Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Sunnudagsblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Sunnudagsblašiš

						vindum. • En börnín víssh aldrel
með vissu < hvort risarnir voru
afturgöngur vegendanna eða
hinna vegnu.
Berjatíminn var næstum liðinn
þetta haustið. í öllu f alli var lyng-
ið uppurið míluveg umhverfis
þorpið; það var kallað í Botni,
kannski vegna þess hvernig það lá
í skjóli klettanna. Þegar hópurinn
kom saman stakk Pétur upp á
tiltæki sem jaðraði við byltingu:
þau skyldu Ieita sér að berjamó
á nýjum slóðum.
„Það höfum við aldrei gert áð-
ur", sagði Fyrsti álasandi. Hann
var íhaldssamt barn, með lítil
augu djúpt inni í höfðinu, eins og
dropi hefði holað stein; vita-hár-
laust höfuð hans minnti á skorp-
inn öldung.
„Við lendum í klandri ef við
gerum það," sagði Lísa.
„Enginn þarf að vita af því",
sagði Pétur; „ekki ef við sverjum".
Þorpið taldi sér af grónum
vana eignarhald á landinu í
þriggja mílna hálfhring frá innsta
húsinu reiknað, ¦— þó svo þetta
innsta hús væri ekki nema rúsíir
og grunnurinn einn eftir. Þeir
töldu sig líka eiga sjóinn, stærra
svæði og ógreinilegar afmarkað,
einar tólf mrlur frá landi. Daginn
sem þeir rákust á bátana handan
um höfðann lá við þetta leiddi
til illinda. Það var faðir Péturs
sem stillti til friðar. Hann benti
þeim á skýin sém hröhnuðust upp
við sjóndeildarhring, eitt þeirra
svart og furðu illúðlegt, svo allir
sneru aftur til sama lands; fiski-
menhirnir úr þorpinu hándan við
höfðann reru aldrei síðan jafn-
langt (Það var ævinlega róið í
dumbungi eða heiðskíru veðri,
jafnvel á nóttunni þegar ekki var
tunglskin n'é' sást til stjarna; að-
eins þegar hægt var að greina
raunverulega lögun skýjanna féllu
róðrar niður).
„En ef við hittum einhvern?"
spurði Annar.
„Eihs og hvéi-n?" sagöi Pétur.
„Einhvers vegna er okkurbann
að að fara," sagði Lísa.
,,-Það eru bara lög".
„Ise  lög",  sagði  Þríðji  og
sparkaðí í steinvölu til að sýna
hvers hann Virti lögin.
' '„En hver a landið?" spurði Lísa.
„Enginn", sagði Pétur. „Það er
alls enginn þar",
„Samt hefur enginn rétt til
þess", sagði Fy.rsti uppfræðandi,
inneygur og voteygur.
,,Það var rétt", sagði Pétur.
„Enginn hefur það".
„Ég átti ekki við það sem þú
heldur", anzaði Fyrsti.
„Held.urðu. það séu ber þarna
uppfrá?' spurði Annar. Hann var
skyns.amur píltur og vildi sann-
færast um að áhættan svaraði
kostnaði.
,,Það er Iyng upp um allan
skóg", sagði Pétur.
„Hvernig veiztu?"
„Það hlýtur að vera".
Honum fannst það skrýtið
hversu treg þau voru til að hlíta
ráðum hans. Hvers vegna skyldi
berjalyngið hverfa á landamerkj-
unum? Ekki voru berin gerð
handaþeim einum. „Langar ykk-
ur ekki að tína ber einu sinni enn
áður t;n vetrar?" spurði Pétur;
þau drúptu höfðu eins og þau leit-
uðu sér að svari í rauðri mold-
inni þar sem maurar ruddu sér
braut stein frá steini. „Enginn
hefur komið þar áður", sagði
Fyrsti loksins eins og það væri
hið versta sem hann gæti sagt.
„Því betri eru berin". sagði
Pétur.
Annar hugsaði sig um. „Skóg-
urinn er hærri uppfrá, og berin
vaxa bezt í skjóli". sagði hann.
Þriðji geispaði. „Eins og sé
ekki sama um bláber. Þetta er
nýtt land, það er hægt að gera
fleira en tína ber. Komum og sjá
til. Hver veit___"
„Hver veit", endurtók Lisa
skelfingarlega; hún leit fyrst á
Pétur og svo Þriðja eins og þeir
vissu það kannski.
„Þeir sem eru með rétti upp
hönd", sagði Pétur. Hann lyfti
hendinni skipandi og Þriðji var
ekki nema augnabliki seinni til.
Annar fylgdi þeim hikandi eftir;
og þegar Lísa sá hvað meirihlut-
inn vildi, rétti hún líka upp hönd-
ina, leit.þó útundan sér á Fyrsta.
„Ætlar þú þá heim?" spurði Pétur
fyrirlitlega.
„Hann verður samt að sverja',
sagði Þriðji, „annars___"
,Ég þarf ekki að sverja, ef ég
fer heim".
„Auðvitað verðurðu að sverja, —
annars segirðu til okkar".
„Eins og mér sé ekki sama um
þennan bjánalega eið. Hann hefur
ekkert að segja. Ég get vel sagt
til ykkar þó ég sverji".
Það varð steinþögn: hin börnin
þrjú Iitu til Péturs. Þetta hafði
aldi-ei gerzt fyrr: gagnkvæmum
trúnaði þeirra stefnt í voða. „ViS
berjum hann", sagði Þriðji.
„Nei', sagði Pétur; hann vissi
að barsmíðar bættu ekki úr skák.
Fyrsti mundi samt hlaupa heim
og segja upp alla sögu. Og vitund-
in um refsinguna sem biði þeh-ra
mundi spilla berjamónum fyrir
þeim hinum.
„Svei því", sagði Annar. Hugs-
um ekki um berin; við getum Ieik-
18 Gamla-Nó".
Lísa fór að hrína eins og hver
önnur stelpa. „Mig langar að tína
ber".
En nú hafði Pétur komizt að
niðurstöðu. „Hann á að. sverja",
sagði hann, „og hann á líka að
tína ber. Bindið á honum hend-
urnar".
Fyrsti reyndi að forða sér, en
Annar brá fyrir hann fæti. Lísa
vatt hárborðanum sínum um úln-
liði hans, hnýtti harðan hnút sem
hún kunni ein; það var þvílík
sérkunnátta sem kom henni með
í hópinn. Fyrsti settist niður á
múrbrot og gretti sig framan í
þau. „Hvernig á ég að tína ber
með bundnar hendur?"
„Þú varst svo gráðugur að þú
EFT1R GRAHAM GREENE
ALÞÝBUBLAÖIÐ - SUNNUDAGSBLAS 237
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 225
Blašsķša 225
Blašsķša 226
Blašsķša 226
Blašsķša 227
Blašsķša 227
Blašsķša 228
Blašsķša 228
Blašsķša 229
Blašsķša 229
Blašsķša 230
Blašsķša 230
Blašsķša 231
Blašsķša 231
Blašsķša 232
Blašsķša 232
Blašsķša 233
Blašsķša 233
Blašsķša 234
Blašsķša 234
Blašsķša 235
Blašsķša 235
Blašsķša 236
Blašsķša 236
Blašsķša 237
Blašsķša 237
Blašsķša 238
Blašsķša 238
Blašsķša 239
Blašsķša 239
Blašsķša 240
Blašsķša 240
Blašsķša 241
Blašsķša 241
Blašsķša 242
Blašsķša 242
Blašsķša 243
Blašsķša 243
Blašsķša 244
Blašsķša 244
Blašsķša 245
Blašsķša 245
Blašsķša 246
Blašsķša 246
Blašsķša 247
Blašsķša 247
Blašsķša 248
Blašsķša 248