Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						2004 L52159 MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER BLAÐ C
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA
KSÍ LEITAR AÐ VERKEFNUM FYRIR KNATTSPYRNULANDSLIÐIÐ / C2
ÞÝSKA landsliðskonan Birgit
Prinz var útnefnd leikmaður
ársins annað árið í röð í kjöri
alþjóða knattspyrnu-
sambandsins, FIFA. Prinz,
sem er sjúkraþjálfari, leikur
með 1. FFC Frankfurt í
Þýskalandi. Hún er 27 ára
miðherji, sem hefur leikið 118
landsleiki og skorað 73 mörk í
þeim.
Þetta var í fjórða skipti sem leikmaður ársins
hjá konum er útnefnd hjá FIFA. Bandaríska
stúlkan Mia Hamm var valinn leikmaður ársins
2001 og 2002, og síðan var hún í öðru sæti á eftir
Prinz í fyrra, 2003, og einnig í ár, 2004.
Lið ársins hjá FIFA var valið karlalandslið
Brasilíu og það lið sem tók mestum framförum á
árinu var landslið Kína.
Birgit Prinz
Birgit Prinz best 
annað árið í röð 
H
ópurinn nú er í stórum dráttum sá hinn sami og
Viggó valdi fyrir heimsbikarmótið í Svíþjóð í
síðasta mánuði. Af þeim sautján mönnum sem hann
valdi þá eru fjórtán með nú, út falla Ásgeir Örn Hall-
grímsson vegna meiðsla og Snorri Steinn Guðjóns-
son og Þórir Ólafsson. Inn koma Alexander Peters-
son og Ólafur Stefánsson. ?Ég mótaði hugmyndir
mínar um valið fyrir heimsbikarmótið og á því fékk
ég staðfestingu á því að ég væri nokkurn veginn með
rétta hópinn í höndunum,? sagði Viggó.
Eini nýliðinni er Alexander Petersson, leikmaður
HSG Düsseldorf. Hann er fæddur í Lettlandi en fékk
íslenskan ríkisborgararétt fyrir nokkrum árum. Al-
exander verður löglegur með íslenska landsliðinu 22.
janúar, degi áður en HM hefst, en þá eru þrjú ár liðin
frá því hann lék síðast með landsliði Letta. ?Ég sá Al-
exander leika í Þýskalandi í haust og hann stóð sig
mjög vel. Ég er því alveg óhræddur við að velja hann.
Alexander getur bæði leikið sem skytta og í hægra
horninu auk þess sem hann er sterkur varnarmað-
ur,? segir Viggó.
Þrátt fyrir að aðeins einn nýliði sé í landsliðinu þá
eru fleiri í hópnum sem ekki hafa mikla reynslu.
Helmingur hópsins, átta leikmenn, hefur aldrei tekið
þátt í stórmóti og einn til viðbótar, Birkir Ívar Guð-
mundsson, á aðeins eitt stórmót að baki, HM í
Frakklandi fyrir tæpum fjórum árum.
Aðeins sjö af þeim leikmönnum sem tóku þátt í
handknattleikskeppni Ólympíuleikanna í sumar eru í
hópnum nú og einungis sex þeirra sem nú eru valdir
voru með í Evrópukeppninni í Slóveníu í byrjun
þessa árs, Dagur Sigurðsson, Einar Örn Jónsson,
Guðjón Valur Sigurðsson, Jaliesky Garcia, Ólafur
Stefánsson og Róbert Gunnarsson.
Þeir tveir leikmenn sem Viggó segir að hafi ekki
geta svarað kalli hans eru Sigfús Sigurðsson og Pat-
rekur Jóhannesson. Báðir glíma þeir við meiðsli. ?Ég
gerði mér ákveðnar vonir með Patrek en því miður
þá urðu þær að engu, hann þarf lengri tíma til að vera
klár í slaginn,? sagði Viggó Sigurðsson.
Viggó Sigurðsson gerir róttækar breytingar á landsliðinu frá Ólympíuleikunum í Aþenu
Helmingurinn aldrei 
spilað á stórmóti
?ALLIR þeir sem ég óskaði eftir svöruðu kalli
mínu að tveimur mönnum undanskildum sem
eru meiddir og geta þar af leiðandi ekki verið
með. Þessi hópur sem ég hef valið er sá sterk-
asti sem ég tel vera völ á um þessar mundir,?
sagði Viggó Sigurðsson, landsliðsþjálfari í
handknattleik karla, þegar hann tilkynnti í gær
HM-hópinn sinn, landslið 16-leikmanna sem
hann hyggst tefla fram á heimsmeistaramótinu
í handknattleik sem hefst í Túnis 23. janúar.
Óhætt er að segja að Viggó hafi gert róttækar
breytingar á landsliðinu síðan hann tók við í
haust, aðeins sjö þeirra sem nú eru valdir voru
með á Ólympíuleikunum í sumar.
Morgunblaðið/Golli
Alexander Petersson, fyrrverandi leikmaður með Gróttu/KR, sem leikur nú með
Düsseldorf í Þýskalandi, er nýliði í landsliðshópi Viggós Sigurðssonar.
? HM-hópurinn/C2
RÓBERT Sighvatsson, handknattleiksmaður,
hefur ákveðið að leika með þýska liðinu D/M
Wetzlar til vorsins 2007, en núverandi samn-
ingur hans við félagið rennur út í vor. Róbert
hefur leikið með Wetzlar frá haustinu 2002 og
verður því búinn að vera hjá félaginu í fimm
ár þegar nýi samningurinn rennur út. Þá
verður Róbert 35 ára og búinn að vera at-
vinnumaður í handknattleik í Þýkalandi í 11
ár.
Róbert fór út árið 1996 eftir að hafa leikið
með Aftureldingu og Víkingi hér heima. Hann
lék í eitt ár með Schutterwald áður en hann
gekk til liðs við Bayer Dormagen 1997 hvar
hann var fram á sumarið 2001. Þá lék hann
eina leiktíð með HSG Düsseldorf áður en
hann gekk til liðs við Wetzlar í Dutenhofen.
Róbert fingurbrotnaði í síðasta mánuði og
leikur ekki með liði sínu fyrr en keppni hefst
að nýju í þýsku 1. deildinni í febrúar eftir að
rúmlega mánaðarlangt hlé hefur verið gert
vegna heimsmeistaramótsins í Túnis. Wetzlar
er um þessar mundir í 13. sæti af 18 liðum í 1.
deildinni með 12 stig.
Róbert áfram hjá Wetzlar
KR teflir fram nýjum Bandaríkja-
manni í úrvalsdeildinni í körfu-
knattleik á nýju ári. KR-ingar
hafa samið við Aaron Harper og
leysir hann landa sinn, Damon
Garris, af hólmi en samningi hans
við KR var sagt upp í síðustu
viku.
Harper er 23 ára skotbakvörð-
ur, 2 metrar á hæð, sem leikið
hefur á Ítalíu í haust. Hann lék
með Ole Miss-háskólaliðinu í fyrra
og var stigahæsti leikmaður liðs-
ins með 16,5 stig að jafnaði í leik.
Harper er ætlað að rétta gengi
KR-liðsins við en vesturbæjarliðið
situr í tíunda sæti úrvalsdeild-
arinnar. Liðið hefur unnið fjóra
leiki en tapað sjö.
Harper 
í raðir 
KR-inga
ÍSLAND er í 93. sæti á heimslista
karlalandsliða í tennis sem gefinn
var út á dögunum. Alls eru 145
þjóðir á listanum, þar af 47 Evr-
ópuþjóðir, og er Ísland í fertug-
asta sæti af þeim. Evrópuþjóðir
fyrir aftan Ísland eru Moldavía,
Bosnía, San Marino, Aserbaíd-
sjan, Andorra, Malta og Liechten-
stein.
Spánverjar eru efstir á listan-
um og næstu þjóðir eru Frakk-
land, Ástralía, Bandaríkin, Rúss-
land, Argentína, Sviss,
Hvíta-Rússland, Svíþjóð og Hol-
land.
Finnar eru númer tvö af Norð-
urlandaþjóðunum en þeir eru í
36. sæti. Norðmenn eru í 48. sæti
og Danir í 52. sæti.
Ísland í 
93. sæti 
í tennis

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4