24 stundir - 04.04.2008, Blaðsíða 25

24 stundir - 04.04.2008, Blaðsíða 25
24stundir FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 2008 25 Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur kolbrun@24stundir.is Fjöldi færeyskra listamanna kemur fram í Færeyskri menning- arveislu sem haldin verður á Kjar- valsstöðum næstkomandi laugar- dag frá 14.00 til 18.00. Hátíðin er haldin í tengslum við myndlistar- sýningu færeyska meistarans Mik- ines sem staðið hefur yfir á Kjar- valsstöðum og lýkur sunnudaginn 6. apríl. Færeyskur dans stiginn „Þetta verður afar glæsileg hátíð og við höfum fengið til liðs við okkur Færeyingavini um allt Ís- land sem hafa lagt hönd á plóginn og færeyskir listamenn koma sér- staklega hingað til lands vegna há- tíðarinnar,“ segir Soffía Karlsdótt- ir, kynningarstjóri Listasafns Reykjavíkur. Meðal þeirra sem fram koma er færeyska söngkonan Katrin Petersen en hún nýtur mik- illar virðingar í Færeyjum. Hún skemmtir ásamt Leivi Thomsen, sem er einn þekktasti gítarleikari Færeyinga, og bassaleikaranum snjalla Bjarka Meitel. „Tríóið mun koma gestum í færeyska stemningu og eftir það stíga dansarar frá Færeyjum fær- eyskan dans og kenna gestum sporin í þessum vinsæla dansi sem var dansaður hér á landi en var svo bannaður en hefur varðveist allan tímann hjá Færeyingum einum þjóða,“ segir Soffía. Mikines á Íslandi Soffía segir að einn hvatinn að hátíðinni hafi verið sá mikli áhugi sem er á gagnkvæmu samstarfi milli Íslands og Færeyja, ekki síst varð- andi myndlist. „Þegar við vorum búin að taka Mikines-málverkin upp úr kössunum pökkuðum við Kjarvalsverkum ofan í sömu kassa og sendum til Færeyja. Nú stendur yfir í Listasafni Færeyja sýning á verkum Kjarvals og við erum með 50 málverk eftir Mikines á sýningu hér á Kjarvalsstöðum.“ Mikines fær vitanlega sína um- fjöllun á menningarhátíðinni en Aðalsteinn Ingólfsson, listfræðingur og sýningarstjóri, mun fylgja gest- um um sýninguna og segja frá meistara Mikines og samhengi hans og sérstöðu í færeyskri myndlist. Færeyskt smakk „Við leggjum áherslu á að hafa hátíðina fjölskylduvæna,“ segir Soffía. „Við verðum með leiki og létta fræðslu fyrir börn um Mik- ines-sýninguna og Brúðuleikhús Helgu Steffensen sýnir brúðuleikrit- ið Vináttu. Við munum síðan bjóða upp á ekta þjóðlegan færeyskan mat, skerpukjöt, rastakjöt, hvalkjöt og hvalspik og herlegheitunum get- ur fólk skolað niður með færeysk- um miði. Svo verður fólk frætt um það hvernig þessi matur er búinn til. Þetta verður sem sagt fjölbreytt og skemmtileg hátíð fyrir alla fjöl- skylduna.“ Soffía „Þetta verður afar glæsileg hátíð og við höfum fengið til liðs við okkur Fær- eyingavini um allt Ísland sem hafa lagt hönd á plóginn og færeyskir listamenn koma sérstaklega hingað til lands vegna hátíðarinnar.“ Menningarhátíð á Kjarvalsstöðum Færeysk fjölskylduskemmtun ➤ Kjarvalsstaðir verða lokaðirfrá mánudeginum 8. apríl til laugardagsins 19. apríl en þá verður útskriftarsýning Listaháskólans opnuð. ➤ Sýningar sem lýkur umhelgina á Kjarvalsstöðum eru: Mikines, Nína Sæmunds- dóttir, Kjarval, Byggingarlist í augnhæð. KJARVALSSTAÐIR„Við leggjum áherslu á að hafa hátíðina fjöl- skylduvæna,“ segir Soffía Karlsdóttir, kynning- arstjóri Listasafns Reykja- víkur, en færeysk menn- ingarhátíð verður á Kjarvalsstöðum á laugar- dag. Á þessum degi árið 1968 var blökkumannaleiðtog- inn Martin Luther King myrtur í Memphis í Tennes- see þar sem hann stóð á hótelsvölum. Hann fékk skot í höfuðið og var fluttur á spítala þar sem hann lést skömmu síðar. Hann var 39 ára gamall. King var ötull baráttumaður fyrir réttindum blökkumanna og hlaut Friðarverðlaun Nóbels árið 1964. Öryggi hans var margsinnis ógnað og sprengju var varpað að heimili hans árið 1956. Lík Kings lá á viðhafnarbörum í Memphis og vinir hans og félagar vottuðu honum virðingu sína. Morðið á King olli óeirðum í rúmlega hundrað borgum víðs vegar um Bandaríkin en margir töldu stjórnvöld bera ábyrgð á morðinu. Það var ekki fyrr en 8. júní sem James Earl Ray var tekinn í yfirheyrslu. Hann var sak- felldur fyrir morðið og dæmdur til 99 ára fangels- isvistar. Árið 1998 lést hann í fangelsi. Baráttumaður myrtur MENNINGARMOLINN Komin er út hjá bókaút- gáfunni Bjarti í kiljuformi skáldsagan Piltur og stúlka eftir Jón Thorodd- sen. Fá íslensk skáldverk hafa náð annarri eins hylli hjá þjóðinni og Piltur og stúlka. Í sögunni eru á áhrifaríkan hátt dregnar upp andstæður sem síðar áttu eftir að verða ríkjandi í íslenskum bók- menntum langt fram eftir 20. öld: sveitasælan og sollurinn. Sigríður Rögnvaldsdóttir ritar formála. Piltur og stúlka snúa aftur Í tilefni Íslandsheimsóknar bandaríska básúnuleikarans og tónskáldsins Normans Bolters og Al- þjóðadaga básúnunnar í apríl 2008 verður opið hús í Grens- áskirkju frá kl. 14:00 laug- ardaginn 5. apríl. Norman Bolter hefur und- anfarin 32 ár leikið með Sin- fóníuhljómsveitinni í Boston. Á meðal verka sem flutt verða er nýjasta verk Normans In All Hearts sem hann samdi vegna Íslandsheimsóknar sinnar og tileinkar Íslandi og vináttu við Odd Björnsson básúnuleikara. Básúnuleikur í Grensáskirkju AFMÆLI Í DAG Anthony Perkins leikari, 1932 Marguerite Duras rithöfundur, 1914 Maya Angelou rithöfundur, 1928 KOLLAOGKÚLTÚRINN kolbrun@24stundir.is a Ég fór aldrei í háskóla. Klár- aði ekki einu sinni mennta- skólann. En ég hef fulla samúð með þeim sem gerðu það. Terry Pratchett

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.