Sunnudagsblaðið - 21.03.1965, Blaðsíða 9

Sunnudagsblaðið - 21.03.1965, Blaðsíða 9
 ****** tekinn af lífi á hverri stundu. Síð ustu dagana hafði réyndar stöðugt verið að koma betur og betur í ljós að hann óttaðist ekki dauða sinn, sóttist jafnvel eftir honum. í jólamessu sinni hafði hann sagt í predikun, að Kantaraborg ætti einn píslarvott fyrir, heilagan Al- fegus, sem norrænir víkingar höfðu barið til bana, en vera mætti, að annar bættist við innan tíðar. Og sama daginn og fjór- menningarnir komu, hafði hann sent tvo presta áleiðis til páfa og kvatt þá þannig, að bersýnilegt var, að hann gerði ekki ráð fyrir að hitta þá aftur hérna megin graf ar. Og yfir hádegisverðinum þenn- an sama dag, sagði hann, að sá, er ætti að missa mikið blóð, yrði að drékka mikið vín. Um kvöldið var farið að búa kirkjuna undir aftansöng. Þá sneru fjórmenningarnir aftur til erkibiskupssetursins. Þeir komu að læstum dyrum, en tóku óðara að reyna að brjóta þær upp. Fylgd- armenn Tómasar hvöttu hann ákaft til að leita skjóls í kirkjunni, og hann fór þangað með þeim hólf nauðugur. En þegar þeir ætluðu að læsa kirkjudyrunum eftir hon- um, bannaði hann það. „Það sæm- ir ekki að bænahúsi sé breytt i vígi“, sagði hann og gekk síðan innar í kirkjuna. í sömu mund heyrðist mikill skarkali, og fjór- menningarnir ruddust inn um hlið ardyr gráir fyrir járnum. Fitz- Urse fór fyrir þeim og hafði dreg- ið. sverð sitt úr slíðrum. „Hvar er Tómas Becket, svikari við konung og ríkið!" hrópaði hann. Prestamir höfðu flúið inn í hlið- arálmurnar og niður í kjallara kirkjunnar; aðeins þrír menn urðu eftir ásamt Tómasi. Þeir voru ■William Fitz Stephen, sem siðar ritaði sögu Tómasar. Robert af Merton, skriftafaðir erkibiskups- ins og enskur munkur að nafni Grim; hann bar róðukross fyrir sér. Allt í einu gekk Tómas úr kórnum á móti þeim og kallaði skýrri röddu: „Hér er ég; prestur, en ekki svikari við konung. Hvers leitið þér til mín? Ég er þess reiðubúinn að þjást í nafni hans, !>em frelsaði mig með blöði sinu’*. lanrásarmenmrnir ruddust þá ina eftir kirkjunni að honum, þar sem hann stóð upp við súlu. Um leið og þeir réðust að honum til að leggja hendur á hann, skipuðu þeir honum að leysa biskupana bannfærðu úr banni. Hann rétti þá úr sér og sagði: „Engin frið- þæging hefur enn verið gerð, og ég leysi þá ekki úr banninu!" „Þá munt þú deyja á þessari stundu!“ hrópaði einn komumanna á móti, „og hljóta makleg málagjöld!" — „Ég er þess reiðubúinn að deyja fyrir Drottin minn. Megi kirkjan öðlast frið og frelsi fyrir blóð mitt!“ svaraði Tómas. Komumenn ætluðu þá að draga hann með sér ut, en hann streítt- ist á móti. Þeir óttuðust, að liðs- auki kynni að berast og hófu óðar að höggva til hans með sverðun- um. Hann fékk sverðshögg i höf- uðið og féll fljótlega á kné, og fjórða högglð var banahögg. Þá flýttu morðingjarnir sér á braut til að komast undan, áður en borg- arhúar hefðu fregnað ódæðið. Þegar morðingjarnir voru á bak og burt, skriðu munkarnir aftur fram úr fylgsnum sínum og tóku að huga að yfirmanni sinum, sem lá í blóði sínu á kirkjugólfinu! — Þegai’ þeir drógu af honum munka Frh. á bls. 240. ALPtiÐVBLAS’lB - SUNNUDAGSBLAÐ 2S3 Heilagur Tómas Iagður til hiuztu livíldar. frá 13. öld. Mynd úr handriti

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.