24 stundir - 19.06.2008, Blaðsíða 18

24 stundir - 19.06.2008, Blaðsíða 18
22 FIMMTUDAGUR 19. JÚNÍ 2008 24stundir hringdi í mig fyrir hádegi, en hann vaknar aldrei fyrir hádegi, og sagði mér það að við myndum vinna þennan leik, þannig að maður fann strax að allt yrði lagt undir. Þegar litlu liðin eru að mæta þessum stóru þá magnast alltaf upp ákveð- in bikarstemning, eins og gerðist Eftir Sindra Sverrisson sindris@24stundir.is „Við erum með nokkra virkilega góða einstaklinga í okkar röðum sem gætu vel verið að spila í efri deildum, en ýmis mál hafa komið í veg fyrir að þeir geri það. Á góðum degi getum við strítt hverjum sem er,“ sagði Elvar Geir í samtali við 24 stundir á blaðamannafundi sem haldinn var í KR-heimilinu í gær. KB er eitt af þeim liðum í heim- inum sem hafa forseta og skipar sér þar með á stall með stórliðum á borð við Real Madrid og Barce- lona, og skipar Elvar Geir þá stöðu hjá Breiðholtsliðinu. Knattspyrnustjórinn fór í sund KB er einnig með knattspyrnu- stjóra í sínum röðum, Magnús Ein- arsson, sem er faðir Elvars Geirs og reynslumikill þjálfari. „Það er gott að hafa hann en hann fór reyndar með okkur í leik á Hvolsvelli um daginn og þegar hann sá að þar var sundlaug ákvað hann bara að fara í heita pottinn í staðinn fyrir að flytja einhverja ræðu inni í klefa,“ sagði Elvar Geir. KB, sem leikur í 3. deild, kom mörgum á óvart með því að vinna 1. deildarlið Njarðvíkur 2:0 í síð- ustu umferð bikarsins. „Þórður Einarsson, sem skoraði fyrra markið okkar í leiknum, svo sannarlega í Njarðvík þar sem allir áttu stórleik,“ sagði Elvar Geir sem vonast til þess að eitthvað svipað verði uppi á teningnum í Frostaskjólinu í kvöld. Vonast eftir réttu mati KR „Þegar allt kemur til alls þá er þetta nú bara íslenski boltinn og KR er bara með íslenska leikmenn eins og við fyrir utan þennan Portúgala og Björgólf Takefusa. KR hefur sýnt ákveðna veikleika í sum- ar en virðist því miður hafa fundið lausnir við þeim. Við verðum bara að vona að þeir hökti eitthvað og veikleikarnir taki sig upp aftur. Það væri heldur ekki verra að fá slatta af vanmati frá þeim, eða kannski rétt mat þar sem við erum nú ekkert frábærir,“ sagði Elvar Geir. KB-liðið er eins og áður segir til- tölulega nýstofnað, hefur leikið eitt tímabil í 3. deild, og á því ekki marga stuðningsmenn en Elvar Geir vonast þó til að sjá sem flesta. Spilum fyrir allt Breiðholt „Við eigum fáa en dygga stuðn- ingsmenn en síðustu daga hefur ótrúlegasta fólk lýst yfir áhuga á að mæta á þennan leik. Við erum knattspyrnufélag alls Breiðholts, á meðan Leiknir er fyrir efra Breið- holt og ÍR fyrir það neðra, og bú- umst við því við að allir Breiðhylt- ingar mæti á völlinn hvort sem þeir halda með ÍR eða Leikni.“ KB fær helming þeirra tekna sem fást af miðasölu á leiknum og Elvar Geir segir það kærkomið fyrir svo lítið félag. „Það er einhver kostnaður við leikinn en við ættum að koma út í fínum gróða og höfum ákveðið að fyrsta verkefnið sé að kaupa nýja markmannstreyju. Gamla treyjan er með Sinalco-auglýsingu framan á og Raggi markvörður á það nú skilið eftir stórleik í Njarðvík að fá nýja markmannstreyju.“ ➤ KB, eða KnattspyrnufélagBreiðholts, tók í fyrsta sinn þátt í Íslandsmótinu í fyrra og leikur í sumar í þriðju deild. ➤ Liðið komst í fyrra í aðra um-ferð VISA-bikarsins en hefur í ár slegið út KFR og Njarðvík og mætir KR kl. 19:15 í kvöld. ➤ KB er nátengt Leikni í Reykja-vík og eru margir leikmanna liðsins uppaldir þar. HVAÐ ER KB? 24 stundir/Valdís Thor Í kvöld fer fram athygl- isverð rimma í VISA-bikar karla í knattspyrnu þegar hið eins árs gamla Knatt- spyrnufélag Breiðholts, KB, mætir elsta knatt- spyrnufélagi landsins, KR. Forseti KB, Elvar Geir Magnússon, segir liðs- menn hvergi bangna. Davíð og Golíat  Eitt yngsta lið landsins mætir því elsta í VISA-bikarnum í knattspyrnu  Getum strítt öllum liðum, segir forseti KB ÍÞRÓTTIR ithrottir@24stundir.is a Gamla treyjan er með Sinalco-auglýsingu fram- an á og Raggi markvörður á það nú skilið eftir stórleik í Njarðvík að fá nýja markmannstreyju. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Munið Mastercard ferðaávísunina Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Rhodos frá kr. 39.990 Bjóðum nú allra síðustu sætin til Rhodos 21. júní í 2 vikur. Í boði er stökktu tilboð en þá bókar þú flugsæti og gistingu og fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Gríptu tækifærið og njóttu lífsins á þessum vinsæla áfangastað. Verð kr. 39.990 Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð. Stökktu tilboð 21. júní í 2 vikur. Aukalega kr. 10.000 m.v. 2 í herbergi / stúdíó / íbúð. 21. júní í 2 vikur *** Allra síðustu sætin ** Ótrúlegt tilboð - 2 vikur

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.