Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Sunnudagsblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Sunnudagsblašiš

						Wggia kannski í leyni og ráðast
svo aftan að okkur".
„Þú ert hræddur", sagSi Fyrsti.
..Hugleysingi! Hugileysingi!"
„Ég er ekki hræddur, en það er
ég sem er foringinn. Ég ber
ábyrgð á hópnum. Hlustið nú öll.
Ef hætta er á ferðum þá blístrum
við eitt stutt blístur. Þið stað-
næmizt þar sem þið eruð. Hreyfið
Vkkur ekki. Andið ekki. Tvö stutt
hlístur merkir: sleppið fanganum
og forðið ykkur. Eitt langt blístur
nierkir að íjársjóðurinn„sé fund-
inn og allt í lagi: komið eins fl.iótt
og þið getið. Er það klárt?"
„Jamm", sagði Annar. „En ef
við villumst?"
„Þá stanzið þið og bíðið þangað
til þið heyrið blístur".
,>En ef  hann blístrar —til að
rugla  okkur?"  spurði Annar og
Potaði tánni í Fyrsta.
.  „Þá  keflið  þið  hann.  Keflið
hann fast svo hann geti ekki tíst".
Pétur fór fram á gilbrúnina og
skyggndist niður til að velja sér
leið gegnum kjarrið í hliðinni;
gilið var um það bil þrjátíu feta
djúpt. Lísa stóð fast fyrir aftan
hann og hélt sér í skyrtuna hans.
„Hverjir eru Þeir?" hvíslaði hún.
„Ókunnugir menn".
„Þú trúir ekki á risa?"
„Nei."
„Þegar ég hugsa um risana fer
hrollur um mig — hérna." Hún
^agði höndina á ofurlitinn ávalan
kviðinn neðan við pilskörfuna.
Pétur sagði: „Við förum niður
þarna hjá þyrnikjarrinu. Varaðu
Pig. Grjótið er laust fyrir en við
^egum engan hávaða gera". Hann
sneri sér að hinum sem horfðu á
hann með aðdáun, öfund og hatri.
<Það var Fyrsti): „Þið bíðið þang-
að til þið sjáið okkur hinumegin
í gilinu og komið þá á eftir". Hann
leit til himins. „Innrásin hófst á
hádegi", sagði hann, nákvæmur
eins og sagnfræðingur sem gerir
grein fyrir viðburði sem raskaði
rás heimsins.           »
III
i,NÚ værí óhætt að blístra", sagði
Lísa. Þau voru komin hálfa leið
upp hlíðina handan við gilið og
bæði orðin lafmóð. Hún stakk upp
í sig beri og sagði: „Þau eru sæt.
Sætari en okkar ber. Á ég að fara
að tína?" Leggir hennar og læri
voru hrufluð af þyrnum og með
blóðslettum eins og berjasafa.
„Ég hef séð meir en þetta
heima hjá okkur", sagði Pétur.
,,Sérðu ekki, Lísa, að hér hefur
ekkert verið tínt. Enginn hefur
komið hér. Þetta er ekkert móti
því sem við finnum seinna. Berin
hafa vaxið hér ár eftir ár —
kannski finnum við heilan berja-
skóg, með berjum á stærð við
epli. Við skiljum þessar títlur eft
ir handa hinum ef þeir kæra sig
um. þau. Þú og ég, við klifrum
hærra upp, þangað sem við finn
um virkilegan fjársjóð". Hann
heyrði fótatak hinna á eftir þeim
og skrjáfa í grjóti, en ekkert sást
gegnum kjarrið. „Komdu nú. Ef
við finnum fjársjóðinn fyrst þá
eigum við hann".
„Ég vildi það væri virkilegur
fjársjóður, ekki bara bláber".
„Það gæti verið. Það hefur eng-
inn komið hér á undan okkur".
„Risar?" spurði Lísa og það fór
hrollur um hana.
„Það hafa aldrei verið til nein
ir risar. Það eru bara sögur handa
krökkunum. Eins og Gamli-Nó og
skipið hans".
„Ekki heldur Gamli-Nó?"
„Hvað þú ert mikill krakki!"
Þau klifruðu hærra og hærra
gegnum birkiskóginn og kjarrið;
nú heyrðist ekki lengur til hinna
að baki þeirra. Hér uppi var allt
annað andrúmslóft, heitt og rákt
AUÞÝÐUBLAÐHð  »  SUNNUDAGSBLiUÍ 239
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 225
Blašsķša 225
Blašsķša 226
Blašsķša 226
Blašsķša 227
Blašsķša 227
Blašsķša 228
Blašsķša 228
Blašsķša 229
Blašsķša 229
Blašsķša 230
Blašsķša 230
Blašsķša 231
Blašsķša 231
Blašsķša 232
Blašsķša 232
Blašsķša 233
Blašsķša 233
Blašsķša 234
Blašsķša 234
Blašsķša 235
Blašsķša 235
Blašsķša 236
Blašsķša 236
Blašsķša 237
Blašsķša 237
Blašsķša 238
Blašsķša 238
Blašsķša 239
Blašsķša 239
Blašsķša 240
Blašsķša 240
Blašsķša 241
Blašsķša 241
Blašsķša 242
Blašsķša 242
Blašsķša 243
Blašsķša 243
Blašsķša 244
Blašsķša 244
Blašsķša 245
Blašsķša 245
Blašsķša 246
Blašsķša 246
Blašsķša 247
Blašsķša 247
Blašsķša 248
Blašsķša 248