Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 2004 45
F
yrir áhugamenn um ut-
anríkis- og öryggismál
er undarlegt, þegar
látið er í veðri vaka að
það hafi komið öllum á
óvart, að íslensk stjórnvöld skipuðu
sér í sveit með ríkisstjórnum
þeirra ríkja, sem töldu nauðsynlegt
að beita hervaldi til að
koma Saddam Huss-
ein frá völdum í Írak
og binda enda á þá
ógn við heimsfriðinn,
sem stafaði af fram-
göngu hans, bæði
gagnvart þegnum sín-
um og eftirlits-
mönnum Sameinuðu
þjóðanna og þar með
samtökunum öllum og
hugsjónum að baki
þeim.
Í aðdraganda inn-
rásarinnar var um fátt
meira rætt á stjórn-
málavettvangi hér á
landi og annars staðar
en spennuna í alþjóða-
málum, framgöngu Saddams Huss-
eins og viðbrögð á vettvangi Sam-
einuðu þjóðanna.
Ég ætla ekki að nefna neinar
dagsetningar í þeirri atburðarás
allri eða hver var framvinda við-
ræðna milli einstakra ríkisstjórna
eða á sameiginlegum fundum full-
trúa þeirra. Ég veit hins vegar, að
allir, sem áhuga hafa á þessum
málum, minnast þess, þegar Tony
Blair, forsætisráðherra Breta, tók
af skarið í umræðum í breska
þinginu og lýsti því, að með öllu
væri óviðunandi að ræða stríðs-
aðgerðir gegn Saddam Hussein
innan öryggisráðs Sameinuðu þjóð-
anna, eftir að Jacques Chirac
Frakklandsforseti hefði sagt, að
hann mundi segja nei við öllum til-
lögum í þá veru.
Þegar þetta lá fyrir, varð ljóst,
að Evrópuríki mundu skipa sér í
fylkingar vegna þessa máls og mis-
líkaði Frakklandsforseta til dæmis
mjög, þegar umsóknarríkin frá
Austur-Evrópu um aðild að Evr-
ópusambandinu snerust á sveif
með Bandaríkjastjórn og á móti
sjónarmiðum Frakka og Þjóðverja. 
Það var í þessu andrúmslofti,
sem ákveðið var í ríkisstjórn Ís-
lands að standa með Bandaríkja-
stjórn. Hefði það í raun orðið
miklu meira stílbrot í sögu ís-
lenskra utanríkismála, ef rík-
isstjórn Íslands hefði á þessari ör-
lagastundu ákveðið að yfirgefa
samstarf þjóðanna við Atlantshaf
og lagst á árarnar með rík-
isstjórnum Frakklands og Þýska-
lands.
Að halda því fram, að þessi
ákvörðun ríkisstjórnar Íslands hafi
ekki verið rædd á pólitískum vett-
vangi og um hana deilt er alrangt.
Við, sem tókum þátt í kosningabar-
áttu vegna þingkosninga þetta vor,
vitum vel, að þetta mál allt og af-
staða ríkisstjórnar Íslands var of-
arlega í huga margra. Oft var látið
í veðri vaka, að hin einarða fram-
ganga ríkisstjórnarinnar og þá sér-
staklega forsætisráðherra og utan-
ríkisráðherra í málinu, kynni að
verða ríkisstjórninni að falli í kosn-
ingunum.
Nú í haust var skýrt frá því, að
stjórnarandstöðuflokkarnir þrír
ætluðu að starfa náið saman á
þingi og því til staðfestingar fluttu
þeir tillögu til þingsályktunar með
gagnrýni á ákvarðanir, sem teknar
voru í mars 2003! Athyglisvert er,
að tillaga um þetta kemur ekki
fram fyrr en hálfu öðru ári eftir að
innrásin var gerð í Írak. Og það
segir meira en mörg orð um rétt-
mæti þeirra kenninga, að íslensk
stjórnvöld hafi á einhvern hátt
gengið gegn vilja alþingis. 
Frá því að þing kom saman hef-
ur verið hamrað á
þessu sameining-
artákni flokkanna
þriggja og nú síðast
með stuðningi svo-
nefndrar þjóðarhreyf-
ingar, sem ætlar að
kynna samstöðuna á
erlendum vettvangi
með auglýsingu í The
New York Times.
Lítil framtíð felst í
því fyrir okkur Íslend-
inga, að rífast um
ákvarðanir, sem hafa
verið teknar og tekist
var á um fyrir síðustu
kosningar, ákvarðanir,
sem skoða verður í
ljósi líðandi stundar
og þess, sem gerðist í kosning-
unum og er að gerast í Írak um
þessar mundir.
Hvað er að gerast í Írak? Jú, við
heyrum þaðan fréttir af því, að til
sögunnar séu komnir stjórn-
málaflokkar vegna þingskosninga,
sem á að efna til í landinu í lok
janúar á næsta ári. Við heyrum
einnig fréttir af því, að á ein-
stökum stöðum í landinu
sé vopnavaldi beitt til að
stemma stigu við hryðju-
verkamönnum og flokk-
um öfgamanna, sem vilja
spilla fyrir því, að efnt
verði til þessara kosn-
inga.
Hvað er að gerast
varðandi alþjóðlegt sam-
starf í þágu endurreisn-
arinnar í Írak? Jú, það
eflist og og styrkist á alla lund og
fleiri ríkisstjórnir en áður eru til
þess búnar að ljá því krafta sína að
treysta öryggi írösku þjóðarinnar.
Ríkisstjórnir Frakklands og
Þýskalands eru að leita leiða til að
komast í hóp hinna staðföstu á
vettvangi NATO og annars staðar.
Norðmenn voru á báðum áttum en
hafa tekið af skarið í þágu end-
urreisnar í Írak.
Endurreisnarstarfið í Írak er
unnið á grundvelli ályktunar ör-
yggisráðs Sameinuðu þjóðanna
númer 1546, sem felur írösku
bráðabirgðastjórninni meðal ann-
ars að ákveða hversu lengi sé þörf
á aðstoð fjölþjóðlegs herliðs í land-
inu.
Andstaða er við þessa þróun í
Írak í ýmsum ríkjum, sem vilja alls
ekki, að lýðræði nái að skjóta þar
rótum, af því að einræðisstjórnir
þessara ríkja óttast þá sinn eigin
hag. Á þetta því miður við um rík-
isstjórnir margra arabalanda. 
Fráleitt er að skipa sér í hóp
með þeim, sem berjast gegn lýð-
ræði í Írak. Að berjast gegn inn-
rásinni, sem gerð var fyrir tæpum
tveimur árum, er einfaldlega tíma-
skekkja. Nú skiptir mestu, hvernig
friðsöm og frjáls framtíð Íraks og
Íraka verður best tryggð.
Saga okkar geymir mörg dæmi
um, að ábyrgir stjórnmálamenn
séu sakaðir um að taka ákvarðanir
um þátttöku Íslands í alþjóðlegu
samstarfi í bága við vilja alþingis
eða á annan ámælisverðan hátt.
Deilur nú um aðdraganda Íraks-
stríðsins og afstöðu ríkisstjórnar
Íslands eru að þessu leyti klass-
ískar deilur um íslensk utanrík-
ismál. Sagan segir okkur einnig, að
samsæriskenningar eða ásakanir
um undirlægjuhátt og jafnvel land-
ráð eru þeim til skammar, sem
höfðu þær í frammi, en ekki þeim,
sem máttu sitja undir ókvæðisorð-
unum.
Átökin um
Íraksstríðið
Eftir Björn Bjarnason
?
Að berjast gegn innrásinni,
sem gerð var fyrir tæpum
tveimur árum, er einfaldlega
tímaskekkja. Nú skiptir
mestu, hvernig friðsöm og
frjáls framtíð Íraks og Íraka
verður best tryggð.
?
Höfundur er dóms- og 
kirkjumálaráðherra.
Björn 
Bjarnason
sagði, að það skyldi gert með þriggja mán-
aða fyrirvara miðað við næstu áramót, tók
uppsögnin ekki gildi fyrr en í árslok 2003. 
Best er að hafa sem fæst orð um viðbrögð
þáverandi formanns en með tilkomu nýs/
núverandi formanns breyttust samskiptin
milli stofnananna mjög til hins betra. Við-
ræður hófust milli formannanna og reynt
var að ná samkomulagi um endurnýjun
samningsins. Þær strönduðu á þeirri ósk
stjórnar MRSÍ að fá tryggt að fjárframlögin
færu ekki eingöngu til lögfræðilegra verk-
efna heldur og til fræðimanna úr öðrum
greinum sem einnig væru að fjalla um
mannréttindi, enda eru á þeim fleiri hliðar
en hinar lögfræðilegu. Á þetta vildi stjórn
MSHÍ ekki fallast og því slitnaði upp úr við-
ræðum. Af hálfu MRSÍ var margsinnis
reynt að ná fundi ráðherranna til að ræða
málið en án árangurs. 
Dómsmálaráðherra hefur skýrt skerð-
ingu framlags ráðuneytisins með hinni ein-
hliða uppsögn MRSÍ á samningnum. Það er
óneitanlega athyglisvert, að hann skyldi
ekki einu sinni gefa forystu skrifstofunnar
færi á því að segja sína hlið á málinu og
reyna að fá stofnanirnar til samstarfs á ný.
Vissulega hafði MRSÍ borist viðvörun um að
hún gæti ekki endalaust treyst á framlög frá
ráðuneytinu ? bréf þar um var afmælisgjöf
dómsmálaráðherra í júní sl. þegar MRSÍ
varð 10 ára. Það eitt út af fyrir sig gaf vís-
bendingu um hug ráðuneytisins til skrifstof-
unnar, en samt hvarflaði það ekki að nein-
um, að fjárframlögin yrðu skorin niður með
öllu fyrirvaralaust. Hvað þá að utanrík-
isráðuneytið mundi fylgja því fordæmi ? svo
ekki sé talað um, að fjárlaganefnd Alþingis
mundi orðalaust taka við fyrirskipun um að
fella niður framlag utanríkisráðuneytisins
án nokkurra skýringa. 
Gæti ríkisstjórnin 
orðið öðrum fordæmi?
Að lokum þetta: Í umræðunum um Íraks-
stríðið að undanförnu hefur ríkisstjórnin
lagt á það áherslu, að andstæðingar stríðs-
ins, hér heima sem erlendis, verði að hætta
að einblína á fortíðina, svo sem á þær for-
sendur og röksemdir, sem fyrir því voru
gefnar svo og hvernig ákvörðun var tekin
um aðkomu Íslands að því. Ráðherrar segja,
að hugsa verði um framtíðina og nauðsyn
þess að endurbyggja hið íraska samfélag og
búa þjóðinni þar betra líf en hún átti undir
harðstjóranum Saddam Hussein. 
Gæti íslenska ríkisstjórnin hugsanlega
gert hið sama og gengið þannig á undan
með góðu fordæmi; gæti hún hætt að ein-
blína á fortíðina og þá ?ósvinnu? MRSÍ að
segja einhliða upp samningnum við MSHÍ
og horft til framtíðar? Óskandi væri að hún
gæti grafið stríðsöxina og hafið viðræður við
stjórnir Mannréttindaskrifstofu Íslands og
Mannréttindastofnunar Háskóla Íslands
um það, hvernig efla megi starf þeirra
hvorrar fyrir sig og samvinnu þeirra í þágu
þess málstaðar, sem aðstandendur þeirra
hafa ávallt borið fyrir brjósti; það er að efla
mannréttindi á þeim grundvelli sem lagt var
upp með við stofnun MRSÍ í Almannagjá
hinn 17. júní 1994. 
máli fyrir MSHÍ þótt stjórnarformaðurinn
væri erlendis, enda starfsemi þar nánast
engin svo séð væri. MRSÍ var kunnugt um,
að stjórnarfundir voru ekki haldnir svo
langtímum skipti, hvað þá aðalfundir. Ekk-
ert reikningshald var lagt fram (fyrr en eftir
að samningnum var sagt upp, þá bárust til
MRSÍ endurskoðaðir reikningar síðustu
fimm ára) en spurnir bárust af einhverjum
styrkjum til fræðimanna, sem þó voru ekki
auglýstir og því ekki ljóst hvernig að veit-
ingu þeirra var staðið. Samkvæmt samn-
ingnum átti MSHÍ að gera tillögur til MRSÍ
um fjárveitingar til fræðilegra rannsókna,
sem byggðust á verkefnaáætlun. Um sam-
þættingu eða aðild að MRSÍ ? sem samning-
urinn gerði ráð fyrir að unnið væri að ? vildi
stjórnarformaður MSHÍ ekki ræða, sagði
engan grundvöll fyrir henni. MSHÍ hafði því
engan veginn staðið við sinn hluta samn-
ingsins. Þessi framkoma vakti óhjákvæmi-
lega óánægju innan stjórnar MRSÍ og leiddi
smám saman til þess að þær raddir fóru æ
oftar að heyrast, að réttast væri að segja
samningnum upp. Ljóst var, að æskilegt
væri að gera það í samvinnu við ráðuneytin
og var því reynt að fá þau til viðræðna um
málið. 
Haustið 2002 var haldin á Selfossi norræn
mannréttindaráðstefna og hafði MRSÍ með
höndum undirbúning hennar og fram-
kvæmd. Ég fór fram á það við ráðuneyti ut-
anríkis- og dómsmála að styðja ráð-
stefnuhaldið með einhverjum hætti. Í
samtali við þáverandi dómsmálaráðherra,
Sólveigu Pétursdóttur, (sem tók ljúflega í að
styðja ráðstefnuna með einhverskonar
risnu) hafði ég orð á því að brýnt væri að
MRSÍ fengi fund með ráðherrum utanríkis-
og dómsmála um samninginn við MSHÍ. Ég
sagði henni stuttlega undan og ofan af
óánægjunni innan stjórnar MRSÍ, m.a. um
að vita ekkert til hvers 15% framlagið frá
MRSÍ færi. Hún svaraði því einu til, að
MRSÍ kæmi það ekki við hvernig MSHÍ
notaði sitt fé og svo var málið ekki frekar
rætt, enda áttu báðar annríkt. Kannski
mátti það til sanns vegar færa; hinsvegar
hlaut MRSÍ ótvírætt að koma við tregða
MSHÍ til viðræðna um það samstarf sem
samningurinn kvað á um. 
Málið var einnig rætt við aðstoðarmann
utanríkisráðherra ? og margsinnis reynt að
ná fundi ráðherra, en hann var ætíð önnum
kafinn við stórmál innan lands eða utan. Að
því kom svo haustið 2002, þegar ég var farin
til starfa í Kosovo, að stjórn MRSÍ ákvað að
segja samningnum upp. Það var gert í des-
ember 2002 en þar sem í samningi félaganna
innisblaðið hafi ?komið frá
Mannréttindaskrifstofu í við-
rra við embættismenn utanrík-
sins?. Ennfremur að þetta hafi
minnisblað til ríkisstjórnar ?held-
r óskalisti í líki minnisblaðs?. 
r MRSÍ hafi sem sagt átt að taka
áðuneytisins, merkja hana og
lþjóðaskrifstofu ráðuneytisins
lögum, sem virtust ættaðar af
(hvort svo sem hann væri Hall-
sson eða Helgi Ágústsson) en
nnað en óskalisti. Óskalisti
n óskalisti eða óskalisti Helga
r? Trúi þessu hver sem vill! En
tilgangurinn hafa átt að vera? 
voru þessar viðræður í utanrík-
nu skrípaleikur einn, settur á
ekkja þá fulltrúa MRSÍ sem
þeim í góðri trú og féllust á að
ga ríkisins skyldu ganga til
dastofnunar Háskóla Íslands.
með að trúa því en reynslan hefur
gi má manninn reyna. Alla vega
á blekkjast því að á aðalfund-
1998 ? þar sem ég sagði af mér
mennsku vegna fyrirhugaðrar
rlendis við framhaldsnám ? var
vitað en málið væri í höfn og að
il MRSÍ yrðu 15 millj. kr. á
ögum. 
kom var ekki staðið við hin
heit ? framlagið til MRSÍ varð
ljónir króna í stað 12?15 milljóna
fyrir að þau kæmu frá ráðu-
msmála og utanríkismála;
aráðuneytið var ekki lengur í
Þar með var í reynd brostinn
r fyrir samningsgerðinni við
a má hverjum ljóst vera, að það
eiða 15% af 12?15 millj. kr. en
f fjárhæðin er ekki nema 6 millj.
ýringin sem MRSÍ fékk var sú,
ði náðst samstaða innan rík-
nar um hærri framlög og höfð-
sem hugmynd um hvaðan and-
komin. 
urinn við MSHÍ var engu að síð-
g látinn gilda frá 1. janúar 1999.
ma greiddi MRSÍ 15% framlagið
nda þótt það skerti verulega
a. Fyrir áhrif góðra manna í fjár-
Alþingis (ég hygg að þar hafi Jón
n, núverandi heilbrigð-
erra, átt stóran þátt) var fram-
ækkað í 8 milljónir, sem var til
eð hækkaði nettóframlagið til
í 6,8 milljónir króna ? en dugði
l að standa undir rekstri og
krifstofunnar. Það vildi henni til
ún var ekki enn farin að greiða
en sýnt var að það mundi breyt-
egar. Þess skal getið að um svip-
skömmu síðar var stofnað emb-
ðsmanns íslenska hestsins með
mlagi að fjárhæð níu milljónir
mskipti MRSÍ og MSHÍ
arð af því samstarfi MRSÍ og
samningurinn milli þeirra gerði
ar sem formaður MSHÍ dvaldist
lendis við störf og hafði engan
ræðum við MRSÍ utan að fá frá
ga. Það virtist ekki skipta neinu
g traust
?
Kannski voru þessar við-
ræður í utanríkisráðuneyt-
inu skrípaleikur einn,
settur á svið til að blekkja
þá fulltrúa MRSÍ sem tóku
þátt í þeim í góðri trú og
féllust á að 15% framlaga
ríkisins skyldu ganga til
Mannréttindastofnunar
Háskóla Íslands. 
?
Höfundur er fv. stjórnarformaður og fram-
kvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands.
Morgunblaðið/Kristján
ingu útgáfu Genfarsamninganna um mannréttindi á íslensku í vor þar sem Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra fékk
Gunnarssyni, rektor Háskólans á Akureyri, fyrsta eintakið, en nýstofnuð félagsvísinda- og lagadeild háskólans tók að sér
á samningnum hér á landi. F.v. Margrét Heinreksdóttir, lektor við Háskólann á Akureyri og fyrrverandi stjórnarformaður
æmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands, Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands, Ágúst Þór Árna-
fnisstjóri félagsvísinda- og lagadeildar HA, Úlfar Hauksson, formaður Rauða kross Íslands, Halldór Ásgrímsson og Þor-
narsson, rektor HA.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72
Blašsķša 73
Blašsķša 73
Blašsķša 74
Blašsķša 74
Blašsķša 75
Blašsķša 75
Blašsķša 76
Blašsķša 76
Blašsķša 77
Blašsķša 77
Blašsķša 78
Blašsķša 78
Blašsķša 79
Blašsķša 79
Blašsķša 80
Blašsķša 80
Blašsķša 81
Blašsķša 81
Blašsķša 82
Blašsķša 82
Blašsķša 83
Blašsķša 83
Blašsķša 84
Blašsķša 84
Blašsķša 85
Blašsķša 85
Blašsķša 86
Blašsķša 86
Blašsķša 87
Blašsķša 87
Blašsķša 88
Blašsķša 88