Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Sunnudagsblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Sunnudagsblašiš

						LAGUR
TÓMAS AF
ANTARA
I SEX AR dvaldist Tómas Becket
í útlegð í Frakklandi. Tilraunir
voru gerðar til að miðla málum
milli hans og Hinriks konungs, en
þ.ær báru lengi vel engan árangur.
Tómas neitaði að slaka til hið
minnsta; hann neitaði að viður-
kenna, að konungur hefði neitt vald
yfir kirkjunnar mönnum og hann
neitaði að viðúrkenna annan dóm-
ara yfir sér en páfa. Páfa var
reyndar umhugað um að miðla
málum; honum var það kappsmál
að halda góðu samkomulagi við
Hinrik Englandskonung, en á
hinn bóginn gat hann ekki emb-
ættis sins vegna mælt á móti þeim
skoðunum og kenningum, sem
höfðu hrundið Tómasi í útlegðina.
Árangurinn varð því að eftirmað-
ur PétUrs postula tvísteig í málinu.
Hann leyfði Tómasi að koma fram
.öðru hverju og bannfæra þá bisk-
upa enska, sem höfðu gengið í lið
með kpnungi, en hann bannaði
honum harðlega að láta konung-
inn sjálfan hljóta sömu örlög.
í upphafi var Hinrik konungur
engu sáttfúsari en erkibiskupinn.
En þegar til lengdar lét, varð
berara að hann gat ekki stýrt land
inu í andstöðu við kirkjuna og
æðsta mann herniar í Englandi,
erkibiskupinn í Kantaraborg. Og
það var honum líka um mp?n a5
slíta ensku kirkjuttá fir téngsltim
yið hina almennu kaþólsku kirkju
og páfastóUnn. Hann átti því ekki
annars úrkosta en ganga tll sátta,
þótt honum væri það þvert tim
geð.              , .
Hinrik konungur hafði komizt
til valda upp úr borgarastyrjöld
og upplausn í landinu. Honum var
kappsmál að koma í veg fyrir, að
slíkt endurtæki sig, og því vildi
hann tryggja, að ríkið gengi í arf
'til elzta sonar hans. Svo að sú tii-
högun yrði síður véfengd, taldi
hann nauðsynlegt að krýna ríkis-
arfann, meðan hann sjálfur væri
enn á lífi. Slikt hafði verið al-
gengt i Frakklandi, en ekki gerzt
í Englandi áður. En nu vildi svo m,
að enginn preláti gat samkvæmt
fornri hefð krýnt og smurt kon-
ung Englands annar en erkibiskup
af Kantaraborg. Krýningin var ein
faldlega ekki talin lögleg, ef ann-
'ar framkvaemdi hana. Hinrik sótti
'hvað eftir annað um leyfi til páfa
til að fá undanþágu frá þessu
ákvæði, en fékk jafnan synjun.
Loks eftir fimm ára stapp um þetta
efni tók Hinrik sjálfur lögin í sín-
ar hendur. í júnímánuði 1170 lét
hann erkibiskupinn af Jórvík
'krýna ríkisarfann, og viðstaddir
voru lielztu fjandmenn Tómasar í
ensku kirkjunni, biskuparnir af
Lundúnum, Durham, Roehester og
Salisbury.
Þetta. var djarflega teflt h.iá kon
úngi. Honum hlaut að hafa verið
ljóst, að páfinn gat ekki þagað
yfir þéssu broti á lögum kirkjunn-
ar og fornhelgri hefð. Og með
þessu yar kirkjunni lagt vopn upp
í hepdurnar, sem í ljós kom inn-
án tíðár. að hún var reiðubúin til
að nota. Úr þessu gat hann átt
von, á bannfæringu. ef honum
t.æ.kist ekki að semja frið við erki-
biskupinri. útlæga. Auk þess var
ófriðar Von frá Frökkum, og inn-
án Janiis yar farin að magnast
öláa og óánægja með stjórh hans,
sem margir kölluðu harðstjóm.
Þétta allt gerði, að Hinrik skaut
því að fúUtrúum páfa og franska
konungsiris, að nú væri hann fús
til að komast að samkomulagi við
Tómas, Þeir páfi og Frakkakon-
u'ngur höfðu árum saman árang-
T'rs'anst revnt a.ð miðla málum,
^n að þessu sinni bauðst Hinrik
til að skila aftur eignum erkibisk-
upsstólsins og Tómasar sjálfs og
leyfa hörium að hverfa aftur til
t Englands. . Á. greinarnar sextán,
sem . höfðu komið deUunum af
stað, var ekki minnzt, en það skoð
aði kirkjan sem þegjandi sam-
þykki konungs að gera ekkert til
að hrinda þeim í framkvæmd. —
Páfi taldi það vel þess virði, að
sáttum yrði náð upp á þessi býti,
og í viðurvist Frakkakonungs hitt
BSEfflBIBffl
ust bei.r svo um síðir fjandmenn-
í7»ni»'  TTtrtí'Ur no T'Atdoc  T^-P+i,, h«»nn
f"n.d. voru. beir sáttir að kalla.
Hinrik skHaði. erkibiskuni aftur
eigum stólsins og tók aftur sakar-
giftir sfnar gegn honum, en hins
vegar tóku glöggir menn eftir því,
að Tómas fór ekki fram á friðar-
kossinn. sem hann áður hafði tal-
ið ófrávíkianlegt skilyrði til sátta,
enda bauð konungur ekki, að þeir
mmntnst til að innsielq sát.tar-
giijrðina. Þeim var líka báðum
ljóst. að ekki var um neinar raun-
verulegar sáttir að ræða, heldur
samkQmulag um vopnahlé, sámn-
ingur um að leggja deilumálin til
hliðar að sinnl.
230 SUNNTJDAGSBLAÐ ~ ALÞÝÐUBLAÖIÖ
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 225
Blašsķša 225
Blašsķša 226
Blašsķša 226
Blašsķša 227
Blašsķša 227
Blašsķša 228
Blašsķša 228
Blašsķša 229
Blašsķša 229
Blašsķša 230
Blašsķša 230
Blašsķša 231
Blašsķša 231
Blašsķša 232
Blašsķša 232
Blašsķša 233
Blašsķša 233
Blašsķša 234
Blašsķša 234
Blašsķša 235
Blašsķša 235
Blašsķša 236
Blašsķša 236
Blašsķša 237
Blašsķša 237
Blašsķša 238
Blašsķša 238
Blašsķša 239
Blašsķša 239
Blašsķša 240
Blašsķša 240
Blašsķša 241
Blašsķša 241
Blašsķša 242
Blašsķša 242
Blašsķša 243
Blašsķša 243
Blašsķša 244
Blašsķša 244
Blašsķša 245
Blašsķša 245
Blašsķša 246
Blašsķša 246
Blašsķša 247
Blašsķša 247
Blašsķša 248
Blašsķša 248