Morgunblaðið - 06.10.2004, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.10.2004, Blaðsíða 2
ÍÞRÓTTIR 2 B MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ BERTI Vogts, landsliðsþjálfari Skota, er ekki efstur á vinsældalist- anum í Noregi þessa dagana eftir að Þjóðverjinn valdi ekki framherj- ann Robbie Winters í landsliðshóp Skota gegn Norðmönnum. Winters leikur með Brann í Noregi og er einn fárra framherja Skota sem skora að staðaldri í deildarleikjum en Vogts segir við skoska fjölmiðla að Winters komi ekki til greina í liðið þar sem hann leiki gegn áhugamönnum í norsku deildinni. „Ég trúi því varla að hann hafi sagt þetta, segir Winters við Bergens Tidende. „Hann veit greinilega ekkert um norsku deildina, sem er atvinnumannadeild. Þetta eru ótrú- leg vinnubrögð,“ sagði Winters. Mons Ivar Mjelde, þjálfari Brann, telur að Vogts hafi skotið langt yfir markið að þessu sinni. „Það eru aðeins tvö lið sem láta eitthvað að sér kveða í skosku úr- valsdeildinni, Rangers og Celtic. Öll önnur lið í úrvalsdeildinni þar í landi myndu eiga í vandræðum með að koma sér í toppbaráttuna í norsku deildinni. Vogts ber greini- lega enga virðingu fyrir því starfi sem unnið er hér í Noregi og ég á bágt með að skilja hvað hann er að meina,“ segir Mjelde við BT. Arch- ie Gemmill, aðstoðarmaður Vogts, sá Winters leika með Brann á dög- unum gegn Lyn þar sem Brann vann 5:1 og skoraði skoski leik- maðurinn eitt marka liðsins. Norð- menn sækja Skota heim á laugar- dag. Norðmenn ekki sáttir við Berti Vogts KEPPNI í 1. deild kvenna í körfu- knattleik hefst í kvöld með tveimur leikjum. Keflavík hefur titilvörn sína á útivelli gegn grannaliðinu úr Njarðvík. Silfurlið síðasta tímabils, KR, leikur á útivelli gegn Grinda- vík. Fyrstu umferð lýkur á fimmtu- daginn er nýliðar Hauka leika gegn ÍS. Allir leikirnir hefjast kl. 19:15. Keflavík hafði mikla yfirburði á síðasta ári í deildinni og í úrslita- keppninni en liðið vann ÍS í úrslit- um. Keflavík hefur misst tvo leik- menn til Grindavíkur, Erlu Þor- steinsdóttur og nöfnu hennar Reyn- isdóttur en fengið bandaríska leikmanninn Reshea Bristol í stað- inn. Njarðvík mætir til leiks með bandaríska leikmanninn Jamie Woudstra og er hún systir Brandon Woudstra sem lék með karlaliðinu í fyrra. KR-liðið er nokkuð mikið breytt enda fimm leikmenn farnir frá lið- inu en fimm aðrir eru byrjaðir aft- ur. Katie Wolfe er mætt á ný í her- búðir KR frá Bandaríkjunum en Hildur Sigurðardóttir, besti leik- maður Íslandsmótsins undanfarin tvö ár, er atvinnumaður í Svíþjóð. Grindavík er með fimm nýja leik- menn en tveir eru farnir frá liðinu. Enginn bandarískur leikmaður verður með liðinu. Helena Sverrisdóttir verður allt í öllu hjá liði Hauka sem eru nýliðar í deildinni en ÍS hefur misst þrjá leikmenn en fengið fjóra í staðinn. Kvennalið Keflavíkur er til alls líklegt í vetur ÞRÍR nýir dómarar verða við störf í úrvalsdeild karla í vetur en þeir eru Gísli Páll Pálsson, Halldór Geir Jens- son og Lárus Ingi Magnússon. Mikil umræða hefur verið í haust um vöntun á dómurum og mikið álag á þeim, það var því ljóst að dómara- nefndar beið að gera heilmiklar breyt- ingar á hópunum. Kristinn Óskarsson, formaður körfuknattleiksdómarafélags Íslands, sagði í samtali við Morgunblaðið að fjöldi dómarar væri ekki nægjanlegur til þess að anna eftirspurn. Hópurinn er þannig skipaður á kom- andi keppnistímabili: Aðalsteinn Hjartarson (ófélagsbund- inn), 54 leikir í úrvalsdeild frá árinu 1994 auk fjölmargra leikja í Sviss og á vegum FIBA. Björgvin Rúnarsson (Stjarnan), 201 leikir í úrvalsdeild frá árinu 1993. Eggert Þór Aðalsteinsson (KFÍ), 147 leikir í úrvalsdeild frá árinu 1994. Einar Þór Skarphéðinsson (Skalla- grímur), 212 leikir í úrvalsdeild frá árinu 1988. Þrír nýir d NJARÐVÍKINGUM er spáð sigri úrvalsdeildinni karla í körfuknatt- leik, Intersportdeildinni, af for- ráðamönnum, þjálfurum og fyrir- liðum liðanna 12 sem eru í deild- inni. Að venju eru liðin frá Suður- nesjum í efstu sætunum en deildar- meistaraliði Snæfells er spáð fjórða sæti. KFÍ frá Ísafirði og Tindastól frá Sauðárkróki er spáð falli en nýliðar Fjölnis og Skallagríms ættu að lifa af veturinn ef spáin gengur eftir. Reyndar er mjótt á mununum hvað fallið varðar og aðeins eitt stig skil- ur liðin að í 10. og 11. sæti. Spáin hjá körlunum lítur þannig út: 1. Njarðvík 414 stig 2. Keflavík 376 stig 3. Grindavík 347 stig 4. Snæfell 345 stig 5. KR 288 stig 6. Haukar 228 stig 7. ÍR 192 stig 8. Skallagrímur 175 stig 9. Fjölnir 166 stig 10. Hamar/Selfoss 111 stig 11. Tindastóll 110 stig 12. KFÍ 60 stig Njarðvíkingum spáð sigri ÍSLANDSMEISTARALIÐI Kefla- víkur í 1. deild kvenna er spáð sigri í deildinni af forráðamönnum og fyrirliðum. Keflavík fékk 98 stig af 108 mögulegum, en grannaliðið úr Njarðvík fékk aðeins 24 stig og er spáð falli í 2. deild. Nýliðarnir úr Hafnarfirði verða í fjórða sæti gangi spáin eftir en hún er þessi: 1. Keflavík 98 stig 2. ÍS 88 stig 3. Grindavík 78 stig 4. Haukar 50 stig 5. KR 47 stig 6. Njarðvík 24 stig Keflavík spáð sigri NÝLIÐAR úrvalsdeildarinnar í körfuknattleik – Fjölnir úr Grafar- vogi í Reykjavík og Skallagrímur úr Borgarnesi leika fyrstu leiki sína í deildinni á heimavelli annað kvöld – en þá fara fyrstu fimm leikir deild- arinnar fram:  Skallagrímur – ÍR.  Fjölnir – Haukar.  Hamar/Selfoss – KR.  Njarðvík – KFÍ.  Tindastóll – Keflavík. Á föstudag leika:  Grindavík: Grindavík – Snæfell. Nýliðarnir byrja heima HANDKNATTLEIKUR Bikarkeppni HSÍ, SS-bikarinn, 16 liða úrslit kvenna: Fram – KA/Þór......................................30:23 FH – Haukar .........................................30:34 Víkingur 2 – Víkingur ...........................14:48 KÖRFUKNATTLEIKUR 1. deild karla: Ármann/Þróttur - Breiðablik ...............61:85 ÚRSLIT HANDKNATTLEIKUR Íslandsmót karla, norðurdeild: Ásvellir: Haukar – Fram ...........................20 KÖRFUKNATTLEIKUR 1. deild kvenna: Grindavík: UMFG – KR .......................19.15 Njarðvík: UMFN – Keflavík................19.15 Í KVÖLD Keppnisfyrirkomulag deildarinn-ar er með sama sniði og undan- farin ár þar sem átta efstu liðin að loknum 22 leikjum í deildarkeppninni leika í átta liða úr- slitakeppni með út- sláttarfyrirkomulagi. Tvö neðstu liðin falla í 1. deild. Engin höft eru á fjölda erlendra leikmanna hjá hverju liði en þó eru sett takmörk á hve miklu fé liðin hafa úr að moða í hverjum mánuði fyrir sig og er miðað við að útgjöld félag- anna fari ekki yfir 500.000 kr. á mán- uði. Fjölnir Nýliðar í úrvalsdeild en liðið vann 1. deildina síðastliðið vor. Benedikt Guðmundsson, þjálfari liðsins, hefur valið þann kostinn að byggja liðið upp á leikmönnum sem hafa farið í gegnum yngri flokka félagsins. Að- eins tveir leikmenn hafa leikið í úr- valsdeild, Bandaríkjamennirnir Flake og Ivey, en aðrir leikmenn eru nýliðar. Komnir: Darrell Flake frá KR, Jeb Ivey frá KFÍ, Nemanja Sovic frá Belgíu. Farnir: Jason Harden í Drang. Bogi Hauksson hættur, Halldór G. Jónsson hættur, Sverrir K. Karlsson hættur, Tryggvi Pálsson til Banda- ríkjanna. Þjálfari: Benedikt Guðmundsson. Aðstoðarmaður: Páll Briem. Grindavík Kristinn Friðriksson er nýr þjálf- ari liðsins en hann tók við af Friðriki Inga Rúnarssyni. Alls eru 9 leikmenn farnir, en 5 komnir í staðinn. Darrel Lewis er enn og aftur mættur í slaginn, þriðja árið í röð. Liðið tapaði í undanúrslitum í fyrra fyrir Keflavík. Guðmundur Bragason er hættur en liðið varð Íslandsmeist- ari árið 1996 og er það eini Íslands- meistaratitill félagsins. Komnir: Guðlaugur Eyjólfsson frá ÍS, Justin Mark Miller frá Bandar., Morten Szmiderowics frá Bandar., Ágúst H. Dearborn frá Árm./Þr., Björn Steinar Brynleifsson frá ÍG. Farnir: Guðmundur Bragason hættur, Örvar Kristjánsson í Ljónin, Steinar Arason, Nökkvi Jónsson hættur, Dan Trammel í Tindastól, Jacky Rogers, Anthony Jones, Dag- ur Þórisson í ÍA. Þjálfari: Kristinn Friðriksson. Hamar/Selfoss Liðið mun leika heimaleiki sína til skiptis í Hveragerði og á Selfossi. Pétur Ingvarsson er þjálfari liðsins en hann hefur stýrt liðinu frá árinu 1998 en félagið hefur verið í úrvals- deild frá árinu 1999. Leikstjórnand- inn Lárus Jónsson er farinn í KR en hann hefur verið einn sterkasti leik- maður liðsins undanfarin ár. Liðið hefur komist í úrslitakeppnina und- anfarin fimm keppnistímabil. Komnir: Friðrik Hreinsson frá Tindastól, Kristinn Runólfsson frá Breiðabl., Chris Woods frá KR, Damon Bailey frá Bandar. Farnir: Hallgrímur Brynjólfsson í Þór Þ., Lárus Jónsson í KR, Bragi Bjarnason í Hött, Lavell Owens, Chris Dade og Faheem Nelson allir til liða í Bandaríkjunum. Þjálfari: Pétur Ingvarsson. Haukar Haukar féllu úr leik í úrslitakeppn- inni í fyrra gegn Njarðvík en Reynir Kristjánsson er þjálfari liðsins. Fé- lagið hefur verið samfellt í úrvals- deild frá árinu 1983 en liðið varð Ís- landsmeistari árið 1988 en það er eini Íslandsmeistaratitill félagsins. Haukar fengu íslenska miðherjann Mirko Virijevic til liðs við sig í sumar en hann hefur látið mikið að sér kveða með Breiðabliki. Komnir: John Wallace frá Bandar., Mirko Virijevic frá Breiða- blik., Ásgeir Ásgeirsson frá Árm./Þr. Farnir: Þórður Gunnþórsson til Frakklands, Mike Manciel til Bandar., Teitur Árnason hættur, Whitney Robinson til Bandar. Þjálfari: Reynir Kristjánsson. Aðstoðarmaður: Predrag Bojovic. ÍR Eggert Maríuson, þjálfari ÍR, mátti sjá á eftir átta leikmönnum í sumar en fær aðeins þrjá leikmenn í staðinn. Liðið er að mestu skipað ungum leikmönnum og er hinn þrí- tugi Eiríkur Önundarson, elsti leik- maður liðsins. ÍR endaði í 9. sæti deildarinnar sl. vor og komst ekki í úrslitakeppnina. Komnir: Gunnlaugur Erlendsson frá Þór Þ., Grant Davis og Danny McCall frá Bandaríkjunum. Farnir: Kevin Grandberg til Danm., Ryan Leier til Stjörnunnar, Ólafur Guðmundsson hættur, Bene- dikt Pálsson hættur, Jón Orri Krist- jánsson í Þór Ak., Geir Þorvaldsson, Maurice Ingram, Eugiene Christop- her til Hattar. Þjálfari: Eggert Maríuson. Aðstoðarþjálfarar: Kristján Sveinlaugsson og Markús Þorgeirs- son. Keflavík Sigurður Ingimundarson er á ný þjálfari Keflvíkinga en liðið vann alla titla sem í boði voru á síðustu leiktíð undir stjórn Fals Harðarsonar og Guðjóns Skúlasonar. Liðið hefur misst þrjá lykilleikmenn frá síðustu leiktíð en fengið þrjá aðra til liðsins. Keflvíkingar verða með í bikar- keppni Evrópu líkt og á síðustu leik- tíð en liðið fagnaði á dögunum Norð- urlandsmeistaratitli félagsliða á móti sem fram fór í Osló í Noregi. Komnir: Anthony Glover frá Bandar., Elentínus Margeirsson. Farnir: Jimmy Miggins, Nick Bradford til Englands, Derrick Allen til Þýskalands, Fannar Ólafsson til Grikklands. Þjálfari: Sigurður Ingimundarson. KFÍ Heimamaðurinn Baldur Ingi Jón- asson verður þjálfari KFÍ í vetur en hann stýrði liðinu í 1. deild veturinn Titilvörn Keflvíkinga í körfuknattleik hefst á Króknum Miklar breyt- ingar á liðunum Á FIMMTUDAGINN verður blásið til leiks í úrvalsdeild karla, Inter- sportdeild, en að venju eru Suðurnesjaliðin þrjú líklegust til afreka á leiktíðinni auk þess sem deildarmeistaralið Snæfells hefur bætt við sig mannskap frá síðustu leiktíð. Keflvíkingar lönduðu öllum titlum sem voru í boði á síðustu leiktíð, Íslands- og bikarmeistarar. Liðið vann fyrirtækjabikarkeppnina, Reykjanesmótið auk þess sem liðið stóð í ströngu í bikarkeppni Evrópu þar sem leikið var gegn lið- um frá Portúgal og Frakklandi. Sverrir Sverrisson, leikmaður Ísland maðurinn Darre Sigurður Elvar Þórólfsson tók saman

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.