Sunnudagsblaðið - 04.04.1965, Blaðsíða 6

Sunnudagsblaðið - 04.04.1965, Blaðsíða 6
\ í ÁR cru hundrað ár síðan borg- arastyrjöldinni í Bandaríkjunum lauk. Sá ófriður hefur oft verið nefndur þrælastríðið, af því að meginágreiningsefnið, sem barizt var um, var, hvort leyfa skyldi þrælahald í landinu eða ekki. Úr slit ófriðarins urðu, eins og allir vita, þau, að þrælahald var af- numið um öll Bandaríkin, en enn þann dag í dag skortir þar mikið á, að blökkumenn njóti fuils jafn- réttis við iivíta menn alls staðar í landinu. Kynþáttamálin eru eitt- hvert örðugasta vandamál í Banda ríkjunum núna, og við heyrum oft skýrt frá því í fréttum, að komið hafi til átaka, þegar blökkumenn hafi gengizt fyrir fjöldafundum eða kröfugöngum til styrktar mál- stað sínum. Þegar hermenn Norðurríkjanna héldu til bardaga við Suðurrikja- menn á sínum tíma, sungu þeir gjarnan söng, sem þá var nýlegur, og sá söngur er sunginn enn þann dag í dag á mótmælafundum blökkumanna og í kröfugöngum þeirra fyrir fullu jafnrétti. Það er söngurinn um John Brown, — söngurinn um manninn, sem barð- ist göfugri baráttu fyrir réttlátu máli og varð að gjalda fyrir með lífi sínu, — „en andi hans lifir æ,” eins og þýða mætti þær frægu ljóðlínur „But his soul goes marching on.” Sú mynd af John Brovvn. sem kemur fram í þessum söng og öðrum sögnum af honum, hefur í hundrað ár yljað mörgum baráttumanninum fyrir jafnrétti hvítra og svartra; þeir eru ótald ir, sem hafa dáð þennan mann og viljað líkja eftir honum. En þá vaknar spurningin: á þessi róm- antíska mynd af John Brown nokk- uð skylt við veruleikann? Lyon lávarður, sendiherra Breta í Washington, skrifaði í skýrslu til stjórnar sinnar, 25. október 1859 : „Almenningur er ákaflega æstur út af heimskulegum at- burðum, sem áttu sér stað í bæ með nafninu Harpers Ferrv, en Þjóð- 254 SUNNUDAGSBÚAÐ - ALÞÝÐUBLAÐIB

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.