24 stundir - 02.04.2008, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 2008 24stundir
MENNING
menning@24stundir.is a
Mér þótti alltaf dálítið vænt um þessar persónur og
ákvað að snúa mér að þessu aftur fyrir nokkru síðan
og freista þess að klára þetta.
Eftir Hildi Eddu Einarsdóttur
hilduredda@24stundir.is
Leikfélagið Hugleikur hefur tekið
til sýninga leikritið 39½ vika eftir
Hrefnu Friðriksdóttur. Um er að
ræða gamanleik sem fjallar að
mestu leyti um barneignir og sauð-
fjárrækt. Sveitapilturinn Valur fær
afnot af skrifstofu frænku sinnar,
sem starfar sem félagsráðgjafi á
kvennadeild sjúkrahúss. Valur er
að leggja lokahönd á BA-ritgerð
sína um ættir og örlög sauðkind-
arinnar. Vera hans á skrifstofunni
leiðir til ýmiss konar misskilnings
og alls konar ruglingur og uppá-
komur flækja málin enn frekar. Þá
er hefðbundnum kynhlutverkum
að vissu leyti gefið langt nef.
Höfundur verksins, Hrefna
Friðriksdóttir, segir hugmyndina
að verkinu fyrst hafa kviknað fyrir
um áratug. „Þá gerði ég mína
fyrstu tilraun til þess að skrifa leik-
rit og flestar helstu persónurnar
urðu til strax þá, sem og grunn-
urinn að sögunni. Svo lagði ég
þetta til hliðar án þess að klára
verkið og hef skrifað ýmislegt í
millitíðinni. En mér þótti alltaf dá-
lítið vænt um þessar persónur og
ákvað að snúa mér að þessu aftur
fyrir nokkru og freista þess að klára
þetta. Að endingu tókst mér að
gera úr þessu dálítið farsakennda
fléttu, eða það vona ég að minnsta
kosti,“ segir hún.
Fjallar um barneignir
Er einhver alvara í bland við grín-
ið?
„Þetta er fyrst og fremst léttur
gamanleikur, en umfjöllunarefnið
er þó um það hvernig fólk bregst
við því að eiga von á barni. Það er
náttúrlega ábyrgðarhluti út af fyrir
sig. En við leikum okkur með al-
gengar hugmyndir um það hvernig
kynin taka því á ólíkan hátt að eiga
von á barni.“
Þrír leikstjórar
Leikstjórar verksins eru Ásta
Gísladóttir, Júlía Hannam og Sig-
urður H. Pálsson. Þó svo að Hrefna
hafi reynslu af leikstjórn með leik-
hópnum segist hún hafa viljað eft-
irláta öðrum að leikstýra sínu eigin
leikriti. „Mér fannst við hæfi að
leyfa öðrum að vinna með verkið
og krydda það dálítið. Þeim tókst
mjög vel að gera sögunni skil og
koma með nýjar, ferskar áherslur,“
segir hún.
Leikfélagið Hugleikur sýnir nýtt leikrit eftir Hrefnu Friðriksdóttur
Uppákomur á
kvennadeild
Þegar ungur háskóla-
nemi vinnur að lokaverk-
efni sínu á skrifstofu fé-
lagsráðgjafa á
kvennadeild sjúkrahúss
veldur það ýmiss konar
misskilningi. Um þetta
fjallar farsakenndur gam-
anleikur sem leikfélagið
Hugleikur sýnir í Mögu-
leikhúsinu.
Höfundurinn Hrefna
Friðriksdóttir fékk hug-
myndina að verkinu fyr-
ir 10 árum.
➤ Var frumsýnt um síðustuhelgi og verður sýnt fram til
17. apríl.
➤ 13 leikarar fara með hlutverkí sýningunni.
➤ Þungaðar konur fá ókeypisinn í fylgd maka.
39½ VIKA
Fjöldi færeyskra listamanna
kemur fram á færeyskri menning-
arveislu sem haldin verður á veg-
um Listasafns Reykjavíkur og
samstarfsaðila á Kjarvalsstöðum
næstkomandi laugardag frá
klukkan 14 til 16. Færeyskir tón-
listarmenn og dansarar troða
upp, boðið verður upp á leiðsögn
og leiki fyrir alla aldurshópa um
sýningu Mikinesar og Leikbrúðu-
land sýnir brúðuleikhús. Fróð-
leikur um Færeyjar í máli og
myndum verður í boði allan dag-
inn en hátíðinni lýkur með mat-
arkynningu á færeyskum þjóðar-
réttum.
Hátíðin er haldin í tengslum
við myndlistarsýningu færeyska
listmálarans Mikines sem staðið
hefur yfir á Kjarvalsstöðum und-
anfarin misseri en lýkur sunnu-
daginn 6. apríl. Fyrir Færeyingum
er Mikines eins og Kjarval er fyrir
Íslendingum og sótti hann inn-
blástur í náttúru, landslag og líf
Færeyinga. Við undirbúning á
Mikinesar-sýningunni komst á
einstakt samband aðila úr fær-
eysku og íslensku menningarlífi
sem skilar sér núna á þessari fær-
eysku menningarveislu.
Öllum sýningum Kjarvalsstaða
lýkur sunnudaginn 6. apríl en þá
hefst undirbúningur fyrir útskrift-
arsýningu Listaháskóla Íslands
sem verður opnuð 19. apríl.
Færeysk menningarhátíð á Kjarvalsstöðum
Færeyjar í máli og myndum
Ljósmyndafélagið Fókus stendur
fyrir ljósmyndasýningu í Tjarnarsal
Ráðhúss Reykjavíkur. Sýningin
heitir Fyrir og eftir í Fókus. Með
því er leitast við að koma á fram-
færi upplifun ljósmyndarans á
tengdum atburðum, hlutum eða
hugmyndum í tveimur ljósmynd-
um.
Sýningin í Ráðhúsinu stendur til
13. apríl og er aðgangur ókeypis og
allir velkomnir.
Ljósmyndasýning í Ráðhúsinu
Fyrir og eftir í Fókus
Fyrir og eftir Ein
af myndunum á
sýningunni.
Monika Abendroth hörpuleikari
og Antonía Hervesi píanóleikari
spila á hádegistónleikum í Hafn-
arborg, menningar- og listastofn-
un Hafnarfjarðar á morgun,
fimmtudaginn 3. apríl, klukkan
12. Tónleikarnir standa yfir í um
hálfa klukkustund og eru hugs-
aðir sem tækifæri fyrir fólk í
Hafnarfirði og nágrenni til að
njóta góðrar tónlistar í hádeg-
ishléi. Aðgangur er ókeypis og
öllum opinn á meðan húsrúm
leyfir.
Monika og Antonía spila
Hvað ætlar þú að
gera í dag?
- kemur þér við
11. apríl 2008
`tàâÜSérblað 24 stunda
Fullt af fróðleik og skemmtilegu efni
Auglýsingasímar:
Katrín Rúnarsd. 510-3727
kata@24stundir.is
Kolbrún Dröfn 510-3722
kolla@24stundir.is
fyrir auglýsinguna þína
Hafðu samband og fáðu gott pláss