Morgunblaðið - 16.12.2004, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 16.12.2004, Blaðsíða 40
40 FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Vilborg Guð-bergsdóttir fæddist í Fremstu- húsum í Neðri-Hjarð- ardal í Dýrafirði 10. nóvember 1920. Hún lést á líknardeild Landakotsspítala 2. desember síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Guðbergur Davíðsson, fyrrv. bóndi á Höfða í Dýra- firði og síðar dyra- vörður Þjóðleikhúss- ins í Reykjavík, f. í Álfadal á Ingjalds- sandi 21. apríl 1896, d. 13. jan. 1980, og kona hans Svanhildur Árnadóttir húsfreyja, f. á Sperðli í Austur-Landeyjum 10. des. 1889, d. 27. jan. 1985. Vilborg á fimm systk- ini, þau eru: Svava Sæunn, f. 28. apríl 1923, Jóhanna Kristín, f. 22. maí 1925, Davíð, f. 21. mars 1928, Jóna, f. 8. júní 1930, og Kristín Sig- ríður, f. 18. júní 1932. Hálfsystir dóttir, f. 21. feb. 1958, þau eiga tvo syni, Birgi, f. 1985, og Guðmann, f. 1987. Þórir átti fyrir Svavar, f. 1969, og Þórdísi Rut, f. 1979. 4) Stefán deildarstjóri, f. 21 des. 1950, maki Guðbjörg Ása Andersen, f. 18. ág. 1954, þau eiga tvö börn, Vil- borgu, f. 1975, og Jóhann Axel, f. 1979. 5) Jóhannes málarameistari, f. 13. sept. 1954, sambýliskona Elsa Björnsdóttir, f. 9. feb. 1951, þau eiga Berglindi, f. 1980, og Signýju, f. 1988. 6) Helgi sjómaður, f. 27. júní 1959, maki Sigríður Gíslína Pálsdóttir, f. 7. des. 1958, synir þeirra eru Magnús, f. 1977, Sigur- jón, f. 1980, og Aron, f. 1991. 7) Svanhildur, f. 15. jan. 1962, sam- býlismaður Fanngeir Hallgrímur Sigurðsson, f. 21. apr. 1955. Lang- ömmubörnin eru 11 talsins. Vilborg ólst upp í Dýrafirði og stundaði síðar nám í húsmæðra- skólanum á Blönduósi. Á Blönduósi kynntist hún Magnúsi og fluttu þau til Reykjavíkur árið 1941 og byrj- uðu búskap á Grandaveginum. Þau fluttust síðar á Leifsgötu 25 þar sem þau bjuggu þar til árið 1986 en fluttu þá að Bergstaðastræti 11A. Útför Vilborgar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. samfeðra er Agnes Þórunn, f. í Reykjavík 7. maí 1960. Hinn 10. nóv. 1944 giftist Vilborg eftirlif- andi eiginmanni sín- um, Magnúsi Þórar- inssyni listmálara frá Hjaltabakka í Austur- Húnavatnssýslu og fyrrv. framkvæmda- stjóra Nýju fasteigna- sölunnar, f. 1. júní 1915. Börn Magnúsar og Vilborgar eru: 1) Þórarinn Sigvaldi skipstjóri, f. 5. júní 1944, maki Anna Magnea Ólafs- dóttir, f. 18. nóv. 1948, sonur þeirra er Ólafur, f. 1968. 2) Guðbergur trésmíðameistari, f. 3. jan. 1946, maki Guðný Ragnarsdóttir, f. 9. júní 1947, börn Guðbergs eru Kjartan, f. 1966, Helgi, f. 1971, María Vilborg, f. 1976. 3) Þórir Skapti deildarstjóri, f. 13. feb. 1948, maki Matthildur Guðmanns- Elsku mamma, þá er nú þessari baráttu þinni lokið við hinn illræmda MND-sjúkdóm. Ánægjulegt var að sjá hvað þú stóðst þig vel í baráttunni og tókst þessu eins og öðru með þínu einstaka jafnaðargeði, sátt við það sem þú nefndir að væri hlutverk sem þér væri ætlað að ganga í gegnum. Það er svo margs að minnast og óteljandi eru þær ánægjulegu sam- verustundir sem við áttum með þér. Þú ólst upp elst systkina við kröpp kjör til sveita þess tíma, og lærðir fljótlega að meta kosti þess sem ástúð og vinnusemi eru hverri fjölskyldu. Sá lærdómur og lífsýn sem þú öðl- aðist, og fórst með frá Kvennaskól- anum á Blönduósi, breyttist aldrei á meðan þú lifðir. Þú beygðir aldrei út af þeirri trú þinni að hlutverk þitt í líf- inu væri að eignast eiginmann, börn og heimili þar sem fjölskyldan væri þér allt. Við minnumst æskuárana þegar einhverjir erfiðleikar eða vand- ræði steðjuðu að, þá varst þú alltaf til staðar til að aðstoða okkur og umvefja með þinni einstöku umhyggju, enda var hugur þinn alltaf við það að sinna eiginmanni og börnum á meðan kraft- ar þínir leyfðu. Þú settir aldrei fram neinar kröfur, og vildir helst ekkert fyrir sjálfa þig gera. Allir þínir kraftar og metnaður beindust að fjölskyldunni. Lífið var ekki alltaf dans á rósum með öll þín líflegu börn, og oft þurftir þú að miðla málum, sem þú gerðir með þinni einstöku hjartagæsku og hlýju. Ævistarf þitt einkenndist af fórn- fýsi og ástúð, en allir sem kynntust þér nutu góðs af því. Ávallt varstu brosmild, kvartaðir aldrei undan miklu vinnuálagi á þínu stóra heimili. Markmið þitt var að leggja alla þína krafta til handa fjölskyldu þinni og ættingjum. Þegar elstu systkinin flugu úr hreiðrinu var svo gaman að sjá hvað það gladdi þig mikið að fylgjast með okkur og fá bréf frá þeim sem lengst voru í burtu. Það var oft fjölmennt á Leifsgöt- unni þegar barnabörnin fóru að bæt- ast í hópinn, og alltaf varst þú jafn ljómandi og umvafðir þau með þinni einstöku hlýju. Alltaf fyrirgafst þú og leiðbeindir, og vísaðir á hið góða í trúnni. Elsku mamma, við getum aldrei þakkað nógu vel fyrir að hafa átt svo einstaka móður sem þú varst. Þú munt verða með okkur um ókomna framtíð í blíðu og stríðu, og verða áfram okkar leiðbeinandi í lífinu, svo sterk eru böndin við þig og hina sterku trú þína á hið góða. Mamma, elsku mamma, man ég augun þín. Í þeim las ég alla, elskuna til mín. Mamma, elsku mamma, man ég þína hönd. Bar hún mig og benti, björt á dýrðarlönd. Mamma, elsku mamma, man ég brosið þitt. Gengu hlýir geislar, gegnum hjarta mitt. Mamma, elsku mamma, mér í huga skín. Bjarmi þinna bæna, blessuð versin þín. Mamma, elsku mamma, man ég lengst og best. Hjartað blíða, heita, hjarta er ég sakna mest. (Sumarliði Halldórsson.) Blessuð sé minning þín og hvíldu í friði, móðir góð. Þórarinn og Þórir. Elsku besta amma mín. Nú skrifa ég þér seinasta bréfið og óska þér góðrar ferðar til hins ynd- islega staðar er ég veit að þú munt bíða okkar allra á. Minningarnar eru svo margar og notalegar og eiga án efa eftir að halda mér gangandi í framtíðinni. Fyrir mér varstu og verður alltaf sem engill. Þú varst einstök og eitt það mikilvægasta í lífi mínu, kenndir mér margt um lífið og tilveruna og sagðir mér skemmtilegar sögur. Þú studdir mig í einu og öllu, elsku amma, og alltaf hafði ég þig ef eitt- hvað bjátaði á. Engan hef ég hitt jafn- hjartgóðan, jákvæðan og lífsglaðan eins og þig, amma mín. Ég dáðist að þér og óskaði oft að ég hefði allt það er þú hafðir til brunns að bera. Þú varst öllum svo góð og gafst svo mikið af þér. Þú ert besta og yndislegasta manneskja sem ég hef þekkt og ég er afar þakklát fyrir allar góðu stund- irnar sem ég eyddi með þér. Ég var nú ekki há í loftinu þegar ég var farin að skríða upp til ömmu minnar á Leifsgötunni, átti það til að hverfa frá foreldrum mínum. Ekkert jafnaðist á við heitar lummur með sykri, kökur og sögurnar hennar ömmu. Ég man er við sungum saman, þegar þú kenndir mér að sauma út og allar gönguferðirnar okkar upp á Laugaveg. Og svo voru það jólin sem voru svo sannarlega þinn tími, elsku amma, og þá brölluðum við ýmislegt saman. Þú skreyttir svo fallega, bak- aðir bestu kökurnar og fékkst alla til þín á jóladag í rjómatertu og heitt súkkulaði. Þetta var hápunktur jólanna fyrir mig. Það er svo margt sem ég sakna, amma. Ef aðeins ég fengi að faðma þig aftur og heyra ljúfa rödd þína. Að missa þig var án efa það erfiðasta sem ég hef þurft að ganga í gegnum en ég veit að þú munt bíða mín svo við get- um verið saman á ný. Ég veit að þú ert einhvers staðar þar sem ríkir endalaus hamingja og jólin eru á hverjum degi, þar sem þú getur hleg- ið og dansað við Spanish Eyes. Ég elska þig, amma mín, og vona að þú vakir yfir okkur. Þú ert mér allt. Hvíl í friði og megi Guð blessa þig. Þín Berglind. Elsku Villa. Hún er ljóslifandi minningin um fyrsta fund okkar þrátt fyrir að nú sé rúmur aldarfjórðungur liðinn. Þú og Maggi voruð að koma úr sumarbú- staðnum og ég stóð í hlaðinu á Leifs- götunni. Ég var bara sjö ára og hafði ekki hugmynd um hversu stórt hlut- verk þú myndir spila í framtíð minni. Ég hafði dottið í lukkupottinn því nýja lífið mitt í Reykjavík hefði orðið svo miklu einmanalegra og litlausara án þín. Þú tókst litlu frekjubuddunni frá Akureyri opnum örmum og bauðst hana velkomna inn í fjölskyld- una þína. Næstu árin beiðstu mín með heitan mat og hlýjan, mjúkan faðm á hverjum degi eftir skóla. Svo mikið var aðdráttarafl þitt að jafnvel þegar ég var komin í menntaskóla leit ég næstum daglega inn á Bergstaða- strætinu. En það eru árin sem við bjuggum í kjallaranum á Leifsgöt- unni sem eru mér sérstaklega kær. Það er ómetanlegt að hafa ömmu og afa á efri hæðinni sem hægt er að leita til og koma þar aldrei að tómum kof- unum. Ég kynntist dugnaði þínum, hjartahlýju og ósérhlífni vel þessi ár. Þú spurðir mig oft undanfarið hvort ég myndi eftir því þegar við vor- um að „skottast“ saman í gamla daga. Ég man svo sannarlega og varðveiti þessar minningar með þakklæti í huga. Ég náði sem betur fer að segja þér hversu mikils virði þú varst mér og hvað mér fannst þú yndisleg. Alltaf brosandi og hálftístandi af hlátri. Þú varst svo gestrisin að maður var varla kominn úr úlpunni þegar borðið var orðið fullt af kræsingum og ekki kom til greina að bera fyrir sig megrun eða aðhaldi. Á Leifsgötunni bakaðir þú gómsætar hjónabandssælur, „ástar- punga“ og steiktir lummur sem hurfu ofan í mannskapinn. Þú varst alltaf eitthvað að sýsla. Kenndir mér að stoppa í sokka, leyfðir mér að prófa strauvélina og komst með teppi þegar ég fékk mér kríu í hægindastólnum hans Magga. Í mínum huga varstu kjarnakona af gamla skólanum sem sinntir eiginmanni, börnum og heimili af alúð og dugnaði. Þú varst mótor fjölskylduskútunnar en hefðir aldrei viðurkennt það enda alltof hógvær. Ég kveð þig með trega og söknuði. Í mínum huga varstu ekki bara amma heldur holdgervingur íslensku kon- unnar sem Ómar Ragnarsson orti svo fallega um. Hún bar þig í heiminn og hélt þér að sér. Hún heitast þig elskaði’ og fyrirgaf þér. Hún ætíð er skjól þitt, þinn skjöldur og hlíf. Hún er íslenska konan, sem ól þig og þér helgaði sitt líf. Og loks þegar móðirin lögð er í mold þá lýtur þú höfði og tár falla’ á fold. Þú veist, hver var skjól þitt, þinn skjöldur og hlíf. Það var íslenska konan sem ól þig og gaf þér sitt líf. (Ómar Ragnarsson.) Elsku Villa, takk fyrir að auðga líf okkar allra. Guð geymi þig. Rakel Þorbergsdóttir. VILBORG GUÐBERGSDÓTTIR Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, GUÐMUNDUR L. FRIÐFINNSSON rithöfundur og bóndi, Egilsá, Skagafirði, sem andaðist á Heilbrigðisstofnun Skaga- fjarðar laugardaginn 4. desember sl., verður jarðsunginn frá Silfrastaðakirkju föstudaginn 17. desember kl. 14.00. Jarðsett verður í heimagrafreit að Egilsá. Kristín Guðmundsdóttir, Hilmar Jónsson, Sigurlaug Guðmundsdóttir Rósinkranz, Sigurbjörg L. Guðmundsdóttir, Þór Snorrason, Birgir G. Ottósson, Sólveig Pálsdóttir, Anna M. Guðmundsdóttir, Sigurður Sigurðarson, afabörn, langafabörn og langalangafabörn. Útför JÓNASAR GUÐJÓNSSONAR fyrrv. kennara við Laugarnesskóla, fer fram frá Laugarneskirkju föstudaginn 17. desember kl. 15.00. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á líknar- félög og minningarsjóði. Ingibjörg Björnsdóttir, Ragnar Jónasson, Eva Örnólfsdóttir, Björn H. Jónasson, Guðrún Þóroddsdóttir. Yndislegur eiginmaður minn, sonur, faðir okkar, tengdafaðir og afi, RAGNAR BJÖRNSSON, Efri-Reykjum, Mosfellsbæ, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag, fimmtudaginn 16. desember, kl. 13.00. Ásta Jónsdóttir, Björn R. Einarsson, Jón Davíð Ragnarsson, Björn Ingi Ragnarsson, Lovísa Rut Jónsdóttir, Jóhann Óskar Ragnarsson, Ásta Margrét Jónsdóttir. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HREFNA HÁKONARDÓTTIR frá Vík í Mýrdal, síðast til heimilis á Sæborg, Skagaströnd, lést þriðjudaginn 14. desember. Minningarathöfn verður í Hólaneskirkju laugar- daginn 18. desember kl. 11.00. Jarðsungið verður frá Víkurkirkju þriðjudaginn 21. desember kl. 14.00. Karólína Kristmundsdóttir, Jan C. Jensen, Kristín Kristmundsdóttir, Vilhelm B. Harðarson, Edda H. Kristmundsdóttir, Steini Kristjánsson, Hákon Jón Kristmundsson, Hildur Guðmundsdóttir, Björgvin Þórður Kristmundsson, Jóhanna Jónsdóttir, ömmubörn og langömmubörn. Elskulegur sonur okkar, fóstursonur og bróðir, REGINN ÞÓR EÐVARÐSSON, Grundargötu 18, Grundarfirði, verður jarðsunginn frá Grundarfjarðarkirkju laugardaginn 18. desember kl. 11.00. Eðvarð F. Vilhjálmsson, Unnur B. Þórhallsdóttir, Jórunn Ibsen, Kristófer Eðvarðsson, Ragna Sif Newman, Nína Marrow Þórisdóttir, Eygló Ibsen.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.