Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Sunnudagsblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Sunnudagsblašiš

						ázt þau 611. Þú komst með engin
heim.' En það verða berjablettir
um þig allan".
„Og hann verður flengdur",
sagði Lísa hrífin. „Hann verður
bara kaghýddur".
„Fjórir móti einum!"
„Nú skaltu sverja", sagði Pétur.
Hann braut út tvo kvisti og hélt
þeim  svo  þeir  mynduðu  kross.
Hin börnin þrjú í hópnum söfn-
uðu hráka uppi í sér og smurðu á
aim.a krossins;  svo þrýsti Pétur
klístruðum viðnum milli varanna
á Fyrsta.  Það þurfti engin orð:
þeim  kom  öllum  ósjálfrátt  hið
sama i hug: „Detti ég dauður nið-
ur ef ég segi frá!" Síðan gekk
krossinn milli þeirra hinna. (Eng-
inn þeirra vissi hvernig eiðurinn
var tilkominn; hann hafði gengið
með krökkum kynslóð eftir kyn-
slóð. Sjálfsagt höfðu þau hin, eins
og Pétur, einhvern tíma gruflað
yfir ejðnum í rúmi sínu í myrkr-
inu; kannski deildu þau hráka eins
og þau deildu lífi sínu, eins og
blandað væri blóði; og þetta var
staðfest á krossi því af einhverri
ástæðu  stóð  krossinn  ævinlega
fyrir skammarlegan dauðdaga).
„Hvar er snæri?" spurði Pétur.
Þau hnýttu snærið við hárborða
Lísu og kipptu Fyrsta á fætur.
Annar togaði í spottann og Þríðji
ýtti á eftir. Pétur fór fyrir, upp
hlíðina og inn í skóginn, en Lísa
rak lestina ein síns liðs; hún var
sein í svifum því að hún var svo
hjólbeinótt. Fyrsti hafði sig ekki
mikið  í  frammi,  úr  því  svona
var   komið;   hann   lét   sér
nægja að gretta sig og gerði sig
tregan  í taumi  svo stríkkaði  á
snærinu. Því miðaði þeim seint,
og næstum tveir tímar liðu áður
en þau komu að landamerkjunum
þar sem skóginum sleppti á gil-
barmi.  Handan  við  gilið risu
klettarnir að nýju, alveg eins og
fyrr,  með  birkiskóg  í  hverri
smugu allt upp  að  sjóndeildar-
hring þangað sem enginn úr þorp-
inu  í  Botni hafði nokkru sinni
komið;  inn  á  milli trjánna og
klettanna var svörðurinn alvaxinn
bláber.ialyngi. Þar sem þau stóðu
fannst þeim leggja bláan eim, eins
og haustmistur, af stórum  ljúf-
fengum berjutn í skjólinu.
II
SAMT sem áður stöldruðu þau
við áður en þau héldu áleiðis.
Það var eins og Fyrsti héldi ein-
hverju skuggalegu áhrifavaldi yf-
ir þeim, eins og þau væru sjálf
bundin honum með snærinu. Hann
kúrði á hækjum sínum og ygldi
sig við þeim. „Þarna sjáið þið(
þið þorið ekki. . . .
„Þorum ekki hvað?" spurði
Pétur; efinn mátti ekki ná yfir-
höndinni yfir Öðrum eða Þriðja
eða Lísu og grafa undan hans
eigin litla valdi á þeim.
„Við eigum ekki þessi ber",
sagði Fyrsti.
„Hver á þau þá?" spurði Pétur;
hann sá að Annar leit vongóður á
Fyrsta eins og hann byggist við
svari.
Þriðji sparkaði steini niður í
gilið. Hann ságði fyrirlitlega: „Sá
á fund sem finnur".
„Næsta þorp á þau. Þú veizt það
eins vel og ég".
„Og hvar er næsta þorp?"
spurði Pétur.
„Einhvers staðar".
„Þú veizt ekki hvort það er
neinstaðar".
„Það hlýtur að vera. Það er
augljóst mál. Við getum ekki
verið þeir einu, — við og þeir á
Læk". (Það var þorpið handan
við höfðann).      !
„En hvernig veiztu það?" spurði
Pétur. ímyndun hans fékk byr
undir vængi. „Kannski við séum
einir. Kanhski gætum við klifrað
þarna upp og haldið svo áfram
endalaust. Kannski heimurinn sé
tómur". Hann fann að Annar og
Lísa fylgdu honum eftir hálfs
hugar; Þriðji, hann var alveg von-
laus. Þriðji kærði sig kollóttan; en
ef hann ætti að velja sér eftir-
mann mundi hann taka kæruleysi
hans fram yfir siðalærdóm Fyrsta
eða ímyndunarsnauðan áreiðanleik
Annars.
„Þú ert bara ruglaður", sagði
Fyrsti og hrækti ofan í gilið. „Við
getum ekki verið þeir einu sem
eru til. Það er augljóst mál."
„Hvers vegna ekki?" spurði
Pétur. „Hver veit?"
„Kannski  berin  séu  eitruB",
sagði Lísa. „Kannskí fáum viS
kveisu. Kanriski eru villimenri
þarna. Kannski risar".
„Ég skal trúa á risa þegar ég
sé þá sjálfur", sagði Pétur. Hann
vissi hve ótti henriar stóð grunnt;
hún vildi bara að einhver teldi í
hana kjark.
„Þú talar og talar", sagði
Fyrsti, „en þú kannt ekki að skipu-
leggja. Hvers vegna léztu okkur
ekki koma með körfur úr því við
eigum að tína eitthvað?"
,.Við þurfum ekki körfur. Við
höfum pilsið hennar Lísu".
„Og svo verður Lísa flengd þeg-
ar pilsið er allt útatað".
„Ekki ef það er fullt af bláberj-
um. Hnýttu upp um þig pilsið,
Lísa".
Lísa tók upp um sig pilsið, lag-
aði það til eins og körfu, með
hnút aftur á baki yfir litlum bústn
um þjóhnöppunum. Drengirnir
fylgdust af áhuga með því hvernig
hún færi að. „Þú rhissir allt hlð-
ur", sagði Fyrsti, „þú hefðir átt
að fara úr því og hafa það fyrír
poka".
„Hvernig ætti ég að klifra með
poka? Þú kannt ekkert, Fyrsti
Þetta er enginn vandi". Hún sat
á hækjum sínum, svo strípaður
rassinn nam við hælana, og bjástr-
aði við hnútinn þar til henni
fannst karfan orðin fullgóð.
„Og nú förum við", sagði Þriðji.
„Ekki fyrr en ég segi til. Fyrsti,
ég skal leysa þig ef þú lofar að
láta ekki illa".
,.Ég læt eins illa og ég bara
get".
Annar og Þriðii. þið passið
Fvrsta. Þið eruð bakverðir. Ef við
þurfum að hörfa í flýti, þá skiljið
þið fangann eftir. Við Lísa förum
á undan að kanna landið".
„Hvers vegna Lísa?" spurði
Þriðji. „Hvaða gagn er að stelpu?"
„Ef við skyldum þurfa njósn-
ara. Stelpur eru alltaf beztu njósn-
ararnir. Og svo berja þeir ekki á
stelpu".
, „Það gerir pabbi", sagði Lísa
og kipraði rassinn.
„En ég vil vera framvörður".
sagði Þriðji.
„Við vitum ekki ennþá hvað er
framsveitin. Það getur verið þeir
hafi gætur á okkur núna. Þeir
238 SUNNUDAGSBLAÐ - ALÞÝÐUBLAÐIÐ
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 225
Blašsķša 225
Blašsķša 226
Blašsķša 226
Blašsķša 227
Blašsķša 227
Blašsķša 228
Blašsķša 228
Blašsķša 229
Blašsķša 229
Blašsķša 230
Blašsķša 230
Blašsķša 231
Blašsķša 231
Blašsķša 232
Blašsķša 232
Blašsķša 233
Blašsķša 233
Blašsķša 234
Blašsķša 234
Blašsķša 235
Blašsķša 235
Blašsķša 236
Blašsķša 236
Blašsķša 237
Blašsķša 237
Blašsķša 238
Blašsķša 238
Blašsķša 239
Blašsķša 239
Blašsķša 240
Blašsķša 240
Blašsķša 241
Blašsķša 241
Blašsķša 242
Blašsķša 242
Blašsķša 243
Blašsķša 243
Blašsķša 244
Blašsķša 244
Blašsķša 245
Blašsķša 245
Blašsķša 246
Blašsķša 246
Blašsķša 247
Blašsķša 247
Blašsķša 248
Blašsķša 248