Morgunblaðið - 28.12.2004, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 28.12.2004, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Ólína IngveldurJónsdóttir fædd- ist á Kaðalstöðum í Stafholtstungum 27. mars 1910. Hún lést á dvalarheimilinu Höfða 16. desember síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Jón Ólafsson bóndi og trésmiður á Kaðal- stöðum, f. 13.5. 1867, d. 31.8. 1939 og Guð- rún Kristjánsdóttir verkakona, f. 8.12. 1876, d. 7.5. 1965. Systkini Ólínu sam- feðra eru Þorsteinn, Ólafur og Ástríður Ingibjörg sem lifir systk- ini sín. Ólína giftist 6. október 1937 Stefáni Gunnarssyni, bónda og fyrrverandi starfsmanni Hvals hf., f. 5 mars. 1912, en þau hófu búskap 1936. Foreldrar Stefáns voru Gunnar Gunnarsson og Jóhanna Böðvarsdóttir. Börn Ólínu og Stef- áns eru: 1) Gunnar Kaprasíus, f. 21.8. 1940, d. 4.7. 1997, maki Sig- urbjörg Kristjánsdóttir, f. 11.12. 1938. Þeirra dætur eru: a) Ásta Björk, f. 7.1. 1964, maki Guðmund- ur Sigurbjörnsson og eiga þau þrjár dætur. b) Ólína Ingibjörg, f. 28.9. 1946, maki Jón Sigurðsson, f. 3.10. 1948, þau skildu. 4) Jóhanna Gunnhildur, f. 17.4. 1948, maki Sigfús Eiríksson, f. 7.5. 1946, þau skildu. Börn þeirra eru: a) Eiríkur Svanur, f. 12.1. 1967, maki Sandra Jónasdóttir, þau eiga tvo syni. b) Guðrún Erla, f. 7.9. 1973, maki Vil- mundur Theódórsson, þau eiga tvo syni. c) Þröstur Freyr, f. 25.5. 1976, maki Maríanna Másdóttir, þau eiga eina dóttur. Ólína ólst upp fyrstu árin að Stóru-Skógum í Stafholtstungum en síðar að Húsafelli í Hálsasveit. Hún lauk prófi frá Héraðsskólan- um að Laugarvatni, sótti ýmis námskeið og stundaði nám í bréfa- skóla. Ólína og Stefán bjuggu í 34 ár í Skipanesi í Leirár- og Mela- sveit og stunduðu þar almenn bú- störf. Á Akranes fluttu Ólína og Stefán árið 1975. Þau bjuggu fyrst á Vesturgötu 125 en frá. 1982 á Höfðagrund 2. Ólína vann við heimilishjálp um 15 ára skeið, bæði í sveitum Borgarfjarðar og á Akranesi, jafnframt starfaði hún á prjónastofunni Akraprjón þar til hún lét af störfum 1986 vegna ald- urs. Ólína tók virkan þátt í fé- lagsstörfum. Hún var heiðurs- félagi í kvenfélaginu Grein en þar var hún formaður í 17 ár. Ólína var einnig meðlimur í stúkunni Akur- blómi nr. 3 á Akranesi og félagi í sjúkravinafélaginu. Ólína verður jarðsungin frá Akraneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. 31.10. 1967, maki Garðar Jónsson og eiga þau fjögur börn. c) Klara Berglind, f. 21.8. 1970, maki Berg- steinn Egilsson og eiga þau þrjú börn. 2) Ármann Árni, f. 1.10. 1942. Börn hans eru: a) Árný Ólína, f. 29.10. 1963, d. 10.11 2000, maki Freysteinn Barkarson, þau eiga eina dóttur. Móðir Ár- nýjar er Ingunn Ást- valdsdóttir, f. 18.6. 1943. b ) Kristín Helga, f. 23.5. 1964, maki Brynj- ólfur Ottesen, þau eiga þrjú börn og eitt barnabarn. c) Stefán Gunn- ar, f. 20.2. 1966, maki Guðfinna Indriðadóttir, þau eiga þrjú börn. d) Indriði Björn, f. 10.4. 1971, maki Þórdís Magnúsdóttir, þau eiga einn son. e) Ármann Rúnar, f. 11.10. 1972, hann á þrjú börn. f) Ólafur Bjarni, f. 29.12. 1976, maki Kristín Helga Ragnarsdóttir, þau eiga tvo syni. Móðir þeirra er fyrri kona Ármanns, Símonía Ellen Þór- arinsdóttir, f. 21.4. 1947. Seinni kona Ármanns er Ingibjörg Valdi- marsdóttir, f. 16.2. 1945. Hún á þrjú börn. 3) Svandís Guðrún, f. Elsku amma, mig langar að leið- arlokum í bili til að þakka þér fyrir þær stundir sem við áttum saman í þessu jarðlífi. Þær eru ógleymanlegar ferðirnar sem þú fórst með okkur barnabörn- in í Húsafell. Þar hamaðist þú við að kenna okkur og fræða um stað- inn sem var þér svo kær. Þú hik- aðir ekki við að fara með okkur í hestaferðir eða í fjallgöngur þótt við værum smá. Þetta eru nú dýr- mætar minningar hjá okkur. Seinna þegar ég varð eldri var ég með þér í tjaldvagninum í Mun- aðarnesi. Þar kenndir þú mér að spila félagsvist og fórst með mig á spilasamkomur svo að ég yrði spila- fær. Síðan eftir þessa ferð var það nánast regla hjá okkur að taka í spil þegar við hittumst, skipti þá engu hvort við værum tvö ein eða með einhverjum öðrum. Það gerðist svo margt í þessum ferðalögum með þér og stundum þegar maður hugsar til baka þá springur maður úr hlátri yfir því sem gerðist eða yfir gullkornunum sem komu frá þér. Þú kenndir manni að virða landið og hve mik- ilvægt það er að geta ferðast og notið náttúrunnar. Ræðan sem þú hélst við brúð- kaup okkar Söndru alveg óundirbú- in var algjör snilld enda varst þú frábær ræðumanneskja. Að lokum vil ég þakka þér fyrir allar stundirnar sem við áttum saman og ég á eftir að minnast þeirra um ókomna tíð. Hvíl í friði. Eiríkur Svanur Sigfússon. Litrík kona er fallin frá. Amma mín Ólína var stórbrotin og mikil persóna en í útliti fíngerð og nett kona. Hún hafði mikinn kjark og áræðni, var mjög hugvitssöm, starfssöm fram á síðasta dag og mikill dugnaðarforkur. Mínar fyrstu minningar um ömmu eru frá Skipanesi. Þar bjuggu hún og afi og ráku mynd- arlegt bú. Milli bústarfa sinnti amma ýmsum félagsstörfum og vann við heimilishjálp. Í mörg ár fór amma með okkur 5 elstu barnabörnin árlega í ferðalög á æskuslóðir sínar í Húsafelli. Þetta voru miklar ævintýraferðir þar sem amma sá um dagskrána, sem var slík að hún hefði slegið öll- um sumarbúðum við. Það er ekki til það fjall í nágrenni Húsafells sem við príluðum ekki upp á og oftar en ekki máttum við krakkarnir hafa okkur öll við að ná ömmu. Hún var ótrúlega fljót í förum og virtist aldrei þreytast. Við fórum í hesta- ferðir, tíndum ber og fjallagrös, fórum í sund og óðum í ánni. Amma kunni öll örnefni og sagði okkur sögur um hvern blett í Húsafelli. Amma var ótrúlega minnug og auk þess víðlesin. Hún kunni bók- staflega nöfn á öllum fjöllum, bæj- um og flest örnefni. Hún hafði þann háttinn á þegar hún fór í ferðalög með mömmu, pabba og okkur systrunum, að á leiðinni á áfanga- stað sagði hún okkur öll nöfnin í landslaginu og á leiðinni til baka prófaði hún okkur, hvað við mynd- um af því sem hún hafði sagt okk- ur. Þegar afi og amma brugðu búi fór amma að stunda ferðalög, bæði innanlands og utanlands, ýmist með ferðafélögum eða bara upp á eigin spýtur. Hún kleif fjöll og firnindi eins og ekkert væri langt fram eftir aldri. Árið 1997 fór amma upp á Háa- hnjúk. Hún hafði orðið fyrir þeirri sáru sorg að missa elsta barnið sitt, pabba minn. Ömmu fannst hún þurfa að komast nær Guði sínum og spjalla aðeins við hann. Ferðin tókst vel og amma kom niður af fjallinu og sagði að sér liði betur. Ári síðar biður hún mig að keyra sig upp að Akrafjalli, hún ætli upp á Háahnjúk. Mér leist nú ekkert á að 88 ára gömul kona ætlaði ein upp á fjall, en ömmu varð ekki haggað. Hún hafði nefnilega gleymt að skrifa í gestabókina á tindi fjallsins árið áður og úr því skyldi nú bætt. Sjálf var ég ófrísk og gat ekki farið með henni. Ákveðið var að ég myndi sækja hana aftur um kvöldmatarleytið, en löngu fyrir til- settan tíma hringdi amma, búin að kvitta í bókina, hafði þá húkkað sér far og var komin heim. Síðustu ferðina með ferðafélögum sínum fór hún í fyrrasumar þá 93 ára, hana langaði að sjá Kárahnjúka og lét verða af því. Mínar dýrmætustu minningar eru þó eftir að ég fór sjálf að búa og amma kom í heimsóknir og við gleymdum okkur yfir spjalli. Hún sagði mér sögur af uppruna sínum, frá móður sinni sem var fátæk vinnukona, heyrnarlaus og mállaus en vegna stöðu sinnar og fötlunar fékk hún ekki að hafa barnið sitt hjá sér. Amma var sett í fóstur fyrst að Stóru Skógum en síðar að Húsafelli. Þrátt fyrir allt fannst ömmu að hún hefði verið heppin því fólkið á báðum þessum bæjum reyndist henni vel. Seinna tóku amma og afi móður hennar til sín og bjó hún hjá þeim í Skipanesi í nær 20 ár. Hún sagði mér frá því þegar pabbi fæddist undir súðinni uppi í Norðtungu (Suðurgötu 88), stríðsárin voru í algleymingi og ekkert hægt að fá nema út á skömmtunarseðla, þegar þau fluttu að Skipanesi og þegar börnin fædd- ust eitt af öðru og hversu kær þau voru henni. Amma og afi eiga stóran hóp af afkomendum. Á hverju kvöldi áður en amma fór að sofa bað hún Guð fyrir hvern og einn, allir taldir upp með nafni og í huganum krossaði hún og signdi yfir. Síðasta daginn sem hún lifði var hún að tala um það við mig að hún þyrfti að fara að fá lista yfir hópinn sinn svo að öruggt væri að enginn myndi gleymdast í bænum hennar. Mig langar að þakka ömmu minni fyrir alla umhyggju hennar fyrir mér og börnunum mínum, sérstaklega voru hún og Lilja Bjarklind miklar vinkonur, þær léku sér mikið saman og 86 ára ald- ursmunur varð að engu. Að leiðarlokum vil ég biðja Guð að gæta hennar og varðveita. Lífið verður vissulega tómlegra án henn- ar en eftir langa ævi er hvíldin sennilega kærkomin. Guð geymi þig, amma mín. Þín Ólína Ingibjörg Gunnarsdóttir. Elsku Ólína mín. Aðeins nokkur kveðjuorð að leið- arlokum. Ég hélt reyndar að þú værir ekki alveg á förum þó árin væru orðin mörg. En það hallaði hratt undan fæti og þinn tími var kominn. Ég minnist margra góðra stunda á þeim nærri 40 árum sem við höf- um átt samleið. Eru mér þá of- arlega í huga hinar árlegu fjöl- skylduferðir sem þið Stefán buðuð í. Þið tókuð á leigu rútu undir hóp- inn ykkar, sem voru börnin ykkar og þeirra fjölskyldur. Farið var að morgni, ferðast um og landið skoð- að og um kvöldið var hópnum boðið í mat. Þú varst áræðin og dugleg kona. Vissir alveg hvernig þú vildir hafa hlutina og fylgdir því fast eftir. Þú hafðir gaman af að ferðast og skoða landið þitt, enda þekktir þú það vel og þuldir örnefni eins og þú værir að lesa uppúr bók. Nú ertu farin í það ferðalag sem allra bíður. Ég veit að vel hefur verið tekið á móti þér í heimahöfn, þar sem vinir bíða í varpa. Ég sakna þín Ólína mín en þú varst orðin lúin og hvíldin er þreyttum kær. Ég kveð þig með kærri þökk og bið Guð að gæta þín. Sigurbjörg. Langamma mín var að deyja í nótt (16. desember). Hún var orðin 94 ára þegar hún dó. Það var hringt í mömmu og pabba og þau sögðu mér og bróður mínum að hún væri dáin. Þegar ég frétti að langamma væri dáin þá leið mér ekki vel, við vorum nefnilega svo miklar vinkon- ur. Hún kom oft í kofann minn í garðinum okkar og gaf mér alltaf eitthvað í kofann minn. Við fórum í búðarleik, það var mjög gaman. Svo fór hún að veikjast, hún fór á sjúkrahúsið og svo á Höfða og var þar í smátíma. Þar gat hún hitt langafa. Það fannst þeim gaman. Svo lagðist hún á koddann og dó. Bless elsku langamma. Þín Lilja Bjarklind. Ólína Jónsdóttir er önduð háöldr- uð á dvalarheimilinu Höfða á Akra- nesi. Hún var dugnaðarforkur sem lét sér ekkert fyrir brjósti brenna, ríða ótemjum, ganga á fjöll í regin- óbyggðum eða fara alein til útlanda án þess að kunna tungumál. Hún annaðist móður sína í ellinni, næst- um mállausa, og kom upp fjórum börnum, öllum mætum manneskj- um. Hún giftist Stefáni Gunnars- syni. Hann er hjartahlýr ágætis- maður. Það sjaldan sem undirritaður hitti hann stafaði frá honum manngæsku. Svo mikið er víst að í afmælisveislu hjá þeim hjónum háöldruðum þar sem flestir afkomendur voru samankomnir, þar á meðal ung börn, heyrðist hvorki agg né grátur svo að við- stöddum varð hugsað til þess að hér væri gott fólk með vönduðum erfðavísum. Ólína Ingveldur fæddist á Kað- alstöðum 1910, dóttir mállausrar eða öllu heldur mállítillar vinnu- konu, Guðrúnar Kristjánsdóttur, og ógifts bónda á bænum, Jóns Ólafs- sonar. Ekki átti móðirin þess kost að hafa barnið hjá sér og því var komið fyrir í Stóruskógum hjá Árna bónda Guðmundssyni og sam- býliskonu hans Ragnheiði Péturs- dóttur. Ragnheiður dó árið 1917 þegar Ólína var 7 ára og árið 1920 var henni komið fyrir á Húsafelli hjá mági Jóns á Kaðalstöðum. Hún er 10 ára og á þá að yfirgefa fóstur- föður sinn, Ragnheiður er þá dáin fyrir 3 árum. Ólína lýsir þessu svona: „Ég skildi heldur tæplega þegar mér var sagt það seinni part vetrar 1920 að ég ætti að fara frá Stóru-Skógum í vor á annað heimili og vera þar alla tíð, ekki koma heim aftur. Nei! ég var ekki spurð hvort ég vildi fara. Nei, þú ferð í vor. Ég, sem var blessað elsku barnið hans fósturpabba míns og barna hans.“ ...„Á líkingarmáli var ég eins og lítil rótarslitin hrísla, sem líkleg væri að missa sinn eðli- lega styrk og lit, nema því aðeins að hún kæmist í mildan og frjóan jarðveg. Þreytt og tilfinningasljó var ég loks komin á ákvörðunarstað minna forsvarsmanna. Meðal heimamanna sem komu út á hlað á Húsafelli að fagna gest- unum, var ung kona með stóran ný- sleginn gullhring á hendi, sem þá nefndist trúlofunarhringur. Þessi kona var Ingibjörg Krist- leifsdóttir verðandi húsmóðir mín á Húsafelli. Með mjúkum kærleiks- ríkum örmum tók hún mig í faðm sinn, gróðursetti mig svo vel á heimili sínu, að enn í dag finnst mér ég eiga þar heima, dvelji bara annars staðar vegna skyldu minnar við annað fólk.“ Ólína er heimilisföst á Húsafelli til 1933. Hún var á Héraðsskól- anum á Laugarvatni veturna 1930- 1932 og naut skólagöngunnar vel. Hún var mikill stílisti að eðlisfari og þroskaði þennan eiginleika vel í skólanum og þar varð hún fær um að standa upp í fjölmenni og halda ræður, var flugmælsk eins og sést á tilvitnunum hér að ofan en þær eru úr ræðu sem hún flutti á samkomu. Frá Húsafelli hélt hún út í heim- inn að vinna fyrir sér og árið 1937 giftist hún Stefáni sínum. Lengst bjuggu þau í Skipanesi. Margt raunaélið kom yfir Ólínu. Í bernsku sá hún á eftir fóstru sinn í Stóru- skógum og varð síðar að hverfa þaðan. Unglingur varð hún að sjá á eftir annarri fóstru sinni sem var henni mikill harmur. Á manndóms- árunum varð hún að þola sitt af hverju og í ellinni missti hún eldri son sinni og elsta barnabarnið, konu í blóma lífsins. Ekkert gat þó beygt hana. Hún var sú dæmigerða hetja. Listfengi var henni gefið. Hún skreytti ellibústað sinn úti og inni með listaverkum eftir sjálfa sig og meðal annars safnaði hún undir- skálum og gat fundið í þeim marg- vísleg listaverk í munstrum og samstæðum, og talandi menning- arsögu. Minningargreinar verða að vera stuttar, en hægt væri að skrifa heila bók um Ólínu og það yrði jafnvel meira en eitt bindi. Nú er hún dáin ellihrum og farin að kröft- um en samt er mikið horfið með henni. Stefáni og afkomendum sendi ég samúðarkveðjur. Þorsteinn Þorsteinsson. Fyrir rúmun 50 árum fór 5 ára stúlka (bráðum 6 ára) í fyrsta sinn alein í sveit en móðir hennar hafði nýlega misst mann sinn frá þremur ungum dætrum og þrjú góð sveita- heimili í Borgarfirði buðust til að hjálpa til með ungu móðurinni og taka dæturnar til sumardvalar. Skipanes var eitt af þessum heimulum og kom það í minn hlut að fara þangað. Þegar stoppað var við afleggjarann að Skipanesi fór stúlkan út og á móti henni kom brosmildur unglingsdrengur, þá nýfermdur, og var þar kominn elsti sonur hjónanna, Gunnar Kaprasíus, til þess að taka á móti henni. Alla tíð síðan var hann mér eins og stóri bróðir og mikið var hans sárt sakn- að er hann lést árið 1997. Hann tók í hönd mér og leiddi mig heim og niður í kjallara en þar var Ólína við þvotta og góðar og hlýjar voru mót- tökurnar þar. Oft hef ég hugsað um hversu lán- ÓLÍNA INGVELDUR JÓNSDÓTTIR Pantanir í síma 562 0200 Á fallegum og notalegum stað á 5. hæð Perlunnar. Aðeins 1.250 kr. á mann. Perlan ERFIDRYKKJUR Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, KRISTINN BJÖRNSSON sálfræðingur, lést á gjörgæsludeild Landspítala Fossvogi sunnudaginn 26. desember. Útför verður auglýst síðar. Birna Pála Kristinsdóttir, Sigurður Magnús Garðarsson, Magnús Kristinsson, Cristína Antonía Luchoro og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.