Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

24 stundir

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
24 stundir

						14 FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 2008
24
stundir
Haustið 2006 var ákveðið að
gera tilraun með nágrannavörslu
í nokkrum götum borgarinnar í
sex hverfum. Verkefnið fór vel af
stað og mikil ánægja hefur verið
meðal íbúa þar sem tilraunin
hefur verið gerð.
Í ljósi þess er ætlunin að halda
þessu verkefni áfram og koma á
formlegri nágrannavörslu víðar í
borginni.
Á Kjalarnesi var nýlega tekin
upp formleg nágrannavarsla og
er það í fyrsta skipti sem heilt
hverfi í borginni fer af stað með
slíkt verkefni.
Nágrannavarslan er samstarfs-
verkefni íbúa, lögreglu og
Reykjavíkurborgar.
Markmiðið með verkefninu er
að aðstoða borgarbúa við að
stuðla að auknu öryggi eigna
sinna og taka höndum saman
um að sporna við innbrotum og
eignatjóni í sínu nánasta um-
hverfi.
Nágrannavarslan felst í því að
vera forvörn gagnvart innbrot-
um, eignaspjöllum og hvers kon-
ar skemmdarverkum s.s. rúðu-
brotum, veggjakroti og því sem
telst vera óeðlilegt í umhverfinu.
Nágrannavarslan fer þannig fram
að íbúar taka að sér að gæta
heimila nágranna sinna þegar
þeir eru að heiman og huga vel
að því sem er að gerast í nánasta
umhverfi. 
Þá er mikilvægt að íbúar fylg-
ist með grunsamlegum manna-
ferðum, skrái niður bílnúmer og
lýsingu á fólki og tilkynni það
lögreglu. Innbrotsþjófar eru
fljótir að hafa sig á brott ef þeir
verða varir við að fylgst er vel
með umhverfinu. Þannig er hægt
með góðu eftirliti íbúa að sporna
við afbrotum. 
Mikilvægt er að íbúar hugi vel
að því hvernig þeir geti gert
heimili sín öruggari með því t.d.
að setja krækjur á glugga og hafa
góða lýsingu við hús sín.
Margir velta því eflaust fyrir
sér hvort nágrannavarslan sé ekki
óþörf fyrir þá sem hafa örygg-
iskerfi á heimilum sínum. Því er
til að svara að nágrannavarslan
er hugsuð sem góð viðbót fyrir
þá sem hafa slíkar varnir enda
tekur hún á fleiri þáttum en
íbúðarhúsnæðinu sjálfu.
Sett eru upp sérstök skilti þar
sem formlegri nágrannavörslu
hefur verið komið á og íbúar fá
límmiða til að setja á rúður í
húseignum sínum. Sérstakir
götustjórar eru valdir í hverri
götu sem eru tengiliðir við lög-
reglu og íbúa og hafa því hlut-
verki að gegna að upplýsa ná-
granna sína ef eitthvað óeðlilegt
er á ferðinni.
Með virkri nágrannavörslu
verður fólk upplýstara og örugg-
ara með sig í umhverfinu og get-
ur átt þátt í því að verða sterk-
asta aflið gegn afbrotum.
Höfundur er varaborgarfulltrúi og 
formaður hverfisráðsKjalarness.
Kjalarnes fyrsta hverfið í heild
sinni með nágrannavörslu
UMRÆÐAN
a
Marta Guðjónsdóttir
Þannig er
hægt með
góðu eftirliti
íbúa að
sporna við
afbrotum. 
Mikilvægt er
að íbúar hugi vel að því
hvernig þeir geti gert
heimili sín öruggari með
því t.d. að setja krækjur á
glugga og hafa góða lýs-
ingu við hús sín.
Nágrannavarsla Inn-
brotsþjófar eru fljótir að
hafa sig á brott ef þeir
verða varir við að fylgst er
vel með umhverfinu. 
Hinn 27. september 1908 vígði
síra Bjarni Símonarson prófastur,
staðarprestur á Brjánslæk í 33 ár
frá 1897, nýtt og afar vandað og
sérstaklega traustbyggt kirkjuhús,
sem hann og kona hans, frú
Kristín Jónsdóttir, létu reisa á
prestssetrinu. Gamla kirkjan, sem
var aðeins 60 ára timburbygging,
var talin ónýt og var hún rifin
eftir kveðjumessu í júlí á bygg-
ingarsumrinu. Rögnvaldur Ólafs-
son húsameistari teiknaði kirkj-
una fyrir síra Bjarna, en
yfirsmiður var Jón Ólafsson, tré-
smíðameistari á Ísafirði. Lærling-
ar hans unnu mjög að bygging-
unni, eins og síra Bjarni sjálfur,
sem var fínsmiður og skreytti
einkum stólinn gylltu letri, tilvís-
anir í ritninguna.
Kirkjan er 35 fermetrar og tek-
ur 50 manns í bekkjarsæti, en við
hátíðamessuna voru meira en 70
kirkjugestir. Samsvarar byggingin
sér vel með sérbyggðum turni og
klukknalofti yfir forkirkju. Veð-
urnæmt er á Barðaströnd og fauk
Hagakirkja tvisvar undir lok 19.
aldar, byggð upp traustlega og
endurvígð 1899. Aldarhátíðin þar
var minnisstæð helgi og efnt til
veislu á Birkimel, eins og nú eftir
hátíðarmessuna í kirkjunni á
Brjánslæk. Sóknarpresturinn, síra
Sveinn Valgeirsson, þjónaði fyrir
altari, en síra Lárus Halldórsson,
sem var í áratug ungur prestur í
Flatey og á Barðaströnd, predik-
aði. Hann er nú 88 ára. Prest-
arnir, sem nafngreindir eru við
myndina undir bæjarvegg á
staðnum, samþjónuðu sóknar-
presti, nema undirritaður, Ágúst
frá Möðruvöllum, en hann flutti
kirkjudagsræðuna um staðinn,
prestana á 19. öld og gat fyrra
höfðingjaveldis á Læk, byggingar
kirkjunnar og hins glæsilega
íbúðarhúss, en það reistu síra
Bjarni og kona hans 1911 og
fluttu í það fullbúið vorið 1912.
Ári síðar keyptu þau altaristöfl-
una, málverk Þórarins B. Þorláks-
sonar frá 1912. 
Meðhjálpari kirkjunnar er
Rósa Ívarsdóttir, húsfreyja á
staðnum. Hún og maður hennar
Ragnar Guðmundsson gáfu
kirkju sinni kr. 100.000. Jensína
Kristjánsdóttir færði sömu fjár-
hæð f.h. sparisjóðsins á Patreks-
firði. Auk hennar kvaddi sér
hljóðs og flutti góðar óskir Bjarni
Hákonarson, óðalsbóndi og
kirkjuhaldari í Haga.
Síra Bjarni prófastur þjónaði
Brjánslækjarbrauði til dauðadags
á Gvendardaginn 16. mars 1930.
Var hann á embættisferð, er reið-
hestur hans fældist hjá Hvammi,
féll af baki, en fastur í ístaðinu og
slóst við möl og grjót og varð það
hans bani, 63 ára. Frú Kristín var
þá áttræð og lést hún í Reykjavík
1937. ? Prestsseturshúsið frá 1912
hefur verið í eyði í meira en 40
ár. Nú eru gagngerar endurbætur
á hinu gamla, fallega steinhúsi
langt komnar. Síðustu prestshjón-
in, sem bjuggu í húsinu 1933-
1935, voru síra Björn O. Björns-
son og frú Guðríður Vigfúsdóttir.
Sóknarpresturinn, síra Sveinn
Valgeirsson, stýrði hinu veglega
hátíðarveisluboði á Birkimel.
Hann hefur þjónað Barðstrend-
ingum í nær 9 ár og lengst af
einnig Bíldudalssókn, en prests-
setrið er á Tálknafirði.
Höfundur er frá Möðruvöllum
Aldarhátíð Brjánslækjarkirkju
UMRÆÐAN
a
Ágúst Sigurðsson
Aldarhátíðin
þar var minn-
isstæð helgi
og efnt til
veislu á Birki-
mel, eins og
nú eftir há-
tíðarmessuna í kirkjunni
á Brjánslæk. 
Altarið Síra Lárus Hall-
dórsson, organistinn
Marion Worthmann og
síra Sveinn Valgeirsson.
Sjö prestar sóttu hátíðina á Brjánslæk.
F.v. síra Hannes Björnsson, síra Leifur Ragn-
ar Jónsson , síra Karl V. Matthíasson alþing-
ismaður, síra Tómas Guðmundsson, síra
Sveinn Valgeirsson, síra Lárus Halldórsson
og síra Ágúst Sigurðsson.
Þessi grein sem send var til
Fréttablaðsins fékkst ekki birt þar
þrátt fyrir endalaus loforð þar um.
Fagurt og frítt
Það var fagurt og frítt í árdaga
og smjör draup af hverju strái,
þangað til mannskepnan eignaði
sér gósenlandið og fór ?í víking?
við gróðurinn strax í upphafi.
Hjuggu og brenndu skógana og
skepnur gengu þar sjálfala allt ár-
ið, svo helmingur skóglendisins
var horfinn eftir aðeins fyrstu 200
árin. 
Síðan fór að síga á ógæfuhliðina
og smátt og smátt fóru eyðingar-
öflin að ná yfirhöndinni, þar sem
alltaf var tekið án þess að gefa
neitt í staðinn. Þessu höfðu menn
á þeim tíma lítinn skilning á. Auð-
lindir jarðar voru í þeirra augum
ótakmarkaðar. Eftir því sem aldir
liðu rýrnuðu stöðugt landkostir
og fátæktin jókst. Framsýnir menn
sáu að eitthvað yrði að gera í mál-
unum. 
Fokið minnkaði
Sandgræðsla Íslands var stofn-
uð 1907 og einn maður ráðinn yfir
sumarmánuðina. Margar voru úr-
tölurnar og efasemdirnar um að
eyða peningum í svona vonlaust
verk. Hægt og bítandi fór þó að
sjást árangur. Sandfokið fór að
minnka með girðingum og mel-
gresi, en milljónir tonna af gróð-
urmold hafa fokið á haf út og tínst
eftir að gróðurinn var horfinn.
Líflaus grjóturð og eyðimerkur
þekja enn stór svæði á landinu
sem valda miklu foki til skaða hve-
nær sem hreyfir vind á þurrum
dögum. Fokið var svo mikið á
Suðurlandinu í sumar að nokkra
daga sáust ekki mörk úr lofti hvar
strönd og sjór mættust. En ekki
sáust nein viðbrögð landsfeðranna
að gagni frekar en vant er. 100 ára
afmæli landgræðslunnar var hald-
ið í haust, með mikilli sjálfsánægju
ráðamanna yfir þeim mikla ár-
angri sem landgræðslan hefði náð
og þeim 14 milljörðum sem hún
hefur fengið á þessum 100 árum. 
Á sama tíma fá sauðfjárbændur
16 milljarða á næstu 6 árum til að
auka framleiðslu á kjöti, sem þeg-
ar er of mikil, fyrir utan land-
spjöllin sem af því hljótast.
Bændur, eruð þið ánægðir með
að vera landníðingar? 
Rányrkja er landníðsla og þann-
ig er búskapur ykkar stundaður
enn í dag. Allar siðmenntaðar
þjóðir í kring um okkur eru fyrir
löngu farnar að stunda ræktun-
arbúskap með sínar skepnur í
girðingum.
Fagra Ísland
Hvar eru samtökin fagra Ísland
og önnur náttúruverndarfélög?
Eru þau blind á öðru auga? Sjá
þau aðeins reykinn úr fáeinum ál-
verum sem skapa þó þjóðfélaginu
tekjur og hlífa öðrum jarðarbúum
við miklu meiri mengun, en eru
blind á orsakavald gróðureyðing-
arinnar á stærsta hluta landsins?
Og það á meðan sand- og mold-
skaflar eyða gróðri og stöðugt
stækka eyðimerkurnar, sem viður-
kenndar eru sem þær stærstu
manngerðu sem þekkjast. Óbæt-
anlegar náttúrugersemar hverfa
smám saman undir sand, þrátt
fyrir ótrúlegan dugnað land-
græðslunnar. Hluti af Dimmu-
borgum er horfinn í sand og stöð-
ugt fýkur í Ódáðahraun og
Lakagíga, svo dæmi sé tekið. 
Þetta er brot á alþjóðasamþykkt
frá Ríó-ráðstefnunni. Engin þjóð
hefur rétt á að eyðileggja náttúru-
undur sín. Það kemur öllum
heiminum við. Við felum alltaf
skömmina og skrökvum því að
öðrum þjóðum að við séum til
fyrirmyndar.
Eru þessir skammtíma hags-
munir þess virði? Afkomendur
okkar munu krefjast svara. Hvers
vegna fóruð þið svona með gróður
landsins þótt allir sæju hvert
stefndi?
Höfundur er leikkona og fyrrv. formaður
Lífs og lands.
Misþyrming
landsins
UMRÆÐAN
a
Herdís Þorvaldsdóttir 
Líflaus grjót-
urð og eyði-
merkur þekja
enn stór
svæði á land-
inu sem
valda miklu
foki til skaða
hvenær sem hreyfir vind
á þurrum dögum. 

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40