Sunnudagsblaðið - 21.03.1965, Blaðsíða 12

Sunnudagsblaðið - 21.03.1965, Blaðsíða 12
I I MIKLIR rauðir klettar voru um- hverfis þorpið, í þúsund feta hæð, fimm mílna veg frá hafinu þang- að sem stígurinn hlykkjaðist .nið- ur hæðadrögin. Enginn í þorpinu hafði komizt lengra en þangað, en einu sinni í fiskiróðri hitti faðir Péturs menn úr öðru þorpi handan við höfð- ann sem skagaði fram í hafið tuttugu milur til austurs. Stund- um íylgdust börnin með feðrum sínum niður í naustavíkina þar sem bátarnir voru; önnur skipti klifr- uðu þau upp hliðina að leika sér í Gamla-Nó og Skýjaleiknum undir klettunum sem gnæfðu yfir þorpið. Fyrsta spölinn óx lágvaxinn kjarr- gróður, síðan tók við skógur; trén righéldu sér í hrjóstrin eins og klettamenn í sjálfheldu; og inn á milli þeirra óx bláberjalyng, þar sem stærstu berin döfnuðu í skjóli, bragðmikill ábætir á daglegan fisk inn á berjatímanum. Lífið var fá- tæklegt og frumstætt, en, allt á litið, var það þó hamingjusamt líf. Móðir Péturs var næstum fimm íet á hæð. Hún var tileyg og rösul í spori; en jafnvel þegar hún var sem óstyrkust fannst Pétri fas hennar ímynd alls mannlegs þokka og þegar hún sagði honum sögu fimmta daginn í vikunni orkaði stamið á hann með sömu töfrum sem tónlist. Það var einkum eitt orð sem heillaði hann: „t-t-t-tré”. „Hvað er það7“ spurði hann, og hún reyndi að útskýra það fyrir honum. „Meinarðu eik?“ spurði hann þá. „T-tré er ekki eik. En eikin er t-tré og b-birkið líka“. „En birki er allt öðruvísi en eik. Allir sjá að þau eru ekki eins; ekkert frekar en hundar og kettir". „Hundar og k-kettir eru bæði d-dýr“. Einhvers staðar aftan úr ættum hafði henni erfzt þessi al- hæfingargáfa sem bæði hann og faðir hans voru gersneyddir. Ekki svo að skilja að hann væri heimskingi sem ekkert lærði af reynslunni. Hann gat jafnvel, ef hann reyndi, rifjað upp eina fjóra liðna vetur; en það lengsta sem hann mundi var líkast sjávarþoku þar sem rifar í klett eða trjálund unz vindur slær þokunni fyrir aftur. Móðir hans sagði að hann væri sjö ára gamall, en faðir hans fullyrti að hann væri níu og að vetri liðnum yrði hann nógu stálp- aður til að fara að róa á bátnum sem hann átti með frænda sínum einum. (Allir i þorpinu voru ein- bvern veginn- skyldir hver öðrum). Kannski hafði móðir hans logið til um aldur hans til að draga þetta á langinn. Það var ekki bara hættan, þó einhverjir færust hvern einasta vetur svo að þorp- ið stækkaði ekki meira en maura- bú; það var líka það að hann var einbirni. (Tvennar fjölskyldur í þorpinu áttu fleira en eitt barn, Skaðarnir og Refirnir, og Skað- arnir ævinlega þríbura). Þegar kæmi að Pétri að slást í för með föður sinum yrði móðir hans upp á annarra manna börn komin með bláber að haustinu, eða hún yrði að vera án þeirra; en ekkert þótti henni betra en bláber með dropa af geitamjólk. Þetta yrði síðasta haustið hans á landi, hélt hann; og hann lét sig það litlu varða. Kannski faðir hans vissi með vissu hve gamall hann væri. Hann skynjaði, að for- usta hans í eigin hóp var orðin of afdráttarlaus; hann fann hann þurfti að reyna kraftana við and- stæðing, sem væri meiri fyrir sér en hann sjálfur. Þennan haust- mánuð voru fjögur börn í hópn- um með honum, og þrjú þeirra hafði hann tölusett: með því móti fengu skipanir hans ákveðnari hljóm og aginn varð þeim mun auðveldari. Sú fjórða var Lísa, sjö ára gömul stúlka sem var höfð með af illri nauðsyn. Þau liittust í rústunum utan við þorpið. Rústirnar höfðu ævinlega verið þarna; og á kvöldin trúðu börnin þvi, og gott ef ekki full- orðnir líka, að risar gengju þar aftur. Móðir Péturs sem vissi miklu meira en hinar konurnar í þorpinu, þó enginn skildi hvers vegna, sagði að amma sín hefði sagt sér af manni sem hét Nó og lenti fyrir þúsund árum í miklum óförum, — kannski sló . eldingu af himni, eða risavaxin flóðbylgja (meir en þúsund feta há til að ná þessu þorpi), eða kannski var það pest, sögðu sum- ar sögur, gekk af fólkinu dauðu og lét rústirnar eftir veðri og FYRRI HLUTI SMASOGU 236 sunnodagsbla* - alþ'ýöctblabið

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.