Eintak - 17.03.1994, Blaðsíða 18
Hæstiréttur íslands dæmdi fyrir réttri viku Þórð Jóhann Eyþórsson
í þyngstu refsingu sem rétturinn hefur dæmt á þessari öld; tuttugu ára fangelsi.
Þessi dómur var annar manndrápsdómurinn sem Þórður hefur fengið.
Hann hefur orðið tveggja manna bani. GERÐUR KRISTNÝ tók viðtal
við Þórð og ræddi við fólk sem hefur orðið honum samferða
til að komast að hver þessi maður er.
„Ég er ekki sonur Ellýjar Vil-
hjálms, en ég hef aftur á móti séð
hana,“ segir Þórður Jóhann Ey-
þórsson sem nýlega var dæmdur í
20 ára fangelsi fyrir manndráp.
Hann hlaut þar með þyngstu refs-
ingu sem nokkur íslendingur hefur
hlotið á þessari öld eftir að hafa
stytt tvo menn lífi og þann síðari
þegar hann var á skilorði. Ummæli
Þórðar eru sprottin af lesendabréfi
Ellýar til Morgunblaðsins þar sem
hún sver af sér að vera móðir
Þórðar og segist aldrei hafa séð
hann.
„Ég er kominn með djöfulli ljót-
an stimpil á mig. RLR segir til
dæmis að ég sé fíkill og dópisti. En
meirihlutinn af því sem um mig
hefur verið sagt er tilbúningur. Ég
hef ekki gert neinum neitt nema
það sem ég hef setið inni fýrir,“ seg-
ir Þórður sem venjulega er kallaður
Doddi.
Skellinöðrur
og jökulhlaup
Þórður bjó á Bragagötunni
fyrstu fimm ár ævi sinnar en flutti
þá í Vogana. Hann er annar í röð
fjögurra systkina. Vogarnir voru
barnmargt hverfi þar sem meðal
annars tíðkuðust hatrammir götu-
bardagar. Meðal þeirra sem börð-
ust þar hlið við hlið voru Þórður og
skólabróðir hans og jafnaldri
Gunnar Bragi Kjartansson. Þeir
voru vinir frá tólf ára aldri til tví-
tugs.
„Doddi var skapstór. Hann var
frekar fljótur upp en líka fljótur
niður. En þar er bara eins og með
fleiri. Hann var meðalmaður í
skóla. Aftur á móti var hann mikill
grúskari í vélum. Svo fór hann að
njóta kvenhylli fyrr en við,“ segir
Gunnar. „En hann var enginn
íþróttafíkill en spilaði auðvitað oft
fótbolta með okkur. Við sigldum á
Grafarvoginum á öllu sem flaut;
gúmmíbátum, bílflökum og skelli-
nöðrum. Einnig stunduðum við
jakahlaup. Þetta var allt saman
stórhættulegt en óskaplega spenn-
andi.
Við vorum í skellinöðrugengi og
Doddi var alltaf til í að bruna út
fyrir bæinn með litlum sem engum
26 ÁRA GAMALL MEÐ DÓTTUR SINNI Á FRÍDEGI FRÁ FANGELSINU
„Það hefur alltaf verið gott samband á milli okkar og við höfum
getað talað saman um allt. “
fyrirvara. Það var gott að eiga hann
að vini af því hann gat gert við hvað
sem var.
Þegar við vorum 13 ára fórum við
með skólanum að endurbyggja
Kolviðarhól í Hrafnagili. Hann
hafði verið fyrsti áningarstaðurinn
sem Ferðafélag Islands byggði.
Okkur vantaði stað til að gista á
þegar farið var í skólaferðalög. Því
miður hefur húsið nú verið rifið en
þetta var stór bygging með þremur
bjálkum og draugalegum heima-
grafreit.
Við Doddi hittumst ekki reglu-
lega lengur. Ég rakst þrisvar sinn-
um á hann á förnum vegi eftir að
hann kom úr Hrauninu. Við erum
ekki sömu heimagangarnir hvor
hjá öðrum eins og við vorum í
gamla daga. Mér finnst mjög dap-
urlegt hvernig komið hefur fyrir
Dodda“.
Bubbi Morthens er einn æsku-
vina Þórðar. Hann segir hann
ógæfumann sem aldrei hefði átt að
smakka vín eða fara að fikta við
vímuefni.
„Alveg frá byrjun varð hann kol-
vitlaus með víni. Hins vegar er
hann þvílíkur öðlingur edrú að það
er leitun að öðrum eins. Það sem
hann hefur nú lent í er bein afleið-
ing þess að hann er með ofnæmi
fyrir vímuefnum,“ segir Bubbi.
Yngri systir Þórðar segir hann
aldrei hafa mátt vita til þess að ein-
hverjum liði illa.
„Einu sinni þegar Doddi var
fluttur að heiman héldu foreldrar
okkar til útlanda," segir hún. „Ég
var aðeins átta ára gömul og var sett
í pössun til vinahjóna sem bjuggu
qfan í bæ. Mér fannst mjög fúlt að
mega ekki vera heima hjá ömmu og
afa sem bjugggu í sama húsi og við.
Einhverju sinni hringdi Þórður í
mig til að heyra í mér hljóðið. Þeg-
ar hann heyrði hvað ég var dauf í
dálkinn bauð hannn mér í bíltúr til
að kæta mig. Svona er Doddi.
Hann vildi ekki að neinum liði illa
og var alltaf fyrstur manna til að
reyna að rétta hlut þeirra sem var
hallmælt.“
Um það bil tólf ára gömlum
hafði lögreglan fyrst afskipti af
honum vegna minniháttar afbrota.
Þá umgekkst hann meðal annars
Stefán Almarsson sem betur er
þekktur undir nafninu Malaga-
fanginn.
Eftir skyldunám hélt Þórður út á
vinnumarkaðinn. Hann stundaði
meðal annars verkamannavinnu,
fór á sjóinn og starfaði hjá Raf-
magnsveitu ríkisins.
Mikill pabbi í sér
Fyrri konu sinni hans kynntist
Þórður á hvítasunnuhátíð í Svart-
sengi.
„Hann var ægilegur töffari, í ljós-
bláum gallabuxum og grænum leð-
urjakka hvernig sem viðraði. Þarna
byrjuðum við saman og 18 ára vor-
um við farin að búa,“ segir hún.
„Mér fannst Doddi vera mikill per-
sónuleiki og það var mikið í hann
spunnið þegar vín var ekki annars
vegar. Það var þægilegt að búa með
honum þó hann sé svolítil karl-
remba. Honum finnst að konan
eigi að sjá um heiinilið og þrífa.
Doddi er líka vissulega skapmikill
en þess á milli er hann ljúfur. Svo er
hann mikill pabbi og hefur alltaf
verið óbeinn uppalandi þrátt fyrir
fangelsisvistina. Ég var dálítið
þreytt á kvenhyllinni sem hann
naut. Það var alltaf verið að rekast á
gamlar kærustur.
Við giftum okkur 21 árs og um
leið var dóttir okkar skírð. Við vor-
um þegar búin að kaupa okkur
íbúð í Smáíbúðahverfinu. Þórður
var með bíladellu á þessum tima og
átti mikinn kagga. En hann var
orðinn alkóhólisti þá og fóru ófáar
helgarnar í skemmtihald. Samt
stundaði hann alltaf sína vinnu.
Vínið átti mikinn þátt í því að við
skildum fáeinum árum síðar. Þegar
við fórum til prestsins að leita sátta
spurði hann okkur af hverju við
ætluðum að skilja. Doddi svaraði
að bragði: „Ég fer út að skemmta
mér, hún ekki.“ Þar með var ekki
hægt að ná sáttum.
Doddi keypti sér sendiferðabíl
eftir skilnaðinn og hóf sjálfstæðan
atvinnurekstur. Eftir að hann var
kominn í eigin íbúð hafði hann
dóttur sína hjá sér við og við.“
Fyrri dómurinn
Aðfaranótt 1. janúar árið 1983
þegar Þórður var 26 ára hélt hann
til samkvæmis að Kleppsvegi 42.
Þar hitti hann fyrir Óskar Árna
Blomsterberg. Þeir Þórður höfðu
lengi eldað saman grátt silfur, eða
frá því að þeir voru 16 ára og slógust
vegna stelpu fyrir utan Þórscafé.
Þegar Þórður hafði Óskar undir
komu þrír vinir Óskars honum til
hjálpar og börðu á Þórði. Honum
fannst hann aldrei hafa orðið fyrir
eins mikilli auðmýkingu. Systir
hans man vel þegar hann kom heim
eftir bardagann.
„Andlitið var sundurtætt og
hann var mjög illa farinn. Hann sat
inni í eldhúsi með viskustykki fyrir
andlitinu. Þetta er ein af mínum
fýrstu bernskuminningum af hon-
um,“ segir hún.
Fyrri kona Þórðar segir þetta
hafa gerst áður en þau byrjuðu
saman. Hún kannaðist við Óskar
og stundum rákust þau hjónin á
hann í Klúbbnum.
„Doddi virti hann ekki viðlits og
þóttist ekki sjá hann þegar þeir hitt-
ust. Þórður var ekki hefnigjarn en
ef honum líkaði ekki við fólk talaði
hann ekki við það,“ segir hún. „Það
var óhapp að þeir skyldu hittast á
þessum stað á þessum tíma og báð-
ir undir áhrifum áfengis.“
Þórður hafði drukkið talsvert
þegar til veislunnar kom og hófst
fljótlega mikið rifrildi á milli hans
og Óskars. Þórður brá sér inn í eld-
hús þar sem hann sótti eldhúshníf.
Síðan hélt rimma þeirra Óskars
áfram. f dómsskjölum segir:'„Um
þetta leyti var ákærði orðinn mjög
drukkinn, þreyttur og svefnvana.“
Þar er svo haft eftir Þórði að hann
hafði ætlað að rífa sig lausan frá
Óskari með þvi að berja hann með
hnífskaftinu á milli herðablaðanna.
Svo segir þar: „... en áður en til þess
kom í átökunum, hafði ákærði bar-
ið Óskar Árna með hnúum hægri
handar, þar sem hann hélt á hnífh-
um. Ákærði gerði sér ekki grein fyr-
ir hvernig hnífurinn sneri í hendi
hans, fyrr en þeir tveir hrukku
sundur...hnífsblaðið stóð upp úr
greip hægri handar, en sneri ekki
18
FIMMTUDAGUR 17. MARp 1994