Sunnudagsblaðið - 05.07.1964, Blaðsíða 12

Sunnudagsblaðið - 05.07.1964, Blaðsíða 12
NÚ cru liðin fimm ár frá því að prestshjónin frá Mosfelli í Gríms- nesi frú Rósa B. Blöndals og sr. Ingólfur Ástmarsson, biskupsritari, fluttu búferlum til höfuðborg- arinnar og námu iand að Leifs- götu 16 Reykjavík. — Og þó að þau hafi ekki flutt með sér fuglasönginn að austan og fegurð Mosfellsstaðar, bá er heimili þcirra bæði vistlegt og aðlaðandi og bcr með sér svipmót hins gamla prests scturs. Bæði Ingólfur og Rósa cru úr kauptúni en um sautján ára skeið voru þau búsett í strjálbýlinu, þar scm sr. Ingólfuú var þjónandi prestur, fyrst að Stað í Stein- grímsfirði frá 1942—’48 og síðan að Mosfelli í Grímsncsi til 1959. Og nú'eru þau lijón bæði komin til Rcykjavíkur, svo að með sanni má segja, að þau þckki sig jafnt i borg og sveit. Þar sem nú er komið sumar og „fuglasinfónían löngu byrjuð í móunum fyrir austan“ cins og sr. Ingólfur orðar það, datt okkur hjá Sunnudagsblaðinu í hug að líta inn til þeirra hjóna og spjalla við þau stundarkorn um kirkjuna, skáldskapinn — og svcilina. Því að allt eru þetta skyldir hlutir. Og það þótli undireins sjálfsagt. Við töluðúm við sr. Ingólf í síma og hann bað- okkur blessaða að koina. Þó kvaðst hann mundu hafa lítið að segja. Eftir að sezt er að kaffibollum og ágætum tertum frúarinnar tök- um við tal saman og við byrjum á því að spyrja hjónin, hvernig þau uni vistinni í sínum nýju heimkynnum. Rósa verður fyrri til svars: „Reykjavík hefur auðvit- að marga kosti“, segir hún, „en maður saknar líka margs úr svcit- inni. Ég segi fyrir mig, að ég bjóst nú aldrei við því að hafa það betra hér en fyrir austan, og það lief- ur reynzt rétt. Hitt er svo annað mál, að mér leiðist ekkert. Það er annað að leiðast en sakna.“ Ing ólfur tekur undir þetta með konu sinni en bætir því við, að einkum sakni hann prestsstarfsins og hinna mörgu helgistunda í sam- bandi við það“. Og svo söknum við auðvitað bæði Mosfells“, segja þau einuin rómi. „Mér bykir líka tómlegt að liafa engar skepnur til að sinna“, held- ur séra Ingólfur áfram”, því að skcpnurnar voru góðir vinir manns." „Svo að þið hafið rck- ið búskap ó Mosfelli?" spyrjum við og Ingólfur kveður já við. „Á mínum prestskaparárum reynd- um við hvort tveggja að hafa bú- skap og hafa liann ckki“, segir Ingólfur", og ég verð að segja aö okkur féll belur að hafa hami en ekki, þó svo að það kostaði mcira crfiði.“ Rósa kinkar kolli og bætir því við, að hún hafi kunn að vel hlutverki sveitakonunna) • „Sveitaheimilið cr líka allta^ persónulegra en heimili í bæ e®a borg“, segir hún. „Það gerir að sumu leyti hið nána samlif við dyi' in og náttúruna“. „Er ekki erfiðara fyrir prestinn að rækja prcstsstarfið í strjálbýl" inu en þéttbýlinu?", spyrjuni við og Ingólfur svarar: „Það held ég ckki. Það ætti sízt að vera örðugra fyrir hann til dæmis að vinna að æskulýðs- og félagsmálum, þé að hann sé utan kauptúns. „Og Résa segir: „Prestarnir mega ekki fara frá gömlu prestssctrunum. I’cU mega það ckki. Það hefur komið til orða að flytja þá til kauptúu- ana en ég held, að það sé óráðlcgh vegna þess að þó að illa horfi uw búskap préstanna í bili, gctur potia batnað. Við vitum ckki hvað fram- liðin ber í skauti sínu. Það getm til dæmis komið að þvi, að fólkið flytji aftur í sveitirnar og á út- kjálkana og bá væri slæmt, ef bú- ið væri að flæma prestana í burtu. þeir eru strjálbýlinu stoð og styrk- ur og þó að þeir starfi í fámcnni geta þeir gert sitt gagn. Ég cr a móti þvi að kalla presta forpok- aða, þó að þeir hafi dvalizt lengi innan sama fámenna safnaðarins- Það cr sama hvort presturinn er í fámenni eða fjölmcnni. Hans get ur verið þöríin söm“ „Ég held að framtiðarlausnin a ■i'Ö íer j lieim- Bókn til séra Ingóifs Ástmarssonar og konu hans, frú Rósu B. Blöndals, skáldkonu. Texti: Guðjón Aibertsson. - f/lyndir: Jóhann Vilberg- þessu vandamáli verði sú, að *l prestssetrunum verði tvö hus ’ segir Ingólfur. „Annað fyrir prcst inn en liitt fyrir ráðsmann cða bónda. Bctra væri, að þa-ð y 516 SUNNUDAGSBþAÐ - AUÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.