
Troy Wiley skoraði 29 stig fyrir
Njarðvíkinga og Brenton Birming-
ham 16. Njarðvík mætir í dag
danska liðinu Horsens, sem lagði
þýska liðið Bremerhaven að velli.
ÍR-INGAR léku gegn dönsku
meisturunum Bakken Bears í sama
móti og biðu lægri hlut, 104:71. Mót-
ið fer fram í Árósum. Í fyrrakvöld
vann ÍR danska liðið Holbæk, 63:60, í
æfingaleik í Hróarskeldu.
HELENA Ólafsdóttir, landsliðs-
þjálfari kvenna í knattspyrnu, til-
kynnti í gærkvöld byrjunarlið sitt
fyrir leikinn gegn Bandaríkjunum
sem fram fer í Rochester í kvöld.
ÞÓRA Björg Helgadóttir er í
markinu, Íris Andrésdóttir, Erla
Hendriksdóttir, Ásta Árnadóttir og
Málfríður Erna Sigurðardóttir leika
í vörninni, Margrét Lára Viðars-
dóttir, Dóra Stefánsdóttir, Laufey
Ólafsdóttir, Edda Garðarsdóttir og
Hólmfríður Magnúsdóttir eru á
miðjunni og fremst er Olga Færseth.
ÁSTA Árnadóttir fær eldskírn í
kvöld en hún leikur sinn fyrsta A-
landsleik og er í byrjunarliði gegn
Ólympíumeisturunum.
NARFI úr Hrísey sendir lið á
Íslandsmótið í íshokkí sem
hefst í kvöld. Þar með fjölgar
liðunum úr þremur í fjögur.
Narfi leikur við Björninn í
kvöld klukkan 19 á heimavelli
Bjarnarins í Egilshöllinni í
Reykjavík.
Narfi leikur heimaleiki sína
í Skautahöllinni á Akureyri
og liðið er skipað mörgum
reyndum leikmönnum sem
flestir eiga rætur sínar í
Skautafélagi Akureyrar, en
einnig í Skautafélagi Reykja-
víkur. Þar á meðal eru Sig-
urður Sigurðsson úr SA, sem
hefur unnið alla Íslandsmeist-
aratitla frá 1991 með SA og
SR, og þeir Elvar Jón-
steinsson og Jónas Stefánsson
úr SR og Héðinn Björnsson úr
SA, sem allir hafa leikið með
landsliði Íslands.
Narfi úr
Hrísey með
íshokkílið