24 stundir - 18.04.2008, Blaðsíða 24

24 stundir - 18.04.2008, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 18. APRÍL 2008 24stundir Eftir Kristjönu Guðbrandsdóttur dista@24stundir.is Eitt allra fallegasta og glæsilegasta timburhús Íslands er Fríkirkjuveg- ur 11 sem Thor Jensen lét reisa á árunum 1907 og 1908. Kaup Nova- tors, fjárfestingarfélags Björgólfs Thors Björgólfssonar, á húsinu hafa verið í fréttum undanfarið enda þykir borgarbúum vænt um húsið og svonefndan Hallargarð við hús- ið. Kaupverð hússins er sagt vera 600 milljónir en hugsanlegt er að kaupandinn greiði allt að 200 millj- ónir til viðbótar vegna ýmissa framkvæmda við hús og á lóð. Fram kemur í tilboðinu, að fyr- irhugað sé að breyta húsinu í safn um líf Thors Jensens, langafa Björgólfs, sem reisti húsið á sínum tíma. Barokkhöllin Esjuberg Barokkhöllin við Þingholtsstræti 29A er steinsteypuhús reist árið 1916, teiknað af Einari Erlendssyni arkitekt og friðað 25. apríl 1978. Margir Reykjavíkurbúar kannast við húsið sem var aðalsetur Borg- arbókasafnsins um árabil. Húsið var síðan selt Guðjóni kenndum við Oz sem ætlaði sér að byggja í því frumkvöðlasetur. Lítið varð úr þeirri hugmynd og Odd Nerdrum listmálari keypti húsið af Guðjóni. Nerdrum eyddi nokkrum árum við liststörf í húsinu en seldi síðan Ing- unni Wernersdóttur athafnakonu húseignina. Landshöfðingjahús Magnús Stephensen lét reisa sér íbúðarhús við Þingholtsstræti sem síðan hefur gengið undir nafninu Landshöfðingjahúsið eða Næpan vegna lags á turni hússins. Húsið var reist árið1903. Húsið var friðað af menntamálaráðherra 19. apríl 1991. Friðunin tekur til ytra borðs. En hið innra byrði var allt endur- hannað af írönskum arkitekt fyrir Guðjón í Oz, eiganda hússins. Á neðstu hæð hússins er Sögn ehf., kvikmyndafyrirtæki, með starfsemi. 24stundir/Þorkell Friðuð og sögufræg hús keypt af efnamönnum Hús fyrir höfðingja Þýðingarmikil hús í bygg- ingararfi Íslendinga hafa komist í eigu íslenskra efnamanna síðustu ár og mörg orðið að heimilum eins og þau áður voru byggð til. Heimili eða safn? Frí- kirkjuvegur 11, eitt glæsileg- asta timburhús Íslands. Hallargarður Hér ríkir mikið líf og fjör á sautjánda júní. Gamla bóksafnið Hús sem margir hafa heimsótt. Höfðingjasetur Guðjón kenndur við OZ hefur annast viðhald hússins og gert innra byrði þess glæsilegt. 24stundir/Ásdís 24stundir/Einar Falur 24stundir/Golli Í aðalskipulagi Reykjavíkur frá árinu 1962 má lesa eftirfarandi um Grjótaþorp: „Mesta sam- safnið af mjög lélegum húsum er í Grjótaþorpi og það væntanlega eina hverfið í borginni, þar sem borgaryfirvöld þurfa að sjá um algera endurskipulagningu og endurbyggingu.“ (aðalskipulag 1962-1983, bls. 119). Grjótaþorp telst liggja milli Aðalstrætis og Garðastrætis og milli Túngötu og Vesturgötu. Meðal sögufrægra húsa í Grjóta- þorpi má nefna Hlaðvarpann, Unuhús og hús Sögufélags. Á einum fyrsta skipulagsuppdrætti fyrir Reykjavík sem gerður var fyrir um 80 árum er gert ráð fyr- ir að Suðurgatan verði hrað- braut, framlengd til norðurs allt að Vesturgötu. Með þessu skipulagi varð Grjótaþorpið frá að hverfa. Í sama skipulagi var gert ráð fyrir Hringbraut sem átti að umlykja allan bæinn. Gert var ráð fyrir járnbrautarstöð á Hringbraut þessari þar sem Snorrabraut er nú. Hjallarnir endurbyggðir En svo komu kreppuárin, skipulagið gleymdist og þar með niðurrif Grjótaþorpsins. En aftur risu hugmyndir um að rífa hjallana í miðbænum og byggja þar nútímaleg hús. Árið 1975 var hafin könnun á sögu Grjótaþorps í Árbæjarsafni. Í skýrslu sem unnin var af Júlíönu Gottskálksdóttur og Nönnu Her- mansson borgarminjaverði eru þessari könnun gerð góð skil. Hún hófst með ýtarlegri gagna- söfnun, stuðst var við gamlar ljósmyndir og kort af Reykjavík. Í skýrslunni eru rakin vinnu- brögð þau er urðu til þess að eft- ir stendur lítill reitur end- urgerðra húsa sem enginn rengir að prýði sé að. dista@24stundir.is Átti að víkja fyrir vegagerð og nýjum húsum Grjótaþorpi bjargað 24stundir/G.Rúnar Áhugi á gömlum húsum ekki tískufyrirbæri Skýrsla um endurreisn Grjótaþorps var unnin á ári húsverndunar í Evrópu (European Architectural Heritage Year) 1975 og hún unnin samhliða varðveislustefnu í öðrum Evrópulöndum. Malasía er þekkt fyrir tákn- rænar byggingar enda má þar finna tvær af hæstu byggingum heims. Það vekur því kannski ekki furðu að þar megi bráðum líta einkar sérstakt íbúðahverfi, sem líkist helst skipaflota úr fjar- lægð. Þrátt fyrir það er hönnunin frumleg og fersk en á þó rætur að rekja til hefðbundinnar íslamskar hönnunar. Hverfið er staðsett í um 30 kílómetra fjarlægð frá Kuala Lumpur og ætlun hönn- uðanna var að hanna byggingar sem tækju mið af einstöku lands- lagi borgarinnar en þar má til dæmis finna manngert og víð- áttumikið stöðuvatn. Stærsti inn- blástur hönnuðanna kom frá sjónum og má þar finna ástæð- una fyrir því að húsin líkjast helst skipaflota. svanhvit@24stundir.is Íbúðabyggð sem líkist skipaflota Fersk og frumleg hönnun Einstakt Byggingarnar líkjast helst skipaflota sem siglir um sæinn.

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.