Morgunblaðið - 15.12.2004, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.12.2004, Blaðsíða 2
ÍÞRÓTTIR 2 C MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ STEVE Bruce, knattspyrnustjóri Birmingham, hrósar framherjanum Emile Heskey eftir að liðið þokaði sér upp stigatöfluna eftir 2:1 sigur gegn Aston Villa á sunnudaginn í grannaslag liðanna. Heskey var keyptur til liðsins í sumar frá Liverpool fyrir tæplega 800 millj. kr. en hann hefur ekki verið á skotskónum með liði Birmingham og ekki skorað mark í þrjá mánuði. „Heskey hefur verið gagnrýndur undanfarið fyrir að skora ekki mörk en ég tel að hann hafi leikið glimrandi vel gegn Aston Villa. Hann var ógnandi og dregur að sér varnarmenn og við nýttum okkur það vel í þessum leik. Hann hefur verið að leika með þessum hætti und- anfarnar vikur og ég er mjög ánægður með hans fram- lag,“ segir Bruce en Clinton Morrison og David Dunn skoruðu mörk Birmingham í leiknum. Þetta er aðeins þriðji leikurinn sem Birmingham vinnur á leiktíðinni í ensku úrvalsdeildinni en Heskey átti m.a. skot sem hafnaði í stöng. „Við hefðum vel getað skorað 5 mörk í fyrri hálfleik. Við vorum ógnandi í hvert sinn sem við náðum að brjóta vörn þeirra á bak aftur,“ sagði Bruce. Bruce hrósar Emile Heskey FORRÁÐAMENN enska 2. deildarliðsins Stockport settu sig í samband við Guðjón Þórðarson á dögunum en félagið leitar að knattspyrnustjóra í stað Sammy McIlroy sem rekinn var úr starfi fyrir skömmu. Guðjón staðfesti í samtali við Morgunblaðið í gær að hann hefði átt lauslegar viðræður við félagið sem situr í lang- neðsta sæti 2. deildarinnar með 10 stig, sjö stigum á eftir næsta liði. ,,Þeir hringdu í mig en ég veit svo sem ekkert með framhaldið í því. Ég hef haldið margoft að eitthvað væri að gerast í mínum málum en svo hefur ekkert orð- ið úr því,“ sagði Guðjón sem hélt utan til Englands í gær ásamt fjölskyldu sinni í stutt frí en hann hefur eins og margoft hefur komið fram verið að þreifa fyrir sér með starf á Englandi. Guðjón hefur verið efstur á óskalista Keflvíkinga en félagið er eitt liða í úrvalsdeildinni sem á eftir að ráða. „Ég hef rætt við Keflvíkinga en ég er ekki með neinn samning í höndunum við þá. Ég veit í raun ekkert hvað tekur við hjá mér.“ Stockport ræddi við Guðjón MILAN Mandaric, stjórnarformaður enska úrvalsdeildarliðsins Ports- mouth, segir að hann hafi áhuga á því að fá Gordon Strachan til starfa sem knattspyrnustjóra liðsins en Harry Redknapp hætti á dögunum sem knattspyrnustjóri liðsins og er nú knattspyrnustjóri grannaliðsins Southampton. „Við höfum ekki rætt formlega við Strachan en ef hann hefur áhuga og hefur tíma til þess að starfa hjá okkur þá væri rangt að ræða ekki við hann,“ sagði Mandaric en Strachan hætti sem knatt- spyrnustjóri Southampton í febrúar á þessu ári. Velimir Zajec var nýverið ráðinn sem tæknilegur ráðgjafi Ports- mouth og var það ástæðan fyrir því að Redknapp hætti störfum. Mand- aric segir að nýr knattspyrnustjóri verði að vinna með Zajec enda hafi liðið náð 7 af 9 stigum mögulegum undir hans stjórn. „Það kemur mér reyndar ekki á óvart þar sem Zajec hefur sýnt það undanfarin ár að hann nær árangri hvar sem hann starfar,“ segir Mandaric en Zajec starfaði síðast sem tæknilegur ráð- gjafi hjá gríska liðinu Panathinaik- os. „Við erum að leita að ungum knattspyrnustjóra og ég get nefnt Moyes hjá Everton, sem gott dæmi um þá leið sem við viljum fara,“ seg- ir Mandaric en hann hefur fengið um 30 umsóknir um starfið. Gordon Strachan til Portsmouth? LIVERPOOL missti af góðu tæki- færi til að þoka sér nær efstu liðum ensku úrvalsdeildarinnar í knatt- spyrnu í gærkvöldi. Liverpool mátti þá sætta sig við jafntefli, 1:1, gegn Portsmouth á heimavelli. Lomana Lua Lua jafnaði metin fyrir Portsmouth þegar komið var fram- yfir venjulegan leiktíma. Hann skall- aði boltann í tómt mark Liverpool eftir að markverðinum Jerzy Dudek mistókst að slá boltann frá eftir fyr- irgjöf. Allt stefndi í sigur Liverpool eftir að Steven Gerrard skoraði glæsilegt mark, 20 mínútum fyrir leikslok. Hann þrumaði boltanum í netið eftir að Dietmar Hamann renndi boltanum til hans úr auka- spyrnu. Liverpool komst upp fyrir Aston Villa og í sjötta sætið með þessum úrslitum en er enn fjórum stigum á eftir Middlesbrough sem er í fimmta sætinu. Liverpool missti tvö dýrmæt stig KÖRFUKNATTLEIKUR 1. deild kvenna: Grindavík: UMFG - ÍS..........................19.15 Njarðvík: UMFN - Haukar..................19.15 Í KVÖLD KÖRFUKNATTLEIKUR Njarðvík – Keflavík 73:78 Íþróttamiðstöðin í Njarðvík, úrvalsdeild karla, Intersport-deildin, þriðjudagur 14. desember 2004. Gangur leiksins: 0:11, 8:11, 8:16, 11:19, 15:25, 25:30, 34:40, 44:43, 52:52, 53:59, 53:65, 68:65, 73:71, 73:78. Stig Njarðvíkur: Anthony Lackey 19, Brenton Birmingham 14, Matt Sayman 14, Guðmundur Jónsson 12, Friðrik Stefáns- son 8, Páll Kristinsson 6. Fráköst: 22 í vörn – 18 í sókn. Stig Keflavíkur: Anthony Glover 21, Nick Bradford 17, Elentínus Margeirsson 13, Jón N. Hafsteinsson 10, Magnús Þ. Gunn- arsson 10, Gunnar Einarsson 7. Fráköst: 25 í vörn – 7 í sókn. Villur: Njarðvík 20 – Keflavík 23. Dómarar: Rögnvaldur Hreiðarsson og Georg G. Andersen. Áhorfendur: Um 500. Staðan: Njarðvík 10 8 2 937:789 16 Snæfell 10 7 3 886:834 14 Fjölnir 10 7 3 947:907 14 Keflavík 10 7 3 886:788 14 Skallagrímur 10 6 4 850:828 12 Hamar/Selfoss 10 5 5 918:963 10 Grindavík 10 5 5 910:909 10 ÍR 10 5 5 922:904 10 KR 10 4 6 846:855 8 Haukar 10 3 7 857:858 6 Tindastóll 10 3 7 844:952 6 KFÍ 10 0 10 852:1068 0 Bikarkeppni karla Bikarkeppni KKÍ og Lýsingar, 16 liða úr- slit: KFÍ – Grindavík ....................................80:97 Fjölnir – Þór A.....................................119:82 1. deild karla ÍS – Drangur..........................................73:69 Staðan: Þór A. 9 8 1 841:631 16 Stjarnan 8 7 1 676:597 14 Höttur 9 6 3 734:713 12 Valur 8 6 2 697:631 12 Þór Þorl. 9 5 4 735:668 10 Breiðablik 9 4 5 725:723 8 ÍS 9 4 5 685:743 8 Drangur 9 2 7 645:711 4 ÍA 9 1 8 613:778 2 Ármann/Þrótt. 9 1 8 657:813 2 KNATTSPYRNA England Úrvalsdeild: Liverpool – Portsmouth ..........................1:1 Steven Gerrard 70 – LuaLua 90. – 35.064 Staða efstu liða: Chelsea 17 12 4 1 33:8 40 Everton 17 11 3 3 21:14 36 Arsenal 17 10 5 2 44:22 35 Man. Utd 17 8 7 2 23:11 31 Middlesbro 17 8 5 4 29:22 29 Liverpool 17 7 4 6 25:19 25 Aston Villa 17 6 7 4 22:19 25 Charlton 17 7 3 7 19:27 24 Bikarkeppnin, 2. umferð: Brentford – Hinckley............................... 2:1  Brentford mætir Luton. Swansea – Stockport................................ 2:1  Swansea mætir Reading. HANDKNATTLEIKUR Evrópumót kvenna Milliriðill 1 Spánn – Serbía/Svartfjallaland........... 32:29 Úkraína – Slóvenía ............................... 24:22 Noregur – Rússland............................. 25:24 Staðan: Noregur 6 stig, Úkraína 4, Slóven- ía 4, Rússland 2, Spánn 2, Serbía/Svart- fjallaland 0. Milliriðill 2 Rúmenía – Frakkland.......................... 31:25 Þýskaland – Ungverjaland.................. 25:26 Danmörk – Austurríki ......................... 25:22 Staðan: Ungverjaland 6, Danmörk 4, Rúm- enía 4, Austurríki 2, Þýskaland 2, Frakk- land 0. Evrópumót félagsliða Í gær var dregið í 8 liða úrslit á Evrópu- mótum félagsliða í handknattleik. Eftirfar- andi félög drógust saman. Meistaradeild Evrópu: Kiel, Þýskal. – Barcelona, Spáni Montpellier Frakkl. – Flensburg, Þýskal. Ciudad Real, Spáni – Fotex Ves., Ungv. Lemgo, Þýskal. – Celje Lasko, Slóveníu EHF-bikarinn: D. Astrakan, Rúss. – Skövde, Svíþj. Bregenz, Austurr. – Magdeburg, Þýskal. Gummersbach, Þýsk., – Dunaferr, Ungv. Granollers, Spáni – Essen, Þýskal. Áskorendabikarin: Baia Mare, Rúmeníu – Braga, Portúgal St.Otmar, Sviss – Fyllingen, Noregi Hard, Austurríki – Metaloplastica, Serbíu Banja Luka, Bosníu – Wacker, Sviss Evrópukeppni bikarhafa: Vardar, Maked. – Medvescak, Króatíu Velenje, Slóveníu – Izvidac, Bosníu Hamburg, Þýskal. – Ademar Leon, Spáni Partizan, Serbíu – RK Zagreb, Króatíu  HREINN Hringsson hefur skrifað undir nýjan samning við knatt- spyrnudeild KA til þriggja ára, sam- kvæmt vef félagsins. Hreinn er ann- ar markahæsti leikmaður KA í efstu deild frá upphafi með 14 mörk en hann gerði 2 mörk í 17 leikjum í deildinni í ár.  GUÐMUNDUR Pétursson verður eftirlitsmaður á leik Glasgow Rang- ers og franska liðsins Auxerre í UEFA-bikarnum í knattspyrnu sem fram fer á Ibrox-leikvanginum í Glasgow í kvöld. Rangers nægir þar jafntefli til að komast áfram úr riðla- keppninni.  TRYGGVI Guðmundsson, knatt- spyrnumaður, hefur rift samningi sínum við sænska úrvalsdeildarliðið Örgryte, samkvæmt frétt á útvarps- stöðinni Skonrokki. Ekki náðist í Tryggva í gær til að fá þetta stað- fest.  MARC Goodfellow, fyrrum leik- maður ÍBV og Stoke City, tryggði Swansea sæti í 3. umferð ensku bik- arkeppninnar í knattspyrnu í gær- kvöldi. Hann skoraði sigurmarkið gegn Stockport, 2:1, með glæsilegu langskoti. Swansea mætir Reading, liði Ívars Ingimarssonar, í 3. um- ferð.  SHAQUILLE O’Neal skoraði 40 stig fyrir Miami Heat í NBA-deild- inni á mánudagi er lið hans vann Washington Wizards 106:83 en mið- herjinn hefur ekki skoraði fleiri stig í einum leik á leiktíðinni. Dwyane Wade bakvörður Heat meiddist í leiknum er hann sneri sig á ökkla undir lok 4. leikhluta.  LEANDRO Barbosa skoraði 19 stig fyrir Phoenix Suns í NBA- deildinni er liðið vann Orlando Mag- ic 121:100. Steve Nash gaf 10 stoð- sendingar en Phoenix setti fé- lagsmet með sigrinum enda er liðið með 18 sigra og 3 töp. En félagið hefur aldrei áður byrjað svo vel í deildinni í 37 ára sögu félagsins.  MIGUEL Angel Angulo, leikmað- ur Valencia á Spáni, var í gær úr- skurðaður í sjö leikja keppnisbann af UEFA, Knattspyrnusambandi Evrópu. Angulo fékk rautt spjald fyrir gróft brot í leik gegn Werder Bremen í Meistaradeild Evrópu í síðustu viku, og hrækti auk þess á leikmann þýska liðsins. Valencia leikur í UEFA-bikarnum eftir ára- mót og Angulo tekur leikbannið út þar.  NORÐMAÐURINN Jo Tessem ætlar sér að vinna sig í byrjunarlið enska úrvalsdeildarliðsins South- ampton en hann hefur verið í láni hjá Millwall sem leikur í 1. deildinni. Tessem mun halda til Southampton eftir áramót er lánssamningi hans við Millwall lýkur en hann er 32 ára gamall og samningur hans rennur út í lok leiktíðarinnar. FÓLK FRANK Arnesen, yfirmaður knattspyrnumá hjá Tottenham Hotspur, staðfesti kaup félag ins á Emil Hallfreðssyni frá FH á vef Totten ham í gær. Það var vefur Sky Sports sem fyr ur breskra fjölmiðla greindi frá þessum nýja leikmanni Tottenham fyrir hádegið í gær. „Við náðum samkomulagi við félag hans í gær, skrifuðum undir, og vonumst til að gan frá persónulegum samningi við hann á næst dögum. Emil er ungur leikmaður sem á fram tíðina fyrir sér,“ sagði Arnesen á vef Totten ham. „Emil á fram- tíðina fyrir sér ÚRSLIT EIÐUR Smári Guðjohnsen, ný- krýndur knattspyrnumaður ársins á Íslandi, blandaði sér í gær í um- ræðuna í enskum fjölmiðlum um síð- ara markið sem Thierry Henry skor- aði fyrir Arsenal gegn Chelsea í úrvalsdeildinni á sunnudaginn. Hann tók þá aukaspyrnu, með leyfi Grahams Polls dómara á meðan leik- menn Chelsea voru að stilla upp varnarvegg. Eiður Smári stóð næst- ur boltanum af leikmönnum Chelsea þegar spyrnan var tekin. „Við báðum dómarann um að nota flautuna til að gefa merki um auka- spyrnuna og hann sagði við einn okk- ar að hann myndi gera það. Ég sá að Henry vildi hins vegar ekki að flaut- an yrði notuð og síðan leit þetta út eins og hann og dómarinn væru að æfa saman aukaspyrnu á æfinga- svæðinu,“ sagði Eiður Smári. Poll sagðist ætla að flauta, segir Eiður Garðar í hóp FIFA-dómara GARÐAR Örn Hinriksson er kominn í hóp íslenskra FIFA-dómara í knattspyrnu. Dómaranefnd Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, staðfesti í gær íslenska milliríkjadómara fyrir árið 2005. Garðar kemur í staðinn fyrir Gylfa Þór Orrason sem varð 45 ára á þessu ári og náði með því hámarksaldri milliríkjadómara. Gunnar Sverrir Gunnarsson og Sigurður Óli Þórleifsson bætast við á lista yfir FIFA-aðstoðardómara og koma þar í staðinn fyrir Sigurð Þór Þórsson og Guðmund H. Jónsson. KNATTSPYRNUSAMBAND Íslands af- henti íslenskum fulltrúum SOS-barnaþorp anna 500 þúsund króna styrk í hófi sam- bandsins í fyrrakvöld þar sem leikmenn ársins voru heiðraðir. Samtökin afla fjár t bágstaddra barna víða um heim og mun styrkur KSÍ renna til byggingar fjölskyldu húss í Brovary í Úkraínu. Þetta er gert í tengslum við samstarfssamning sem FIFA Alþjóðaknattspyrnusambandið, gerði við SOS-barnaþorpin í tengslum við úr- slitakeppni heimsmeistaramótsins sem haldið verður í Þýskalandi árið 2006. KSÍ styrkir SOS- barnaþorpin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.