24 stundir - 30.11.2007, Blaðsíða 38

24 stundir - 30.11.2007, Blaðsíða 38
38 FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2007 24stundir Sýningin Undrabörn eftir bandaríska ljósmyndarann Mary Ellen Mark stendur yfir í Mynda- sal Þjóðminjasafns Íslands. Þar getur að líta myndir af fötluðum nemendum í Öskjuhlíðarskóla, Safamýrarskóla og Lyngási sem teknar voru á síðasta ári. Næst- komandi sunnudag, þann 2. des- ember klukkan 15, verður Mar- grét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður á staðnum og segir gestum frá verkefninu. Einnig verður sýnd heimild- arkvikmyndin Alexander eftir Martin Bell, en hún er 40 mín- útna löng og fjallar um líf eins nemanda í Öskjuhlíðarskóla, en myndin hefur verið sýnd daglega í fyrirlestrarsal safnsins á milli klukkan 13 og 17 á meðan sýn- ingin Undrabörn hefur staðið yf- ir. Mary Ellen er þekkt fyrir myndir þar sem horfst er í augu við raunveruleikann og hefur myndað heimilislaus ungmenni í Seattle, starf líknarstofnunar móður Teresu í Kalkútta og vændishús í Mumbai svo fátt eitt sé nefnt. Þegar hún kom til Ís- lands árið 2006 heillaðist hún mjög af því starfi sem unnið er með fötluðum börnum á Íslandi. Í kjölfarið leitaði Þjóðminjasafn Íslands eftir samstarfi við Mary Ellen Mark um að ljósmynda líf fatlaðra barna á Íslandi. Þjóðminjavörður Mar- grét Hallgrímsdóttir verð- ur með leiðsögn um sýn- inguna Undrabörn á sunnudaginn. Þjóðminjavörður fræðir gesti um Undrabörn Myndir af undrabörnum Eitt merkasta verk Kjarvals í kúbískum stíl, Hvíta- sunnudagur, er komið til landsins og verður nú sýnt í fyrsta skipti á sýningu á Kjarvalsstöðum. Sýningin verður opnuð á sunnudaginn, 2. desember, og stendur út mánuðinn. Málverkið kom í leitirnar í Danmörku í febrúar síð- astliðnum en þess hafði verið leitað lengi. Kjarval málaði Hvítasunnudag þegar hann hafði nýlokið námi við Konunglegu dönsku listaakademíuna árið 1917. Það vakti mikla athygli í íslenskum fjöl- miðlum þegar verkið fannst og mikil eftirvænting ríkti þegar ljóst var að það ætti að bjóða það upp á uppboði. Mikil leynd hvíldi yfir kaupanda verksins og margir bundu vonir við það að þessi mikilvægi hlekkur í listasögu Kjarvals rataði til Íslands. Nú er komið í ljós að þar var Landsbankinn að verki og hefur hann boðið Listasafni Reykjavíkur að taka það til sýningar fyrir almenning. Hvítasunnudagur verður í öndvegi í austursal Kjar- valsstaða auk fleiri verka sem Landsbankinn keypti á síðasta ári þegar hann fagnaði 120 ára afmæli sínu. Um er að ræða meðal annars kolateikningar frá 1924-25 eftir Kjarval, sem fundust uppi á háalofti gamla Stýrimannaskólans í Reykjavík sumarið 1994. Auk Kjarvalsverkanna verða til sýnis verk eftir fleiri listamenn á borð við Finn Jónsson, Gunnlaug Scheving, Ásgrím Jónsson, Nínu Tryggvadóttur, Guðrúnu Einarsdóttur, Eggert Pétursson, Jón B. Ransú og fleiri. Hvítasunnudagur kominn Hvítasunnudagur Eitt merkasta verk Kjarvals í kúbískum stíl kemur fyrir sjónir almennings. Eftir Hildi Eddu Einarsdóttur hilduredda@24stundir.is Sýningin „Flickr, flakk og heljar- stökk“ verður opnuð í Ljósmynda- safni Reykjavíkur á morgun en eins og nafnið gefur til kynna er á henni safn ljósmynda af ljósmynda-net- samfélaginu flickr.com. Á sýning- unni verða um 220 myndir eftir 95 manns, bæði atvinnu- og áhuga- ljósmyndara. „Við bjuggum til okkar eigin flickr-síðu síðastliðið sumar þar sem við buðum fólki að senda okkur myndir fyrir þessa sýningu. Við höfðum opið fyrir sendingar í tvo mánuði og fengum ótrúlega mikil viðbrögð og það var mjög erfitt að velja úr þeim fjöl- mörgu góðu myndum sem við fengum,“ segir Jóhanna Guðrún Árnadóttir, sýningarstjóri. Áhugaverður vettvangur Flickr.com er afar áhugavert netsamfélag að sögn Jóhönnu og því full ástæða til að halda sýn- ingu á ljósmyndum þaðan. „Flickr er dálítið eins og myspace, svona staður þar sem fólk með svipuð áhugamál kemur saman, skoðar myndir hvað hjá öðru og ber saman bækur sínar. Notend- urnir koma víða að. Sumir eru þaulvanir atvinnuljósmyndarar og aðrir eru kannski að þreifa sig áfram í áhugaljósmyndun,“ bend- ir hún á. „Það er líka ekki langt síðan fáir áttu stafrænar mynda- vélar en nú eru þær mjög algeng eign. Það hefur orðið ótrúlega mikil gróska í áhuga- og atvinnu- ljósmyndun á þessum tíma og flickr á sinn þátt í því.“ Sex flokkar Myndunum á sýningunni er skipt niður í sex flokka, en það eru Daglegt líf, Portrett, Svart/hvítt, Tíska, Tónlist og Umhverfi. Að sögn Jóhönnu var leitast við að hafa sem fjölbreyttastar myndir í öllum flokkum. „Þannig eru ekki bara fossa- eða sólarlagsmyndir í umhverfisflokknum,“ segir hún. „Annars var hluti af myndunum í svarthvíta flokknum sýndur á ís- lenskri menningarhátíð í Prag síð- astliðinn október.“ Nánar má lesa um þá hátíð á islandskypruvan.cz. Sýningin verður opnuð á morg- un, laugardaginn 1. desember klukkan 16. Fjölbreytileg sýning í Ljósmyndasafni Reykjavíkur Myndir eftir 95 ljósmyndara Á flickr.com koma saman ljósmyndarar úr öllum áttum, setja inn myndir og ræða sín á milli. Á morgun verður opnuð sýningin „Flickr flakk og heljarstökk“ í Ljós- myndasafni Reykjavíkur með völdum myndum frá íslenskum ljósmyndurum á flickr. Myndin Harry Potter helgi eftir Gunnar Sal- varsson Ein af mynd- unum á sýningunni. ➤ Myndunum er raðað upp eftirflokkum og í sumum tilfellum eru valdar athugasemdir af flickr prentaðar út og hengd- ar upp með þeim. ➤ Hún stendur yfir fram í miðj-an febrúar. SÝNINGIN MENNING menning@24stundir.is a Það hefur orðið ótrúlega mikil gróska í áhuga- og atvinnuljósmyndun á þessum tíma og flickr á sinn þátt í því. Leiðarvísir User Manual Um þig, manninn, konuna eða börnin. Loksins! Stjörnuspekistöðin Síðumúli 29 553 70 75 www.stjornuspeki.is            ! " #$%&%'(     ) * +, -. , -. +    +    ) * #/  !)* )-- 0 *0  . 1 - - /- /  -.  2* */ 2  */  //  3 4 5 / / 6! /
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.