Eintak

Tölublað

Eintak - 24.03.1994, Blaðsíða 9

Eintak - 24.03.1994, Blaðsíða 9
Kínverskur ævintýramaður, Zai Warag Zheng, skipuleggur ferðir til Kína fyrir íslenska kaupsýslumenn án þess að hafa ferðaskrifstofuleyfi og stundar viðskipti í nafni fyrirtækis sem hvergi er skráð. Fór með ís- lenskum kaupsýslumanni til Kína að aðstoða hann við að afla viðskiptasambanda en gekk frá samn- ingi^^m á kínversku í eigin nafni. aðtúl engerði samninga í eigin nafni Við Síðumúla 27 í Reykjavik eru skrifstofur fyrirtækis sem kallast Frank hf. Þar er stunduð margvís- leg starfsemi af kínverskum manni að nafni Zai Wang Zheng en hann kallar sig jafnan Frank Zheng. Þetta fyrirtæki er hvergi skráð, hvorki í hlutafélagaskrá, þrátt fyrir hlutafélagsskammstöf- unina né í fyrirtækjaskrá, og hefur þar af leiðandi ekki kennitölu og ekki heldur virðisaukaskattsnúm- er. Undanfarið hefur Zheng reynt að hasla sér völl sem milliliður framleiðenda í Kína og íslenskra kaupsýslumanna. Hann var búinn að skipuleggja ferð fyrir tíu til fimmtán manna hóp íslendinga til Kína nú í apríl til að koma á við- skiptasamböndum en henni var frestað fram á haustið. Kynnti hann fyrirhugaða ferð einkum með því að senda símbréf með upplýsingum til heildsala og annarra íslenskra fyrirtækja í nafni Frank Agency & Import-Export Co., þar sem meðal annars er boðið upp á þá þjónustu að skipuleggja slíkar ferðir. Nauð- synlegt er að afla sér ferðaskrif- stofuleyfis til að skipuleggja og standa að ferðum sem þessum og leggja fram tilskilda sex milljóna króna bankatryggingu. Það hefur Zheng ekki gert. Af annarri starfsemi Franks hf. Bandaríkjamaðurinn Steven Hall réð sig til starfa hjá Frank hf. sem markaðsstjóri íjanúar á þessu ári. „Þetta fyrirtæki er ekkert nema svik og svindl, “ segir hann. má nefna innflutning og sölu á varningi frá Bandaríkjunum, meðal annars jóla- og gjafavörur. Þá hefúr Zheng gert samninga í Kína í nafni fyrirtækisins um innflutning á hjól- börðum. Bílaverkstæði hér á landi pantaði gám af þeim hjá Zheng en þegar til kom reyndust þeir ekki standast íslenskar kröfur þar sem ekki var hægt að negla þá. í símbréfinu segir að Frank hf. sé inn- og útflutningsfyrirtæki og ráð- gjafarfyrirtæki með höfuðstöðvar í Sjanghæ en útibú í Reykjavík og New York. Þá eru talin upp fjöl- mörg atriði sem fyrirtækið er tilbú- ið að annast fyrir viðskiptavini sína til að koma á viðskiptasambönd- um. Símanúmerið hjá útibúinu í New York reyndist vera hjá tengda- foreldrum Zhengs. Kínaferðin kostaði tæpa milljón en Zheng hirti samninginn Á síðasta ári fór Frank með ís- lenskum manni, sem ekki vill láta nafns síns getið, til heimalands síns til að afla viðskiptasambanda og sá telur sig hafa verið illa hlunnfarinn í viðskiptum sínum við hann. í apr- íl á síðasta ári héldu þeir saman til Kína með það að markmiði að gera samning við stóra verksmiðju í Sjanghæ um kaup á íhlutum í vél- búnað sem setja átti saman hér á landi en selja í Evrópu. Hlutverk Zhengs var að vera leiðsögumaður og túlkur. Samningagerðin fór eingöngu fram á kínversku og allir pappírar voru á því máli. Islendingurinn treysti Frank til að vera túlkur sinn, enda talar hann ekki kínversku og fulltrúar verksmiðjunnar ekki ensku. Þegar hann komst síðan í kynni við enskumælandi fólk þegar líða fór á ferðina, fékk hann þá til að þýða samningana fyrir sig, enda farinn að gruna Zheng um græsku. Þá kom í ljós að hann hafði gert samningana í nafni Frank hf. á þeim forsendum að íslendingurinn hefði ekki inn- og útflutningsleyfi á Islandi en sagði að hann sjálfur hefði það hins vegar. Slíkt leyfi er óþarfi. íslendingurinn fullyrðir jafn- framt að Frank hafi stolið af sér öll- um pappírum, tæknilýsingum, samningum og öðru. Þegar heim kom hafði hann því ekkert í hönd- unum annað en háa reikninga. Tel- ur hann líkur á að Zheng hafi selt þau gögn. Zheng segist ekkert taka fýrir að skipuleggja og sjá um fyrirhugaða ferð til Kína í haust. Hans hlutur felist í þóknun frá kínverskum fyr- irtækjum. I þessu tilviki átti íslend- ingurinn að greiða flugfarið og lítið annað. Niðurstaðan varð hins veg- ar sú að hann þurfti að greiða fyrir uppihald Zhengs að verulegu leyti og annan kostnað sem hann sagðist myndu sjá um, en ferðin kostaði hann samtals nálægt einni milljón króna þegar upp var staðið. „Ekkert nema svik og svindl,“ segir fýrrum starfsmaður Zheng kom hingað til lands árið 1990 sem þjálfari hjá fimleikafélag- inu Gerplu. Síðan skráði hann sig í nám í íslensku við Háskóla íslands og fékk framlengingu á landvistar- leyfi á þeim forsendum. Hann mun hins vegar aldrei hafa skilað sér í kennslutíma og tók engin próf en fékk vinnu hjá Pósti og síma, auk þess sem hann greip í tilfallandi aukavinnu. Á síðasta ári fór hann svo að vinna sjálfstætt meðfram starfi sínu hjá Pósti og síma og kynnir fyrirtæki sitt í símaskránni undir heitinu Frank hf. Fyrirtækið auglýsti eftir starfs- fólki um áramótin. Bandaríkja- maðurinn Steven Hall réð sig til starfa sem markaðsstjóri. Hann sagði í samtali við ElNTAK að hann hefði strax farið að gruna að ekki væri allt með felldu. Þegar hann komst að því að fyrirtækið væri ekki skráð, hætti hann störfum. „- Þetta fyrirtæki er ekkert nema svik og svindl,“ sagði Steven. „Ég spurði Frank hvort hann hefði tilskilin leyfi en fékk engin skýr svör. Þá sagði ég honum að ég vildi ekkert eiga saman við hann að sælda. Svo fór ég að kanna málið og komst að Skrifstofa Frank hf. er VIÐ SÍÐUMÚLA 27 Fyrirtækið er hins vegar hvergi skráð og hefur hvorki kennitölu né virðisaukaskattsnúmer. því að þetta fyrirtæki er hvergi skráð." Steven og aðrir heimildarmenn blaðsins segja að Zheng villi á sér heimildir með því að fúllyrða að hann hafi háskólagráður í hinum og þessum greinum, einn sagði að hann hefði kynnt sig sem son pró- fessors og skurðlæknis til að auka á trúverðugleikann en ekkert sé hæft í því. „Mönnum entist ekki ævin til að verða sér úti um allar þær há- skólagráður sem Frank segist hafa þótt þeir gerðu ekkert annað en að sitja á skólabekk,“ sagði einn heim- ildarmaður. 1 gær hafði íslendingurinn sem fór með Zheng til Kína samband við Útlendingaeftirlitið til að fá það til að skoða mál hans. Zheng hefur dvalar- og atvinnu- leyfi hér á landi, að sögn Jóhanns Jóhannssonar hjá Útlendingaeft- irlitinu og samkvæmt áreiðanleg- um heimildum EINTAKS hefur hann sótt um íslenskan ríkisborg- ararétt og eru mál hans í skoðun þar á bæ. © Zaiy/ang Zheng í samtali við eintak „Eg veit ekki hvað hf. stendur fýrir“ Zai Wang Zheng er staddur í Kína um þessar mundir. EiNTAK náði símasambandi við hann. Hvaða starfsemi er á vegum Frank hf.? „Það kemur á viðskiptasam- böndum mili íslands og Kína.“ Er einhver innflutningur á veg- um fyrirtækisins? „Já, það hefur flutt inn jólavarn- ing og gjafavörur frá Bandaríkjun- um.“ Hvers vegna er fyrirtækið ekki skráð? „Ég nota mína eigin kennitölu.“ Hvers vegna er það þá kynnt sem hlutafélag? „öll fyrirtæki á Islandi eru með hf. á eftir nafni sínu en ég veit ekki hvað það stendur fyrir. Enn sem komið er hef ég ekki haft neinar tekjur af þessu fyrirtæki." Hefurðu leyfi til að reka ferða- skrifstofu? „Nei, ég þarf þess ekki.“ En ertu ekki að skipuleggja ferð til Kína fyrir íslenska kaup- sýslumenn? „Jú, en ég tek ekkert fýrir það.“ Hvað græðir þú þá á þvi? „Ég mun koma til með að fá þóknun frá kínversku fyrirtækjun- um.“ Sérð þú um að útvega hótel og skipuleggja ferðirnar að öðru leyti? „Já, en ég tek ekkert fyrir það.“ íslendingurinn sem fór með þér í fyrra til Kína að afla við- skiptasambanda er sáróánægður. „Það er löng saga á bak við það og ég skal segja þér frá þvi þegar ég kem aftur til Islands. Eg veit ekki til þess að ég hafi brotið nein lög á íslandi.“ © FIMMTUDAGUR 24. MARS 1994 9

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.