Sunnudagsblaðið - 06.02.1966, Blaðsíða 15

Sunnudagsblaðið - 06.02.1966, Blaðsíða 15
 ■TííuT m wm Kristjánshafnartorg-. Tukthúsið til vinstri. Koparstunga. Fangauppreðsnin ' ’l‘’ 'nsihöfn Rofsilöggjöf flestra þjóða var mjög hörð á fyrri tímum, og öanska rikið gaf öðrum löndum ekkert eftir í þessu efni, eins og íslendingar fengu oftsinnis að k.ynnast af eigin raun. Pyntingar við yfix-heyrslur voru t.d. ekki formlega afnumdar í Danmörku fyrr en árið 1837, og það var fyrst árið 1866 sem þar var leidd í lög hý refsilöggjöf, sem var mildari °g mannúðlegii en eldri ákvæði. Pangelsi þessara tíma voru hörm ongarhús, og þaðan sluppu fáir iifandi, sem höfðu verið dæmdir fil einhverrar verulegrar fanga- vistar. Aðbúnaður fanganna var mjög slæmur, vinnan erfið og far- sóttir voru þar tíðar. Einna hrika- ^gast af dönskum fangelsum var Stokkhúsið í Kaupmannahöfn, en Það hafði tekið við af Brimár- hólmi Kristjáns IV. Refsifangarn ir, sem voru kallaðir þrælar, sættu ef eitthvað var enn harðari með- ferð í Stokkhúsinu en nokkurn- tíma hafði verið á Brimarhólmi. Þeíta fangelsi var ekki lagt niður fyrr en 1858. Föngunum í Stokkhúsinu var komið fyrir í sjö smáklefum í kjallara fangelsisins, en þessir klef ar voru svo litlir, að menn af meðalstærð gátu ekki staðið þar uppréttir. í hvern af þessum klef um var átta föngum troðið, og þar við bættist, að raki var þar svo mikill, að dæla þurfti burt vatni úr kjallaranum á ákveðnum fresti. Ljós og loft barst inn í þessar fangaholur um rifur, sem sneru út í fangelsisgarðinn, en á nóttunni voru þessar rifur byrgðar og um leið voru fangarnir hlekkjaðir við vegginn með fótjárni. Fang- arnir voru einnig hlekkjaðir við vinnu, og fyrir óhlýðni gátu þeir átt á hættu að verða settir í háls járn auk fótjárnanna, ef ekki komu til enn harðari viðurlög. Enskur fangelsislæknir, sem kynnti sér fangelsismál í Evrópu árið 1800, segir að Stokkhúsið hafi verið eitthvert hið óhugnan- legasta fangelsi, sem hann hafi séð. Það var því engin furða, að fangarnir gerðu oft tilraunir til að losna úr þessari dýflissu, en flóttatilraunir báru sjaldnast ár- angur. þótt það reyndar kæmi fyr- ir, að fanga og fanga tækist að strjúka fyrir fullt og allt. Annað alræmt fangelsi í Kaup- mannahöfn var Tukt-, rasp- og betrunai-húsið á Kristjánstorgi, en það var .byggt árið 1740 á dögum Kristjáns konungs 6. Þetta faug- elsi var stórbygging, sem „var skjpt í deildir, og í því voru bæði karl- ALÞÝÐUBÞAÐIÐ - SUNNUDAGSBLAÐ §3

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.