Eintak

Tölublað

Eintak - 10.02.1994, Blaðsíða 17

Eintak - 10.02.1994, Blaðsíða 17
T ia siðferðisdæmi úr daglegu, íslensku stjórnmálalífi EINTAK tók saman tíu hneykslishellur frá síðustu árum og lagði fram sem siðferðisdæmi fyrir nokkra stjórnmálamenn að leysa úr. Hér að neðan eru dæmin rakin stuttlega og stjórnmálamennirnir segja til um hversu siðleg þau eru, hvort þau gefi tilefni tii afsagnar, harðari reglna eða akkúrat engra viðbragða. Rangt lögheimili, hærri laun Fyrir fjórum árum kom það fram í fréttum að einn ráðherra og einn þingmaður skráðu lögheimili sín í kjördæmum sínum þrátt fyrir að þeir héldu þar ekki heimili. Þeirra eina heimili var í Reykjavík. Þetta voru þeir Steingrímur J. Sigfús- son, þá landbúnaðarráðherra og Jón Sæmundur Sigurjónsson, þá þingmaður. Báðir skráðu lög- heimili sitt heima hjá pabba og mömmu, Steingrímur í Norður- landi eystra og Jón Sæmundur í Norðurlandi vestra. Og þar sem lögheimili þeirra voru í landsbyggðarkjördæmi fengu þeir dvalarstyrki frá Alþingi eins og þeir þyrftu að halda sitt annað heimili í Reykjavík. Landsbyggðarþingmenn með lögheimili í Reykjavík njóta ekki þessara styrkja og þeir Stein- grímur og Jón Sæmundur heíðu ekki fengið þá ef þeir hefðu skráð lögheimili sitt á raunverulegu heimili sínu. Eftirfamndi dœmi var lagt upp fyrir stjórnmálamennina: Álþingistnaður skráir lögheimili sitt í kjördœmi sínu úti á landi ogfœrþvíferða- og dvalarstyrki miðað við að hatin haldi tvö heimili. Eina heimili hans er hins vegar í Reykjavík þar sem lögheimilið úti á landi erannað hvort heimili foreldra hans eða íbúð hans settt er í útleigu. Anna Ólafsdóttir Björnsson Ég held að það eigi að vera skýrar reglur um þetta, svo svona lagað komi ekki upp. Um leið og það finnst einhver sveigjanleiki er gengið á lagið. Árni Johnsen Þingmenn eiga ekki að vinna þannig. Árni Matthiesen Þetta er mis- notkun á reglum um dvalarstyrki. Sérstakar réglur um landsbyggðar- þingmenn sem búa á höfuðborgar- svæðinu eru til og eiga að gilda um þennan þingmann. Birgir Ármannsson Hann á að skrá lögheimili sitt þar sem hann er búsettur. Ef hann heldur ekki tvö heimili á hann ekki að fá styrki. Guðni Ágústsson Það þarf að setja reglur um þetta. Guðrún Ögmundsdóttir Þetta getur verið snúið. Það eru nokkrir bændur á þingi og þá er eðlilegt að þeir haldi tvö heimili. Annars fínnst mér að það megi skoða þessi mál. Þau eru dálítið erfið í ljósi þess hvernig kjördæmaskipanin er núna. Gunnlaugur Stefánsson Þing- maðurinn verður að gera þetta upp við samvisku sína. Margrét Frímannsdóttir Um þetta verður að setja skýrar reglur. Mörður Árnason Þetta á þing- niaður ekki að komast upp með. Launakjör þingmanna eru ekki góð og gera verður ráð fyrir að lands- byggðarþingmenn geti heimsótt sitt kjördæmi. Ólafur Þ. Þórðarson Það á að fara að lögum í þessum efnum. Páll Pétursson Ég tel að þetta hafi nú ekki verið misnotað - alla vega GUÐRÚN ÖGMUNDSDÓTTIR BORGARFULLTRÚI KVENNALISTANS „Þetta er nú bara tittlingaskítur. Hvað með alla aðra ríkisstarfs- menn? Þetta er ekki úthugsað plott, “ segir Guðrún um þingmann sem sendir jólakortin sín í gegnum skrifstofu Alþingis og sparar sér póstburðargjöldin. ÁRNIJOHNSEN ÞINGMAÐUR SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS „Ég reikna ekki með að siíkt komi til hjá ráðherra," segirÁrni um það þegar ólögleg skinka finnst í tösku eiginkonu ráðherra í tollin- um á leið inn ílandið. MÖRÐUR ÁRNASON ÍSLENSKUFRÆÐINGUR OG FÉ- LAGI í BIRTINGU „Til þess geta verið margar ástæður; kunnáttuleysi, mis- skilningur eða mistök. Þetta getur komið fyrir alla og þarf ekki að vera visvitandi. Það fár- ánlegasta fyrir ráðherra og konu hans er að reyna að breiða yfir málið, “ segir Mörður um ráð- herrahjón sem gripin eru með smyglað svínakjöt í tollinum. ÁRNI MATTHIESEN ÞINGMAÐUR SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS „Ég skil ekki hvernig ráðherra dettur íhug að gera svona lagað. Þetta er mjög óskynsamlegt afhans hálfu, burtséð frá þvíhvort mágurinn sé hæfur eða ekki. Hann þrengir mjög hring trúnaðar- manna sinna með þessu og gengur að auki á svig við það sem löggjafinn er búinn að ákveða, “ segir Árni um ráðherra sem kemur mági sínum fyrir í góðu embætti degi áður en honum varð það óheimilt samkvæmt lögum. eldd í stórum stfl. Þingmenn verða að vera í nánum tengslum við sín kjördæmi og hafa tvö heimili. Ég hef reynslu af því sjálfur. Ragnhildur Vigfúsdóttir Það á að fara ofan í saumana á þessum mál- um og koma í veg fyrir að slíkt geti gerst. Sigurður Pétursson Um þetta þurfa að vera strangar reglur. Einkapóstur með póstburðargjöld- um almennings Rétt fýrir síðustu jól komlram í fréttum að Einar Kr. Guðfinns- son þingmaður hefði sent hluta af jólapósti fjölskyldu sinnar í gegn- um skrifstofu Alþingis. Póstburð- argjöldin undir jólakortin lians voru því tekin af almannafé en ekki úr hans eigin buddu. Einar gerði lítið úr málinu þegar hann var inntur eftir hvort þetta gæti talist réttmætt. Hann sagði aðra þingmenn einig hafa notað þessa þjónustu skrifstofu Alþingis. Eftirfarandi dæmi var lagtfyrir stjórnmálamennina: Alþingismaður verður uppvís að því að senda töluvert magn af einkabréfum sínum í gegnutn skrifstofu Alþingis. Póstburðar- gjöldin eru því tekin af opin- berufé. Anna Ólafsdóttir Björnsson Ég lít svo á að alþingismenn eigi að nota póstinn í tengslum við starf sitt en elcki til éinkaerinda. Árni Johnsen Það getur verið mjög erfitt að greina þarna á mflli. Það verður að treysta alþingis- mönnum sjálfúm til að gera það. Árni Matthiesen Nánast ógeriegt er að greina á milli einkabréfa al- þingismanns og bréfa sem tengjast starfi hans. Því er ekki tilefni til sérstakra ráðstafana í þessu tilfelli. Birgir Ármannsson Þingmenn eiga að borga undir sinn einkapóst eins og aðrir borgarar. Menn verða að gera skýran greinarmun á einkabréfum og starfstengdum pósti. Guðni Ágústsson Það þarf að setja skýrar reglur um þetta. Guðrún Ögmundsdóttir Þetta er nú bara tittlingaskítur. Hvað með alla aðra ríkisstarfsmenn? Þetta er ekki úthugsað plott. Gunnlaugur Stefánsson Það verður að treysta þingmönnum til þess að fara vel með það traust sem kjósendur og stjórnkerfið veitir þeim. Hver ög einn þingmaður verður að meta þetta samkvæmt þeim reglum sem gilda. Margrét Frímannsdóttir Hér þurfa líka að vera skýrar vinnuregl- ur enda getur verið erfitt að flokka hvað sé einkabréf og ltvað ekki. Mörður Árnason Alþingismaður á að greiða sín einkabréf sjálfur en hins vegar verður að fallast á það að mjótt getur verið á mununum á einkabréfum og pólitískum bréfum hans. Ég tel að það sé eðlilegt í lýð- ræðissamfélagi að stjórmálastarf, jafnt utan þings sem innan, sé styrkt af almenningsfé og vil bæta því við sem fyrirvara við þessa grein. Olafur Þ. Þórðarson Þingmenn ganga undir dóm þjóðarinnar í þessum efnum sem öðrum. Rit- stjóri Eintaks talar við konuna í gegnum síma á kostnað blaðsins eða er eldd svo? Páll Pétursson Það getur verið erfitt að segja til um hvort efni bréfa tilheyri starfi hans sem al- þingismanns eður ei. Það er auð- velt að nota póstþjónustu Alþingis því það er svo stutt í hana og menn sleppa við að sleikja frímerkin. Annars finnst mér heppflegast að menn borgi undir jólakortin sín sjálfir enda held ég að póstburðar- gjöld ríði engum alþingismanni að fullu. Ragnhildur Vigfúsdóttir Gerir þetta ekki annar hver ríkisstarfs- maður? Sigurður Pétursson Þarna verður nú að treysta siðferðiskennd hvers og eins þingmanns því það er erfitt að meta hvað er einkabréf, eins og dæmin sýna. Drukkinn og mál- glaður ráðherra IJað er kunnara en frá þurfi að segja að Davíð Oddsson forsætis- ráðherra mætti góðglaður til að taka á móti nýkrýndum heirns- meisturum í bridge í Leifsstöð. Hann hélt frægan ræðustúf með þeim hætti að ekki fór fram hjá neinum að ráðherrann var vel í glasi. Eftir þetta atvik bar Davíð fyrir sig að hann hefði einungis drepið á tveimur glösum, hann hafi verið illa fýrirkallaður þar sem hann væri nýstiginn upp úr veikindum og auk þess hefði Bjarni Felixson út- varpsmaður tekið upp prívatsamtal og útvarpað sem ræðu. Það síðast- talda var sannanlega rangt. Eftirfarandi dœmi var settfyrir stjórnmálamennina: Ráðherra kemurfram á opin- berurn vettvangi og í embœttis- erindum, áberandi drukkinn og heldur ræðustúf sem dregur enn frekari athygli að ástandi hans. Anna Ólafsdóttir Björnsson Mér finnst að það eigi að gera þá kröfu til allra að þeir komi sómasamlega frarn og þetta á ekki að koma fyrir. Við verðum sjálf að gera til okkar ákveðnar siðferðiskröfur. Þrýsting- urinn á að að vera móralskur en ekki lagalegur. Árni Johnsen Maður reiknar ekki með að ráðherra flytji ræðu kóf- drukkinn. Árni Matthiesen Það er alltaf óheppilegt þegar menn koma fram áberandi drukknir, ráðherrar sem aðrir, en getur þó gerst þegar vín er haft um hönd. Þetta finnst mér frekar saklaust ef það kemur einu sinni fyrir. Ef þetta gerist hins veg- ar oftar bendir það til þess að við- komandi eigi við vandamál að stríða. Birgir Ármannsson Ráðherra á að láta renna af sér. Guðni Ágústsson Stórslys sem má ekki koma fyrir. Guðrún Ögmundsdóttir Ráða- menn eiga að fara varlega í opin- berum erindagjörðum. Aftur á móti er allt annað þegar menn eru í prívatselskap. Gunnlaugur Stefánsson Það er ekki gott að vera drukkinn á opin- berum vettvangi í embættiserind- um. Margrét Frímannsdóttir Ráð- herra á að sjá sóma sinn í því að koma aldrei fram í opinberum er- indagjörðum öðruvísi en edrú. Hins vegar er það hans einkamál hvað hann gerir í sínum einkatíma. Hann ætti að segja af sér ef hann skandalíserar. Mörður Árnason Slíkur maður á að biðja þjóð sína afsökunar og ef um endurtekningu er að ræða á hann að segja af sér. Það versta sem slíkur maður gerir er að flýja frá vandamálinu. Ólafur Þ. Þórðarson Reglan er sú að menn eiga ekki að vera drukkn- ir í vinnunni. Páll Pétursson Það er óskynsam- legt að menn séu fullir við störf sín enda er ég andvígur því. Svo er hægt að deila um hvað sé að að vera drukkinn og hvað sé að vera áberandi drukkinn. Menn þurfa að hafa ákveðna sjálfsgagnrýni í þess- um efnum. Ragnhildur Vigfúsdóttir Það ætti að skipa honum að fara í afvötnun eða láta hann segja af sér. Ég læt vera að hann sé fullur í einkasam- kvæmum en ekki þegar hann kem- ur fram fyrir mína hönd. Sigurður Pétursson Efþettahef- ur áhrif á það embættisverk sem hann er að framkvæma þá verður maðurinn að sjálfsögðu að segja af sér. Tilraun til smygls á svínakjöti Við heimkomu til landsins fannst svínabógur í tösku Bryndísar Schram eiginkonu Jóns Baldvins Hannibalssonar utanríkisráð- herra. Eins og flestum ætti að vera kunnugt eftir baráttu Alþýðu- flokksmanna fýrir rýmkuðum heimildum á innflutningi á land- búnaðarvörum er harðbannað að flytja inn útlent kjöt til landsins. í fréttaflutningi af þessu máli kom fram að bógurinn var í eigu Brynju Benediktsdóttur leikstjóra og hafði Bryndís tekið hann með til landsins sem vinargreiða. Bryndís bar við að hún hefði ekki vitað hvað var í pinklinum frá Brynju. Eftirfarandi dœmi var settfyrir stjórnmálamennina: Ráðherra kemur til landsins ásamt eiginkonu sitini. Leitað er í töskum þeirra hjótia og tfar- angri eiginkonunnar fumst varningur sem óheimilt er að flytja til landsins. Anna Ólafsdóttir Björnsson Ég ý FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1994 FIMMTUDAGUR 20. JANUAR 1994

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.